Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Gary Bow- man nær samstillingu við anda Jó- hannesar postula á Shasta-fjalli í Kaliforníu þann 16. ágúst sl. Undur og stórmerki und- ir Jökli - og annarsstaðar Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að það voru merk tímamót í sögu mannkyns þann 16. ágúst síðastliðinn, en það var m.a. haldið upp á þau undir Jökli á mótinu Snæfellsás ’87. Þann dag hóf mannkynið glænýtt 5.125 ára tímaskeið - að því að fróðir menn hafa reiknað út eftir tímatali hinna fomu Maja-indíána - sem mun einkennast af allt öðrum öflum og áhrifavöldum en síðasta 5.125 ára skeið; þar sem gekk reyndar á ýmsu. Þessi tímatalsfræði hafa vakið þó nokkra athygli hér á iandi, sem og annars staðar, og því þykir Fólki í fréttum rétt að kasta nokkru ljósi á höfund þessarrar kenningar. Sá heitir Jose Arguelles, en hann er 48 ára gamall listamaður og sagn- fræðingur, búsettur í borginni Boulder í Colorado-fylki í Banda- ríkjunum. Hann lýsir kenningum sínum í bók sem heitir „The Mayan Factor", og hefur selst í tugþúsund- um eintaka. Þar sýnir Arguelles m.a. fram á að nauðsyn þess að VESTURGÖTU 6 SIMI 177 59 HELGARMATSEÐILL KVÖLDVERÐUR 18.—20. seDtember Forrcttur Hvítlauksristaður bcitukóngur og hörpuskcl mcð scllcrýsósu og smjör- deigssnittu. Aðalréttur 1 Heilsteikt nautafille með ristuðu humarkjöti, fersku grænmeti og rauðvínssósu eða ofnsteikt hafsúla mcð fcnnckclsósu, blómkáli og rifs- bcrjasultu. Eftirréttur Fcrskt ávaxtasalat mcð Grand Marnier líkjör og þeyttum rjóma. Kr. 1.940,- Glæsilegur sérrcttaseði 11! leiðrétta hreyfitíðni jarðar, sem er 7,8 Hertz, með því að 144.000 menn samstilli hugi sína árið 2012, þegar svokölluð „vetrarbrautaöld" mun ganga í garð. Alla þessa speki les Arguelles úr tímatalsvísindum Maja, nema það sem hann hefur eftir verunni Treadwell frá sólkerf- inu Actara, sem stundum hringir heim til hans. Auðvitað eru til efasemdarmenn sem bera brigður á þessa speki, eins og t.d. mannfræðingurinn og Maja-sérfræðingurinn Michael Coe, sem er prófessor við Yale-háskóla, en hann lýsir kenningum Arguelles- ar sem „botnlausri þvælu“. Arguel- les er nokk sama um slíka gagnrýni, enda veit hann að allar byltingar- kenndar vísindakenningar hafa fengið mikinn mótbyr til að byija með; og svo segir fjöldi áhangenda hans, og það fé sem honum hefur græðst af útgáfustarfsemi sinni, sína sögu. Hápunkturinn á ferli Arguellesar hingað til var svo auðvitað þegar þúsundir manna komu saman á tímamótadaginn 16. ágúst sl. til að ná „andlegri samstillingu" um alla jörð, eins og kenningar hans mæla með. Það var víðar haldið upp á þessi merku tímamót en undir Jökli, því menn komu saman á mörgum helstu orkumiðstöðum jarðar þennan dag; svo sem Stone- henge, pýramídunum í Egyptalandi, Inka-borginni Machu Picchu í Perú, og Woodstock í New York, þar sem vagga hinnar fornu hippa-menning- ar stóð. Sumir höfðu búist við undrum og stórmerkjum á tímamótadaginn, svo sem jarðskjálftum, fljúgandi furðuhlutum, og endurkomu indíá- naguðsins Quetzalcoatl. Ekkert varð úr slíku, enda hefur Arguelles sjálfur sagt að tlmamótin boði fyrst og fremst breytingar á andlega sviðinu, og að menn finni það eink- um á slíkum fyrirbærum eins og að eiga allt í einu miklu auðveldara með að ná sambandi við líf á öðrum hnöttum, og að sjá inn í framtíðina. Nokkuð bar á slíku, einkum í Bandaríkjunum, og t.d. flykktist COSPER C/fli Cjepcr Við höfum ekki lengur efni á því að þú reynir að fegra María Teresa (t.v.) ásamt sonun- um þremur. Hinrik prins og stórhertoginn Jóhann ræðast við. Prinsinn er meiddur á fæti, og þess vegna er hann í öðrum sokknum. Jose Arguel- les, höfundur samstillingar- kenningar- innar, reynir að stilla hljóð- færi sitt í samhljómun við vetrar- brautirnar. múgur og margmenni til að sjá engil sem birtist á óútskýranlegan hátt á sjónvarpsskerminum hjá Diane Boettcher í Mount Shasta City í Kalifomíu, sem er rétt hjá Shasta-fjalli, einni af orkumiðstöðv- um jarðar, þar sem „samstillingar- fólk“ kom saman. Það er auðvitað ekki nema eðli- legt að örgustu efahyggjumenn taki tfmatalsspeki og samstillingarkenn- ingu Arguellesar með nokkurri varúð; en tíminn á eftir að leiða sannleikann í ljós, og þann 16. ágúst eftir 5.125 ár geta menn litið um öxl og séð hvort að hin andlega samstilling undir Jökli og víðar núna síðasta mánuð hafi orðið til þess að mannkyninu hafi famast betur en á næsta 5.125 ára skeiði þar á undan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.