Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 45 heiðanna. (2) Hugsanlegar afleiðingar fram- kvæmda á möguleika og aðstöðu fólks til útivistar í mannvirkjalausu umhverfí. (3) Hver kostnaður myndi verða _ vegna verksins. í bréfínu var þess getið, að auk þess sem landsvæðið væri á nátt- úruminjaskrá um svæði sem æski- legt væri að friðlýsa, væri það einnig í skránni „Vatnavemd A-flokkur“ samkvæmt landnýting- arskýrslu landbúnaðarráðuneytis- ins, sem gefín var út í maí 1986. í lok bréfsins var lýst áhyggjum vegna vaxandi notkunar fjórhjóla og þess getið að dæmi væm um að bændur smöluðu heima- og af- réttarlönd á vélhjólum. Bréfíð sendi aðili sem var mótfallinn fyrirhug- aðri aðgerð. Samkvæmt fundargerðum Nátt- úmvemdarráðs hefur málið aldrei verið tekið á dagskrá. Þrátt fyrir þetta barst bréfritara fyrmeftids bréfs svar frá skrifstofu ráðsins, þar sem þakkað er fyrir áhuga um málefni fjórhjóla, en ekki er vikið einu orði að aðalerindi bréfsins um yfirvofandi náttúmspjöll vegna fyr- irhugaðrar vegarlagningar. Þegar framkvæmd með stórvirk- um vinnuvélum hófst sl. vor af fullum krafti hringdi bréfritari í Náttúruvemdarráð. Honum er þá tjáð að málið verði athugað. Bréfrit- ari hringir nokkm síðar og er þá tjáð að ráðið ætli ekkert að gera vegna þess að bændur eigi landið og svæðið sé ekki friðlýst, og ráðið geti því ekkert frekar aðhafst í málinu. Eftiriitsmanni verði falið að fylgjast með vegarlagningunni og látið eftir að leggja á ráðin um hana. Það mun hafa gerst. Sam- kvæmt þessu er svo að sjá að Náttúruvemdarráð eða fram- kvæmdaraðili á þess vegum hafí verið með í ráðum varðandi vega- gerð nánast beint af augum yfir flóa og mýrar þvert í gegn um stórt landsvæði sem það sjálft var búið að setja á skrá yfír staði þar sem unnið skyldi að friðlýsingu. Vegar- gerðin er hryggileg staðreynd. Framkvæmdir hafa staðið til í mörg ár, og brú var byggð á Aust- urá fyrir þrem ámm yfír á vegalaust land. Því er erfítt að sjá að Náttúm- vemdarráði hafi ekki verið kunnugt um málið og að því hafí ekki gefíst tóm til ráðstafana. í ljósi þeirrar málsmeðferðar sem að framan er getið má hafa uppi efasemdir um að Náttúruverad- arráð starfi í anda náttúravernd- arlaga. Einnig má hvað þetta snertir bera brigður á hæfni ráðsins til að meta alvöru tiltekinna náttúm- vemdarsjónarmiða. Það hlýtur að te\jast alvörumál hvort stærsta votlendissvæði landsins fær að halda sérkennum sínum eða ekki. Það hlýtur að teljast alvörumál hvort íslendingar í nútíð og framtfð fái að eiga sér eitt stórt óaðgengi- legt svæði í gróinni óbyggð þar sem torieiði Ijær landinu einstakan blæ og eftirsóknarverð gæði. Það hlýt- ur einnig að tejjast alvörumál hvort mæla eigi öll gæði f rfki nátt- úmnnar með mælistiku peninga- legra hagsmuna og hvort óbætanlegum skaða megi ekki af- stýra með því að menn leggi a'sig nokkurt óhagræði þess vegna. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeirri hættu sem boðið er heim með þessari vegarlagningu. Hér eftir liggur beint við (og kann að vera á dagskrá) að leggja hliðar- brautir að mörgum vötnum á svæðinu og þar með að rfða net vega um viðkvæmt landið svo helgi þess verið endanlega úr sögunni. Eftir lagningu vegarins var f sfðustu göngum brotist á dráttarvél frá honum yfir viðkvæmt landið og að gangnakofa sem þama er ekki all- fjarri. Auk heldur hafa Qórhjól verið notuð út frá sama vegi þótt varlega væri reynt að fara. Þvf fleiri vegir sem um hálendið era lagðir, þeim mun snauðari verða öræfín af þeim stöðum sem flarlægð og torleiði gera sérstaka og eftir- sóknarverða. Vegalengdir verða minni og tíminn styttist. Ef þessi öfugþróun heldur áfram verður æ erfiðara að eiga þess kost að njóta þeirrar stórkostlegu tilfínningar sem fylgir því að eiga tfmann fyrir sér og fínna óbyggðimar í kring um sig stækka og öðlast nýja vídd, sem er þvf lfkast að uppgötva nýjan og óþekktan heim. Greinarhöfundur leggur til að náttúravemdarráð hlutist til um að vegi þeim, sem er aðaleftii þessarar blaðagreinar, verði lokað, og úr því sem komið er verði honum ekki haldið