Morgunblaðið - 19.09.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
39
Morgunblaðið/Einar Falur
Við Saurbæjarkirkju.
Hefði farið að
dæmi Svejks
- En hvaða skýringar leitarðu á
hörmungum eins og helförinni. Ekki
voru það efnaferli í heila Hitlers sem
hrintu Þýskalandi út í fárið?
Nei, nei. Þar láu sömu hvatir að
baki og hefðu rekið mig í Vietnam
á sínum tíma. Að gera eins og ná-
granninn. Hegða sér eins og
samfélagið heimtar.
Allir sem hafa alið upp börn vita
að á ákveðnum aldri missir maður
taumhaldið. Þá fara félagarnir að
hafa svo sterk áhrif, ráða gerðum
þeirra og áhugamálum.
Það sem olli uppgangi nasismans
var það hversu vinnubrögð þeirra
voru lúmsk. Eitt af því fyrsta sem
þeir gerðu var að reisa fangelsi í
hvetjum bæ. Þangað var safnað
vandræðagemlingum, verkalýðsfor-
ingjum, öllum sem höfðu uppi
mótmæli. Þannig var fólkið hrætt
til hlýðni, af vísindalegri nákvæmni.
Það sem gerðist áður en stóru
útrýmingarbúðimar komu til skjal-
anna var að nasistamir útrýmdu
þeim sem hugsanlega voru ekki
sammála nágrönnum sínum. Mönn-
um sem ekki sættu sig við ástandið.
Ég spurði Böll einu sinni hversu
mikið Þjóðveijar hefðu í raun vitað
um útrýmingarbúðirnar. Hann sagði
að öllum hefði verið kunnugt um
þær búðir sem vom í næsta ná-
grenni bæjanna. En risastóm
búðimar, Auschwitz, Burgenau og
þessir staðir þar sem þúsundir létu
lífið daglega vom óþekktar meðal
almennings.
Það var mörgum ljóst að verið
væri að drepa gyðinga í þessum
smærri búðum en fólk vissi ekki um
þær stærstu. Ég held að í útrýming-
arbúðunum í Póllandi hafi sex
milljónir af þeim sjö milljónum gyð-
inga sem drepnar vom í stríðinu
látið lífið.
- Þú varst ungur þegar þú varst
sendur í stríðið. Um hvað af þessu
var þér kunnugt á þeim tíma?
Ég sá borg brennda til gmnna
af bandamönnum. En um útrýming-
arbúðirnar vissum við ekki fyrr en
eftir að Þýskaland var fallið. Jafn-
vel áróðursmeistaramir sem áttu
að hvetja okkur til að beijast vissu
ekki um þessa hluti. Gátu ekki beitt
þeim fyrir sig.
- Þú varst fyrst stríðsfangi Þjóð-
veija og síðar Rússa.
Já. Rússamir héldu okkur aðeins
til þess að hafa skiptimynt fyrir
stríðsfanga sem bandamenn létu í
skiptum fyrir okkur. Þeirra beið
auðvitað ekki annað en dauðinn.
Við vomm fengnir í hendur Banda-
ríkjamönnum og fóðraðir á ham-
borgumm og mjólkurhristingi en
greyin sem Rússamir fengu í skipt-
um vom skotnir um hæl.
Ég var kominn heim fyrir
stríðslok. Var í Bandaríkjunum þeg-
ar sprengjunni var varpað á Hiros-
hima. En allan tímann var ég
skráður hermaður, tilbúinn í slaginn
ef við réðumst inn í Japan.
- Og hefðir farið?
Ég hefði ekki verið góður her-
maður. Ætli ég hefði ekki farið að
dæmi Svejks á endanum.
Vil gefa raun-
sanna mynd
- Eftir stríðið lærðirðu mann-
fræði. Ertu mannfræðingur sem
skrifar skáldsögur?
Ég lauk námi árið 1947. Nærri
því allt sem mér var kennt hefur
reynst rangt, því menn bjuggu ekki
yfir þeirri tækni sem til er í dag.
Þá var ekki byijað að tímasetja
sýni með kolefnisrannsóknum.
Síðan þá hefur orðið gjörbylting í
erfðafræði. Allar tímasetningar
vom því rangar. En sú kenning að
menningin sé háð geðþótta, eitthvað
sem maðurinn hefur skapað er mér
enn mjög gagnleg.
Menningin þarf ekki að vera eins
og hún er, fremur en bíllinn minn
þarf að vera eins og hann er eða
þetta borð.
- Getum við enn breytt gangi
sögunnar. Hvemig líður kanarífugl-
inum í dag?
Við þurfum engan kanarífugl.
Það kunna að leynast skemmtileg
vandamál á stjórnmálasviðinu. En
við emm ekki annað en dýrategund
sem er að eyðileggja umhverfi sitt.
Það geta allir séð. Lofthjúpurinn er
illa farinn, höfin em menguð, fiskur
deyr í hrönnum undan strönaum
Bandaríkjanna. Við eigum við
líffræðilegt vandamál að etja.
