Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
Á sakamannabekk!
eftir Hálfdan
Kristjánsson
Um glæpamannslegar tilhneig-
ingar sparisjóðsstjóra, illyrmislegar
hvatir andstæðinga hans, fréttamat
ákveðinna fjölmiðla og sitthvað
fleira.
í þessu greinarkomi verður vikið
að átökum, sem hafa orðið í
Súðavík, sjávarplássi á Vestfjörð-
um, í kjölfar „sölu" hraðfrystihúss-
ins Frosta hf. á eigin hlutabréfum
til hlutafélagsins Togs hf. Ástæða
þessara skrifa er umflöllun tveggja
fjölmiðla, annars vegar ríkisút-
varpsins og hins vegar Helgarpósts-
ins. Þessi umfjöllun hefur verið
þannig að vönduð vinnubrögð virð-
ast hafa gieymst.
Það er ekki orðum aukið, þegar
sagt er að allnokkuð hafi gengið á
í Súðavík frá síðustu sveitarstjóm-
arkosningum. Það hefur a.m.k. ekki
farið fram hjá neinum, sem eitthvað
þekkir til, að lognmolla hefur ekki
ríkt í sveitarfélaginu.
En hvað er að gerast? Hvemig
stendur á því að „fréttamaður"
ríkisútvarpsins, sem er staðsettur á
ísafirði, Finnbogi Hermannsson, tel-
ur nánast það fréttnæmt ef það
snertir málefni Sparisjóðs Súðavíkur
og því aðeins að það sé neikvætt.
Ef það er ekki neikvætt, þá er þann-
ig sagt frá að illmögulegt er fyrir
þann sem ekki þekkir til að fá ann-
að á tilfinninguna en að sparisjóðs-
stjórinn sé argasti glæpamaður, sem
eigi helst að útiloka frá öllu sam-
neyti við heiðarlegt fólk.
Mér dettur í hug lítil saga sem
starfsbróðir minn sagði mér eitt
sinn, skömmu eftir að bítillinn John
Lennon var myrtur, en hún var
m.a. til umræðu um neikvæðu hlið-
amar á starfi sparisjóðsstjóra en
hún var á þá leið að óánægður við-
skiptavinur hafði sagt að það væri
leitt til þess að vita að aðrir eins
öðlingar og John Lennon væm
myrtir og svo fengju menn eins og
sparisjóðssljórinn að lifa.
Hvemig stendur á því að þessi
sami „fréttamaður" ríkisútvarpsins
hefur eingöngu samband við þann
stjómarmann Sparisjóðs Súðavíkur
sem starfar á skrifstofu Frosta hf.?
Hvemig stendur á því að þessi sami
„fréttamaður" forðast að fá álit
sparisjóðsstjórans á þeim „fréttum"
sem hann sendir út eða er „frétta-
manninum" ekki sjálfrátt? Ætli
fréttamaðurinn sé eitthvað sár út í
bankakerfið eða starfsmenn þess,
eins og viðskiptavinurinn í sögunni
að ofan? Og hvað fær Helgarpóstinn
til að birta heilsíðugrein, sem ber
yfirskriftina „Sparisjóður í bíla-
braski“ í síðustu viku? Hvað fær
Helgarpóstinn til að ýja svo ill-
rætnislega að því að sparisjóðsstjór-
inn hafi staðið í meiriháttar
bílaviðskiptum, notað til þess fjár-
muni Sparisjóðsins og stungið síðan
afrakstri þessara viðskipta í eigin
vasa?
Mér kemur í hug vísukom eftir
Pál Ólafsson, við að rifja upp þessi
ósköp sem að ffaman er lýst og það
sem í raun býr þar á bak við, en
hún er svona:
Að heyra útmálun helvítis
hroll að Páli setur.
Ég er á nálum öldungis
um mitt sálartetur.
