Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 23

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 23 Doktor í jarðfræði AIESEC: Samnorræn keppni í stjórnun fyrirtækja BJÖRN Gunnarsson varði 1. júlí sl. doktorsritgerð í jarð- fræði við John Hopkins- háskóla í Maryland-fylki í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist „Petrology and pe- trogenesis of silicic and int- ermediate lavas on a propagating oceanic ridge. Studies on SW-Torfajökull and Arnarfell bauð best í Austur- landsveg Hekla central volcanoes, sout- h-central Iceland". Doktorsritgerðin fjallar um bergefnafræði; um myndun og þróun á kísilríkum hraunkvikum innan tveggja virkra eldstöðva- kerfa á Islandi, Torfajökuls og Heklu. í ritgerðinni er meðal ann- ars sýnt fram á mikilvægi endur- uppbræðslu á eldri ummyndaðri jarðskorpu til myndunar á kísilríku bergi innan stórra eldstöðvakerfa á Islandi og almennt á úthafs- skorpu. Bjöm Gunnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1957, sonur Gunn- ars Á. Bjömssonar húsasmíða- meistara og konu hans, Marin Ingibjargar Bjamadóttur. Bjöm lauk BS-prófí í jarðfræði frá Há- skóla íslands árið 1980 og vann um skeið að jarðfræðirannsóknum hér heima áður en hann fór út til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Dr. Björn Gunnarsson í nóvember næstkomandi hefur Bjöm rannsóknarstörf á vísinda- stofnuninni Califomia Institue of Technology í Kalifomíu-fylki í Bandaríkjiinum. Bjöm er giftur amerískri konu, Maria-Victoria Gunnarsson. ALÞJÓÐLEG samtök viðskipta- og hagfræðinema, AIESEC, stendur að samnorrænni keppni í fyrirtælqasljórnun sem hefst 23. október næstkomandi. A hin- um Norðurlöndunum hefur þessi keppni verið haldin síðastliðin fjögur ár og nú taka Islendingar þátt í henni í fyrsta sinn. Keppnin fer þannig fram að í hveiju fyrirtæki koma saman 2-5 starfsmenn og mynda þannig eitt lið sem rekur ímyndað fyrirtæki. Tíu slík lið mynda einn samkeppnis- markað sem þau keppa á. Fleiri en eitt lið frá hveiju fyrirtæki geta tekið þátt í keppninni. Liðin taka ákvarðanir um helstu þætti sem hafa áhrif á afkomu fyr- irtækjanna, svo sem verð, hráefnis- kaup, fjárfestingar, markaðssetn- ingu og vinnuaflsnotkun. Það fyrirtæki vinnur sem nær mestum hagnaði yfir fimm tímabil, en á hvert tímabil má líta sem eitt ár í sögu fyrirtækisins. Tvö efstu liðin fara síðan til Bergen í Noregi í apríl á næsta ári og keppa þar um Norðurlandameistaratitilinn. Keppnin er hugsuð sem þjálfun í ákvörðunartöku fyrir stjómendur fyrirtækja og um leið sem skemmti- leg tilbreyting. Hún fer fram í gegnum bréfaskriftir og getur hvert keppnislið komið sér saman um hvar það hittist. Akvörðunartaka liðana tekur 2-3 klukkustundir einu sinni á hálfsmánaðar fresti. Skrán- ingu keppenda lýkur 7. október næstkomandi. ARNARFELL hf. í Skagafirði átti lægsta tilboð í lagningu 7,2 km kafla á Austurlandsvegi, frá Mýri að Hofi. Tilboðið er 11,1 milljón kr. sem er 73% af kostn- aðaráætlun Vegagerðar ríkisins. Tíu verktakar buðu í verkið, og voru þijú þeirra undir kostnaðar- áætlun. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 18,3 milljónir kr., en kostnaðar- áætíun var 15,2 milljónir. Guðrún Helgadóttir, rithöfundur Fundur FEF í kvöld: Vilja einstæð- ir foreldrar vera einir? „Vijja einstæðir foreldrar vera einir“ er viðfangsefniefni al- menns fundar Félags einstæðra foreldra I Skeljanesi 6 í kvöid, þriðjudag 29.september. Fundur- inn hefst kl 9. Guðrún Helgadótt- ir, rithöfundur, flytur erindi þar sem hún veltir málinu fyrir sér. Að erindi Guðrúnar loknu verða umræður um efnið, og settir verða á laggimar umræðuhópar, sem ósk- að er eftir að skili ályktunum á aðalfundi FEF eftir rúman mánuð. Félagsmönnum er velkomið að taka með sér gesti og nýir félagar eru velkomnir, segir í fréttatilkynn- ingu. Næsti fundur verður svo um miðjan október og þá tekið fyrir „Fjölskyldan og fjölmiðlar." Minnt er á að menn komi stundvíslega á fundinn í kvöld. Sanítas sPöðMgsókv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.