Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 33 Bæjarstjórn Akureyrar: Efnt til samkeppni um mótun Ráðhústorgs og Skátagils Verðlaunafé allt að 900.000 kr. Súlnafell ÞH 361 i Slippstöð Akureyrar í gær. Skipið kemur til heima- hafnar, Þórshafnar, fyrir næstu helgi. Skjöldur SI til Þórshafnar: Breytingarnar á Stakfellinu gerðu kaupin möguleg AKUREYRARBÆR efnir nú til samkeppni um skipulag og mót- un Ráðhústorgs og Skátagils. Skilafrestur tillagna er til 26. nóvember nk. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um mótun og frágang svæðisins í samræmi við það hlutverk, sem því er ætlað í skipulagi bæjarins. Samkeppnis- formið hefur verið valið vegna þess hve mikilvægt er talið að leita eftir snjöllustu lausnum á verkefninu með tilliti til þess að verið er að skapa umgjörð fyrir mannlíf í hjarta miðbæjarins og ákveða veigamikla drætti í ásýnd Akureyrarbæjar, segir í útboðslýsingu. Heildarverðlaun í samkeppninni eru allt að 900.000 krónum, þar af verða fyrstu verðlaun ekki lægri en 500.000 krónur. Að auki er dóm- nefnd heimilt að veija 200.000 krónum til innkaupa á tillögum. Formaður dómnefndar er Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akur- eyrar, en aðrir tilnefndir af Akur- eyrarbæ eru: Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri Akur- eyrar og Tómas Ingi Olrich menntaskólakennari. Þeir dóm- nefndarmenn sem skipaðir hafa verið af Arkitektafélagi Islands eru: Björn Kristleifsson og Sigríður Sig- þórsdóttir sem bæði eru arkitektar. í lýsingu segir að sú mynd sem miðbær Akureyrar hafi á sér í dag eigi fyrst og fremst rætur að rekja til skipulags sem samþykkt var 1927 eftir tillögu þáverandi skipu- lagsnefndar ríkisins. Þar var ákveðin lega og lögun Hafnarstræt- is, Skipagötu og Ráðhústorgs, kveðið á um hæð og gerð bygginga á þessu svæði, kirkjunni valinn staður o.s.frv. Þótt ýmislegt færi á annan veg en ætlað var í skipulagn- ingu, var stuðst við það í marga áratugi og ekki ráðist í gerð nýs heildarskipulags fýrir miðbæinn fýrr en á áttunda áratugnum. Nýtt miðbæjarskipulag, sem samþykkt var og staðfest fyrrihluta árs 1981, gerði m.a. ráð fyrir þeirri nýjung að Hafnarstræti norðan Kaupvangsstrætis og Ráðhústorg skyldu gerð að göngugötu eða göngusvæði með mjög takmarkaðri bifreiðaumferð. Fljótlega var ráðist í að breyta Hafnarstræti í göngu- götu norður að Ráðhústorgi. Haraldur V. Haraldsson arkitekt annaðist hönnun götunnar í sam- ráði við skipulagsnefnd bæjarins og var framkvæmdum lokið haustið 1983 og gatan þar með komin í núverandi mynd. Á fundi þann 21. apríl sl. ákvað bæjarstjórn Akureyrar að viðhafa samkeppni um næsta áfanga breyt- ingarinnar, þ.e. mótun Ráðhústorgs og Skátagils, en það opnast út í Hafnarstræti og um það liggur mikilvæg gönguleið, sem tengist miðbæjarsvæðinu. SKJÖLDUR SI 101 frá Siglu- firði, sem nú hefur hlotið nafnið Súlnafell ÞH 361, verður af- hentur nýjum eigendum sinum á mánudag. Útgerðarfélag Norð- ur-Þingeyinga keypti skipið af ísafold hf. frá Siglufirði á 125 milljónir króna. Nýju eigendurn- ir yfirtaka eldri skuldir skipsins sem nema um 90 milljónum króna og mismunurinn er tekinn út úr rekstri Stakfellsins, sem einnig er í eigu útgerðarfélags- ins og breytt var í frystiskip í vor. „Mikill styrr stóð út af breyting- um Stakfellsins á sínum tíma á Þórshöfn og menn ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra. Hinsvegar er nú óhætt að segja að breytingamar á Stakfellinu hafa gert kaupin á Skildi SI möguleg. Frá því að Stak- fellið hóf veiðar þann 7. júní sl. sem frystiskip, er aflaverðmæti þess orðið 83 milljónir króna sem er fylli- lega aflaverðmæti ísfiskskips á heilu ári,“ sagði Grétar Friðriksson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga í samtali við Morgunblaðið. Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga er I 52% eigu Kaupfélags Langnesinga, 23% eigu Þórshafnar- hrepps, 23% eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og 2% eigu Svalbarðs- og Sauðaneshreppa. Súlnafell hefur undanfarna daga verið í Slippstöð Akureyrar þar sem verið er að mála það og lagfæra. Búist er við að það verði komið til heimahafnar um næstu helgi. Skipið er 232 tonna stálskip, byggt í Noregi árið 1964, en endurbyggt á Siglufírði 1984. Það hefur 1.300 tonna kvóta og er skipinu ætlað að afla hráefnis fyrir hraðfrystistöð Þórshafnar og Fisk- iðju Raufarhafnar á meðan Stakfell verður alfarið rekið sem frystiskip. „Næg atvinna hefur verið á Þórs- höfn í sumar þrátt fyrir að Stak- fellið hafi verið gert að frystitogara, en nú held ég að allir hljóti að sjá að sú ákvörðun átti fullan rétt á sér,“ sagði Grétar að lokum. Séð yfir Ráðhústorg og Skátagil er gilið, sem liggur efst i vinstra horni myndarinnar. Fjöltefli Jóhanns Hjartarsonar: 8 ára Akureyringnr gerðijafntefli JÓHANN Hjartarson stórmeist- þá tefld 11. umferð. Á sama tíma ari tefldi fjöltefli á Akureyri sl. á morgun fer 12. umferð fram og laugardag og tóku 29 manns lokaumferðin verður tefld á föstu- þátt i því. Jóhann vann 25 þeirra dag og hefst hún kl. 13.00. Um og gerði fjögur jafntefli við þá kvöldið verða mótsslit og verð- Kára Elisson, Gylfa ÞórhaUsson, launaafhending. Frídagur er hjá Boga Pálsson og 8 ára gamlan keppendum á fímmtudag, en þá Akureyring Hafþór Einarsson. um kvöldið kl. 20.00 verður efnt Skákþingi íslands verður fram til hraðskákmóts, sem er öllum haldið í dag kl. 17.00 og verður opið. NÝTT OG BETRA SÚLNABERG Fjölbreytt úrval heitra og kaldra rétta Opið frá kl. 8.00-20.00 alla daga Hótel KEA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.