Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 Enn um Egilsstaðaflug- völl og útboð almennt eftir Jóhann G. Bergþórsson Hugleiðingar í tilefni af skrifum um ofangreint málefni og þó eink- um skrifa Egils Jónssonar þing- manns og viðtals við Kjartan Ingvarsson, vélaeiganda á Egils- stöðum, auk blaðaskrifa Braga Gunnlaugssonar vörubílstjóra frá í vetur. Fyrst skal vikið að ummælum er snerta fyrirtæki undirritaðs í grein Egils. Hann talar um tækja- eiganda er hafí boðist til að byggja upp veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar, og hann minnir að hann hafí einnig boðist til að útvega eitt- hvert Qármagn til verksins. Vert. er að hressa upp á minni þing- mannsins sem vísar til þessa sem fordæmis. Hagvirki hf. bauð ríkisstjóm ís- lands 18. apríl 1985 að byggja upp og leggja slitlag á um 180 km af þjóðvegi nr. 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar, fyrir rösk 70% af kostn- aðaráætlun Vegagerðar ríkisins, framkvæma verkið árin 1985— 1987, en fá greiðslur í samræmi við tímasetningar í langtímaáætlun eða frá 1987 til 1994. Verktakinn bauðst til þess að hanna veginn sjálfur og skila honum samkvæmt gæðakröfum Vegagerðar ríkisins. Hefði þessu tilboði að frumkvæði verktakans sjálfs verið tekið væri nú ekið á bundnu slitlagi til Akur- eyrar, íbúum alls landsins til hagsbóta. Auk þess hefðu verkefni jarðvinnuverktaka í vegagerð auk- ist um röskan helming árin 1985, 1986 og 1987. Verkefnið hefði komið þeim öllum til góða þar sem jafnvægi hefði skapast og eðlileg nýting fengist á tækjakost sem til er í landinu. Kjartan Ingvarsson verktaki á Egilsstöðum hefði líklega ekki þurft að leggja Leiruveg við Akureyri, Hagvirki hf. ekki þjóðveg við Egilsstaði eða verktakafyrirtæki á Suðurlandi vegi norður á landi eða Norðurverk veg að Þingvöllum, en svo má lengi telja. Fjöldi smærri verktaka er orðið hafa gjaldþrota að undanfömu væri minni. Jafnvel þó hugmynd Hag- virkis hefði eingöngu verið tekin upp og verkið boðið út. Nei, þá var afstaða Matthíasar Bjamasonar að grundvallaratriði væri að verkið yrði boðið út og frumkvæði mætti ekki koma frá þeim sem ekki væru þjóðkjömir. Málið horfði hinsvegar öðmvísi við og gmndvallaratriðin önnur þegar ekki átti að bjóða út Egilsstaðaflugvöll, því kröfur um ekkert útboð komu frá þingmönn- um er hafa slæmt minni, eða hirða ekki um sannleikann, eins og Egill Jónsson, ef marka má næstu tilvitn- un hans í umræddri grein, varðandi framkvæmdir í Helguvík. Þar segir orðrétt: „Ekki vom framkvæmdir boðnar út né verkið auglýst, heldur var samið við hóp tækjaeigenda með Hagvirki í broddi fylkingar og þá var það VÍ sem annaðist samningsgerðina. “ Hið rétta í því efni sem hér um ræðir er að um varnarliðsfram- kvæmdir gilda sérstök ákvæði, hvar kveðið er á um að aðili sem ríkis- stjómin tilnefnir skuli annast allar framkvæmdir á vegum vamarliðs- ins. Sá aðili er þær hefur annast að mestum hluta undanfann 30 ár er eins og kunnugt er íslenskir aðalverktakar. Svo var einnig með þessa framkvæmd. íslenskir aðal- verktakar sömdu við vamarliðið um þessa framkvæmd sem aðalverktaki en að tilhlutan Geirs Hallgrímsson- ar, þáverandi utanríkisráðherra, og í samræmi við verkefnaástand í landinu var leitað eftir því