Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUB 24. OKTÓBER 1987 Bjarni Pálsson frá Hlíð-Minning Fæddur 30. maf 1912 Dáinn 18. október 1987 Það var aðfaranótt sunnudags- ins 18. október sl. að Bjarni Pálsson frá Hlíð í Gnúpverja- hreppi, fyrrum skólastjóri Iðnskól- ans á Selfossi og byggingarfulltrúi þar lést eftir að hafa átt við að stríða vanheilsu í nokkur ár. Bjarni varð 75 ára 30. maí sl., og þó hann hefði þá verulega skerta heilsu vonuðum við að hann ætti framundan góða elli, þar sem hann hafði ennþá að mestu óskerta sál- arkrafta, þó að likaminn væri ekki lengur til neinna átaka. En þetta mátti ekki verða. Fyrir mánuði síðan veiktist hann skyndilega og var þá fluttur á sjúkrahús. En batinn lét standa á sér, og þegar ég kom að sjúkrabeði hans sl. laug- ardag var mér ljóst að nú var komið að kveðjustund. Hann kvartaði ekki og ég sá að hann var tilbúinn að mæta þvf æðrulaust sem að höndum bærí. Hann lauk sínu lífi eins og honum var svo eiginlegt alla ævi að krefjast einskis sér til handa og skeyta lítt um hvað í hans hlut. kæmi. Þrátt fyrir þetta var Bjarna úthlutað svo miklum auði mikilla hæfileika og skap- festu, og vakti aðdáun samferða- manna, og honum hlotnaðist að ljúka giftusömu og árangursríku lífsstarfi og njóta hamingju í ein- kalífi með góðri konu og bórnum og hann kunni einnig að gleðjast með stórum hópi góðra vina og vandamanna. Við Bjarni vorum nágrannar allt frá barnæsku og höfum fetað nokkuð sömu slóðina og oft fylgst að, þó að hann væri nokkrum árum eldri en ég og við ynnum að veru- legu leyti að ólíkum verkefnum í lífinu. Nú þegar Bjarni er kallaður burt héðan og þessari löngu sam- fylgd er lokið að sinni leita margar minningar á hugann af kærum samfundum fyrr og síðar allt frá æskuárum okkar. Bjarni var fæddur í Hlíð í Gnúp- verjahreppi 30. maí 1912, sonur hjónanna Páls Lýðssonar hrepp- stjóra og bónda þar og konu hans Ragnhildar Einarsdóttur frá Hæli, föðursystur minnar. Það er stutt bæjarleið á milli Hæls og Hlíðar eða það fannst mér á æskuárunum, enda mikil tengsl vináttu og frænd- semi milli bæjanna. Ég var ekki gamall þegar mér varð ljóst að það var ekki neitt venjulegt heimili í Hlið. Húsbóndinn, Páll, var gædd- ur mjög miklum sálargáfum. Hann var einstakur stærðfræðingur, fróðleiksfús og sjálfmenntaður og hafði góða frásagnarhæfileika og rika kfmnigáfu og síðast en ekki síst óvenjulegt jafnaðargeð og leið öllum vel í návist hans. Ragnhildur t HULDA TRYGGVADÓTTIR, Aragötu 10, Roykjavík, andaðist 22. október. Höröur Þorioifsson, Tryggvl Gunnarsson, Hjalti HarAarson, Skúli G. Tryggvason, Egill Harðarson, Karftas Jensdóttir, Kjartan Harðarson, Svanhvft Guðmundsdóttir, Hulda Kjartansdóttir, Axel V. Egilsson, Hörður Ingi Kjartansson, Pótur Már Egllsson. t Eiginmaður minn og faöir okkar, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON bifvólavirki, Tunguvegi 6, Hafnarf irði, * andaöist á St. Jósefsspítala 22. þ.m. Stefanfa i. Guðmundsdóttir og börn. t Móöir okkar, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÖTTIR, Laufásvegi 60, lést á heimili sínu laugardaginn 10. október. Útför hefur farið fram. - Birgltta Þórey Pótursdóttir, Róbert Kristinn Péturason. t Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, BARÐIGUÐMUNDSSON, lést af slysförum aðfaranótt 23. október í Uddevalla-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Elín Guðjónsdottir og bðrn. t Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við andlót og útför