Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 13

Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 13 Vínartónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Signý Sæmundsdóttir söng- kona, Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Sigurður I. Snorrason héldu tónleika þriðjudaginn 22. september og þykir því tilhlýðilegt að biðrja listamennina og lesendur að afsaka hversu seint þessi um- sögn birtist. Tónleikamir hófust á tilbrigða- verki eftir Wemer Sehulze sem er íslendingum kunnur frá því er hann starfaði hér í Sinfóníuhljóm- sveitinni og vegna ýmissa þæg- inda sem Islendingar hafa haft af honum á liðnum árum. Til- brigðaverkið er fyrir klarinett og píanó, tilbrigði án stefs og ber hvert tilbrigði nafn. Það fyrsta heitir Dans hundraðfætlunnar, þá kemur Hugleiðing og þriðja til- brigðið nefnist Liljulag, unnið úr íslenska jjjóðlaginu við Lilju Ey- steins Asgrímssonar. Ekki er verkið flókið í gerð en var mjög vel leikið af Sigurði og Önnu Guðnýju. Það var þó ekki fyrr en í Grand duo concertante eftir Weber sem þau fengu tækifæri til að sýna getu sína. Þrátt fyrir að Weber hafí ekki verið Vínarbúi, var leik- ur Sigurðar svo sérkennilega stflhreinn upp á þann máta sem líklegt er að Vínarbúum falli í geð. Leikstfll Sigurðar er fólginn í sérstakri tónun, þar sem ekki er sífellt verið að breyta um styrk frá tóni til tóns, heldur lögð áhersla á stöðugleika, þannig að hver styrkleikaflötur er hreinn. Þetta kann að þykja nokkuð kald- ur leikur, en er um leið stílhreinn og á einkar vel við klassík og leik- tækni-verk eins og Grand duo Webers. Dúóinn er feikna glæsi- legt verk og ekki síður erfítt fyrir pianóið en klarinettið en samleik- ur Sigurðar og Önnu var með afbrigðum góður. Seinni hluti tónleikanna var helgaður Schubert og söng Signý Seligkeit, Ganymed, Erster Ver- lust, Mignons Gesang og Der Zwerg en það lag hafði undirritað- ur ekki heyrt áður. Dvergurinn er feikna áhrifamikið lag og þar var söngur Signýjar feikna góður. Það er svo einkennilegt með sön- glögin eftir Schubert, að flest þeirra eru svo afgerandi lagræn að nærri ekkert má annað gera nema að tóna þau sem fallegast. Dvergurinn er meðal þeirra söngverka Schuberts sem halðin eru dramatískum krafti. Nokkur ágæt sönglög meistarans eru einkar elskuleg og glaðleg og eitt slíkt er Der Hirt auf dem Felsen en í því söngverki leikur klarinett- ið ýmsar stemmningar og þar mátti heyra margt sérlega fallega gert af listamönnunum þremur. Signý Sæmundsdóttir hefur um árabil stundað söngnám í Vínar- borg og mun taka sitt lokapróf í vor og þá hefja störf sem fullgild söngkona. Hún er mjög efnileg, vel menntuð, hefur mikla og fal- lega náttúrurödd og þarf nú aðeins að fá góð tækifæri til að takast á við verkefni við hæfí, sem líklega er helst að fínna á dra- matíska sviðinu, t.d. í Wagner. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Sigurður I. Snorrason. Móðirin góð HEH LOVEKOR HEKCHILD- WHOWILL 8HE CHOOSE WHKN SHE’S.. Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir The Good Mother Útg. Pan Books 1987 Anna og Brian hafa verið gift í nokkur ár. Hjónabandið hefur misst lit sinn, svona smátt og smátt. Kannski liturinn hafí frá upphafí verið hálfmóskulegur. Þau eiga dótturina Molly, þriggja ára gamla, þegar þau ákveða að skilja. Það er að frumkvæði Önnu, en Brian kemst fljótlega á sömu skoðun. Þau ganga frá málunum í mesta bróð- emi og það liggur í augum uppi, að Molly muni verða hjá móður- inni. Tengsl þeirra em sterk og þó að hún hafi'haft starf utan heimil- is, við píanókennslu, hefur hún sinnt telpunni af elsku og áhuga. Anna hefur alltaf verið opinská og hisp- urslaus, þegar uppeldismálin era annars vegar og henni er sömuleið- is mjög í mun að standa sig í stykkinu sem fráskilin kona og móðir. Brian upplýsir að hann muni flytja til annarrar konu um leið og skilnaðurinn er fenginn. Anna fyl- list afbrýði, þrátt fyrir að hún vill sjálf ekki vera gift þessum manni lengur. Þeim kenndum er vel lýst og skilningur höfundar á viðbrögð- um Önnu hin gleggsti. Fyrstu mánuðir verða þeim mæðgum erfíðir, en smám saman fer lífið að komast í bærilegan far- veg og það lítur út fyrir að Molly muni ekki bíða neitt tjón á sálinni vegna skilnaðar foreldranna og þess sem á eftir kemur. Anna kynnist Leo Cutter, listmálara og mikið og hamslaust samband tekst með þeim. Húnr skynjar nýjar hliðar í samskiptum karls og konu, sem hún hefur ekki upplifað áður. Það sem betra er, Molly er sátt við Leo og heimilislífið virðist áreynslulaust og óþvingað. Þar til sá granur kemur upp, að Leo hafi misboðið baminu kynferð- islega. Þá hefst mikill darraðar- dans, baráttan um forræði telpunnar, rannsókn á þeim at- burðum, sem um er að ræða. Er Brian að gera þetta til að hefna sín á Önnu, eða er umhyggja hans fyr- ir Molly það sem ræður gjörðum hans? Og hver er afstaða Onnu til Leos, þegar henni hefur verið sagt hvemig atburðurinn bar að, sem íjaðrafokinu veldur. Móðurástin og vægi hennar ann- ars vegar og svo ástin milli karls og konu hins vegar. Þessu gerir Sue Miller bara snjöll skil. 'A STAIÍTUNCI.Y POWERfTIL AND MOVINO BOOK’ CÍJBttHV Kápumynd Lýsingar höfundar era býsna magnaðar og þó hvergi ýktar. Sál- arstfiðið sem Anna verður að heyja er trúverðugt og áhrifaríkt. Niður- staðan á málinu er höfundi samboð- in og í réttu samhengi við framgang sögunnar. KULDASKOR STERKIR OG ÞÆGILEGIR BALLETT KLASSISKUR BALLETT Kennsla hefst 1. október.________ Nemendur athugiö: Afhending skírteina á morgun, miðvikudaginn 30. september. Upplýsingar í síma 72154. Félag ísienskra listdansara. BRLLET5KÓU 5IGRÍÐRR RRmflnn SKÚLAGÖTU 32-34 STÓR RÝMINGARSALA Ath.: 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum nýjum vörum meðan á rýmingarsölunni stendur, Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 '2?91-691600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.