að verk- takar innan Verktakasambands íslands mynduðu samstarfshóp_ um verkefnið sem undirverktakar ÍAV og þannig mætti nýta fyrirliggjandi tækjakost i landinu. Myndaður var samstarfshópur 6 helstu jarðvinnu- fyrirtækja innan sambandsins um byijunarframkvæmdir í Helguvík árið 1985 undir forystu og stjóm ístaks hf. Hópurinn hlaut nafnið Núpur sf. og samdi við íslenska aðalverktaka um þessar fram- kvæmdir. í árslok 1985 gekk Hagvirki hf. í Verktakasamband íslands eftir árs fjarveru og á svipuðum tíma vom að hefjast viðræður milli fslenskra aðalverktaka (ÍAV) og Núps hf. um byggingu sjálfrar hafnarinnar, en ÍAV voru þá í viðræðum við vamar- liðið um þær. Að ósk ÍAV var Hagvirki hf. bætt inn í hópinn vegna þess að það fyrirtæki átti stærstan og nýj- astan tækjaflota til þessarar framkvæmdar og ekki þjóðhagslega hagkvæmt að flytja önnur tæki inn til landsins. Egill Jónsson á að þekkja ákvæð- in um framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli, hitt hefði hann getað kynnt sér. Ekkert sem hann segir um fram- kvæmdir i Helguvík er rétt og því ekki nothæft sem fordæmi til að veija samningja um Egilsstaðaflug- völl. Dapurlegt er til þess að vita að þingmaður skuli ekki hirða um að kanna staðreyndir mála áður en hann skrifar greinar í blöð og opin- berar þannig hversu óvandaður málflutningur hans er. Hvað varðar drátt framkvæmda við Egilsstaðaflugvöll getur Egill Jónsson sjálfum sér um kennt, þar sem tilraun hans og fleiri til að fara óeðlilega leið við val fram- kvæmdaaðila hefur leitt til dráttar- ins. í ljósi verðbólgustigs annars veg- ar og fjármagnskostnaðar hinsveg- ar (en til framkvænda átti að taka lán) hefur framkvæmdaféð sem betur fer ekki rýmað að neinu marki, hitt er verra ef ráðslag Eg- ils og félaga verður til þess að framkvæmdir teflast. Tilvitnun Egils í upplýsingabréf VÍ er rétt, enda hafði framkvæmda- stjóri sambandsins þá fengið þær upplýsingar hjá skrifstofustjóra í ráðuneytingu og hjá flugmálastjóm að samningar gengju ekki upp. Ákvörðun ráðherra kemur augljós- lega f framhaldi af því. Upplýsingar flugmálastjómar frá í júní (einnig veittar framkvstj. VÍ) voru á þá leið að bjóða ætti verkið út þá næstu daga, en þá var Matthfas Bjamason ráðherra. Vilji núverandi ráðherra til þess að virða lög og jafnframt velvilji hans í garð heimamanna kemur glöggt fram í þeim útboðsgögnum sem nú liggja fyrir. Þar er verkið bútað það smátt niður og tímasetn- ingar þannig að yfírburðir heima- manna em ótvíræðir. En þá ber þess þó að geta að vinnuvélaeigend- ur em ekki sama og verktakar. Verktakar þurfa að hafa á að skipa Jóhann G. Bergþórsson „Á einstaka landsvæð- um, þ.á m. Austurlandi, hefur ríkt veruleg and- staða við útboð, einkum hjá Vegagerðinni. Full- trúar Vegagerðarinn- ar, tæknimenn og verkstjórar hafa með ólund séð sín forrétt- indi að geta úthlutað verkefnunum til vina og kunningja hverfa og því lítt vandað til út- boðsgagna og verið mjög erfiðir við verk- taka í uppgjörsmálum, einnig við austfirska verktaka.