Morgunblaðið - 29.09.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.09.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 45 Úr egypsku myndinni, Hinn sjötti dagur. HINN S JÖTTI DAGUR Hinn sjötti dagur (Le Sixiéme Jour). Frakkland/Egyptaland, 1986. Leiksljóri: Youssef Cha- hine sem einnig gerði handritið eftir sögu Andrée Chedid. Framleiðandi: Misr Internation- al Films/Lyric International. Kvikmyndataka: Mohsen Nasr. Aðalhlutverk: Dalida, Mohsen Mohieddine og Maher Ibrahim. Fulltrúi Egyptalands á kvik- myndahátíðinni í ár er tragí- kómíska myndin Hinn sjötti dagur (Le Sixiéme Jour), vægast sagt undarleg samsuða af harmi og gamni, dansi og söng, langdregin vissulega og stefnulaus í meira lagi en samt athyglisverð mynd. Nafnið vísar til þess að eftir sex daga frá því sjúklingur veikist í kólerufaraldri mun ljóst hvort hann lifír veikina af eða verður henni að bráð. Sannarlega ekki huggu- legt sögusvið en það sem kemur á óvart þegar líða tekur á myndina er að hún fjallar alls ekki um kól- erufaraldur og hörmungarnar af hans völdum. Það er aðeins bak- grunnur að heldur flflalegum eltingaleik alvörulauss grallara við sér eldri konu. Það er tvennt sem persónur myndarinnar hata meira en annað og það eru Bretar og Kóleran. Myndin á að gerast árið 1947 þeg- ar Bretar voru enn með herlið í Egyptalandi og kólerufaraldur gengur yflr landið. Aðalpersónum- ar eru lítill drengur sem veikist af kóleru, amma hans, sem reynir að koma honum undan nk. kóleru- lögreglu til Alexandríu (fólki er veitt verðlaun fyrir að segja til kólerusjúklinga sem fluttir eru burtu), afi hans sem liggur lamað- ur í rúminu og grallarinn sem verður yfir sig ástfanginn af ömm- unni og eltir hana hvert sem hún fer í heldur vonlausri baráttu til að vinna hug hennar og hjarta. Leikstjóri myndarinnar, Youssef Chahine, fæddist í Alexandríu, gekk í enskan skóla og hélt síðan til Bandaríkjanna að læra leiklist og kvikmyndagerð. Hann er greini- lega mjög hrifinn af bíómyndum, kvikmyndahús gegnir miklu hlut- verki í fátækrahverfinu sem myndin gerist að nokkru í, fræg kvikmyndaleikkona býr í hverfinu, sterk og mikilúðleg aðalkvenpers- ónan, sem söng- og leikkonan Dalida leikur, fer í bíó og grætur undir egypskum rómans. Chahine virðist líka hrifinn af söngleikjaforminu ameríska og Gene Kelly því hann lætur sig ekki muna um að setja tvö söng- og dansatriði í myndina sína, sem erf- itt er að sjá að eigi heima í henni. Á svipstundu er leiksviðið, en myndin er að miklu leyti tekin í kvikmyndaveri, orðið skrautlega upplýst dansstúdíó þar sem grall- arinn hermir nokkur amerísk dansatriði (m.a. Singing in the Rain). Chahine, sem er einn af kunn- ustu kvikmyndaleikstjórum Egyptalands, virðist blanda saman tveimur hefðum í egypskri kvik- myndagerð, þjóðfélagsraunsæi og léttu söngleikjaforminu. Það er erfltt að sjá annað en að það skemmi hvort fyrir öðru i þessu tilviki. Dalida er aftur frábær, svip- mikil og mögnuð leikkona, sem ekki er líklegt að táraðist í bíó. Sigurður Tyrfingsson annar eigandi Knattborðsstofunnar sf. Knattborðsstofa í Skipholti NÝ billjard-stofa hefur verið opnuð í Skipholti 50b i Reykjavík og ber hún heitið Knattborðsstof- an sf. Eigendur Knattborðsstofunnar sf. eru Sigurður Tyrfíngsson og Jón Ingi Hákonarson. Auður A. Olsen innanhússarkitekt hannaði stofuna. Knattborðsstofan er opin alla virka daga kl. 09.00-23.30 og um helgar kl. 11.00-23.30. Vilja esperanto í skólana ÁTTUNDA landsþing Islenskra esperantosambandsins var hald- ið á Hótel Sögu dagana 5.