- Hver er afstaða þín til tækn-
innar?
Hún hefur alltaf skipt mig miklu
máli. Bróðir minn Bemhard er virt-
ur vísindamaður og hefur raunar
komið hingað til íslands. Hann er
eðlisfræðingur sem hefur lofthjúp-
inn að sérgrein og hefur helgað líf
sitt rannsóknum á hvirfílbyljum og
ofsaveðmm. Þegar Surtsey gaus
mynduðust hvirfilbylir í gosmekkin-
um og hann kom hingað til að
rannsaka þá.
Bemhard er' tíu ámm eldri en ég.
Ég hef ávalt tekið mark á honum.
Kannski er það þess vegna sem ég
hef þennan áhuga á tækni og vísind-
um. ,
Það er ekki hægt að skrifa
raunsæjar bókmenntir án þess að
taka eitthvert tillit til tækninnar sem
hefur slík áhrif á daglegt líf. Rithöf-
undur sem skrifar sögu um fjöl-
skyldu getur varla horft framhjá
áhrifaríkasta ijölskyldumeðliminum
sem er sjónvarpstækið.
- En em bækur þínar raunsæj-
ar?
Galapagos er byggð á ábyrgum
kenningum um þróun tegundanna.
Ég var dauðhræddur um að ég hefði
gert einhver mistök þegar Stephen
J. Gould, líffræðingur við Harvard-
háskóla sem ég þekki ekki neitt,
sendi mér skilaboð. Hann sagði að
bókin stæðist. Ef hann hefði fundið
einhveijar villur hefði bókin í mínum
augum verið ónýt, því ég vildi setja
fram ábyrgar kenningar.
Ég vil leggja mikið á mig til þess
að gefa raunsanna mynd af tækn-
inni. Aðrir verða svo að skilgreina
vísindaskáldskap.
Doris Lessing lætur skeika að
sköpuðu. Ég vil ekki gagnrýna hana,
heldur nota hana bara sem dæmi
um rithöfund sem ákveður einn dag-
inn að skrifa vísindaskáldsögur. Það
em takmörk fyrir því hversu hratt
er hægt að ferðast, takmörk fyrir
því sem þú getur hitt fyrir í áfanga-
stað.
Það þýðir ekki að segja ungu
fólki að einhver geti lifað án súrefn-
is, eða ferðast óravíddir í geimnum
á sex mánuðum. Það er bara lygi.
Ég hef líka andúð á bókum sem
gefa ranga mynd af mannkynssög-
unni. í þeim tilvikum sem ég hef
sagt frá atburðum á annan hátt en
þeir gerðust hef ég merkt textann
rækilega svo enginn velktist í vafa
um að þar væri skáldskapur á ferð.
Skáldsagan sem ég hef nýlokið
við fjallar um listmálara sem málar
óhlutbundnar expressionískar
myndir. Ég setti vamaðarorð í form-
ála þess efnis að þessi frásögn ætti
sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Annars hefði eflaust einhveijum
dottið í hug að gagnrýna mig fyrir
að fara vitlaust með staðreyndir.
En persónan á sér fyrirmynd, hún
gæti þessvegna verið Jackson
Pollock.
- Frá því að fyrsta bók þín, Play-
er Piano, kom út þar til sú næsta,
The Sirens of Titan var prentuð liðu
sjö ár. Hvað gerðist í millitíðinni?
Ég skrifaði reiðinnar býsn af
smásögum.
Þetta var áður en sjónvarpið drap
tímaritin. Tímaritin borguðu fúlgur
fjár fyrir smásögur og þar sem ég
var í hópi bestu smásagnahöfund-
anna átti ég þess kost að vinna fyrir
mér með skrifum.
Þá gat ég ekki búist við því að
fá neina peninga fyrir skáldsögu.
Það var munaður að geta leyft sér
að sitja og vinna að skáldsögu. En
þóknunin fyrir smásögu nálgaðist
þá upphæð sem ég gat átt von á
að fá fyrir heila bók. Þessvegna gaf
ég ekki út skáldsögu í öll þessi ár.
- Var þroskandi að fást við smá-
sagnaformið?
Maður æfist í að segja sögur. Til
þess að segja góða sögu verður þú
að skemmta lesandanum. Margir
hafa víst ýmigust á því að rithöfund-
ur skuli setja sér það markmið að
skemmta. En ég lærði að skemmta
af því að skrifa smásögur vegna
þess að það var nauðsynlegt. Ég
hef aldrei séð eftir því.
Þótt ég sé hættur að lifa eftir
reglum í einu og öllu uppgötvaði ég
skemmtilega einfalda reglu um frá-
sögn: Slepptu öllu því sem ekki
skýrir persónumar betur eða fleytir
sögunni áfram.
- Er það svona einfalt?
Já. Þetta er yndisleg regla. Og
sönn.
Viðtal: Benedikt Stefánsson
WYLGJANi
tÍlvN,SEMFAR,0H™*0BF0BU^«0.
ÁN EFA MUN HANN TAKA LAGIÐ.