Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 New York: Reuter Ber er hver að baki. AUs ótruflaður af gestínum á öxlinni myndar bandarískur ferðamaður minnismerki um Nelson flotaforingja á Trafalgar-torgi. Á torginu eru alia jafna þúsundir dúfna og befur hreinsunar- deild borgarinnar ærinn starfa af að hreinsa dritíð eftir þær. Nýverið voru hreinsuð 466 kg af dúfnadrits af minnismerkinu um flotaforingj- ann. prentað betur," sagði Burge. Búist hafði verið við að Japanar myndu bjóða í Biblíuna vegna þess að hún var á sýningu í Japan þrem- ur vikum fyrir uppboðið og vakti mikla athygli þar. Um þessar mundir eru fjórtán Gutenberg Biblíur í Vestur-Þýskalandi, ellefu í Bandaríkjunum, átta á Bret- landi, fjórar í Frakklandi, tvær á •Italaíu og tvær á Spáni. I ýmsum lðndum er að finna annað bindi Biblíunnar. Talið er að bæði bind- inn í góðu ástandi myndu seljast fyrir allt að 20 milljónir dollara (um átta milljarða ísl.kr.). Gutenberg Bibl- ía seld fyrir 215 milljónir króna Var keypt í gegnum síma New York, Reuter. EINTAK af afar fágætri fyrstu útgáfu af Gutenberg Biblíu var selt á uppboði hjá uppboðs- haldarunum Christíe’s fyrir 5,39 milljónir Bandaríkjadoll- ara (um 215,6 milljónir isl.kr.) á fimmtudag. Biblia Gutenbergs var í tveimur bindum og var hér aðeins um annað bindið að ræða. Biblía þessi er ein af 48, sem Jóhann Gutenberg prentaði í Ma- inz í Þýskalandi árið 1455. Japanska fyrirtækið Mazuren keypti Bibliuna gegn um síma. Þetta er fyrsta Gutenberg Biblían, sem seld hefur verið til Japan. Rúmlega helmingi hærra verð fékkst fyrir þessa Biblíu en þá síðustu, sem boðin var upp. Hún var seld fyrir 2,2 milljónir dollara (um 88 milljónir ísl.kr.). Talið er að svona hátt hafi verið boðið í Biblíuna vegna þess að ekki er búist við að önnur Gutenberg Bi- blía verði til sölu á næstunni. Christopher Burge, forseti Christie’s, stjómaði uppboðinu. Sagði hann að söluverðið hefðu ekki komið sér á óvart. „Þessa Biblíu má kalla bók bókanna. Gæði prentunarinnar eru hreint út sagt ótrúleg. Enginn hefur Ólögleg sala tæknibúnaðar til Sovétmanna: Norðmenn afhjúpa samtök v-evrópskra iðnfyrirtækja Osló, Waahington, Reuter. NORSKA lögreglan sagði í gær að grunur léki á að fyrirtæki i fjórum ríkjum i Vestur-Evrópu hefðu brotið reglur Atlantshafs- bandalagsins nm útflutoing hátæknibúnaðar til Sovétríkj- anna og Kína. Tore Johnsen lögreglustjóri hefur stjómað rannsókn á ólöglegum út- fiutningi Kongsberg-vopnaverk- smiðjanna á tölvubúnaði til Sovétríkjanna. Hann sagði á blaða- mannafundi í gær að tölvubúnaðúr- inn hefði verið notaður til að stjóma hátæknibúnaði frá fyrirtækjum í Frakklandi og Vestur-Þýskalandi og á Ítalíu og Bretlandi. Norðmenn hófu rannsókn á sölu Kongsberg eftir að Bandarflqamenn báru fyrir- tækið og útibú japanska fyrirtækis- ins Toshiba þeim sökum að hafa selt tölvubúnað til skipasmíðastöðv- ar í Leníngrad og gert Sovétmönn- um kleift að smiða skrúfur í kafbáta, sem gætu knúið þá nánast hljólaust áfram. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar f gær og sagði í skýrslu, sem er 31 síðu löng, að Kongsberg hefði á árunum 1974 til 1986 selt Sovétmönnum 78 tölvustjómkerfí og Kínveijum eitt slíkt kerfí í trássi við reglur Sam- Harðjaxlinn Lino Ventura látinn Lino Ventura, einn dáðasti leikari Frakka, lést á fimmtudag af hjartaslagi. Ásamt Ventura á myndinni er Isaac Hayes, sem lék með honum i kvikmyndinni Three Tough Guys (Þrír foringjar) árið 1974. Paris, Reuter. FREANSKI kvimyndaleikarinn Lino Ventura lést á fímmtu- dagskvöld, einum sólarhring eftir að hann fékk þjartaáfaU. Ventura, sem var ein þekktasta kvikmyndastjama Frakka, var 58 ára gamall. Ventura lék í um sjötíu kvik- myndum og spannar starfsferill hans rúmlega þijátfu ár. Lék hann yfirleitt njósnara, leynilögreglu menn og glæpamenn. í skoðana- könnun, sem birtist fyrr á þessu ári, kom í ljós að Ventura var vinsælasti leikari Frakka og skaut hann