Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 f * • b <4 • m | f I 1 n "% ' 'm. i L 11 / ‘. { 1 ■ 1; w ? fTi 1 lL Md m f í i* ,Ul\ Myndin hér að ofan er tekin á ofanverðum fjórða áratugnum og sýnir hóp einkennisklæddra merkjasölubarna Slysavamafélagsins þar sem þau standa á tröppum ónotaðs Þjóðleikhússins. Kannski er einhver stúlknanna á myndinni nú félagi i Hraunprýði, félagi Slysavamarfélagskvenna í Hafnarfirði en konumar þar em einu félagar Slysavamafélagsins sem enn ganga einkennisklæddar til merkjasölu. Merkisdagar Slysavamafélagsins MERKISDAGAR Slysavarnarfé- lags íslands hófust I gær með því að Haraldur Henrýsson for- seti félagsins afhenti verndara þess, Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands, skjöld með merki félagsins og barmmerki það sem dagamir em kenndir við. Félagar í Slysavamafélögunum og björgunarsveitum þeirra um land allt munu nú um helgina ganga í hús og verða á mannamótum, bjóð- andi merkið til sölu. Merkið er að lögun eins og bjarghringur og þann- ig ták'nrænt fyrir starf og sögu Slysavamafélagsins og deilda þess. Sölufólkið verður auðkennt með borða sem á stendur„ Merkisdag- ar-Sölumaður“. Merkin kosta 200 krónur og skiptist ágóðinn af söl- unni jaftit á milli Slysavamarfélags- ins og aðildarfélaga þess. Honum verður varið til sjóslysavama og kaupa á nauðsynlegum búnaði eins og hraðskreiðum kraftmiklum björgunarbátum sem nokkrar björgunarsveitir hafa þegar eignast og skipt geta sköpum við björgun nauðstaddra sjófarenda. Hannes Hafstein forstjóri SVFÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að mikið starf hefði verið unnið við undirbúning Merkisdaga. Hann kvaðst hafa orðið var við jákvæðar undirtektir fólks við þetta átak og einnig væri mikill hugur í Slysa- vamafélagsfólki að láta söfnunina takast sem best. Haraldur Henrýsson forseti SVFÍ afhendir forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur skjöld með merki félagsins. A annað hundrað á ráðstefnu um hús- næðismál Á ANNAÐ hundrað manns sóttu ráðstefnu um húsnæðismál, með þátttöku fulltrúa allra sljóm- málaflokkanna, sem haldin var á Hótel Sögu i gær. Að ráðstefnunni stóðu 8 félaga- samtök aldraðra, námsmanna, öryrkja og fatlaðra auk húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti ávarp í upphafi ráðstefnunn- ar. Sagði hún meðal annars að bráðlega yrði skipuð nefnd til að ijalla um húsnæðismál þessara hópa, þar sem hún sagðist myndu nýta sér þær hugmyndir sem þessi félög hefðu fram að færa. Sagði ráðherra að gera þyrfti stórátak í húsnæðismálum aldraðra og ör- yrkja. „Krafan um félagslega valkosti í húsnæðismálum er réttmæt," sagði hún. Einnig kom fram í máli ráðherra að hún teldi kaupleigu- íbúðir auka jöfnuð milli leigjenda og eigenda húsnæðis. Að framsöguerindum loknum fóru fram pallborðsumræður með þátttöku stjómmálamanna, auk fulltrúa þeirra sem að ráðstefnunni stóðu og Ásmundar Hilmarssonar frá ASÍ. Kom fram í máli fulltrúa allra flokkanna að mikil sveifla væri í átt að félagslegum lausnum á húsnæðisvanda tiltekinna hópa, þó stefna flokkanna í húsnæðismál- um væri aimennt óbreytt. Fagna rannsókn enda hef ég ekkert að fela - segir Sigurður Sigurðarson yfírdýralæknir um sláturhúsdeiluna „ÉG FAGNA þessarí ósk Bílddælinga, enda hef ég ekkert að fela af mínum gjörðum. Ég tel að embættismenn eigi alltaf að vera tilbún- ir til að taka á móti gagnrýni og útskýra mál sitt,“ sagði Sigurður Sigurðarson settur yfirdýralæknir þegar leitað var álits han« á ósk hreppsnefndar BQdudalshrepps tíl ríkisstjóraarinnar að íún láti fara fram opinbera rannsókn á ummælum yfirdýralæknis. Sigurður segist ekki sjá neina aðra lausn á málinu en að Amfirðingar verði aðstoðaðir við að farga fé sínu á Patreksfirði. óvildarhug hjá mér í þeirra garð.“ Sigurður Sigurðarson Útflutningssláturhúsin: Fulltrúi EB mælti með stuttu leyfi FULLTRÚI Evrópubandalagsins sem skoðaði á dögunum þau sláturhús hérlendis sem leyfi hafa til slátrunar fyrir Evrópubandalagslöndin mælti með að útflutningsleyfi húsanna yrðu aðeins framlengd tU næstu áramóta, en ekki til árs eins og veqjan hefur veríð. Að sögn yfirdýra- læknis gerði maðurinn fyrst og fremst athugasemdir við viðhald húsanna. Þijú sláturhús hafa haft leyfi til Sigurður sagðist ekki sjá eftir neinu í ummælum sínum undan- fama daga og stæði við allt sem hann hefði sagt. Bréfið sem hann afhenti þingmönnum hefði verið borið undir þijá héraðsdýralækna sem þjónað hefðu svæðinu og þeir ekkert haft við það að athuga. „Mér var ekki ljúft að koma fram með þessa lýsingu, en þegar ráðist er á mann á persónulegan hátt verð- ur maður að bera sakir af sér með því að útskýra ástæður gerða sinna," sagði Sigurður. „Ég held að það sé full mikið sagt hjá forsvarmönnum Sláturfé- lags Amfirðinga, sem sumir era ekki raunverulegir bændur; eru brottfluttir eða hafa aðaltekjur sínar af öðra en sauðfjárrækt, að afstaða mín byggist á óvild í garð manna við Amarfjörð. Það er alls ekki rétt og ég veit að þeir tala ekki fyrir munn allra hagsmunaað- ila. Eg held að þingmenn þjóni bændum ekki vel með því að krefj- ast þess að ffamleiðsluvara þeirra sé meðhöndluð í ófullkomnu húsi, þar sem ekki er til ráðstöfunar ann- að en óhæft vatn.