Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 4- Ferðamál — vegamál eftirJónB. Þorbjörnsson íslendingar búa núna við það ástand að flölgun erlendra ferða- manna hefur orðið mun meiri undanfarin ár en gert var ráð fyrir í áætlun frá árinu 1980. í stað 6% fjölgunar erlendra ferðamanna milli ára hefur hún orðið um 20% frá ári til árs síðustu flögur árin. Þetta þýðir m.ö.o. að í stað þess að um það bil 100 þúsund erlendir ferða- menn sæki Island heim árið 1987 verða þeir sennilega á bilinu 130—135 þúsund. Þar með hefur ferðamannafjöldinn tvöfaldast á 7 árum, eða frá því að umrædd áætl- un var gerð. Ég leyfi mér að efast um að ferðamálayfirvöld hafi fylgst með þessri þróun sem skyldi og mér sýnist fátt hér á landi undir það búið að taka við þessum flölda — að hótelbyggingum undanskildum. Alla vega er landið sjálft ekki und- ir það búið. Viss svæði landsins, eins konar „greatest hits“ íslenskr- ar náttúru, eru þegar orðin of ásetin og oftroðin. Til þess að spoma við framhaldi þessarar þróunar þurfa ferðamálayfirvöld, væntanlega með virkt Ferðmálaráð í broddi fylking- ar, þegar að taka í taumana og mynda eins konar yfírstjóm eða miðstýringu íslenskra ferðamála. Þessi yfirstjóm ætti að beita sér fyrir — lagfæringum á þeim ferða- mannastöðum sem þegar eru famir að láta á sjá, án þess þó að skaða upprunalega mynd þeirra, — jöfnun ferðamannastraumsins eða jafnvel ítölu ferðamanna á þessa viðkvæmu staði, — aukningu ferða um afmarkaða hluta landsins i stað þeirrar þeysi- reiðar um landið þvert og endilagt sem allt of margar ferðir ganga út á, — stöðvun óleyfilegrar útgerðar ákveðinna erlendra ferðaskrifstofa á íslandsmið, — aukningu auglýsinga um ísland sem ráðstefnuland samfara fækkun „unspoiled country"- og „natures wonderland“-auglýsinga. Annað atriði vil ég gera að um- ijöllunarefni hér en það er nauðsyn þess að stjóm Vegagerðar rfkisins stilli í hóf framkvæmdagleði sinni hvað varðar vegagerð og brúar- smíðar sem auðvelda eiga umferð bíla um hálendið. Yfirleitt er Nátt- úruvemdarráð haft í ráðum í sambandi við þessar framkvæmdir og það eitt er umhugsunarefni út af fyrir sig. Stundum kemur það þó fyrir að Vegagerðin fer út í vafa- samar framkvæmdir að Náttúm- vemdarráði forspurðu, eins og í því tilfelli þegar vegar- og náttúm- spjöllin á Fjallabaksleið nyrðri vom unnin. Þar hafa nú, annað árið í röð, verið unnar skemmdir af vega- Jón B. Þorbjörnsson „Annað atriði vil ég gera að umfjöllunar- efni hér en það er nauðsyn þess að stjórn Vegagerðar ríkisins stilli í hóf framkvæm- dagleði sinni hvað varðar vegagerð og brúarsmíðar sem auð- velda eiga umf erð bíla um hálendið.“ gerðarstarfsmönnum á áður stór- skemmtilegum vegarkafla. Hér tala ég ekki aðeins fyrir munn þeirra fjölmörgu íslensku ferðalanga sem gaman hafa af hæfilegri tilbreytingu á akstursleið- um um hálendið; ég hlýt einnig að tala fyrir munn þeirra staða á há- lendinu sem ekki mega við of mikilli ágengni. Þeir staðir hafa hingað til verið óbeint vemdaðir og hafa feng- ið að vera nokkum veginn í friði vegna einangrunar sinnar. Þetta eru staðir eins og Kverkfjöll, Herðu- breiðarlindir og að vissu leyti Landmannalaugar. Þeir sem hins vegar hafa viljað leggja á sig nokk- urt ferðalag til þess að ná til þessara náttúmperla hafa hingað til getað það. Það er engum gerður greiði með því að opna hálendið fyrir „massatúrisma". Þau rök vega ekki heldur þungt að með þessu sé verið að auka á öiyggið í hálendisferðum. Þetta gerir ferðamönnum með ónóga reynslu einfaldlega kleift að komast enn lengra, verða jafnvel enn verr settir. Lagning vegarspottans á bakka Jökulgilskvíslarinnar inn í Laugar vom á sínum tíma mistök. Brúar- smíði á Sandá á Kjalvegi, á Rjúpnabrekkukvísl og á Jökulsá á Fjöllum vom vanhugsaðar fram- kvæmdir. Svokallaðar vegarbætur á Fjallabaksleið nyrðri og smíði brúar jrfir Markarfljót á Fjallabaks- leið syðri, sem reyndar er vafasöm framkvæmd