“ reyndum stjómendum og tækni- mönnum, en vélar geta þeir gjaman leigt þar sem þær er að fá og ef þær henta til viðkomandi verka. Augljóst er jú að hver sem fær verkið við byggingu Egilsstaðaflug- vallar mun nota það vinnuafl og þau tæki sem tiltæk em og hæfa verkinu frá næsta nágrenni verk- staðarins. Vinnan fer ekki burt úr héraði, en líklegt má teljast að þau tæki er hæfa verkinu séu notuð frekar en aðeins þau sem til em á staðnum. Augljóst er að alþingismaðurinn skilur ekki á milli tækjaeigenda og verktaka og skilur því ekki muninn þar á. Þá virðist ekki komist hjá því að skilgreina nokkuð merkingu og tilgang útboðs. Þegar verk em boðin út er verk- ið skilgreint í útboðsgögnum og verktakamir bjóða ákveðið verð pr. einingu, t.d. m3 graftar, m3 fylling- ar, m3 uppsláttar, m3 steypu, kg jáms o.s.frv. Á gmndvelli þessara verða fær verkkaupinn samanburð á því hvað verkið miðað við gefnar forsendur kostar hjá hinum einstöku verktök- um. Breytist magntölur eða aðrar forsendur breytist heildarkostnaður við verkið. Útboð er þannig aðferð til þess að fá samanburð á verði verks miðað við gefnar forsendur frá mismunandi verktökum og velja verktaka síðan. Ýmsir aðilar hafa á undanfömum mánuðum reynt að gera trotryggi- legt ef verk hafa orðið dýrari en ætlað er og verktakar fengið hærri greiðslur fyrir verkin. Slíkt stafar ávallt af breyttum magntölum eða breyttum forsendum sem verkkaupi ber ábyrgð á. Þetta er alveg á sama hátt og ef verk unnið í tímavinnu tekur lengri tíma vegna aukins magns eða erfíðari aðstæðna en gert var ráð fyrir. Munurinn er sá að þá greiðir verkkaupi hinn aukna kostnað beint. Komi aukin verkefni í verki verktaka eru þau yfírleitt metin á grundvelli tilboðs verktak- ans og ættu þvf áfram að vera ódýrasta lausnin, þ.e. hækkunin hefði einnig komið ef annar hefði unnið það og þá væntanlega hlut- fallslega meiri. Á einstaka landsvæðum, þ.á m. Austurlandi, hefur ríkt veruleg and- staða við útboð, einkum hjá Vegagerðinni. Fulltrúar Vegagerð- lnnilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig meÓ blómum, skeytum og gjöfum á sjötugsafmœli mínu 15. október. LifiÖ heil. IngiriÖur Guömundsdóttir. Öllum þeim mörgu œttingjum, vinum ogstarfs- mönnum, sem sendu mér hlýjar kveÖjur og góÖar gjaftr á 90 ára afmœli mínu þann 10. október si, flyt ég innilegar þakkir og bið þeim allrar blessunar. . Erlendur Ólafsson, Stigahlíð 12. Stórglæsilegur flóamarkaður verður haldinn sunnudaginn 25. október nk. kl. 13.30-17.30 á Hallyeigarstöðum (gengið inn frá Öldugötu). Á boðstólum verður fatnaður á alla fjölskylduna, húsgögn og ýmsir eigulegir munir. Lítið inn og fatið ykkur upp fyrir lítinn pening. Allur ágóði rennur til að styrkja konur til náms. f N Kvenstúdentafélag íslands Félag íslenzkra háskólakvenna TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Velunnarar islenskrar tónlistar á íslandi: Reyniö geislaspilara frá PHILIPS. H R E I N I R T Ó N A R (J[|) Heimilistæki hf NAFNARSTRÆTI 3 - KRINGLUNNI - SÆTUNI 8 - SIMI 69 IS 00 arinnar, tæknimenn og verkstjórar, hafa með ólund séð sín forréttindi að geta úthlutað verkefnunum til vina og kunningja hverfa og því lítt vandað til útboðsgagna og verið mjög erfíðir við verktaka í upp- gjörsmálum, einnig við austfírska verktaka. Vandamálin sem upp hafa komið við verktöku á Aust- íjörðum eru því flest heimatilbúin, auk aðstoðar sem felst í þeirri stefnu Vegagerðarinnar að taka gagnrýnislaust ávallt lægsta boði, óháð