Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 19 Norræna myndlistarbandalagið: Gestavinnustofur settar á stofn á Norðurlöndum Jón Sigurðsson „Fréttamenn Bylgjunn- ar eru ekki einir á báti í þessari tegund vinnu- bragða. Því er þessi grein ætluð sem víðtækari skilaboð til fjölmiðlamanna — eins konar tilraun til að ná sambandi við þá, „sem vinna þar sem mengun- in er“ líka. Mengun í fréttaflutningi er þeim um skæðari en önnur mengun, að hún verður ekki þvegin af eða þrif- in upp. Hún sest að í hugskoti fólks sem ranghugmyndir og býr til óánægju þar sem hún var fyrir. Hún af- skræmir hugmynda- lieim almennings um mannlífið í landinu. Hún telur almenningi trú um að það samfé- lag, sem við búum í sé verra en það er.“ Dr. Freyr Þórarinsson Doktor í jarðfræði NÝLEGA varði Freyr Þórarins- son, jarðeðlisfræðingur, doktors- ritgerð við Colorado School of Mines í Colorado í Bandaríkjun- um. Doktorsritgerð Freys fjallar um nýja aðferð til þess að túlka mælingar á viðnámi jarðar í tölvu og heitir á ensku. „A program to interpret roving dipoie surv- eys with a conductive plate model". Freyr Þórarinsson er fæddur í Reykjavík 25. júní 1950, sonur Sigríðar Theodórsdóttur og Þórar- ins Guðnasonar. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH 1970 og B.Sc. frá HÍ 1975. Hann starfaði á Orku- stofnun til 1981 en fór þá til framhaldsnáms í Bandaríkjunum lauk M.Sc. frá CMS 1984 en hefur síðan unnið að doktorsritgerð sinni. Freyr Þórarinsson er giftur Kristínu Geirsdóttur bókasafnsfræðingi og eiga þau tvo syni. Hann starfar nú á eigin vegum í Reykjavík. AÐALFUNDUR Norræna mynd- listarbandalagsins var haldinn hér á landi í byrjun september. Bandalagið er nú að koma upp gestavinnustofum á Norðurlönd- um fyrir norræna myndlistar- menn. í tengslum við fundinn var einnig haldin ráðstefna um myndlist í fjölmiðlum, en í niður- stöðum frá henni hvetur banda- lagið norrænar sjónvarpsstöðvar til að auka umfjöllun sína á myndlist. Sjónvarpsstöðvamar eru hvattar til að auka skipti á dagskrárþáttum sem fjalla um myndlist og að auka og lengja unna þætti og fréttaút- sendingar sínar um myndlist. Þá eru ráðamenn einnig hvattir til að auka fjárframlög og bæta aðstöðu til gerðar myndbanda um myndlist- armenn til dreifíngar á Norðurlönd- um. Eitt af verkefnum bandalagsins að undanförnu er uppbygging á gestavinnustofum um Norðurlönd- in. Þar fá norrænir listamenn að búa og vinna, kynnast listalífinu á hverjum stað, listamönnum, gallerí- um, listaskólum og verkstæðum. Ein slík gestavinnustofa er á Is- landi, í Hafnarborg í Hafnarfírði. Norræna myndlistarbandalagið var stofnað árið 1945, en hlutverk þess hefur verið að kynna norræna myndlist á Norðurlöndum og á al- þjóðlegum vettvangi. Fyrsta samnorræna myndlistarsýningin á vegum bandalagsins var haldin árið 1946. Síðan þá hefur bandalagið staðið fyrir bæði hópsýningum og einkasýningum auk fjórtan stórra samsýninga. Aðild að Norræna myndlistar- bandalaginu eiga ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Sa- maland, en auk þeirra áttu Færeyj- ar, Aland og Grænland fulltrúa á aðalfundinum. A aðalfuhdinum var kjörinn nýr formaður, Gunnar Bay frá Danmörku, en fráfarandi form- aður er Thorstein Rittun frá Noregi. Suðurveri og Hraunbergi yrjandi? Ertu í góðu formi? Þarftu að fara í megrun? I ogtKtti+a* tímfZm \j5B er flohkutinn fprir þig. I íii> A< <♦> V « LÍKAM5RÆKT OG MEGRUH Fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem haafa öllum. 2.KERFI FRAMHALD5FLOKKAR Lokaðir flokkar. Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. 3.KERFI RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur, eða þær sem þurfa að fara varlega. 4.KEKFI MEGRUHARFLOKKAR aukakiloi 5.KERFI FYRIR UHGAR OG HRE55AR Teygju — þrek —jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu. Hýjar peruríöllum jömþum ávallt ífararbroddi tforqun-, oG Kx/ólutimar .... Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.