viðkomandi upprekstr- arfélags, em mistök. Ennfremur ætti að láta ógert að leggja nýja leið af Sprengisandi í Dyngjufjöll. Hvar ætlar Vegagerðin að bera nið- ur næst, og hvaða hagsmunaaðilar munu standa þar að baki? Sennilega verður hvorki þorra þjóðarinnar né náttúm landsins greiði gerður með næstu „vegarbótum" af þessu tæi. Væri ekki umframaurum Vega- gerðarinnar betur varið í að slétta úr holunum á hringveginum? Að endingu koma tvö atriði frá sumrinu ’87 sem mér em sérstak- lega minnisstæð og ættu að verða okkur öllum umhugsunarefni. Fyrra tilfellið átti sér stað þegar ég ætl- aði, einu sinni sem oftar, að sýna hópi ferðamanna gos í Strokki. í stað þess að sjá hvítfyssandi vatns- súluna standa upp í loftið stóð mórauð spýjan upp af honum. Or- sökina var að finna í sápugosi sem hafði verið framkallað í hvemum Fötu, rétt fyrir ofan Strokk. Vatnið úr Fötu hafði síðan mnnið ofan í Strokk og skolað með sér mölinni og leðjunni af svæðinu. Skyldi hver sem er geta keypt sér svona sýn- ingu þama á svæðinu, augnabliks stundargaman, sem veldur varan- legum skemmdum á einu merkasta náttúmundri landsins? Hversu lengi á að láta þessa meðferð viðgang- ast? Hvað er Náttúruvemdarráð að hugsa? Seinna tilfellið var þegar ég í vankunnáttu minni álpaðist til að sýna erlendum blaðamönnum þá frægu Rauðamelsölkeldu, sjálfur þar á ferð í fyrsta sinn. Við okkur blasti gatryðgað og sundurskotið kofaræksni, sem einhvem tímann hafi verið byggt yfír ölkelduna en nýtist nú einkum sem afdrep fyrir sauðfé. Þrátt fyrir að við væmm öll af vilja gerð gátum við ekki hugsað okkur að bragða á heil- næmu (?) ölkelduvatninu við þessar aðstæður, með kindaskítinn og aðra ólystauka allt um kring. Úrbætur við Rauðamelsölkeldu ættu að vera verðugt verkefni fyrir ferðamála- nefnd viðkomandi héraðs. Höfundur er leiðsögumaður. AMNESTY-VIKAN FANGAMAL V Kína Peter Joseph Fan Xueyan er rómversk-kaþólskur biskup yfir Baoding. Hann er 79 ára að aldri og hefur setið í fangelsi nánast samfellt frá árinu 1958. Hann var einn af síðustu kínversku biskup- unum sem vígður var í Vatíkan- inu, en það var árið 1951 og geiðist áður en yfirvöld í Kínverska alþýðulýðveldinu fóm að þrýsta á kaþólsku kirkjuna að hún sliti sambandi við Róm. Hann var fyrst handtekinn 1958 og dæmdur í 15 ára fang- elsi en var í haldi til ársins 1979, þegar hann sneri aftur til Baod- ing. Sagt er að páfinn hafí sent honum heillaóskaskeyti á 25 ára vígsluafmæli hans 1976. Hann sá reyndar ekki skeytið fyrr en hann var látinn laus úr vinnubúðum 3 ámm síðar. Nokkm eftir að hann sneri aft- ur til Baoding, var hann settur í stofufangelsi í nálægu þorpi þar eð yfirvöldum mun hafa staðið stuggur af vinsældum hans og áhrifum í biskupsdæminu. Meðan biskup var í stofufangelsinu virð- ist hann hafa sinnt trúnaðarskyld- um sínum ótrauður. Hann mun m.a. hafa vígt presta án sam- þykkis yfirvalda. Talið er að þetta hafi verið tilefni seinni handtö- kunnar sumarið 1983. Vígslubisk- upinn af Baoding, Huo Binzhang, og nokkrir ungir prestar og guð- fræðinemar vom handteknir um leið. Fan Xueyan og Huo Binz- hang vom færðir fyrir rétt síðla árs 1983. Báðir vom dæmdir til 10 ára fangavistar. Huo Binzhang hafði einnig verið í fangelsi áður, eða í 3 ár í lok sjöunda áratugar- ins_ eða byijun þess áttunda. í yfirlýsingum, sem gefnar vom út 10. janúar 1984, staðfestir kínverska utanríkisráðuneytið og Trúmálastofnun ríkisins, að rétt- arhöldin hefðu farið fram og dómar verið kveðnir, og gátu þess að mennimir tveir hefðu verið sakaðir um að „vera í vitorði með erlendum öflum um að stofna ör- yggi og fullveldi föðurlandsins í hættu". Samkvæmt yfirlýsingu Trúmálastofnunarinnar var Fan Xueyan handtekinn á sjötta ára- tugnum vegna andstöðu hans við „ákvörðun kínversku kirkjunnar um sjálfstæði og andstöðu við heimsyfirráðastefnu. Þá kom fram í yfirlýsingu stofnunarinnar, að hann hefði þvermóðskulega neitað að fallast á stofnun hinnar almennu kínversku föðurlands- kirkju. í 36. gr. kínversku stjóm- arskrárinnar frá 1982, segir að „borgarar Kínverska alþýðulýð- veldisins njóta trúfrelsis", en þar er einnig að fínna þennan fyrir- vara: „Trústofnanir og trúmál skulu ekki háð erlendum yfirráð- um.