Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
En það er miklu til kostað, heil
heimsstyijöld til þess að afla Banda-
ríkjunum snillinga.
- Hvað varðar forlagatrúna, er
ekki boðskapur bóka þinna sá að
maðurinn beri enga ábyrgð. Þennan
skilning má hæglega leggja í sumt
af því sem þú skrifar?
Það eru örlög flestra að taka fulla
ábyrgð á gerðum sínum. Fá svo
engu ráðið um framvinduna. Renna
bara áfram líkt og á lestarspori.
Þessar manneskjur eru ekki ábyrgð-
arlausar. Hinsvegar er vafasamt að
eigna sér heiðurinn af því að vera
réttlát manneskja, blíð manneskja
eða hvað sem er. Þú ert bara það
sem þú ert. Og verður að vera.
- Er það þetta sem þú átt við
þegar þú ræðir um efnaskipti í heil-
anum sem ráði hvötum og gerðum
mannanna. Að við fáum ekki við
þessi öfl ráðið?
Við ráðum engu um hvað gerist
í heilabúinu. Þú hefur sjálfur séð
geðveika menn ekki satt?
Sonur minn Mark, sem nú er virt-
ur bamalæknir, fór alveg yfir um í
tvö ár. Þegar ég sá bólstrað her-
bergi í fyrsta sinn var sonur minn
í því og fyrsta spennitreyjan sem
ég sá klæddi hann. Ég þóttist þekkja
hann ágætlega. Skyndilega breytt-
ist geðugur ungur maður í bijálæð-
ing. Eitthvað hafði farið úrskeiðis.
Mark skrifaði góða bók um þenn-
an sjúkdóm sinn. Hún heitir
„Hraðlest til Eden“ [The Eden ex-
press]. Hann náði sér fyllilega,
útskrifaðist úr læknadeild Harvard
háskóla og gerðist bamalæknir.
Núna þarf hann bara að fylgjast
með efnum í blóði sínu og þvagi.
Þannig getur hann séð fyrir yfirvof-
andi kast. Og getur bægt því frá
með lyfjum.
Mark er eitt stórt tilraunaglas.
Ég myndi aldrei kalla hann til
ábyrgðar fyrir því sem henti hann
á þessu tímabili.
Það skrítna er að hann man allt.
Hveija mínútu. Ég stóð í þeirri trú
að geðveikur maður sem fengi bata
gæti ekki rifjað upp atburði úr veik-
indum sínum. Oðru nær, þetta
stendur honum lifandi fyrir hugs-
skotssjónum.
Til allrar hamingju fæddist Mark
í lok þessarar hræðilegu aldar. Nú
gera menn sér grein fyrir því að
geðveiki á sér efnafræðilegar orsak-
ir. Raunar held ég að flestir
Evrópubúar hafi alltaf gert sér grein
fyrir því að það eru efnaferli sem
ráða í heilanum. Síðan kom Freud
öllum í opna skjöldu með kenningum
um að eitthvað annað en efnaferli
gætu legið til grundvallar í sálarlíf-
inu.
„ Viðþurfum
engrui
kanmifugi“
- Þetta hljómar undarlega úr
munni höfundar Sláturhúss
fimm . . .
Mótsagnir eru mótsagnir. Ég var
mjög ánægður að synir mínir skyldu
ekki innrita sig í herinn. Það hefði
hryggt mig mjög ef þeir hefðu gert
það.
Það skiptir máli við hvem maður
talar. Ef ég væri að tala við mjög
einfaldan mann, heitan friðarsinna,
gæti ég hæglega lýst mig fullkom-
inn andstæðing stríðsreksturs sem
hefði andstyggð á manndrápum.
Þá er spurt: „Segjum sem svo
að bijálæðingur með reidda exi ráð-
ist inn á heimili þitt og hóti að drepa
litlu dóttur þína. Hvað myndirðu
gera ?“. Og ég segi: „Ekki neitt“.
En raunverulega svarið, það sem
ég veit innst inni er að líkaminn
myndi kasta sér fyrir exina eða eitt-
hvað því um líkt.
New York er hættuleg borg. En
hún er ekki hættulegasta borg í
Ameríku. Því fer íjarri. Það sem er
hættulegt er að þar gengur fólk um
götumar sem er dauðhrætt. Þegar
það telur sér ógnað er það reiðu-
búið að drepa í sjálfsvöm.
