Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
-t-
_____________________________IfeDanaGsft ŒcáO
U msjónarmaður Gísli Jónsson 410. þáttur
Magnús Helgason í Reykja-
vík skrifar mér eftirfarandi bréf
sem ég þakka kærlega og dáist
að þeirri elju sem það gefur til
kynna:
„Kæri Gísli!
I 403. og 406. þætti er rætt
um spakmælið „Garður er
granna sættir". Ég minnist
þess, að einu sinni var ég stadd-
ur þar sem Gunnar Thoroddsen
handlék Jónsbók, hina fomu
lögbók okkar, sem hefur að
geyma lögin, sem samþykkt
voru á Alþingi árið 1281. Þá
nefndi Gunnar einmitt þennan
málshátt sem dæmi um speki
fommanna. Skýring Gunnars
var sú sama og Sigursteins
Hersveinssonar.
Ég nota tækifærið til að færa
þér þakkir fyrir þessa 406 þætti
um íslenzkt mál, sem ég hef
lesið alla mér til mikillar
ánægju.
Bestu kveðjur."
★
Kristján frá Snorrastöðum
sendir okkur kveðju sína og þar
með ýmsar athugasemdir. Hon-
um þótti fordæminu vera gert
hærra undir höfði en eftirdæm-
inu í þeim fátæklegu upplýsing-
um sem ég hafði um þau orð
fram að færa. Er hann ósáttur
við það, en ég get enn ekkert
um bætt í þessu efni.
Hann var mjög hrifinn af
bréfí hins áhugasama mennta-
skólanema (sjá 407. þátt).
„Hann er ekki á neinu eyði-
hjami í málfarinu," segir
Kristján, og ég tek undir það.
Síðan leggur Kristján orð í belg,
eftir áskomn minni til lesenda,
um þau vafaatriði sem um var
fjallað í nefndum þætti og þeim
næsta:
1) Kristján heldur að sagt
hafi verið á víxl öðru hverju
og öðru hvoru = „ekki stöðugt
né reglulega, en getur verið
margoft". Síðan minnist hann
þess að ekki væri síður sagt
annað veifið í sömu merkingu.
Og þá dettur umsjónarmanni í
hug blendingurinn hvoru veifi
hjá Stefáni G. í snilldarverki
hans um Grim loðinkinna frá
1909:
Grímur hafði ei heimalistir
Hrafnistu með sér til grafar,
þær eru erfð, sem ættarkvistir
yngri fá til vöggugjafar.
Þær hafa haldist hvoru veifi
hjá oss, Norðmenn, þaðan stafar
heiður Nansen, heppni Leifi.
2) Kristján telur ekki koma
til mála að segja annað en
stöku í sambandinu: Einstöku
sinnum fer hún til Reykjavíkur,
ekki „einstaka" sinnum.
3) Hann heldur að það hafi
verið mjög almennt vestanlands
að segja athyglisvert, leik-
fimishús og ,jafnvel leikfimis-
salur, þó essin riðlist ónotalega
hvort á öðru“.
4) Kristján vandist því að
segja mikið meira, en ekki
miklu meira, „nema um glögg-
an samanburð væri að ræða,
til dæmis: það er miklu meiri
sandbleyta í fremri álnum".
5) Hann hefur heyrt nefndan
vinstra fót, en lærði aldrei að
segja það. „Ég lyfti vinstri eða
hægri fæti.“
6—7) Hann vill ekkert segja
um beygingu nafnsins íris, en
er sammála menntaskólanema
varðandi þriggja stjarna í stað
„þriggja stjömu“, hvort sem um
er að ræða hótel eða koníak.
8) Kristjáni fínnst sögnin að
þykja fremur vera ópersónuleg
heldur en hitt.
Síðan víkur Kristján að öðru
efni og segin
„Já, Halldóri á Kirkjubóli fell-
ur ekki þetta un og unar sem
alstaðar er verið að hnýta aftan
við. Ég var einhvem tíma að
jagast í þessu við einhvem
málvöndunarmann og giskaði á
að svo myndi fara, að Snorri
Sturluson hefði ekki verið í
fóstri' í Odda, heldur fóstrun.
Ég get ekki stillt mig um að
minnast á nokkrar illvígar villur
enn nú enn, sem þið málvöndun-
armenn hafið leiðrétt, en ekki
nógu markvisst, finnst mér.
Þetta em ekki villur sem hijóta
af vörum eða úr penna einhvers
málklaufa, heldur seilast þær
til ríkja í málfarinu og ná völd-
um, ef ekki er snúist harðara
við en gert hefur verið. Ég hef
áður talið þær upp í bréfí til
þín og geri það enn. Þær em:
1) af í stað að. Það er mikið
gert af hinu og þessu.
2) Það á eftir í stað er eftir.
Það á eftir að byggja ofan á
þetta hús.
3) Eitthvað í stað eitthvert.
Ég hitti oft eitthvað fólk sem
er svolítið skrítið.
4) Ofaní í stað niðri i (raun-
ar oni í stað niðrí). Tappinn
er oni flöskunni.
Fimmta atriðið minntist ég á
í bréfí til þín, sem sé: Ég ætla
að vita hvort þetta sé rétt. En
í sambandi við það birtir þú
nokkrar leynigryQur sem hægt
væri að falla í og hef ég eflaust
steypst í einhveija þeirra, þegar
ég ætlaði að útskýra betur...“
Ég birti ekki meira úr þessu
mikla bréfí Kristjáns frá
Snorrastöðum. Eins og hann
segir hefur um þetta verið fyall-
að áður hér í þáttunum og læt
ég í bili nægja að vísa til þess.