„Sparisjóður í
bílabraski“
Ef litið væri eingöngu á aðalfyrir-
sögnina í fyrmefndri Helgarpósts-
grein, mætti halda að þessi viðskipti
væra stór þáttur í rekstri sjóðsins,
en svo er nú aldeilis ekki. Hér er
um að ræða fjögur tilvik. í tveimur
þeirra verður Sjóðurinn eigandi bif-
reiða í nokkrar mínútur en í hinum
tveimur er Sjóðurinn óbeinn aðili
að viðskiptunum. En útaf hveiju er
hamagangurinn? Hann er ekki út
af því að sparisjóðsstjórinn hafi
stungið hagnaðinum í eigin vasa.
Hann er ekki út af því að þeir aðil-
ar sem eiga hlut að þessu máli hafi
ekki vitað nákvæmlega um alla
málavexti. Nei, heldur er það út af
því að í þremur tilfellum af þessum
flórum hefur hann bókfært afrakst-
ur þessara viðskipta sem vexti.
Ekki dettur mér í hug að segja að
það sé rétt. Að kalla það bleikt sem
er rautt, leiðir ekki til þess að bleikt
verði rautt, þó að með smá blöndun
verði rautt að bleiku. Nei, aldeilis
ekki, en þetta, ásamt því að hafa
átt þátt að þessum viðskiptum, sem
era talin á mörkum þess, sem lög
um sparisjóði heimila, era að mínu
mati orsök þess að bankaeftirlit
Seðlabanka Islands vill fá skýrar
línur um hvort þessi viðskiptamáti
standist.
„En hvernig má af-
greiða umfjöllun
ríkisútvarpsins, rás
allra landsmanna? Er
hún notuð af óprúttn-
um einstaklingum til að
draga athygli frá „lög-
broti“? Jú, einfaldlega
þá hafa aðilar, sem
tengjast Frosta-Togs
hlutabréfasölunni látið
hafa það eftir sér að
það að ég skuli vera í
forsvari fyrir þá tilraun
Súðavíkurhrepps að
hnekkja umræddri
sölu, skuli nánast verða
mér að „aldurtila“, þeir
skuli ná mér niður í
svaðið til sín.“
En liggur fiskur
undir steini?
Hvemig stendur á því að þessi
atriði, sem hér hafa verið nefnd,
verða slíkt „fréttaefni" og raun ber
vitni. Er hér eitthvað svo sérstakt
á ferð að það kalli á athygli af því
tagi sem hér á við.
Það er þess virði að veita því
athygli að það era eingöngu tveir
fréttamiðlar, sem hafa talið það
þess virði að fjalla um fyrmefnd
mál, eða ríkisútvarpið og Helgar-
pósturinn, ef frá er talið „Vestfirska
fréttablaðið". Það má afskrifa um-
flöllun Helgarpóstsins með einföld-
um hætti. Það er almennt
viðurkennt að „sölumennska" í
fréttaöflun blaðsins er ekki vönduð.
Blaðið hreinlega lifir á svona frétta-
flutningi og er ekkert meir um það
að segja.
En hvemig má afgreiða umfjöllun
ríkisútvarpsins, rás allra lands-
manna? Er hún notuð af óprúttnum
einstaklingum til að draga athygli
frá „lögbroti"? Jú, einfaldlega þá
hafa aðilar, sem tengjast Frosta-
Togs-hlutabréfasölunni látið hafa
það eftir sér að það að ég skuli vera
í forsvari fyrir þá tilraun Súðavíkur-
hrepps að hnekkja umræddri sölu,
skuli nánast verða mér að „aldur-
tila“, þeir skuli ná mér niður í svaðið
til sín.
Það væri synd að segja að þeir
hafi ekki reynt, blessaðir drengimir.
En hvemig? Án þess að geta sannað
það, þá veit ég að þegar bankaeftir-
litið spyr um þessa þætti í rekstri
sjóðsins, þá er það ekki vegna þess
að það hefur dreymt um þá áður,
þó svo að berdreymnir menn kunni
að vera í þjónustu þess.
Er sparisjóðurinn
frumkvöðull?
Ætli það hafi aldrei gerst áður
að bankastofnun hafi reynt inn-
heimtu hjá framseljendum tékka?
Ríður Sparisjóðurinn hér á vaðið?