-6. september mánaðar. Þar var meðal annars skorað á mennta- málaráðuneytið að kanna möguleika á því að kynning á esperanto verði fastur þáttur I kennslu á skyldunámsstigi. Hundrað ár eru liðin frá birtingu alþjóðamálsins esperanto. Þingið hófst með tónleikum, þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir lék á fíðlu við undirleik Selmu Guðmundsdótt- ur. Síðan flutti gestur þingsins, breski málfræðingurinn dr. John C. Wells, erindi á esperanto um hundrað ára afmæli alþjóðamálsins. Hann er einn kunnasti esperanto- fræðingur á okkar dögum og utan esperantohreyfingarinnar þekktur fyrir rannsóknir sínar á enskum framburði og rit um þau efni. Að loknu þinginu flutti hann erindi í boði Heimspekideildar Háskólans, mánudaginn 7. þessa mánaðar, um ókosti enskrar tungu sem alþjóða- máls. I erindi sínu á landsþinginu ræddi dr. John C. Wells um árangur, sigra og ósigra esperantohreyfíngarinn- ar. Hann sagði að á ráðstefnu tölvufræðinga í Edenborg nú fyrir skömmu hefði komið fram að við rannsóknir á tungumálum til að nota við tölvuþýðingar úr einu máli á annað hefði esperanto reynst heppilegast mála sökum þess hve það er reglulegt og rökrétt. Þá flutti Ami Böðvarsson stutt erindi um tungumálamisrétti og benti meðal annars á að tveir aðilar við samningaborð eða í kappræðum njóta ekki sama réttar ef annar fær að nota móðurmál sitt en hinn verð- ur að tala erlent mál. Einnig var sagt frá alþjóðaþingi esperantista sem haldið var í Var- sjá í Póllandi nú í sumar, en þátttak- endur þar voru um 6000 hvaðanæva úr heiminum, í fyrsta skipti all- margir úr Afríku. Loks var ýmislegt til skemmtunar, meðal annars fluttu nokkrir ungir esperantistar leikþátt. Á þinginu fóru einnig fram aðal- fundarstörf, rætt var um námskeið, bókaútgáfu og annað í starfsemi Islenska esperantosambandsins næstu tvö árin. Formaður sam- bandsins til næstu tveggja ára var kjörinn Hallgrímur Sæmundsson, en aðrir í stjórn eru Árni Böðvars- son ritari, Jón Bragi Björgvinsson gjaldkeri, Jón Hafsteinn Jónsson, Loftur Melberg, Steinunn Sigurðar- dóttir og Þórarinn Magnússon. PRÓFESSOR Rögnvaldur Hann- esson flytur opinberan fyrirlest- ur á vegum viðskiptadeildar Háskóla Islands. Fyrirlesturinn fer fram í Odda, stofu 101, fimmtudaginn 1. október og hefst kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist Stjórnun fiskveiða: mark- mið og leiðir. Prófessor Rögnvaldur Hannes- son stundaði framhaldsnám í físki- hagfræði við Háskólann í Lundi, Svíþjóð, og Háskólinn í Bresku Kólumbíu í Kanada. Doktorsprófí lauk hann frá Lundi árið 1974. Að námi loknu hefur Rögnvaldur gegnt stöðum háskólakennara við Háskól- Loks var samþykkt ályktun sem segir að sambandið mælist til þess við menntamálaráðuneytið að það taki til íhugunar möguleika á því að kynna esperanto eftir föngum í skólum, og verði slík kynning fastur þáttur í kennslu á skyldunámsstigi. Einnig kemur þar fram að Islenska esperantosambandið sé reiðubúið til samvinnu um slíka kynningu, til dæmis með gerð kynningamáms- efnis sem gæti tengst samfélags- fræði. Oll fundarstörf, umræður og fyr- irlestrar fóru fram á esperanto. Um þessar mundir eru að hefjast nokk- ur námsTceið í málinu, bæði fyrir byrjendur og framhaldsnemendur. ana í Trömsö, Bergen og Verslunar- háskólanum í Bergen. Frá 1983 hefur hann verið prófessor í fiski- hagfræði við Verslunarháskólann í Bergen. Rögnvaldur hefur gefíð út tvær bækur, doktorsritgerðina „Ec- onomics of Fisheries: Some Probl- ems in Effíciency", sem út kom 1974 og kennslubókina „Economics of Fisheries: An Introduction", sem kom út 1978. í fyrirlestrinum í Odda fjallar Rögnvaldur um markmið fískveiði- stjómunar og þær aðferðir við fiskveiðistjóm sem líklegastar em til að ná þeim markmiðum. Fyrirlestur um markmið o g leiðir í fiskveiðistjómun Takið eftir! Skráning í bókina „íslensk fyrirtæki 1988" stendur nú yfir. í henni er að finna helstu upplýsingar um starfandi fyrirtæki alls staðar á landinu. Ert þú búin(n) að senda okkur nýjar og breyttar upplýsingar um fyrirtæki þitt? íslensk fyrirtæki - ómissandi uppsláttarrit í 17 ár. íslensk fyrirtæki 1988 ÍSICNSH ..míðTííKl 4 íslenskfyrirtæki 1986 Frjálstframtak íslensk fyrirtæki, Ármúla 18, 108 Reykjavík. Sími (91) 82300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.