reynslu, þekkingu eða tækja- kosti viðkomandi verktaka. Þá kemur einnig berlega fram í síðasta deilumáli varðandi Safnahús á Eg- ilsstöðum hversu skilningur á útboðum á langt í land. Segjum nú að gengið hefði verið til samninga við vélaeigendur á Egilsstöðum um byggingu flugvall- ar og til þess að vinna verkið hefðu þeir þurft að fjárfesta í nýjum (ný- legum) stórvirkum tækjum til þess að vinna verkið á hagkvæman hátt. Eftir að framkvæmdinni lyki þyrfti að nota tækin áfram (ekki er grund- völlur til þess að afskrifa þau á verkinu). Engin stórverkefni væru fyrirhuguð á Austfjörðum á næst- unni, en stór verkefni væru t.d. á Sauðárkróki eða Suðurlandi. í sam- ræmi við skammsýnissjónarmið heimamanna fengju tækjaeigendur á Egilsstöðum og nágrenni ekki að taka þátt í útboði og sætu þannig í nokkur ár uppi með tækin verk- efnalaus og óseljanleg úr landi. Bjamargreiðinn kæmi þá í ljós. Það veit sá sem þurft hefur að reyna. Til upplýsingar fyrir þá sem vilja vita þá voru helstu jarðvinnuverk- efni í Reykjavík sl. vetur unnin af fyrirtækjum úr Rangárvallasýslu, Ámessýslu og Borgaifyarðarsýslu. Þá vom verkefni á Norðurlandi unnin af fyrirtælqum úr Ámes- og Rangárvallasýslu. Engar athuga- semdir komu frá fyrirtækjunum á Reykjavíkursvæðinu sem skilja nauðsyn þess að hið mannfáa ísland sé einn markaður. Engum hefur heldur enn dottið í hug að kaupa dýpkunarskip fyrir hveija sýslu eða fjórðung eða stofna jarðboranir í hverri sýslu eða fjórð- ungi. Menn verða, og þá einkum þing- menn, að hugsa um heildarhags- muni iandsmanna og hugsa lengra en til dagsins í dag. Slíkt hlýtur að verða affarasælast. Þá má geta þess að þó verktak- inn sjálfur sé ekki heimamaður notar hann þjónustu heimamanna, svo sem faeði, húsnæði, þjónustu ýmiss konar eins og þjónustu verk- stæða, pípugerða og flugfélaga svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum um samsetningu þess hóps tækjaeig- enda og vörubílstjóra, sem staðið hefur í samningaviðræðum við flug- málastjóm, eru tæki þeirra eða bflar ekki þau heppilegustu til fram- kvæmdanna. Mörg þeirra eru gömul og þreytt, og munu kosta eigendur þeirra ómældar fjárhæðir í rekstrar- kostnaði. Því verður framkvæmdin dýrari í vinnslu en ella. Hætta er á að þeir bjóði nú óraun- hæft lágt verð í framkvæmdina í samkeppni við aðra sem eru betur tækjum búnir og kalli yfír sig stórtap á framkvæmdinni. Hvað sætu þeir þá uppi með, samanber skrif Braga Gunnlaugs- sonar fyrir nokkrum mánuðum. Þvf miður hafa nokkrir þingmenn Austfjarða og annars staðar af landinu ýtt undir þessa þróun. Frumvarp það er þeir hafa flutt f kjölfar ályktunar Vörubflstjórafé- lagsins Snæfells er glöggt merki þess. í greinargerð með frumvarp- inu má fínna einhverjar þær furðulegustu fullyrðingar og þver- sagnir sem hugsast getur og með ólíkindum að þingmenn þjóðarinnar skuli geta tekið undir slíkt. í dag býr þjóðin við verulegan vinnuaflsskort. Því er nauðsynlegt að nýta á öllum sviðum þá bestu tækni sem við ráðum yfír og ekki nota fleiri hendur til einstakra verka en nauðsyn krefur. Annað er þjóð- hagslega óhagkvæmt. Höfundur erforstjóri Hagvirkis hf. og bæjarf ulltrúi Sjáifstæðis- flokksins í Hafnarfirði. 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.