Nei og nei! Þetta er ekkert nýtt
fyrirbæri. Það liggja fyrir dómar
um samskonar innheimtur, svo Sjóð-
urinn er ekki að beijast við vindmyll-
ur eins oog Don Quijote gerði suður
á Spáníá, hvað þetta snertir.
Fréttamat ríkis-
fjölmiðils!
Ég sagði hér í upphafi greinar
þessarar að fréttamat „frétta-
mannsins" Finnboga Hermannsson-
ar væri nokkuð sérstakt. í upphafi
þegar Súðavíkurhreppur ákvað að
reyna að hnekkja sölu Frosta hf. á
eigin hlutabréfum til „félagsskapar-
ins“ Togs hf. var umfjöllun „frétta-
mannsins" sveitarfélaginu jákvæð.
En varð einhver breyting þar á? Það
verður hver og einn að dæma um
fyrir sig en ég vil nefna nokkur
atriði, sem ekki þóttu umfjöllunar-
verð.
í fyrsta lagi má nefna að þegar
hreppsnefnd Súðavíkurhrepps
ákveður á fundi sínum að vísa fyrr-
um oddvita nefndarinnar, Auðunni
Karlssyni, af fundi, þegar fjalla átt
um tilnefningu í stjóm Frosta hf.
sökum vanhæfis, heyrist ekki hósti
né stuna. Að Auðunn yfírgefur síðan
fundinn með hótun um að þetta sé
ekki sitt síðasta gagnvart þessari
valdníðslu, breytir engu. Fyrram
oddviti kærir síðan hreppsnefnd til
félagsmálaráðuneytisins fyrir þessa
framkomu í sinn garð og ætlar að
grípa gæsina, fyrst hann er að
kæra á annað borð, og kærir ýmis
önnur atriði s.s. ákvörðun um að
Hálfdan Kristjánsson
reyna" með öllum tiltækum ráðum
að hnekkja sölu Frosta hf. á eigin
hlutabréfum til Togs hf. o.fl.
í öðra lagi má nefna að úrskurð-
ur félagsmálaráðuneytisins á
úrskurðarkröfu Auðuns er á þá leið
að í öllum atriðum er hann úrskurð-
arbeiðanda í óhag.
Það væri forvitnilegt að vita hvort
„fréttamat fréttamannsins" sé
þannig að ef Súðavíkurhreppur
vinnur mál sitt gegn Frosta hf. og
Togi hf. þá sé ekki ástæða til að
fjalla um það á öldum ljósvakans.
Enginn á sök á
sönnum rógi!
Þó svo að Sparisjóður Súðavíkur
beijist ekki við vindmyllur í inn-
heimtu sinni á innistæðulausum
tékkum, er þá ástæða til að ætla
að sparisjóðsstjórinn sé að beijast
við vindmyllur í þeirri rógsherferð,
sem Gróa á Leiti stendur fyrir gegn
honum? Ekki veit ég það en illa
þykir mér komið mannorði mínu ef
svo er og bendir það til þess að illt
sé að hreinsa sig af álognum áburði.
Verra þykir mér þó, ef illrætnis-
tungum tekst að sá svo tortryggni
í kringum þetta mál alltsaman að
það verði Sparisjóðnum til skaða.
Of lengi hef ég unnið að uppbygg-
ingu hans, með mætum mönnum,
til þess að óprúttnir „gróðapung-
ar“ nái að rífa það niður, án þess
að koma beint við sögu. En eins og
segir í kvæði Hannesar Hafsteins,
Við Valagilsá,
„Ég ætla að sjá hvað setur
hvort sjóðandi straumiðufall
eða bijóstþrekinn klár hefur betur."
Það er enginn hrollur í mér, eins
og í Páli Ólafssyni.
Höfundur er sparisjóðsstjóri og
oddviti Súðavíkurhrepps.
>1 I VEROLD TÆKNIÞROUNNAR HJOLBARÐA
hIheklahf
Laugavegi 170-172 Simi 695500 KLF ttj/ Bm flL/HI W||
LTRA GRIP 2 - VETRARDEKK
A ÞEIM K.EMSTU LENGRA
.
i
.
<
m ■