Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 35 Karpov endur- lieiinti forystuna Skék Margeir Pótursson Það stefnir allt í að fjórða heimsmeistaraeinvígi þeirra Kasparovs og- Karpovs verði það skemmtilegasta af þeim öllum, eftir að Karpov sigraði f fimmtu skákinni í gærkvöldi og náði forystunni í einvíginu á nýjan leik. Áskorandinn hefur nú hlotið þijá vinninga, en Ka- sparov, heimsmeistari, tvo. Að þessu sinni er teflt um hver haldi titilinum fram til 1990, og sigrar sá sem fyrr hlýtur 12’/2 vinning. Verði niðurstað- an 12-12 heldur Kasparov titlin- um. Af fimm fyrstu skákunum hafa þijár unnist og hafa meist- ararnir á köflum teflt miklu hvassar en í fyrri einvígjum sinum. Karpov tefldi í gærkvöldi hvassar gegn Griinfeldsvörn Ka- sparovs en hann hefur nokkru sinni áður gert í einvígjunum. Hann valdi hið svonefnda upp- skiptaafbrigði, sem gefur honum peðamiðborð, sem ýmist reynist styrkleiki eða veikleiki. Karpov kom síðan með nýjung í tólfta leik er hann nældi sér í peð. Peðsránið er þekkt í svipaðri stöðu og þykir nokkuð djarft. Staða áskorandans varð líka losaraleg, og um tíma virtist halla á hann. En Karpov tókst að halda stöð- unni saman, hann gaf peðið til baka í 26. leik og það létti honum vöm ina. Á því augnabliki tók Kasparov alveg skakkan pól í hæðina, hann ofmat sóknarmögu- leika sína og fór með þrjá menn inn í herbúðir andstæðings síns. Staða Karpovs var hins vegar miklu traustari en hún sýndist og eftir að hann náði að hrinda þess- ari fífldirfskulegu atlögu heims- meistarans vom úrslitin ráðin. Eftir slaka taflmennsku í flórðu skákinni á mánudaginn má Karpov nú aftur vel við una. Sjálf- straust Kasparovs hlýtur hins vegar að hafa beðið mikinn hnekki við það að sókndirfska hans varð honum að falli. Svo virðist sem Karpov sé miklu ömggari með sig núna en í einvíginu í fyrra og betur undir það búinn að mæta hvössum og frumlegum atlögum andstæðingsins. Sjötta skákin verður tefld á mánudaginn. Þá hefur Kasparov hvítt. 5. einvígisskákin: Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Anatoli Karpov GrUnfeldsvörn I. d4 - Rf6 2. c4 — g€ 3. Rc3 — d5 4. cxd5 Uppskiptaafbrigðið hefur lengst af verið vinsælasta vopn hvíts gegn Griinfeldsvöm, en Karpov hefur ekki beitt því áður gegn Kasparov. 4. — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 - Bg7 7. Bc4 - c5 8. Re2 - Rc6 9. Be3 - 0-0 10. 0-0 - Bg4 II. f3 — Ra5 12. Bxf7+ Þetta mun vera nýr leikur í stöðunni, miklu algengara er 12. Bd3, sem getur t.d. leitt til þekktr- ar skiptamunsfómar eftir 12. — cxd4 13. cxd4 — Be6 14. d5!? Peðsránið er hins vegar þekkt eftir 11. — cxd4 12. cxd4 Ra5. Það verður að segjast að það er býsna mikið sem hvítur leggur á stöðu sína til að vinna peðið. 12. - Hxf7 13. fxg4 - Hxfl+ 14. Kxfl - Dd6 15. e5 Hér virðist eðlilegra að leika 15. Kgl — De6 16. Rg3, því nú tekur svartur öll völd á hvítu reit- unum á miðborðinu. 15. - Dd5 16. Bf2 - Hf8 17. Kgl - Bh6 18. h4!? Þessi leikur veikir hvitu peða- stöðuna enn frekar, en Karpov hefur þegar verið farinn að ráð- gera að búa kóngi sínum vígi á h2 eða h3. 18. - Df7 19. Bg3 - Be3+ 20. Kh2 - Dc4 21. Hbl - b6 22. Hb2 - Dd5 23. Dd3 - Rc4 24. Hbl - b5! Kasparov leggur hér lúmska gildm fyrir andstæðing sinn. Karpov má ekki taka peðið og leika 25. Hxb5? vegna 25. — Rxe5! 26. Bxe5 — Hf2 og hvítur getur ekki varið g2 og verður mát. 25. Kh3 - a6 26. Rgl! Karpov teflir vömina af mikiili útsjónarsemi, hann gefur peðið til baka fyrir að koma þessum ridd- ara á góðan stað á f3. 26. - cxd4 27. Rf3 - Hd8 28. a4 — dxc3 29. Dxc3 Ég tel að hér verði þáttaskil í skákinni og Kasparov leiðist út í ranga áætlun. Kóngsstaða Karpovs er það traust að mögu- leikar svarts felast ekki í sókn gegn henni. Hins vegar em menn svarts vel staðsettir og hann er með frípeð á drottningarvæng, sem reyndar gæti einnig orðið skotspónn hvíts. Heimsmeistarinn hefði því átt að tefla rólega, t.d. kom vel til greina að leika 29. — Hd7 og svartur stendur a.m.k. ekki lakar að vígi. 30. Kh2! - bxa4?! 31. Hb4 - Rd2 Þótt þessi laglegi leikur stand- ist taktískt, er svarta sóknin aðeins stormur í vatnsglasi. 