elskulegr- ar eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sórstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Droplaugarstaða. Pétur G. Jónasson, Guðríður J. Pótursdóttir, Matthfes Guðmundur Pétursson, Halldóra Gyða Matthfasdottir, Jóhannos Friðrik Matthfasson. var einnig ákaflega vel gefm kona, einstaklega umhyggjusöm, góð- gjörn og mild og skapaði á heimili þeirra þetta einstaklega hlýja og góðviljaða andrúmsloft, sem setti svip sinn á allt heimilið og þá sér- staklega á böm þeirra hjóna, fjóra syni og tvær dætur. Þau eignuðust öll góð heimili, sem hafa borið sterkt svipmót af hinu merka bernskuheimili þeirra i Hlfð, eins og það var á fyrstu fjórum áratug- um þessarar aldar, þegar þau systkinin voru að alast þar upp. Elstur þeirra var Einar Pálsson útibússtjóri Landsbankans á Sel- fossi, kvæntur Laufeyju Lilliendahl og áttu þau þrjú börn, en eru nú bæði látin fyrir fáum árum. Næ- stelst var Aldís, húsfreyja í Litlu- Sandvík, gift Lýð Guðmundssyni bónda og hrepþstjóra þar og eiga þau fjögur börn, þá er næstur Lýður bóndi og fyrrverandi hrepp- stjóri í Hlíð, kvæntur Guðbjörgu Steinsdóttur, en þau hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur árið 1971. Þau eiga einn son. Fjórði i röðinni er svo Steinar Pálsson, bóndi og hreppstjóri í Hlíð, kvæntur Katrínu Arnadóttur og eiga þau þrjú börn. Bjarni var svo næstyngstur, en Ragnheiður skrifstofustúlka og húsmóðir á Selfossi, gift Valdimar Pálssyni, fyrrverandi gjaldkera Kaupfélags Árnesinga, er yngst systkinanna og eiga þau hjónin einn son. Öll Hlíðarsystkinin höfðu mjög góðar námsgáfur, en ekki var á þeim árum auðvelt fyrir sveitabörn að fara til langskólanáms. Bjarni fékk þó lítt undirbúinn að taka próf upp í þriðja bekk Menntaskól- ans á Akureyri haustið 1930 asamt Steinari bróður sfnum og tóku þeir gagnfræðapróf þar vorið 1931 og var þetta hin mesta frægðarför, því að þeir voru báðir afburða námsmenn og sérstaklega miklir og öruggir reikningsmenn og Bjarni reyndist auk þess hafa ein- staka hæfueika f teikningu og þá sérstaklega rúmteikningu. Lengra var þó ekki haldið á námsbrautinni f bili, en sfðar fékk Bjarni að læra húsasmíði og fara f Iðnskólann f Reykjavík og þaðan útskrifaðist hann árið 1936 með mjög lofsam- legum vitnisburði. Síðar höguðu atvikin því svo að við Bjarni leigð- um okkur saman stórt og gott herbergi f Gottergade 156 f Kaup- mannahöfn haustið 1938. Ég var þá að hefja nám við Landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn en Bjarni við Byggmesterskólann f Kaupmannahöfn. Námsdvöld Bjarna varð þarna skemmri en áætlað var, en hann veiktist f aprfl- mánuði og varð að hætta námi, en hann hafði þá þegar sýnt frá- bæra námshæfileika f skólanum svo enginn gat keppt þar við hann um efsta sætið. Bjarni fór síðan heim til íslands snemma vors 1939, en batinn lét standa á sér og varð hann að liggja rúmfastur í meira en ár á Landa- kotsspftalanum áður en hann hafði sigrast á brjósthimnubólgu og berklavotti, sem hann hafði sýkst af veturinn góða f Kaupmanna- höfn. Bjarni var þó svo lánsamur þegar endurbatinn leyfði það, að kynnast stúlku sem var sjúklingur þarna og var Ifkt á komið með og Bjarna, en fékk þarna einnig fullan bata. Þetta var Margrét Helgadótt- ir frá Gautsdal f A-Barðastrandar- sýslu og gengu þau f hjónaband 15. október 1942 og settust að á Selfossi. Bjarni bjó yfir miklum hæfileikum og þekkingu á mörgum sviðum, og þó einkum í húsasmfði og arkitektúr, og svo var hann svo