Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 16

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Bj ami María Sandás, Chrístina Sundell, Leila Saarí og Carita Rönning. Lítill munur á íslenskum börn- um og finnskum - segja finnskir fóstrunemar TUTTUGU og fimm fóstrunem- ar frá Jakobsstad í Finnlandi, sem er i sænskumælandi hluta landsins, komu til íslands á dög- unum í námsferð sem Fóstur- skóli Islands og Norræna félagið í Garðabæ skipulögðu. Að sögn Gyðu Jóhannsdóttur, skólastjóra Fósturskólans, mun þetta vera í fyrsta skipti sem erlendir fóstrunemar koma til Islands og sagði hún að það væri mikill heiður' að fá þá í heimsókn. Hópurinn kom hingað sunnu- daginn 21. september og dvaldi hér í viku. Nemarnir ferðuðust töluvert um og heimsótti fjölda dagvistarstofnana. Morgunblaðið hitti hluta hópsins að máli á dag- heimilinu Völvuborg í síðustu viku. Þær Christina Sundell, Maria Sandás, Leila Saari og Carita Rönning voru himinlifandi yfir móttökunum, sögðu að þær hefðu verið eins og best væri á kosið. Landið væri fallegt og fólkið vin- gjamlegt. Þær sögðust hafa farið í réttir í roki og rigningu, skoðað Gullfoss og Geysi, og um helgina ætluðu þær að kynna sér íslenska danshúsamenningu. Af hvetju völdu þær ísland? „Flestir þriggja árs nemar fara til Suður-Evrópu og liggja í sólinni. Við vildum reyna eitthvað nýtt, og héldum að ísland væri ólíkt öðru sem við hefðum séð, og það er það svo sannarlega. Við erum mjög ánægðar með dvölina og viljum koma aftur hingað." Þeirra námi er öðruvísi háttað en hér, því í Finnlandi er hluti fóstrunámsins á háskólastigi. Um er að ræða eins eða þriggja ára nám og mismunandi réttindi eftir lengd þess. Þær sögðu að námsefn- ið væri að hluta til það sama, og að starfsnámið væri álíka mikill hluti námsins, um þriðjungur. Launin væru frekar lág, en þó hærri en hér. En hvemig hefur þeim gengið að tala við íslensk böm? „Við get- um ekkert talað við þau, en þau hafa samt tekið okkur vel, því það er lítill munur á bömum hér og í Finnlandi." Hluti finnsk-sænsku fóstrunemanna ásamt börnunum á Völvu- borg. 3 Islenska óperan: Öperan Hollendingur- inn fljúgandi á kvikmynd í TILEFNI árangurs Kristjáns Jó- hannssonar ópemsöngvara efnir íslenska óperan til sérstakrar kvik- myndasýningar á ópemnni Hollend- ingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner. Kvikmyndasýningin fer fram í íslensku ópemnni miðviku- daginn 30. september kl. 21.00. I fréttatilkynningu frá íslensku ópemnni segir: „Hollendingurinn fljúgandi, sem er meðal þekktustu ópera Wagners, var fmmflutt í Dres- den árið 1843. Sagan er átakamikil og greinir frá manni sem hefur með yfimáttúmlegum hætti hlotið þann örlagadóm að sigla um heimshöfin uns hann hljóti endurlausn vegna ástar konu. Sögusviðið er norskt sjávarþorp og sagan látin gerast á 18. öld.“ Myndin sem sýnd verður í íslensku ópemnni er stúdíó-upptaka með listamönnum frá Ríkisópemnni í Munchen. Myndin tekur um tvo tíma í flutningi. Miðasala verður við innganginn og jafnframt í íslensku ópemnni milli kl. 09.00 og 17.00. +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.