Hvenær gagnrýni málvöndun-
armanna er nógu markviss, veit
ég ekki. Ætli það sé ekki löng-
um álitamál. En ég ítreka
þakkir til Kristjáns fyrir góðan
vilja og metnað vegna móður-
máls síns.
★
Ástæðulaust þótti mér af
fréttamanni sjónvarps að ætla
að leiðbeina sveitakonu um
samsetningar af orðinu kýr.
Enda þótt þær séu fleiri dregn-
ar af eignarfallinu, svo sem
kýrverð og kýrhali, þá eru
hinar góðar og gildar sem af
stofninum eru gerðar, svo sem
kúgildi, kúgras, kúgæfur,
kúreki, kúgresi og bæjamöfn-
in Kúgil og Kúskerpi.
P.s. Vek athygli á tveimur
góðum og nauðsynlegum leið-
réttingum hér á 2. síðu
Moggans sl. sunnudag.
Sjálfur þarf ég líka að leið-
rétta. í síðasta þætti var engin
Brotefa talin 1703 en þær voru
11, allar norðan og austan.
Hakkað kjöt með púrru.
PÚRRUR
Helmlllshorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Þær eru góðar púrrumar sem
nú fást í verslunum. Það er því
ekki úr vegi að huga eilítið að því
hvemig hægt er að neyta þeirra.
Púrrur eru góðar í grænmetis-
salöt, soðnar með öðru grænmeti,
í súpur o.fl. En þær geta líka
verið uppistaðan í málsverði
ásamt því að sóma sér vel með
fiski og kjöti. Hér fylgja með
nokkrar uppástungur.
Hakkað kjöt meö púrru
4—6 púrrur
1 msk. smjörlíki
1 meðalstór laukur
2 gulrætur
400 g hakkað kjöt (nauta- eða
kindahakk)
1 lítil dós niðursoðnir tómatar
salt og pipar
1 tsk. oregano
2 msk. biytjuð steinselja
rifínn ostur
Púrrumar hreinsaðar og skom-
ar í tvennt eftir endilöngu ef þær
eru þykkar, síðan snöggsoðnar í
nokkrar mínútur þar til þær em
hálfmeyrar.
Kjötið brúnað á pönnu, tekið
sundur með gaffli svo það sé
laust, rifin gulrót og smátt saxað-
ur laukur settur út í. Kjötið er
síðan sett í ofnfast fat, kryddað
að smekk. Tómötum og legi hellt
yfir og fatið sett í ofninn. Eftir
AÐ DRÍFA
LAUKA
Margir hafa gaman af því að
láta Iaukana sína blómstra innan-
húss þegar líður á veturinn. Þetta
er tiltölulega auðvelt að gera, sé
gætt að nokkmm undirstöðuatrið-
um og laukunum séð fyrir aðstæð-
um sem henta. Laukjurtimar þurfa
neftiilega nokkurra vikna kulda-
tfmábil eftir að búið er að planta
þeim þar til þeir em tilbúnir að
skila úr sér blómunum. Þeir eiga
hægast með að rækta laukana á
þennan hátt, sem hafa yfír að ráða
óupphituðu rými svo sem kartöflu-
geymslu, kjallara, háalofti, hey-
hlöðu eða slíkum útihúsum. Aðrar
góðar geymslur em kæliklefar og
kaldir gróðurskálar. Áður fyrr var
algengt að gera svokallaðar „lauka-
gryfiur" á þurmm stað úti í garðin-
um. Laukagryfjumar vom hafðar
um 40—50 sm djúpar, 80—100 sm
breiðar og eins langar og þurfa
þótti til að koma öllum laukaílátun-
um fyrir. í botni gryfjunnar var
haft 5—10 sm þykkt lag af grófum
sandi til að hindra að vatn safnað-
ist fyrir þar. Ofan á sandinn var
svo pottunum raðað þétt saman og
þeir huldir með 10—15 sm lagi af
vikursandi. í staðinn fyrir vikur
má nota mómylsnu eða sag og hef-
ilkurl frá trésmíðaverkstæðum.
Meginmálið er að þetta þekjulag
sé létt og laust í sér og frjósi ekki
saman í hellu. Þá er hægt að nálg-
ast laukaílátin með minni fyrirhöfn.
— Þegar búið var að hylja pottana
með þelgulaginu var gryfiunni lok-
að með timburhlera sem á var lagt
grastorf — rótin var látin snúa upp
en háin að hleranum. Ég hef sjálftir
reynt þessa aðferð með nokkrum
tilbrigðum. Vikursandurinn hefur
reynst mér best, líklega vegna þess
að hann ver laukana gegn músa-
gangi sem annars var til vandræða.
Mýsnar grafa ekki svo glatt í þurr-
an vikur. — Sé músagangur mikill
eða hætta á honum, má fæla mýsn-
ar frá með því að brytja keisara-
krónulauka í nokkur stykki og
BLÓM
VIKUNNAR
73
FYRRI GREIN Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir
leggja ofan á og milli pottanna með
driflaukunum. Mýsnar þola illa lykt-
ina af laukum keisarakrónunnar!
í staðinn fyrir timburhlerann hef
ég notað tveggja tommu þykkt ein-
angrunarfrauðplast yfír gryfluna
4