einstakur kennari, að hann gat fengið alla nemendur sfna til að skilja námsefnið og látið þá tileinka sér það sem hann kenndi. Hann var þvf fenginn til að stofna iðnskóla á Eyrarbakka árið 1941, en varð svo skólastjóri Iðn- skólans á Selfossi árið 1943 og gegndi hann því starfi óslitið til ársins 1976. Þetta varð hinn merk- asti skóli undir stjórn Bjarna Pálssonar og luku þar iðnnámi fjöldi manna, sem sfðar hafa reynst afburðagóðir fagmenn hver á sfnu sviði, og hafa f störfum sfnum ávaxtað vel hina góðu fræðslu, sem Bjarni veitti þeim með sfnum miklu gáfum og þekkingu. Það hefði mörgum reynst ærið verkefni að gegna skólastjóraemb- ætti Iðnskólans á Selfossi sem varð mjög fljótt fjölsóttur, og auk þess kenndi Bjarni þarna miklu meira en skyldan bauð honum. En þetta nægði honum ekki, þvi að vinnusemi hans leyfði honum ekki miklar frístundir. Hann vann því allmörg fyrstu árin sem bankarit- ari við Landsbankann á Selfossi, en þau ár var Iðnskólinn kvöld- skóli. Jafnframt þessu gegndi Bjarni starfi byggingarfulltrúa Selfoss frá 1943 til 1982 og var það eins að Bjami stundaði það mikið starf og stórgagnlegt, því að hann var óþreytandi við að segja til og hjálpa mönnum sem voru þá að byggja yfir sig og margir af takmarkaðri kunnáttu og reynslu. Jafnhliða þessu teiknaði Bjarni fjölda íbúðarhúsa, sennilega samanlagt á annað hundrað, og eru flest þeirra hér á Selfossi, en þau eru einnig dreifð um nærliggj- andi sveitir og kauptún og einkenn- ast af því hve þau eru notadrjúg og hagkvæm að allri gerð. Af öðr- um byggingum sem Bjarni teiknaði má nefna Selfosskirkju og Laugar- dælakirkju, og er þeim sameigin- legt hve stílhreinar þær eru, enda var Bjarni mjög listrænn og teikn- ari af guðs náð. Fyrir utan þessi veigamiklu embættisstörf og hönnun mann- virkja stundaði Bjarni ýmis tímaf- rek félagsmálastörf svo sem skattanefndarstörf og störf við tónlistarfélag Árnessýslu o.m.fl., en þetta nægir til að benda á hve mikils virði störf Bjarna voru þessu bæjarfélagi og héraði og hve marg- ir hér eiga honum mikið að þakka. Þegar ég kom heim til íslands að strfðinu loknu og hugðist setj- ast að á Selfossi haustið 1945 þá bauð Bjarni mér að búa hjá sér gegn mjög vægu gjaldi f húsi sem hann átti þá f smíðum á Reynivöll- um 4 hér á Selfossi. Þetta kom sér mjög vel fyrir mig og mfna konu, sem var dönsk og þvf öllum ókunn- ug og átti i upphafi við erfiðleika að stríða meðan hún var að læra íslenskuna. En allir erfiðleikar urðu léttbærir, þar sem þau bæði, Bjarni og Margrét, sýndu henni og okkur þá vinsemd, hjálpsemi og hlýhug að þessi tfmi sem við bjuggum á Reynivöllum 4 er í end- urminningunni eins og sólskins- blettur í landslagi. Á þessum árum skapaðist náin vinátta sem haldist hefur á milli okkar hjónanna og barna okkar, þó að nú sé langt um liðið, en lengst af höfum við búið svo nærri hvort öðru að við hðfum átt daglegan samgang, og meðan börnin voru að alast upp voru þau leikfélagar og litu á það sem sjálf- sagðan hlut að ganga um á hinu heimilinu eins og þeirra eigin heim- ili. Ég man t.d. eftir því að mér brá einu sinni við, þegar ég upp- götvaði að yngsta barnið mitt var búið að slá eign sinni á eina skúff- una í eldhúsinnréttingu Margrétar Helgadóttur og gekk þangað beint inn þegar hann vantaði eitthvert leikdót eða rúsínur, sem stundum lentu í þessari skúffu eins og af tilviljun. Já, Margrét reyndist búa yfir ótrúlega mörgum svipuðum eiginleikum og ég þekkti frá bernskuheimili Bjarna f Hlfð og þau