Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 37 Utanríkisráðherra á Alþingí: Geimvarnir hindri ekki samninga um afvopnun AFSTAÐA íslendinga til áætlana Bandaríkjastjómar um geim- vamir komu til umræðu á Alþingi á fimmtudag. Var það vegna þingsályktunartillögu frá Hjörleifi Guttormssyni um það mál. Sagði Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, að hann teldi að ónpManir nm geim- vamir mættu ekki verða til þess að koma í veg fyrir samninga um afvopnun milli risaveldanna. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) mælti fyrir eftirfarandi þings- ályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að beita sér fyrir og styðja á alþjóðavettvangi bann við geimvopnum þar sem mið- að verði við: 1. Að allar rannsóknir og tilraunir er tengjast hemaði í himingeimnum verði tafarlaust stöðvaðar. 2. Að hvers kyns hem- aðammsvif og vopnakerfi til nota í himingeimnum verði bönnuð. 3. Að óheimil sé smíði vopna sem grandað geta gervihnöttum og öðr- um tækjum sem tengjast friðsam- legri nýtingu himinhvolfsins.“ Sagði Hjörleifur að hann vænti þess að á Alþingi næðist samstaða um þetta mál. Það ætti að vera hverjum manni dagsljóst hversu „vitfírrings- leg áform" væru hér á ferðinni. Hugmyndirnar ófram- kvæmanlegar Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði meðal annars í svari sínu. „Eg er mjög eindregið þeirrar skoðunar að hug- myndir um geimvamir megi ekki verða til þess að standa í vegi fyrir fækkun kjamorkuvopna eins og nú í Morgunblaðinu í gær er greint frá umræðum á Alþingi um erlend heiti á íslenzkum fyrirtækjum. M.a. er vitnað til ummæla viðskiptaráð- herra, Jóns Sigurðssonar, „um eins konar málamiðlunarlausn", sem undirritaður hefði sett fram og í því væri fólgin, að „verslunum og öðmm fyrirtækjum yrði gert skylt að hafa jafnan uppi íslenskt nafn við hlið hins erlenda heitis". Fyrr í fréttinni kemur fram, að ráðherra hefur á undan þessum ummælum verið að ræða um álita- mál, sem upp kæmu, þegar íslenzk fyrirtæki tengdust erlendum verzl- unarkeðjum. Hins vegar er ekki ljóst af fréttinni, að fyrrgreind ummæli ráðherrans um málamiðl- unarlausn undirritaðs eigi við þau tilvik. Til þess að taka af öll tvímæli vildi ég mega vitna til ummæla minna um þetta efni í grein, sem er að hefjast og ég er algjörlega andsnúinn því að geimurinn verði gerður að vígvelli. Eg held að þetta lýsi minni afstöðu og ég þurfi ekki að hafa um það fleiri orð. Ég vil ekki taka svo djúpt í ár- inni að um vitfirringslegar tiliögur sé að ræða. Ef stórveldin hefðu komið sér saman um að þróa slíkar vamir sameiginlega t.d. kann að vera að þetta hefði verið vitrænt. Hins vegar og án þess að ég sé nokkur sérfræðingur í þessum efn- um eins og allir vita og kannski enginn okkar hér inni þykir mér rétt að greina lauslega frá viðræð- um sem ég hef nýlega átt við menn sem eru fróðir um þessi mál og reyndar hlustað á slíka menn ræða um málin. Ég hygg að menn séu allir að verða sammála um að þess- ar hugmyndir séu óframkvæman- legar. Það sé ekki unnt að ná þessari vöm sem til hefði verið ætlast, að þetta geti eingöngu dug- að gegn ákveðnum hluta af lang- drægum flugskeytum en ekki t.d. skammdrægum eða flugskeytum sem