Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 23 Kornax á mynt frá Mentapontum 530-520 f.Kr. Nýtt út- lánakerfi Bókasafns Kópavogs BÓKASAFN Kópavogs tók í notkun ljóspenna tengdan tölvu sem skráir útlán safnsins í byrjun mánaðarins. Er safnið fyrst hér- lendra bokasafna til að tileinka sér þessa nýju tækni. Starfsmenn safnsins þurfa nú aðeins að renna ljóspenna yfír rimlaletur sem skráð er á skírteini lánþega og bækur safnsins. Þannig fær tölvan vitneskju um hver hefur hvaða bækur, plötur eða myndbönd að láni, hvenær þeim skal skilað, hve oft einstakar bækur eru lánað- ar út og pantanir auk þess sem hún reiknar út vanskilasektir. Reiknað er með að stofnkostnað- ur borgi sig upp á 1-2 árum með því hagræði og þeim spamaði sem af notkun ljóspennans hlýst. Auk þess fer minni tími starfsfólks í útlánastarf og innheimtu og gefst þá betri tími til að veita lánþegum aðstoð vð leit að bókum og upplýs- ingum. Stefnt er að enn frekari þróun tölvukerfisins, sem hannað er af fyrirtækinu Hugver í sam- vinnu við bókasafnsfræðinga á Bókasafni Kópavogs og verður fólki innan tíðar gefinn kostur á að leita sjálft að bókum, svo og öðrum gögnum.í tölvunni til dæmis í fundagerðum bæjarstjómar Kópa- vogs. 20 rúpíar, Indland 1973. Mynd af manni með gleraugu á mynt. MÓTÍFSÖFNUN _________Mynt_______________ Ragnar Borg Það er eins misjafnt og mennim- ir eru, hveiju myntsafnarar safna. Hér á landi em flestir myntsafnarar með allgóð söfn af íslenskri mynt. Flestir miða upphafsár safna sinna við árið 1922, en það ár vom fyrstu 10 og 25 eyringamir íslensku settir í umferð. Sumir reyna að teygja sig lengra aftur, og safna þá helst danskri mynt, sem hér gekk. Svo em líka þeir, sem koma með svo- litla sérvisku og duttlunga í myntsöfnunina. Safna til dæmis crown-stærð af mynt, svo sem silf- urdollumm og austurrískum eða þýskum silfurdölum, gullmynt, einni mynt frá hveiju landi í heimin- um, safna seðlum eða minnispen- ingum, og svona mætti lengi telja. Enn aðrir fara út í mótíf-söfnun. Safna mynt með myndum af blóm- um, af fuglum, af hvölum, skipum, húsum, nytjajurtum. Sumir safna mynt með myndum af frægum þjóð- höfðingjum. Einn safnar mynt með mynd af fólki með gleraugu. Sumir safna silfri, aðrir gulli, bronsi, nikk- el eða áli. Ég hefi heyrt af mynt- safnara, sem sem safnar mynt með myndum af höfrungum. Hann seg- ir, að höfrungamir séu gáfuðustu dýr jarðarinnar. Geti á tveim vikum kennt mönnum að henda til sín mat tvisvar, þrisvar á dag, og leikið sér svo, í milli þess, að matgjafinn kem- ur á laugarbarminn. Af þessari upptalningu má sjá, að möguleik- amir eru óteljandi, ef menn vilja ná fram einhveiju sértöku söfnun- arsviði, sem þeir hafa áhuga á þessa eða þessa stundina, því ekki er nauðsyn að hjakka alltaf f sama farinu. Allir safnarar læra það fljótt, að takmarka sig við eitthvert ákveðið svið. Enginn getur hvort eð er eignast allt, sem hann gimist. Svo má spinna ævintýr kringum aðeins tvo peninga. Kaupa gamlan rómverskan pening með mynd af komaxi og nýjan indverskan pening með sama mótífi. Hugsa svo til grænu byltingarinnar, sem orðið hefír undanfarin 20 ár, er uppskera hefir tífaldast á hverjum hektara lands með nýjum plöntum, sem maðurinn hefir búið til, með aðstoð gamma-geisla. Ætli gömlu Róm- veijunum hefði ekki líkað það bara vel að stytta uppskerutímann og tífalda uppskemna jafnframt? Ekki veit ég hvort kalla má það, að safna mótífum, en fyrir nokkmm ámm sýndi heiðursfélagi Myntsafn- arafélagsins, danski myntfræðing- urinn Johan Christian Holm, mér safn sitt af gullpeningum. Þama sá ég fleiri gullpeninga en ég hefi séð fyrr eða síðar. Þeir vom í að minnsta kosti 5 bökkum, margir tugir peninga. Þann elsta hafði Krösos konungur í Lydiu látið slá um 550 ámm fyrir Krist. Síðan var hægt að rekja nánast alla mann- kynssöguna, sem þama var slegin í guli. Það hafði tekið marga ára- tugi og óhemju fé að setja þetta safn saman, en Holm'vissi manna best hvað hann var að gera. Fyrir tveim dögum var uppboð hjá mynt- verslun Spink í London. Vom þar seld á fimmta hundrað númer. Þetta vom bækur um mynt, úr dánarbúi Johans Chr. Holm. Allt að 30 bækl- ingar gátu verið í einu númeri, svo þama var merkt bókasafn selt. Vonandi hefir einhver íslenskur myntsafnari verið þama og keypt, því enn emm við frekar fátækir af myntbókmenntum hér á landi. Annars er best að láta myndimar tala og sýna um leið nokkur áhuga- verð mótíf. Falleg hönnun gefur notagildinu aukinn tilgang! Þetta er staðreynd sent fjölmargir Italskir hönnuðir hafa tileinkað sér í aldanna rás. Þess vegna, fyrst og fremst hafa Italskir hönnuðir ávallt staðið starfsbræðrum sínum í öðrum löndum framar og gera það enn. Itölsk nytjalist stendur á alda- gömlum grunni og segja má að hún hafi fyrst farið að njóta veru- legrar hylli er Rómar- veldi stóð í blóma og miðstöð menningar og lista var á Italíu. V: artium amans erslunin Artium Amans er vett- vangur þeirra sem njóta vilja fagurrar hönnunar. Keramik, stál og alls kyns skúlptúrar ásamt ýmsum nota- drjúgum skrautmunum sem allir eiga það sam- eiginlegt að vera hann- aðir á Italíu. Falleg gjafavara sem allsstaðar fær notið sín ogbergef- andanum fagurt vitni um góðan smekk. Sjón er orðum yfirsterkari. Verið velkomin. ARTIUM AMANS SKIPHOI.TI 50B REYKJAVÍK SÍMl 687353 ARTIUM AMANS - VEISLA FYRIR AUGU FAGURKERANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.