Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 47 Afmæliskveðja: Ólafur Bjartdal Þórðarson áttræður Friðarhreyfing islenskra kvenna heldur landsfund Sjötugur er í dag Ólafur Bjartdal Þórðarson, Gyðufelli 2, Reykjavík. Dætur, tengdasynir og bamaböm færa honum hugheiiar ámaðaróskir í tilefni dagsins. „Oft er gott, það er gamlir kveða." Þetta máltæki á vel við um hann Ólaf okkar. Enginn kann bet- ur að miðla unga fólkinu af þekk- ingu sinni og reynslu. Um það geta undirrituð borið vitni og einnig þau ungmenni, sem þann leiðbeindi á vinnustaðnum um áraraðir. Ólafur er fæddur í Keflavík í Ytri-Neshreppi, utan Ennis. Þaðan fluttist hann bam að aldri til Reykjavíkur, þar sem hann hefur síðan búið. Framan af vann hann verkamannastörf, en gerðist síðar kjötiðnaðarmaður hjá Búrfelli hf. Þar vann hann síðan þar til hann lét af störfum, síðari árin verk- stjóri. Ólafur hefur ætíð verið einlægur baráttumaður fyrir starfs- félaga sína og er heiðursfélagi í Félagi kjötiðnaðarmanna og eflaust hafa fáir verið betur að slíkum heiðri komnir, svo mjög ber hann hag félaga sinna fyrir bijósti. Olafur er giftur Evu B. Bjama- dóttur frá Reykjafirði við ísafjarð- ardjúp. Hjónaband þeirra hefur nú staðið í tæp 40 ár og hefur verið einstaklega farsælt. Fátt er nota- legra en að koma í heimsókn til þeirra, njóta veitinga Evu, hinnar ágætu húsmóður, og rabba við þau hjónin um landsins gagn og nauð- synjar. Þá fer Ólafur á kostum. Hann er hafsjór af fróðleik um lið- inn tíma og fundvís á samhengi liðins tíma og atburða líðandi stund- ar. Við, sem eigum að teljast fullorðin, hlökkum alltaf til að heim- sækja þau og um bömin er nákvæmlega sama að segja. Ólafur og Eva em nákvæmlega eins og afí og amma eiga að vera. í marga áratugi hafa ferðalög um landið okkar verið þeirra helsta áhugamál. Þau _eru ekki mörg byggðu bólin á íslandi, sem þau Ólafur og Eva hafa ekki heimsótt einu sinni eða oftar og fáir kunna betur að koma sér fyrir í tjaldi úti á víðavangi en þau. Þau eignuðust fyrsta bílinn meðan flestir vegir landsins vom troðningar einir. Mjög reynir á fararskjóta og ferðamann Landsráð- stefna her- stöðvaand- stæðinga LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldinn laugardaginn 24. októ- ber að Hverfisgötu 105 i Reykjavík. Ráðstefnan hefst með aðalfund- arstörfum kl. 10 fyrir hádegi. Að loknu matarhléi um kl. 13.30 verða stuttar framsögur um eftú starfs- hópa. Gert er ráð fyrir að ráðstefn- unni ljúki um kl. 17. Um kvöldið verður opið hús í Risinu Hverfísgötu 105 frá kl. 20 til 24. við slíkar aðstæður, en þótt bfllinn bilaði á lélegum vegum á heiðum v uppi, spilltist í engu góða ferða- skapið. Ólafur kunni til verka og lagfæring fór fram, smá eða stór, enda var þess ætíð gætt að hafa meðferðis nauðsynlega varahluti og verkfæri. Nú em vegimir betri og bflamir einnig, enda em þau, enn þann dag í dag, ódeig við að aka um landið þvert og endilangt ef þeim bíður svo við að horfa. Vinargjöf skal virða og vel hirða. Það að þekkja þau Ólaf og Evu er vinargjöf og það er erfítt að lýsa þeirri þakklætiskennd, sem við ber- um í bijósti til þeirra. Kynnin af þeim em okkur öllum ómetanleg. Ólafur tekur á móti gestum í dag á heimili dóttur sinnar á Búagmnd 1, Kjalamesi. Lifðu heill. Dætur, tengdasynir og barnabörn. FRIÐ ARHRE YFIN G íslenskra kvenna heldur landsfund sinn í Sóknarsalnum í Reykjavik, Skip- holti 50a, í dag, laugardag 24. október, kl. 14.00. Sá dagur er i ár alþjóðlegur friðardagur, verð- ur af þvi tilefni hringt öllum kirkjuklukkum landsins á hádegi ogþagnarstund kl. fimm siðdegis. Sú hefð hefur skapast, að fá á landsfund hreyfingarinnar gest til að ávarpa fundinn. Hafa þeir ýmist verið innlendir eða erlendir. Gestur að þessu sinni verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti alþjóðlegra þing- mannasamtaka, sem mikið hafa látið afvopnunarmál til sín taka, m.a. með sn. Friðarfrumkvæði sex þjóðarleið- toga. Mun Ólafur flytja erindi um efnið Afvopnunarsamningur stór- veldanna, hvað svo? Hefst erindi Ólafs kl. 17.19. Áður munu sex konur úr friðar- hreyfingunni segja frá ráðstefnum og kynnisferðum erlendis um friðar- og vamarmál. Ennfremur verður rætt um starf hreyfingarinnar. Þann- ig munu t.d. íslenskar konur taka þátt f norrænni ráðstefnu kvenna í Osló á næsta sumri sem haldin er undir kjörorðunum jafnrétti, fram- þróun, friður. Landsfundurinn allur eða hluti hans er öllum opinn, en konur sem starfað hafa að ftnðarmálum eru sér- staklega hvattar til að mæta. DAIHATSUjjCHARADE 3JA KYNSLÓÐIN SLÆR ÖLL SÖLUMET Eftirspurnin eftir þessum glæsilegu og skemmtilegu bílum frá DAIHATSU hefur nú slegið öll met og síðasta sendingin, um 80 bílar, seldist upp nær samdægurs. Við eigum von á næstu sendingu um mánaðamótin, og bendum á að hækkunin á CHARADE er sáralítil. DAIHATSU CHARADE hefur síðastliðinn áratug verið fyrirmynd annarra bifreiðaframleiðenda í hönnun sparneytinna, öflugra og hagnýtra fjölskyldubifreiða. DAIHATSU CHARADE er í fremstu röð hátæknibifreiða af minni gerð og á einstaklega hagstæðu verði: DAIHATSU CHARADE: ÚRVALS VARAHLUTA- OG VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA GULLTRYGGIR HAGSTÆÐA FJÁRFESTINGU. Aldrei glæsilegra úrval af notuðum DAIHATSU til sölu. Vegna mikillar sölu á nýjum bílum fáum við daglega inn sér- lega góða, notaða bfla í skiptum. DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, s. 685870 - 681733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.