við og landinu verði leyft að jafna sig. Er þörf á að málefnum náttúruverndar sé bet- ur skipað en nú er? Greinarhöfundi er til efs að stað- ið sé jafn losaralega að náttúm- vemdarmálum af hálfu sambæri- legra stofnana í Evrópu og Bandaríkjunum og hér virðist vera raunin. Sú spuming getur fullkom- lega átt rétt á sér hvort Náttúm- vemdarráð sé vanmáttugt f skjóli gallaðra laga eða hvort kunningja- þjóðfélagið hafí áhrif á gerðir þess. A.m.k. virðist mega opna umræðu um það til hvere Náttúravemdarráð sé og hvort helsta hlutverk þess eigi ekki að vera málsvöm og slgól fyrir ómálga náttúm landsins. í mjög mörgum nágrannalöndum okkar em starfandi umhverfísmála- ráðuneyti. í íslenskri réttarakipan er staða náttúruvemdarmála veik, enda er slfkum málum dreift á fjöl- mörg ráðuneytanna. Staða náttúm- vemdar er lakari á íslandi en þyrfti að vera, vegna þess að lögum og reglum um hana er ekki framfylgt af þeirri djörfung sem vera þyrfti. Frá því að náttúravemdarlög vom fyrat sett árið 1956, er svo að sjá að refsiákvæðum hafi aldrei verið beitt. Eitt mál náði þó svo langt að boðin var dómssátt, en þegar henni var hafnað, var ekkert gert til þess að sækja málið frekar. Oftar en ekki virðist raunin vera sú að ráðist sé f framkvæmdir vfða um land án vitundar Náttúmvemd- arráðs, og þegar upp komist sé framkvæmd lokið og hún því ýmist látin átölulaus, eða að fram- kvæmdaaðilar fá að fara sfnu fram. í almennum hegningarlögum er fjallað um þau brot sem alvarlegust þylqa frá þjóðfélagslegu sjónar- miði. Þótt greinar almennu hegn- ingarlaganna skipti hundmðum, er þar hvergi að fínna refsiákvæði um brot gegn náttúravemd. Mjög ströng viðurlög liggja við brotum gegn eignarrétti. Mörg slík brot má bæta að fullu með mann- anna verkum. Um brot gegn náttúrunni gildir hins vegar sú sérstaða, að maðurinn hefur sjaldnast á valdi sínu að bæta spjöll, sem á henni era unnin. Tíminn einn er fær um að lækna slík sár, og nægja hundmðir ára oft ekki til. Staða náttúmvemdar í réttar- skipaninni er lítt skiljanleg f ljósi miirilvægis náttúmnnar fyrir tilvera mannsins. Náttúran er sjálft um- hverfi mannsins og því undiretaða tilvistar hans. Náttúra lands er þvf þjóðareign. Ber ekki að varðveita slíka eign framar öllu öðra? Er það svo að náttúmvemd sé ágæt svo lengi sem hún rekst ekki á aðra hagsmuni? Niðurlag Því hefur verið fleygt, að til standi að leggja veg upp úr Fljóts- dal og inn á Eyjabakkasvæðið norðan Vatnajökuls. Það svæði er síðasta stóra ósnortna gróðuravæð- ið á austurhelmingi landsins. Gangi þetta eftir verður komið á hring- vegi um svæðið, umferð stóreykst og friðhelgi þess minnkar að sama skapi. Áform munu einnig vera uppi um veg frá Blönduvirkjun, þvert yfír hálendið norðan Hofsjök- uls yfír á Sprengisand. Hvemig væri að byija á þvf að læra af mistökum og slysum í ná- grannalöndum okkar, sem leitt hafa til þess að náttúmvemd nýtur þar þeirrar virðingar löggjafans og þiess almenningsálits sem vera ber. Er ekki kaldhæðnislegt að þurfa e.t.v. að ganga í gegnum slflca reynslu að þarflausu til þess að mega sjá að sér? Ef löggjafínn ætlar ekki að missa sijóm þessara mála úr sínum höndum, er mjög aðkallandi að gera hálendið strax skipulagsskylt. Með því yrði lögð kjölfesta að allri máls- meðferð þaðan í frá. „í gráu malarryki við gnatan stáls og hjóla að kvikubúum lífs þíns hefur komið einhver styggð. Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum um lðndin þver og endilöng, um öræfí og byggð?" Höfundur er viðskiptafrseðingur og landakunnur (jósmyndari. Vantar teppi á stigaganginn ? yy Þegar velja skal teppi ú stigahús, er ekki nóg að teppið sé bara mjúkt og áferðarfallegt,það verður að vera hljóðeinangrandi og auðvelt í þrifum, - teppi sem er brunaþolið og teppi sem mun þola hinn ótrúlegasta yfirgang um ókomin ár. U yy Þessi teppi eru til og þú fcerð þau hjá okkur, sérhönnuð teppi á stigahús og skrifstofur.it . hjá okkur nágœðin í%egn " Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13 - Símar 83577 - 83430
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.