Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 49 Minning: Guðfinna Pálsdóttir frá Ólafsfirði Fædd21.júníl904 dáin 18. október 1987 Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, það vakti mér löngum lotning... Elskuleg tengdamóðir mín, Guð- fínna Pálsdóttir í Ólafsfírði, er látin. Guðfínna var fædd 21. júní 1904 á Ulugastöðum í Fljótum. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Krist- jánsdóttir frá Lambanesi í Fljótum og Páli Jónsson, bóndi og sund- kennari á IUugastöðum. Þar ólst hún upp ásamt bróður sínum, Hart- manni. Þau misstu móður sfna kornung. Páll kvæntist öðru sinni Ólöfu Þorláksdóttur. Þau eignuðust þrjá syni, Kristin, Eggert og Rögn- vald. Var ávallt mjög kært á milli Guðfinnu og ólafar. Árin liðu. Ung var Guðfínna heit- bundin Magnúsi Gamalfelssyni, sem þá var skipstjóri og síðar útgerðar- maður í Ólafsfirði. Árið 1927 fór Guðfínna á Húsmæðraskólann á ísafírði. Þar hlaut hún menntun, sem kom henni að góðu gagni á lífsleiðinni. I febniar 1928 gengu Guðfínna og Magnús í hjónaband vestur á ísafirði. Giftingin fór fram á heimili hjónanna Lovísu Þorláks- dóttur, frænku Magnúsar og manns hennar, Páls Jónssonar, kaup- manns. Sama ár flutti Guðfínna til Ólafs- fjarðar, þar sem ungu hjónin reistu heimili sitt á Bjargi. Heimili þeirra stóð síðan í ólafsfirði alla tíð. Þriðji merkisatburðurinn í lífí þeirra þetta ár var að Magnús hóf útgerð upp á eigin spýtur. Líf Guðfinnu var síðan samtvinnað umfangsmiklu félags- og athafnalífi Magnúsar og stóru heimili. Þau eignuðust fimm mannvæn- leg börn: Helgu Kristínu, 1929, Ásdísi Jónínu, 1931, Gunnar, 1933, Svavar Berg, 1938 og Jón Sigur- geir, 1942. Á Bjargi var jafnan mjög gestkvæmt og vinnudagur húsfreyju langur, þvf þar sat gest- risnin í fyrirrúmi. Heimili þeirra var fallegt og þar mátti sjá fallega handavinnu Guðfinnu að ógleymdu steinasafninu, en f mörg ár safnaði hún steinum og skeljum. í stofu var þessu safni haganlega komið fyrir í þar til gerðum skápi. Guðfínna var mjög bókelsk og átti gott safn bóka. Hún kunni mörg ljóð og kvæði, sem hún kenndi börnum sínum og sfðar barnabörn- um. Guðfinna var stoð og stytta Magnúsar í lífínu. Hans líf var hennar lff, enda var ástúð hvors f annars garð ríkjandi milli þeirra. Það sem mér fannst einkenna Guð- finnu var látleysi, hógværð og manngæska. Mér er minnisstætt er ég sá tengdaforeldra mína f fyrsta skipti. Þau voru þá stödd í Reykjavík í stuttri heimsókn. Guðfinna var klædd íslenskum búningi, sem fór henni mjög vel. Þar mætti mér góðvild, sem ætíð einkenndi sam- band okkar. Samvistir við Guðfinnu og Magnús voru mannbætandi. Guðfinna átti við vanheilsu að stríða síðasta árið og var því hvíldin kærkomin, enda hefur hún átt góða heimkomu vísa. Guðfinna dvaldi síðustu mánuðina á sjúkradeild Hornbrekku, þar sem hún fékk hægt andlát hinn 18. október. Þú, fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér Guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. (Matth. Joch.) Guð blessi minningu góðrar konu. Gottfreð Arnason Okkur langar með örfáum orðum að minnast vinkonu okkar Guðfinnu Pálsdóttur, húsfreyju í Ólafsfirði, sem lést á sjúkradeild Hornbrekku