Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 7

Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 7 Loðnuafli kominn í 7 þúsund tonn FIMM skip eru nú byrjuð loðnu- veiðar við miðlínuna milli íslands og Grænlands norður af Húnaf- ióa. Samtals hafa skipin nú fengið tæplega 7.000 tonn. Jón Kjartansson SU hefur landað tvívegis, 1.100 tonnum í hvort skipti, Orn KE er með tvær landan- ir, samtals 1.500 tonn, Skarðsvík SH hefur landað tvisvar, samtals 1.300 tonnum, Guðrún Þorkels- dóttir hefur landað einu sinni 720 tonnum og Börkur NK einu sinni 1.270 tonnum. Kap II VE mun væntanlega halda á miðin í dag. Fjórar verksmiðrjur hafa hafið bræðslu auk Krossanesverksmiðj- unar á Akureyri, en það eru verksmiðjurnar á Raufarhöfn, Þórs- höfn, Eskifirði og Norðfirði. Tekin með ólögleg veiðarfæri ÁHÖFNIN á varðskipinu Tý stóð Þórkötlu GK að togveiðum með ólögleg veiðarfæri um hádegis- bilið á laugardag. Skipið var þá statt um það bil 8 sjómílur suður af Eldey. Að sögn Þrastar Sigtryggssonar skipherra í stjómstöð Landhelgis- gæslunnar mældust möskvar í trollpoka 145 millimetrar en lög- boðin möskvastærð á þessu veiði- svæði er 155 millimetrar. Skipið var fært til hafnar í Grindavík og málið fengið rannsóknarlögreglunni í Keflavík til meðferðar. Að sögn Johns Hill lögreglufull- trúa hefur skipstjórinn á Þórkötlu játað brotið. Ekki er enn ljóst hve- nær málið verður dómtekið. í málum sem þessu eru afli og veiðar- færi ekki gerð upptæk, einungis er beitt sektum. Yfirdýra- læknir heim- ilar slátrun Selfossi. YFIRDÝRALÆKNIR gaf á sunnudag vilyrði fyrir því að Sláturhúsið Vík hf. fengi slátur- leyfi í haust að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um endur- bætur á sláturhúsinu. Þetta gerðist i lok fundar sem hann átti með hagsmunaaðilum í Vík. Á fundinum voru málefni Slátur- hússins í Vík hf. rædd, en því var synjað um sláturleyfi og það til- kynnt fyrir um það bil mánuði. í lok fundarins var skipuð viðræðu- nefnd sem ræddi við Sigurð Sigurð- arson yfirdýralækni og Aðalstein Sveinsson héraðsdýralækni um lyktir í málinu. í þeim viðræðum lagði yfirdýralæknir fram lista yfir úrbætur sem þyrftu að liggja fyrir svo hann mælti með því við land- búnaðarráðherra að ráðuneytið veitti húsinu sláturleyfi. Viðræðunefndin sem var skipuð fulltrúum bænda og sláturhússins samþykkti að verða við öllum ósk- um yfirdýralæknis og fram- kvæmdaatriði útlistuð í skriflegu svari til hans. Þess er að vænta að Sláturhúsið í Vík hf. fái formlegt sláturleyfi í þessari viku. Landbúnaðarráðherra lét.þau ummæli falla á fundi í Vík 21. september síðastliðinn að slát- urleyfi fengist ef meðmæli um slíkt kæmu frá yfirdýralækni. Stjómend- ur sláturhússins sögðust eftir fundinn á sunnudag byrja strax á því að gera þær endurbætur á hús- inu sem þarf að gera og hefja undirbúning slátrunar. Sig. Jóns. Rjúpnastofn- inn sterkur Rjúpur í lyngi í Húnvatnssýslu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson RJÚPNAVEIÐI hefst 15. október og er rjúpnastofninn í vexti vestanlands en heldur á undanhaldi á Norðausturl- andi að sögn Arnþórs Garð- arssonar líffræðings. Breytingar eru svo litlar milli ára að þær eru tæpast mark- tækar og er stofninn því í jafnvægi. Amþór sagði að stofninn hefði heldur vaxið síðustu fimm ár en mjög hægt. „Ef fækkun er að ein- hverju marki þá kemur það ekki í ljós fyrr en á veiðitímanum þeg- ar við sjáum aldurssamsetningu. Menn vita ekkert um rjúpuna frá því hún hverfur af varpstöðvunum og þangað til hún kemur fram í afla veiðimannanna," sagði Arn- þór. PHANTOM RED Hún er heillandi. Brosandi umvefur hún sig töfrum. Phantom red er liturinn hennar vegna þess að í hverri konu blundar löngun til að skapa örlitla ringulreið. Hún notar Margaret Astor Ultra-soft varalit og Ultra-diamant naglalakk nr. 59, ásamt augnskugga nr. 40 og 41. Phantom red er haustlínan ’87 frá Astor. Varalitir og naglalökk nr. 55, 56, 57, 58, 59, 60. Augnskuggar Single, nr. 40og41. Augnskuggar Duo, nr. 32 og 33. Augnblýantar, Augnbrúnablýantar, Kinnalitir, Cream Rouge, nr. 94 og 95. nr. 90 og 91. nr. 21 og 22. ÓGLEYMANLEGIR LITIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.