Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 11 Ný viðhorf í ráðhúsmálinu eftír Leif Sveinsson Þann 7. október sl. keypti ríkis- sjóður íslands fasteignir SÍS við Sölvhólsgötu og Lindargötu. Með þessum kaupum skapast ný við- horf I ráðhúsmáli Reykvíkinga. Engjn þörf er á auknu húsnæði fyrir Borgarstofnanir Reykjavík- ur, því á næstu árum losnar húsnæði í Hafnarhúsinu, þar sem samgönguráðuneytið og félags- málaráðuneytið eru nú til húsa, en ætlað er að flyfcja upp á Sölv- hólsgötu. Það hefur lengi verið illskiljan- legt hinum sveitföstu borgurum Reykjavíkur, að Borgin þurfí að leigja rándýrt húsnæði víða um borgina, en leigja út fyrir afar lágt gjald í Hafnarhúsinu, sem eitt sinn var státað af að væri stærsta hús landsins. Virðist stundum, að borgar- stjóri sé undirtylla hjá hafnar- stjóra, slíkt er ráðríki hins síðamefnda. T.d. hefur Félagsmálastofnunin ekki fengið inni í Hafnarhúsinu, en býr við afar þröngan húsakost í Vonarstræti 4. Mál er að þess- ari óráðsíu linni. Þegar búið er að segja öllum Borginni óviðkom- andi upp leigusamningum í Hafnarhúsinu, er sjálfgert að hætta við byggingu ráðhússins við Ijömina. Nóg húsrými verður til afíiota fyrir borgarstofnanir í Hafnarhúsinu. Höfði, það heimsfræga hús, verði áfram notað til móttöku tignargesta, þar að auki em Kjarvalsstaðir og Borgarleikhús til umráða, þegar fjölmennari veislur ber upp á. í Morgunblaðinu 30. maí 1986 sagði Davíð Oddsson borgarstjóri: „Fyrir lifandi löngu var fallið frá hugmynd um stórt ráðhús við norðurenda Tjamarinnar og hefur hún ekki komið aftur á dagskrá. Sá möguleiki hefur hins vegar verið ræddur að byggja lítið snot- urt ráðhús í- hominu, þar sem Tjamargata 11 stendur." Nú hef- ur borgarstjóri svikið þetta loforð, en þvingað fram samþykkt borg- arstjómar um stórhýsi á þessum stað, með þreföldum bflageymslu- kjallara. Leífur Sveinsson Mikill meirihluti borgarbúa er andvígur þessari ráðhúshugmynd, og því verður 'ekki trúað, fyrr en tekið verður á, að komið verði þannig aftan að kjósendum. Lofa þeim litlu ráðhúsi fyrir kosningar, en demba síðan stórhýsi á þá eft- ir kosningar. Ég treysti því, að Davíð Odds- son taki sönsum, því okkur Reykvíkingum þykir vænt um borgarstjórann okkar, og viljum ekki sjá á eftir honum eftir næstu Borgarstjómarkosningar niður í Sjúkrasamlag að flokka lyfseðla. Höfundur er lögfræðingur og er húsettur i Tjarnargötu 36. Laugarásbíó Sýningar á hrollvekjunni Gothic LAUGARÁSBÍÓ frumsýndi síðasta fimmtudag myndina Got- hic sem er nýjasta mynd Kens Russels. Gothic gerist í Sviss 16. júní árið 1816. Skáldið Shelley Godwin og eiginkona hans Mary kom til Villa Diodati við strendur Lac Leman. Með í förinni er ung stúlka, Claire, en fyrir á staðnum em Byron og Doktor Polidori. Hjá þessum per- sónum vakna allskonar hvatir og ekki síst afbrýðisemi. Persónumar fara síðan fljótlega að óttast hið ósýnilega, Byron ótt- ast til dæmis littlu blóðsugumar og Shelley Godwin óttast að verða grafínn lifandi. Ýmislegt skeður um nóttina og um morguninn em Maiy og dr. Polidori hvort í sínu lagi ákveðin í að skrifa sögu um þessa viðburðaríku nótt. Þá verða til sög- umar um Frankenstein og Dracula. SIMAR 21150-21370 Til sýnis og sölu meöal annarra eigna SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞQROARSON HDL Stór og góð við Álftamýri 2ja herb. á 1. hæö 63,7 fm nettó. Ný teppi o.fl. Sólsvalir. Sérþvaöstaða í kj. Ágæt sameign. Skuldiaus. Laus fljótl. Á úrvals stað í Vogunum 6 herb. neðri hæð 160 fm í fjórb. Sérhiti, sérinng. Sórar sólsvalir. Bflsk. stór og góöur. Skuldlaus. Sklpti mögul. á góðri 4ra herb. íb. miösvæöis í borginni. 3ja herbergja íbúðir við: Dalsel. Önnur hæö: 89,9 fm nettó. Úrvals íb. öll eins og ný. Útsýni. Reynimel. 4. hæö: Ekki stór, vel skipul. Úrvals staöur. Mikiö útsýni. Hraunbæ. 3. hæð: Ekki stór, vel um gengin. Vólaþvhús. Melabraut Seltj. Neöri hæö: 72,2 fm nettó. Mjög góö. Sérh. Skuldlaus. Jöklafold. Úrvals íbúðir í smíðum. Fullb. u. trév. næsta sumar. 4ra herergja íbúðir við: Álfheima. Á 4. hæö: 107,4 fm nettó. Nýir gluggar, nýtt eldh., sólsval- ir. Gott kjallaraherb. m. snyrtingu. Endurn. sameign. Laugarnesveg. 3. hæð: 91,2 fm nettó. Nýtt eldh. af bestu gerö. Sól- svalir. Ágæt sameign. Úrvals staöur. Ákv. sala. Jöklafold. Stórar rúmg. úrvals ibúðir i smíöum. Fullb. u. trév. næsta sumar. Bílskúrar geta fylgt. Frábær greiðslukjör. í gamla góða Austurbænum Á rúmg. eignarlóð. Endurb. timburh. m. 4ra-5 herb. íb. um 60 x 2 fm á hæö og rish. Snyrting á báöum hæöum. Góður kjallari til margs konar nota. Laust fljótl. Tilboð óskast. Höfum á skrá fjölda fjársterkra kaupanda. Margskonar eignaskipti möguleg. Margir bjóða utborgun fyrir rétta eign. Opið í dag laugardag. kl. 11.00-16.00. Ný söluskrá alla daga. AIMENNA HSTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 .-to^ VELDU ®TDK .ÞEGAR ÞÚ VILT I HAFAALLTÁ \ HREINU BÍLA' SÝNING LAUGARDAG & SUNNUDAG FRÁ10-17 FRÁ13-17 STATIONLUX Já, um helgina munum við kynna nýjan skutbíl LADA STATIONLUX. Þessi mjög vel heppnaði bíll hefur þegar vakið athygli og ekki síst fyrir frábært verð sem er aðeins kr. 273 þús. Verið velkomin og þiggið veitingar - alla helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.