byggðu upp heimUið sitt á Reyni- völlum 4 sem einstakt rausnar- og menningarheimili, þar sem margir sóttust eftir að koma og njóta hins hlýja heimilisfriðar, sem þar ríkti og góðgirni í hvers manns garð, sem þangað kom. En eins og áður er getið þá áttu margir erindi við hann Bjarna og hann gat engum neitað um aðstoð, og Margrét studdi hann á allan hátt og kom oft með hressandi kaffi, þegar ver- ið var að liðsinna námsmanni eða finna hvernig hægt væri að byggja íbúðarhús, sem bæði væri hentugt og ódýrt. Eins og áður er getið þá var Bjarni hamingjumaður f sfnu einkalífi. Hann eignaðist þá konu sem hann unni frá því er þau hitt- ust fyrst á Landakotsspftalanum eftir erfið veikindi og þau launuðu endurbatann með fallegu hjóna- bandi, þar sem bæði voru ætíð tilbúin að gefa allt og afsala sér öllu í hvors annars garð. Þau eign- uðust fjögur mannvænleg og góð börn, sem öll hafa fengið gott upp- eldi og veganesi, sem sett hefur traustvekjandi svipmót á þau. Elst er Ragnhildur kennari gift Helga Hólm kennara í Reykjavík og á hún þrjú börn. Næstur er Helgi, verkfræðingur hjá Lands- virkjun, og á hann tvð börn. Þá er næst Ingibjörg, bankastarfs- maður, gift Sigurjóni Jakobssyni skrifstofumanni, og á hún þrjú böm. Yngstur er svo Páll tækni- fræðingur. Hann býr ennþá á heimili foreldra sinna og hefur reynst mikil stoð móður sinnar síðustu vikur og mánuði. Bjarni átti mörg hugðarefni sem honum tókst að rækja þrátt fyrir langan vinnudag og margháttuð ábyrgðarstörf. Þannig hafði hann mikið yndi af tónlist og hafði á yngri árum gaman af að setjast við píanóið og spila eitt eða fleiri Mozart-lög, en hann mun hafa verið uppáhalds tónskáldið hans. Sfðar á ævinni naut hann þess að hlýða á góðar hljómplötur og einn- ig fara á konserta ef tækifæri gafst. Þá var Bjarni mjög bókelsk- ur og las alltaf mikið, enda óvenju- lega fróðleiksfús og vandaði mjög málfar sitt f ræðu og riti. Ég veit að hér eru margir sem hugsa nú til Bjarna Pálssonar með þakklæti fyrir lff hans og störf. Ég og mfn fjölskylda eru meðal þeirra og ég vil með þakka honum og heimilinu á Reynivöllum 4 fyrir allt það góða sem þau hafa veitt mér og mfnum f þau rumlega 40 ár sem við höfum verið nágrannar hér á Selfossi. Jafnframt veit ég að allir sem hann þekktu munu sakna þess góða drengs sem aldrei krafðist neins fyrir sig og ekkert aumt mátti sjá. Mestur verður þó söknuðurinn hjá Margréti og börn- unum og öldruðum systkinum hans. En það er huggun harmi gegn, að Bjarna auðnaðist að vinna óvenjulega farsælt ævistarf, og hefur alla ævi haft mannbætandi áhrif á það samfélag sem hann lifði og starfaði f. Blessuð veri minning hans. Hjalti Gestsson Bjarni Pálsson, móðurbróðir minn, er látinn og verður f dag borinn til grafar frá kirkjunni sinni, Selfosskirkju. Við slík tfmamót streyma fram hlýjar minningar og verða þó fæstar færðar hér á blað þar sem aðrir skrifa ítarlegar og betur um Bjarna frænda Mfn fyrsta minning er þó bundin sérstöku atviki. Hann kom í heim- sókn í lok nær tveggja ára spftaladvalar sinnar. Móðir mfn tók á móti honum, studdi hann upp stigann og bað hann að leggja sig á dfvan f svefnherberginu. En að- gerðarlaus gat hann ekki legið og nú bauð hann mér að spila við sig gömlu jómfrú. öðru eins fjöri f þvf spili var ég ekki vanur og hraðinn hans Bjarna og hláturinn var smit- andi. Húsið ómaði brátt af hlátra- sköllum. Þjáningin virtist Bjarna gleymd. Það var og svo að um þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.