“ Sigurður sagðist alls ekki hafa lagt sláturhúsið á Bíldudal í einelti. „Þó reynt hafi verið að æsa menn gegn mér per- sónulega hefur ekki tekist að skapa Amfirðingar hafa haldið því fram að yfirdýralæknir gerði aðrar og meiri kröfur til þeirra sláturhúss en annarra og segja að í haust sé slátrað f nokkram húsum með lak- ari aðstöðu en þeirra. Sigurður var því spurður að því hvort þeirra hús væri lélegsta sláturhús landsins. „Ég tel að það sé eitthvað það lakasta. Svo er á það að líta að það era vel nothæf hús þama skammt frá, þar sem ekki er tekin nein áhætta með vatnið. Tilfinningar og atvinnuástæður era ekki nógu góð rök fyrir því að draga úr heilbrigð- iskröfum og fólkinu verði frekar hjálpað til að finna gott vatn en að hjálpa því að blanda ónothæft vatn með klór.“ — Er það rétt að þú hafi setið stofnfund Sláturfélags Vestur- Barðstrendinga á Patreksfirði og lýsti því yfir að þú munir sjá til þess að ekki verði slátrað á Bíldu- dal í haust? „Ég sat ekki þennan fund til að hafa afskipti af stofnun félagsins. Ég kom þangað vegna þess að þar vora sauðfjárbændur héraðsins saman komnir til þess að ræða ýmis framkvæmdaatriði í famhaldi af nýjum vamarlínum sem settar vora upp á þessu ári, meðal annars hvemig standa ætti að smala- mennsku. Ég man ekki til þess að ég hafi sagst ætla að sjá til þess að ekki yrði slátrað á Bíldudal, en vek athygli á því að ég hafði þá þegar ákveðið að mæla ekki með slátran þar.“ — Amfirðingar era búnir að leggja í töluverðan kostnað við end- urbætur á sláturhúsi sfnu. Hefði ekki verið hreinlegra að segja þeim það hreint út í tíma að þeir fengju ekki sláturleyfi? „Það er landbúnaðarráðherra sem gefur út sláturleyfi en ekki ég. Mín fyrsta umsögn, sem ég veitti um svipað leyti og fyrir lá að slátur- húsið á Patreksfirði fengist, var á þá leið að ekki yrði mælt með slátur- leyfi fyrir Bfldudal. Þeir hafa ekki fengið neinn ádrátt um sláturleyfi hjá mér. Ég vil einnig láta það koma fram að það er rangt sem haldið hefur verið fram að ég hafí aldrei komið í þetta sláturhús. Ég vona að þessi ágreiningur jafnist fljótt og að Bílddælingar skilji að þessu máli er ekki stefnt gegn þeim. Ég hef engin hrakyrði viðhaft um Bíldudal. En þeir sem hafa stýrt málum fyrir vestan hafa ekki staðið sig nógu vel. Til dæmis hefði þurft að vera búið að koma á almennilegu vatni og koma slátran- inni á einn stað. Undirstaða slátran- ar á einum stað má varla vera minni en 6—7 þúsund fjár til að geta bor- ið uppi nútímakröfur um heilbrigð- iseftirlit og hreinlæti," sagði Sigurður Sigurðarson yfirdýra- læknir. slátrunar fyrir Evrópubandalagið. Sláturhús Kaupfélags Borgfirðinga í Borgamesi, Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki og Kaupfélags Þingejringa á Húsavfk. Sigurður Sig- urðarson yfirdýraiæknir segir að fulltrúi EB hafi ekki kvartað yfir vinnubrögðum f sláturhúsunum, en sagt að viðhald hefði dregist aftur úr og bent á ýmis önnur atriði. Sagði Sigurður að auðvelt ætti að vera að bæta úr flestum atriðum, en sumt væri kostnaðareamt. Sem dæmi um athugasemdir nefndi hann sprangur f veggjum og gólfum, jarðvegsskipti og malbikun umhverfis og drasl á bak við húsin. Fulltrúi EB er dýralæknir sem hefur það verkefni að skoða slátur- hús víða um lönd. Ýmis önnur lönd hafa tekið leyfí EB sem gæðastimpil og sagði yfirdýralæknir að aðrir markaðir gætu verið f hættu ef leyfi EB rynni út. Sagði Sigurður að við- brögð forsvarsmanna sláturhúsanna væra góð. Þeir hefðu ákveðið að úr þessum atriðum yrði að bæta á sem allra skemmstum tíma. Sigurður sagði að ástand slátur- húsa almennt væri ekki nógu gott, miðað við þær kröfur sem gerðar væra samkvæmt lögum. Samkvæmt lögum frá 1966 er gert ráð fyrir að fé sé ekki slátrað f öðram slátur- húsum en þeim sem uppfylla ákveðn- ar kröfur. Gert var ráð fyrir að sláturhúsin hefðu 3 ára aðlögun- artfma að reglunum. Sfðan hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.