Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 16
-t- 16 MORGUNBLAÐK), LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 ISLENSKUR TÓNLISTAR- DAGUR Hjá ýmsum þjóðum, ekki síst þeim smærri, hefur tíðkast unanfarin ár í sívaxandi mæli að efna til tónlistardags, þar sem áhersla er lögð á tónlist og tónlistarmenn viðkomandi lands. Tilefni slíkra daga er að vekja athygli á því fjölþætta tónlistarlífi, sem fyrir er í landinu, tónlistarlífi sem á við sífellt harðnandi samkeppni að stríða frá öflugum, alþjóðlegum miðl- um. Slíkt þekkjum við mætavel hér á landi. íslenskt tónlistarlíf hefur eflst jafnt og þétt á undanförnum árum, og samkeppnin utan frá sömuleiðis. Það er því meir en tímabært að efna til íslensks tónlistardags, þar sem fólk frá öllum og ólíkustu svið- um tónlistar tekur höndum saman og kynnir störf sín. Fyrsti vetrardagur varð fyrir valinu. íslenskir tónlistarmenn munu á þessum degi flytja tónlist sína á markaðstorgum, innan dyra eða utan, eftir því sem veður leyfir, þeir munu hafa opin hús, opna félags- heimili tónlistarmanna að Vitastíg 3 og enda daginn með Tónlistarveislu ársins að Hótel Sögu. Stefnt er að því, að íslensk- ur tónlistardagur verði árviss viðburður, svo að fólki gefist kostur á að áttta sig á, hve íslenskt tónlistarlíf er öflugt og fjölskrúðugt, jafnvel þótt stiklað sé á stóru í þetta sinn. Dagurinn á að bera vott um þá víðtæku samstöðu, sem myndast hefur með íslenskum tónlistarmönnum, að standa vörð um lifandi tónlist í landinu. Við vonum, að fólk samfagni okkur á þessum fyrsta íslenska tónlistardegi, og að hann megi ætíð verða tilhlökkunarefni. Halldór Haraldsson, formaður Tónlistar- bandalags íslands. Þorkell Sigurbjörnsson, formaður Tónskáldafé- lags íslands. Magnús Eiriksson, form- aður Pélags tónskálda og textahöfunda. Tónlistarmenn leggja sfðustu hðnd á búnað félagwheimilisina Morgunblaðið/Börkur Félagsheimili tónlistarmanna opnað FÉLAGSHEIMILI tónlistar- manna að Vitastíg 3 í lfeykjavík verður formlega opnað I dag á íslenska tónlistardeginum. Hús- nœðið er 240 f ermetrar að stœrð og er hugmyndin að þar verði miðstöð samskipta og upplýs- ingastreymis milli tónlistar- Húsnæðinu er skipt niður með færanlegum skilrúmum. Með því móti fæst aðstaða fyrir margs kon- ar starfsemi. Til dæmis verður aðstaða til hljóðritunar í hljóðveri, fundahalda, tónleikahalds og tón- listarkennslu, t.d. námskeiðahalds. Þá verður veitingaaðstaða og að- staða til skemmtanahalds. í félags- heimilinu verða einnig skrifstofur fyrir hin ýmsu félög og samtök tón- listarmanna auk æfíngaraðstöðu fyrir einleikara, kóra og flokka hljóðfæraleikara. Til þess að fjármagna kaup á Félagsheimilinu hafa m.a. verið gefín út 500 hlutabréf sem seld hafa verið á 10.000 krónur hvert. LT^] HUGBUNAÐUR KYIMIMIIMG íversluninni Tölvuvörum, Skeifunni 17, laugar- daginn24.oktobernk.kl. 10-16. Fyrirlestrar um 0H HUGBÚNAÐ verða kl. 10, 12og14. im HUGBÚNAÐURbýðurm.a. lausnirá: | • FJÁRHAGSBÓKHALDI • VIÐSKIPTAMANNABÖKHALDI • BIRGÐABÓKHALDI • LAUNABÖKHALDI • VERKBÓKHALDI c HUGBÚNAÐUR FYRIR ÞÁ. SEM HUGSA FRAM í TÍMANN „Tónlistarveisla ársins"; Margir af þekkt- ustu tónlistar- mönnum lands- ins skemmta „Tónlistarveisla ársins" verður haldin í tilefni dagsins í Súlnasal Hótel Sögu í kvðld. Hefst hún með kvöldverði kl. 19, en að loknuborðhaldi kl. 21.30 hefst tóniistardagskrá þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram. „Veislan" er opin almenningi og rennur allur ágóði hennar til hins nýja Félagsheimilis tónlistarmanna. i TOLVU VDRUR HUGBÚNAÐUR SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175 Þeir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari óg Páll Eyjólfsson gitarleikari leika ljúfa tónlist með- an á borðhaldinu stendur. Af öðrum skemmtiatriðum má nefna sönghópinn Madrigalana, en hann skipa Hildigunnur Halldórsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Martial Nardeau og Sverrir Guð- mundsson. Þau flytja nokkur Iög frá 15. og 16. öld. Halldór Har- aldsson píanóleikari og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari leika nokkur lög, Valgeir Guðjónsson stuðmaður kemur fram auk Krist- ins Sigmundssonar, óperusðngv- ara og Jónasar Ingimundarsonar undirleikara hans og Bergþóru Árnadóttur vísnasöngkonu sem nýtur aðstoðar hljómsveitar Grét- ars Örvarssonar og söngkonunnar Önnu Pálínu Ænadóttur. Þá koma 10 félagar úr Félagi harm- onikuunnenda fram og flytja lög eftir Sigfús Halldórsson og Njáll Sigurðsson fræðslustjóri kveður; rímur. Ellen Kristjánsdóttir söng- kona og Eyþór Gunnarsson úr Mezzoforte flytja m.a. lagið Án þín eftir Jón Múla og Jónas Árna- syni. Lagið syngja Ellen og Bjarni Arason söngvari. Bjarni frum- flytur einnig lag Þorkels Sigur- björnssonar Þú ert draumur við ljóð Halldórs Laxness. Að lokum syngur hann hressilegt Presley lag. Veislustjórn annast Ríó Tríó sem tekur nokkur lðg í lokin. Hlutafé í Félagsheimili tónlist- armanna verður safhað í veislunni og á miðnætti verður dregið úr númeruðum hlutafjárloforðum sem safnast um kvöldið. Hljómsveit Grétars Örarssonar leikur fyrir dansi og eftir mið- nætti verður Bjarni Arason rokksöngvari i hlutverki Elvis Presley á sýningu sem verið hefur að undanförnu á Hótel Sögu. Á Mímisbar leikur Tríó Árna Sche- ving, en veislunni lýkur klukkan 3. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.