send em frá kafbátum o.s.frv. Ég vek einnig athygli á því að Sovétríkin hafa dregið mjög úr sinni opinberu andstöðu gegn þessu máli og mér er tjáð að það muni vera vegna þess að þeim er ljóst að þetta sé óframkvæmanlegt. Ég hef það fyrir satt frá fleiri en þeim manni sem rætt var við í sjónvarpi í gær um þessi mál, frá fleiri Bandaríkja- mönnum því að þeim sé fyllilega ljóst að þetta sé óframkvæmanlegt. E.t.v. er því ekki ástæða til að hafa af þessu eins miklar áhyggjur og komu fram hjá hv. flm. þótt ég taki hins vegar undir með honum birtist f Morgunblaðinu 19. marz sl.: „Hér verð ég að vekja athygli á verzlunarháttum, sem gætir nú í vaxandi mæli og virðast ýta undir ásóknina í erlend fyrirtækjanöfn. Það er, að stofnaðar eru verzlanir í tengslum við erlenda verzlunar- hringi og verzlunum gefin erlend nöfn hinna alþjóðlegu hringa (Kentucky Fried Chicken, Motherc- are, Etienne Aigner). Nöfii af þessu tagi hvetja keppinautana til að taka upp erlend heiti, og er mér ekki grunlaust um, að ensk nöfn kjúkl- ingastaðanna eigi rætur að rekja til heitisins Kentucky Fried Chic- ken. Hér er eflaust um vandamál að ræða, úr því að slíkar verzlanir eru á annað borð leyfðar. E.t.v. mætti hugsa sér þá málamiðlunar- lausn, að þessum verzlunum yrði gert skylt að hafa uppi íslenzkt nafn við hlið hins erlenda heitis, sbr. Flugieiðir - Icelandair Þórhallur Vilmundarson** um að ef slíkar áætlanir leiddu til þess, sem margir hafa óttast, að herða kjamorkukapphlaupið, fjölga þessum drápsvopnum, er vissulega ástæða til þess að hafa af því áhyggjur. Mér er jafnframt tjáð að erfitt muni vera að greina á milli rannsókna sem beinlínis er ætlað að stuðla að þessu og rannsókna sem er ætlað að stuðla að almenn- um geimferðum o.s.frv. Ég hef það m.a. frá einum mjög merkum Rússa að erfitt væri að greina þar á milli." Förum okkur hægt Hjörleifur Guttormsson sagðist vilja beina tveimur spumingum til viðbótar til utanríkisráðherra. Hvort hann væri andvígur hug- myndum sem Matthfas Á. Mathie- sen viðraði í skýrslu sinni til Alþingis árið 1986 um að íslending- ar gætu notið góðs af þeim tækni- framförum sem áætlun Bandaríkja- manna leiddi af sér. Einnig hvort utanríkisráðherra væri andvígur eða sammála túlkun Bandarfkja- manna á ABM-samningnum. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanrikismálanefndar, sagði það vera rétt sem utanrfkis- ráðherra hefði sagt nýlega, að það kynni að vera heppilegt að við fær- um okkur hægt f umræðum á næstunni um mikilvægustu mál veraldar og ræddum þau yfirvegað og án allra öfga. Sagðist Eyjólfur Konráð gera sér vonir um, ef menn teldu þá yfírleitt ástæðu til þess að álykta um þessi mál á næstu vikum og mánuðum, að sams konar sam- staða myndi nást á Alþingi og 23. maí 1985. Sú tillaga um utanríkis- mál sem þá var samþykkt sagði hann vera eina merkustu tillögu sem í þjóðþingum vesturlanda hefði verið samþykkt um þessi málefni. Þeirri samstöðu hefði þó ekki verið náð með því að rffast í þingsölum. Sammála Mondale Steingrímur Hermannsson, ut- anrikisráðherra, svaraði sfðari spumingum Hjörleifs Guttormsson- ar á eftirfarandi hátt: „Ég get ekki litið á þessi ummæli [fyrrverandi utanríkisráðherra] sem viljayfirlýs- ingu