Rennum áfram
á lestarspori
— En Vietnam stríðið var ekki
sjálfsvöm bandarísku þjóðarinnar.
Hvað myndi reka þig til að taka
þátt í slíku stríði. Er það vegna
þess að þú telur þig hluta af stórfjöl-
skyldu?
Ég reyni að ímynda mér að ég
sé hluti af slíkri fjölskyldu.
Ég hef afskaplega gaman af því
að hanga með náungum sem voru
í Vietnam. Þetta var ógnvænleg
reynsla. Hver hermaður þurfti að
beijast í ár, sem er hræðilega lang-
ur tími fyrir fótgönguliða.
Þessir menn hafa tekið út mikinn
þroska. Af þeim má læra ansi
margt.
Margir þeirra unnu hræðileg
myrkraverk. Það má líkja þeim við
vin minn Heinrich Böll. Hann barð-
ist í fremstu víglínu gegn Rússum
í síðarí heimstyijöld. Kannski er það
ástæðan fyrir því hversu vís og
næmur hann var.
Við stóðum í þeirri trú að her-
mennimir í Vietnam væru bara
haugur af hálfvitum. En úr þeirra
hópi hafa komið nokkrir frábærir
rithöfundar sem allir leggja mjög
hart að sér í skrifum sínum.
Margir þeirra eru mjög stoltir af
því að hafa barist í stríðinu. Tala
um að drepa komma, Rambo og
svoleiðis vitleysu.
- Þannig að Vietnam-stríðið
varð bandarískri menningu að gagni
í þessum skilningi?
Sá ábati fékkst með hörmulegum
hætti. Hið sama má segja um helför
gyðinga. Margir af mestu snilling-
um þessarar aldar komu vestur um
haf af hennar sökum, snillingar sem
við hefðum aldrei getað alið sjálf.
VÖKVADÆLUR
EINFALDAR, TVÖFALDAR
OC ÞREFALDAR
SKÓFLUDÆLUR.
□ Olíumagn frá 19-318 l/mtn.
hvert hólf.
□ Þrýstlngur allt aö 240 bar
□ öxul-flans staðall sá saml
og á öörum skófiudæium.
□ Hljóölátar, endlngargóöar.
□ Elnnlg fjölbreytt úrval af
stlmplldælum, mótorum
og ventlum.
□ Hagstættverö
□ Varahlutaþjónusta
□ Hönnum og byggjum upp
vökvakerfl.
VÉLAVERKSTÆÐI
SIC. SVEINBJÖRNSSON HF.
Skelöarásl, caröabæ
sfmar 52850 - 52661
VEIDARFÆRI l REKSTRARVORURt
FISKÚTFtUTNINGURt
ÞJÓNUSTUMIDSTÖD
SJÁVARÚTVEGSINS
Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í
meira en aldarfjórðung og er nú eitt stærsta
fyrirtæki á sínu sviöi hérlendis.
Nú sem fyrr kappkostum viö aö veita út-
gerðarfyrirtækjum sem fullkomnasta þjón-
ustu.
Viö bjóöum m.a. eftirfarandi vörur:
Frá útgerðarvörudeild og eigin víra- og neta-
verkstæði: Veiöarfæri af öllum gerðum, heil og
uppsett og tilbúin til notkunar eða hluti til
þeirra, t.d. fiski-, rækju- og humartroll, snur-
voðir, loðnu- og síldarnætur, þorska-, ufsa-,
ýsu- og grásleppunet, línu og króka; toghlera
og bobbinga, keðjur, lásaog flot, tóg og alla
víra;fiskikassa og ker.
Það er sama hvort þú rekur lítinn bát eða stór-
an togara, hvort þú ert á línu eða netum, nót
eða trolli, þú færð allt sem til þarf á einum
stað.
Frá rekstrarvörudeild: Smurolíur, olíusíur,
þétti- ogpakkningaefni, hreinsiefni fyrir iðnað
og stofnanirogTORKhreinlætisvörurnar. Hvort
sem smyrja þarf eða hreinsa, á sjó eða í landi,
þá eigum við réttu vörurnar og hagkvæma
lausn.
Þú færð hjá okkur veiðarfærin og rekstrar-
vörurnarog við seljum fyrir þig aflann.
Vertu ætíðvelkominn í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
SJÁVARÚTVEGSINS.
<^> asiaco hr
Vesturgötu 2, Pósthólf 826,
121 Reykjavík, Sími: 91-26733