32. Hxa4! - Rfl+? Þessi og næsti leikur svarts em hrein fífldirfska. Hér mátti enn hætta við og leika 32. — Rxf3+ 33. gxf3 — Bd2 og jafntefli er líklegasta niðurstaðan. 33. Kh3 - Hdl 34. Dc2 - Hcl 35. De2 Svartur er lentur í ömurlegri aðstöðu og staða hans er töpuð. Ef einhver skyldi halda að hann sé í sókn er það misskilningur, menn hans em bundnir við að valda hveija aðra og hvíta kóngs- staðan er óvinnandi vígi. Síðasta sóknartilraunin gerir síðan illt verra: 35. - h5 36. Bel - Dd7 37. Dxa6 — Hal 38. Dxg6+ og svartur gafst upp. Árni Björns- son heiðraður ÁRNI Björnsson tónskáld verð- ur gerður að fjórða heiðurs- félaga Sambands íslenskra lúðrasveita í kaffisamsæti sem sambandið mun halda Árna í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi á morgun, sunnudag. í fréttatilkynningu frá Sam- bandi íslenskra lúðrasveita segir að meðal verka Árna séu mörg samin fyrir lúðrasveitir og að marsar Árna séu á heimsmæli- kvarða. Hugur hans hafí ávallt staðið nálægt lúðrasveitum og sé hann vel að viðurkenningunni kominn. Aðrir heiðursfélagar SÍL hafa verið þeir Karl O. Runólfs- son, Oddgeir Kristjánsson og Árni Björnsson tónskáld Hreiðar Ólafsson. Kaffísamsætið hefst í Gerðubergi klukkan 14. Ráðstefna um lífeyrismál rík- isstarfsmanna RÁÐSTEFNA um lífeyrismál ríkisstarfsmanna verður haldin í Borgartúni 6 í dag, laugardag, klukkan 9.30 til 12. Á ráðstefnunni flytja Birgir Bjöm Siguijónsson, Valgeir Gests- son og Þorsteinn Á. Jónsson stutt erindi um stöðu þessara mála og síðan verða almennar umræður. Ráðstefnan er öllum opin, en ríkis- starfsmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning) Frá einum bar veitingahússins eftir breytingamar. Veitingahúsið Glæsibæ: Sal breytt og nýr veitmgastjóri ráðinn VEITINGAHÚSIÐ í Glæsibæ hefur nýlega ráðið til sín veit- ingastjóra, Guðmund Símonar- son, sem starfaði í sumar sem yfirþjónn á Naustinu. Ennfrem- ur hefur stóra salnum í veit- ingahúsinu verið breytt, til dæmis eru nú í honum fjórir barir í stað fimm áður. Aðaláherelan verður á árshátí- ðir og aðra mannfagnaði en einnig verða almennir dansleikir. Þá er fyrirhugað að hafa lifandi tónlist þau kvöld sem veitingahúsið er opið og fá þekkta innlenda og erlenda söngvara og skemmti- krafta þegar líður á veturinn. Hljómsveit hússins er Hafrót og leikur hún aðallega lög frá sjötta og sjöunda áratugnum ásamt gömlu dönsunum eftir því sem við á hveiju sinni. Eigandi staðarins er sem áður Halldór Júlíusson. Kórtónleikar í Laugameskirkju KÓR Laugarneskirkju heldur tónleika í kirkjunni sunnudaginn 25. október þar sem flutt verða verk eftir Vivaldi og Buxtehude en á þessu ári eru liðin 350 ár frá fæðingu hins síðarnefnda. Auk kórsins taka þrir einsöngv- arar þátt i flutningnum og kammersveit. Stjómandi tónleikanna er Þröst- ur Eiríksson en verkin sem flutt verða eru kantatan „Jesús heill míns hjarta" eftir D. Buxtehude og Gloría eftir Vivaldi. Einsöngvarar eru Sigrún Gestsdóttir sópransöng- kona, Guðný Ámadóttir alt og Halldór Vilhelmsson bassi. Þýðingu á texta fyrmefndu kantötunnar önnuðust dr. Sigurbjöm Einareson og Heimir Pálsson. Á þessum tónleikum mun Ann Toril Lindstad leika einleik á orgel, prelúdiu í C-dúr eftir Buxtehude. Hjónin Þröstur og Ann Toril hafa um tveggja ára skeið skipt með sér starfí organista kirkjunnar en Þröstur hefur nú verið ráðinn org- anisti við Garðakirkju og mun Ann Toril því starfa ein sem organisti við Laugameskirkju. Tónleikamir í Laugameskirlg'u á sunnudag he§ast kl. 17.00 og em aðgöngumiðar seldir við inngang- inn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kór Laugameskirkju á æfingu í kirkjunni updir stjórn Þrastar Eirikssonar organista. Leiðréttíng Þau mistök urðu í Morgunblað- inu í gær, föstudag, að rangt nafn kom undir mynd af dr. Sveini Bergsveinssyni, sem fylgdi afmæliskveðju til hans. Áfmæliskveðjan var frá Þóri Einarssyni og kom nafn hans bæði undir myndina og kveðjuna. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. HAFÐUALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR OTÐK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.