beinlínis um að við tökum þátt í rannsóknunum heldur fáum að njóta einhvers þess sem frá þeim kann að koma. Ég vek athygli á því að það em fleiri Evrópuþjóðir, sem þannig hafa hugsað. Éinmitt til þess að njóta þessara tækniframfara er samstarf- ið Eureka sett á fót og við eram orðnir aðilar að því. En þær rann- sóknir era alls ekki til þess að stuðla að geimvömum, alls ekki. Það er hátæknisamstarf. Við gerð- umst aðilar að því fyrir meira en ári og það er kannski fróðlegt að eitt fyreta samstarfsverkefnið er nú reyndar fískiskip næsta áratug- ar, svo að varla á það nú við um Athugasemd vegna fréttar um erlend fyrirtækjaheiti Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra. geiminn. En til þessa samstarfs var stofnað að undirlagi Frakka sem hvöttu mjög til þess að þessi tiltölu- lega smáu ríki Evrópu kæmu sér saman um hátæknirannsóknir til að þurfa ekki að vera aftaníossar Bandaríkjanna eða stórveldanna almennt, svo að ég tel ekki að það sé um það að ræða að við tökum þátt í geimrannsóknum. Og ég trúi því ekki að það hafí yfírhöfuð verið meiningin, heldur að njóta einhvere af því sem frá því kynni að koma. AIÞMMSI Og ég held að það séu allir sam- mála um að þessar rannsóknir, rannsóknir í sambandi við geiminn almennt, hafa leitt til gífurlegra tækniframfara. Og hvort sem þær era stundaðar í friðsamlegum eða ófriðsamlegum tilgangi munum við gera það. Við styðjum hins vegar ekki að svona rannsóknir séu stund- aðar í ófriðsamlegum tilgangi. Hv. þingmaður spurði einnig um afstöðu til svokallaðs ABM-sam- komulags. Ég eiginlega ætla að leyfa mér að vísa í ekki ómerkari mann heldur en Mond'ale, fyrrver- andi foreetaframbjóðanda í Banda- ríkjunum, sem sagði f ræðu í St. Paul [í Minnesota í Bandaríkjunum] um daginn að það væri ekki að hans skapi og fjölmargra annarra að leggja fyrir Bandaríkjaþing til samþykktar ákveðið milliríkjasam- komulag og túlka það síðan á annan veg og átti þar við Reagan forseta. Ég er sammála Mondale í þessu sambandi, ef ég má leyfa mér að orða það svo, ég held að sú túlkun sem Bandaríkjamenn hafa gefið þessum samningi upp á síðkastið sé mjög vafasöm. En þetta er ein- mitt eitt af aðalatriðunum til umræðu núna milli stórveldanna og ég get upplýst það hér, að Shultz sagði á fundi, sem haldinn var f New York þegar ég var þar hjá Sameinuðu þjóðunum, fundi sem haldinn var með öllum utanríkisráð- herram NATO-ríkjanna, að sam- komulag nálgaðist á milli stórveld- anna um þessa túlkun og jafnframt um framlengingu ákvæða þessa samnings annað hvort um 7 eða 10 ár, svo að ég held að það sé líka í burðarliðnum með Qölmörgu öðra sem nú á sér stað, sem betur fer í allt öðra andrúmslofti milli stórveld- anna heldur en áður hefur þekkst." Bladburöarfólk óskast! 35408 83033 AUSTURBÆR VESTURBÆR Aragata Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 63-115 o.fl. Hörgshlíð Háahlíð Hamrahlíð SKERJAFJ. Einarsnes UTHVERFI Básendi Garðsendi Sogavegur101-212 o.fl. HAFÐU ALLT Á HREINU FÁÐU ÞÉR &TDK Meirihattarjassvakning i Amsterdam Frábœrar hljómsveitir á þrjátíu stöðum á svœði sem er eins og frá Lœkjartorgi að Tjarnarbrúnni. m 29. október til 1. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.