leikurum á borð við Alain Delon, Jean-Paul Belmondo og Yves Montand ref fyrir rass. Vent- ura lék ætfð stffa og þrautseiga harðjaxla og kom meðal annars fram með Simone Signoret og Jean Gabin. Hann var þegar orð- inn þekktur í kvikmyndaheimin- um þegar franska kvikmyndagerð bar sem hæst á sjötta og sjöunda árátugnUm. Myndir hans Touchez pas au grisbi (Snertið ekki ránsfenginn) frá árinu 1953 og Maigret tend un piege (Maigret leggur gildru) frá árinu 1957 þar sem lýst er lífinu í París átti stóran þátt í því að ímynd franskrar rómantíkur breiddist um heim ailan. Franskir kvimyndaleikarar heiðruðu í gær minningu Ventura og helstu stjómmálamenn Frakk- lands minntust einnig leikarans, sem var annálaður fyrir stirt geð og óbeit á málalengingum. Franskir fjölmiðlar gáfu Vent- ura viðumefnið „Þögli maðurinn". Reuters-fréttastofan tók í fyrra viðtal við Ventura: „Ég hef ekk- ert við þig að segja," vom fyrstu orð leikarans við blaðamann fréttastofunnar. Franski kvikmyndaleikstjórinn Yves Boisset sagði um Ventura að hann hefði verið Henry Fonda Frakka. Francois Mitterrand for- seti sagði að Frakkar hefðu misst „með stórt hjarta". Að sögn vina gaf Ventura tekj- ur af mörgum síðustu mynda sinna til byggingar heimila fyrir fatlaða í Frakklandi. Ventura fæddist f Parma á ít- alíu og var hét Lino Borrini. Hann fluttist til Frakklands með fjöl- skyldu sinni átata ára gamall. Hann fékk fyrst vinnu sem atvinn- ugHmukappi, en frægðin var skammt undan. Hann var valinn til að leika f myndinni Snertið ekki ránsfenginn, sem Frakkar og ítalar framleiddu f sameiningu, vegna þess að hann var flugmælt- ur bæði á ítölsku og frönsku. Ventura lék í sextán myndum á ámnum 1957 til 1959. Á sjötta áratugnum lék Ventura allajafna þungbúna leynilögreglu menn, sem þræddu götur rauða hverfis- ins Pigalle í París. Með aldrinum reyndi Ventura. að söðla um og hætta að leika lögguna, sem gerði hreint á götum Parísar og lék hann þá í nokkmm myndum á ensku, m.a. myndinni The Medusa Touch (Medúsu-snertingin) ásamt Richard Burton. Hann kom einig fram í spönskum, ítölskum og vestur-þýskum kvikmyndum. ræmingamefndarinnar um stjóm á útflutningi (COCOM). COCOM var sett á fót eftir síðari heimsstyijöld- inna til þess að stjóma sölu hátæknibúnaðar til framleiðslu vopna til kommúnistaríkja. ÖIl Atl- antshafsbandalagsríki og Japanar hafa samþykkt að fara eftir reglum COCOM. í skýrslunni segir að um hafi verið að ræða hugbúnað til þess að stjóma fræsunarvélum til þess að sníða málm. Sovétmenn hefðu keypt þessar fræsunarvélar hjá breska fyrirtækinu KTM, Ratier- Forrest í Frakklandi, fyrirtækjun- um Schiess, Dörries og Donauw- erke í Vestur-Þýskalandi og Innocenti Santeuspaccio á Ítalíu. Að sögn norsku lögreglunnar braut sala þessa tælcjabúnaðar f bága við reglur COCOM vegna þess hversu flókin og umfangsmikill hann er. Lögreglan komst að þeirri niður- stöðu að hugbúnaðurinn frá Kongsberg hefði ekki gert Sovét- mönnum kleift að smfða skrúfur í hljóðlátari kafbáta. Aftur á móti hefði sala málmfræsunarvéla frá Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi auk búnaðarins frá Kongsberg leitt til þess að mögu- leikar Sovétmanna á því að fram- leiða slíka kafbáta hefðu aukist. Starfsmenn norska sendiráðsins í Washington hafa greint utanríkis- málanefnd Bandaríkjaþings frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Sögðu aðstoðarmenn bandarískra þingmanna að Jesse Helms öld- ungadeildarþingmaður hefði fjáð Emmanuel de Margerie, sendiherra Frakka, að sala Ratier-Forrest hefði myndað skarð f vamir vestrænna ríkja. Helms ætlar einnig að láta óánægju í ljósi við Breta, ítala og Vestur-Þjóðveija. Bandaríkjaþing hefur hótað að banna innflutning á vörum frá Kongsberg og Toshiba f til Banda- rfkjanna. Hermt er að nú sé einnig íhugað að bannið nái til þeirra fyrir- tækja í Vestur-Evfopu, sem nefiid eru f skýrslu norsku lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.