“ Ýmsar skýrslur gefa til kynna að Fan Xeuyan hafi átt við heilsu- leysi að stríða um nokkum tíma og að hann þjáist af hjarta- og öndunarkvillum, sem ágerast með aidrinum. Skýrt hefur verið frá þvf að hann geti ekki fengið við- eigandi læknishjálp í fangelsinu. Talið er að hann sé í fangelsi í Shijiazhuang ásamt Binzhang. I júní 1987 sendi Amnesty Int- emational út beiðni um að honum yrði veitt læknishjálp, sem hann þarfnaðist, ásamt áskomn um að hann yrði látinn laus þegar í stað og án nokkurra skilyrða. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og biðjið um að Fan Xueyan verði skilyrðislaust látinn laus strax. Skrifið til: His Excellency the Prime Min- ister Guowuyuan Zongli Guowuyuan Beijing People’s Republic of China Verslunarráð íslands: Efast um að ríkisstjórn- in nái tilsettum árangri Þjóðhagsspá byggð á hæpnum forsendum hækki fram- færsluvísitalan að ráði næstu mánuði Fyrsta ráð málfreyja þingar í Bolungarvík FYRSTA RÁÐ málfreyja á ís- landi heldur fund í Ráðhúsinu í Bolungarvík sunnudaginn 25. október næstkomandi. Meðal efnis á fundinum er fræðsla um hlutverk starfshópa og leiðbeinandi er Þórdís Malmquist frá málfreyjudeildinni Vörðunni, Keflavík. Hér á landi hafa nú verið stofnaðar yfir 20 deildir sem skipt- ast í þijú ráð og em átta deildir í 1. ráði. Gestgjafí fundarins er málfreyju- deildin Gná Bolungarvík. Á MINNISBLAÐI Verslunarráðs íslands um þjóðhagsáætlun er dregið í efa að ríkisstjórainni takist með aðgerðum sínum að halda verðbólgu f skefjum á næstu mánuðum. Það muni spilla fyrir skynsamlegum samningum við samtök launafólks, valda „verðbólgusamningum“, gengis- sigi og minni kaupmætti. Miðað við þau frávik sem jafnan hafa orðið frá áætlunum rikisstjórna spáir Verslunarráðið aukinni þjóðarframleiðslu á næsta ári, átta milljarða króna viðskipta- halla og auknum kaupmætti. Takist ekki að lækka verðbólgu hefur fastgengisstefna ríkis- stjórnarinnar sungið sitt síðasta, að mati höfunda. í skjalinu er tekið svo til orða að ríkisstjómin þurfi að „stórbæta markaðssetningu fyrir hina nýju 8pamaðarkosti.“ Almenningur fái því aðeins trú á að ríkisstjómin sé f raun að spoma gegn þenslu. Bent er á að tekjur geti hæglega orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í þjóðhagsspá, ef fyrirtæki búa við þau rekstrarskilyrði sem stefnt er að. Því verði kaupmáttaraukning, þvert á það sem ríkisstjómin gerir ráð fyrir. Aðeins stóraukinn spam- aður geti komið í veg fyrir að neyslan aukist f lq'ölfar hennar. Að mati Verslunarráðsins þurfa samningsaðilar að horfa fram á veginn og slá af kröfum sínum til að koma böndum á verðbólguna. Við næstu mánaðmót megi vænta „gusu verðhækkana" vegna skatta- hækkana. Framfærsluvísitalan hækki þá um 4%-5%. Ef fram- færsluvísitalan hækkar um minna en einn hundraðasta 1. desember treysti það stefnu ríkisstjómarinn- ar, en hækki hún meira sé voðinn vís. „Á þessari stundu er ófyrirséð hvor atburðarrásin verður að veru- leika, verðbólgusamningar eða skynsamlegir samningar...almennt traust á ríkisstjóminni [hefur] dvínað vegna þess að ýmis loforð og stefnumál hafa verið tekin til baka. Það gerir [henni] erfíðara fyrir að ná settum markmiðum," segir á minnisblaðinu. Verslunarráðið spáir 30% verð- bólgu og 25%-30% gengissigi ef launaforsendur þjóðhagsspárinnar bresta. Verðbólgan ylli þvf að kaup- máttur yrði sá sami hvort sem launahækkanimar verða rúm 7% eins gert er ráð fyrir f þjóðhagsspá eða rúm 27% eins og höfundar slgalsins gefa sér. SKANSINN Vestmannaeyjum óskar velunnurum íslenskrar tónlistar til hamingfu með daginn. -T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.