þann 18. október sl. 83 ára að aldri. Kynni okkar hófust fyrir 9 árum þegar við fluttum búferlum til Ólafsfjarðar. Dvöl okkar þar verður okkur ætfð minnisstæð og eiga þau hjónin Guðfínna og Magnús ekki minnstan hlut að máli. Magnús eig- inmaður Guðfínnu lést fyrir tæpum 3 árum og nú þegar þau eru bæði fallin frá minnumst við þeirra merk- ishjóna með söknuði. Þau voru sérstaklega samhent og samstillt f 'hverju sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Heimili þeirra á Bjargi ber þess merki að þar var ekki höndum til kastað enda sérstaklega hlýlegt og fullt anda gestrisni og góðvildar. Heimili þeirra stóð okkur og drengj- unum ávallt opið. Húsfreyjustarfíð á Bjargi hefur vafalítið verið erilsamt í gegnum tíðina og þá sérstaklega í tengslum við útgerð Magnúsar Gamalíelsson- ar. Það var gott að sækja Guðfinnu heim og hafði hún frá ótal mörgu að segja og var sérstaklega gaman að fræðast af henni um lífið hér áður fyrr á æskustöðvum hennar í Fljótunum og í Olafsfirði. í frístundum safnaði Guðfinna steinum og átti gott steinasafn. Hún hafði mikil afskipti af málum Slysa- varnafélags íslands og var formað- ur Kvennadeildarinnar í Ólafsfírði. Hún hafði einkar jákvætt hugar- far, alúðlegt viðmót og umhyggja hennar fyrir öðrum var einstök. Hún lét aldrei hnjóðsyrði falla um nokkurn mann og fann ætíð eitt- hvað jákvætt og gott í hverjum manni. Aldrei var amast við börnum á hennar heimili þó þau væru helst til fjórug. „Æ, leyfðu þeim bara að leika sér, þeir brjðta ekki neitt," sagði hún um syni okkar þegar þeir voru að ólmast inni hjá henni og var þá sama hvort það var í stofunni eða annars staðar. Þeir minnast hennar með sðknuði enda réyndist hún þeim sem besta amma. Enginn sem kynntist Guðfinnu mun gleyma henni. Minning hennar mun lifa með okkur áfram. Við vottum börnum hennar, tengdabörnum og öðrum ættingjum samúð okkar. Erna og Jón Rúnar t Eiginmaöur minn, SIGURÐUR A. PÉTURSSON Hrlngbraut 60, Keflavflc, lést á heimili sínu 23. nóvember. VigdísJónsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir og bróðir okkar, MAQNÚS GUÐLAUQSSON, Skipasundi 4, andaðist fimmtudaginn 22. október í Landspítalanum. Dagný Jónsdóttir, Jón Magnússon, Elín Guðlaugsdóttlr, Inglbjörg Guðlaugsdóttir. Það er einkennileg tilfínning að setjast niður og rita kveðjuorð til ömmu. Þakklæti er efst í hugum okkar. Margar af okkar bestu minn- ingum eru tengdar ömmu. Bernskuárin koma upp í hugann. Vorinu fylgdi ávallt tilhlökkun því þá var ferðalag á næsta leiti. Ferð- in í Ólafsfjörð til afa og ömmu. Þau voru vön að standa fyrir utan heim- ili sitt, Bjarg, er við ókum í hlað. Dagarnir í Ólafsfírði voru ávallt fljótir að líða. Amma var mikið náttúrubarn og hafði sérstakan áhuga á íslenskum steinum og plöntum. Inni í stofu var skápur þar sem hún geymdi steinasafnið sitt. Forvitnin rak okkur oft þang- að, þvi þar var alltaf hægt að uppgötva eitthvað nýtt. Amma var vel að sér, enda las hún mikið og bar bókakostur heimilisins þess merki. Nutum við krakkarnir góðs af. Fjögurra ára missti amma móður sfna. Sú lífsreynsla mótaði hana á marga lund því hún studdi jafnan þá sem erfitt áttu. Amma var lfl.il kona vexti en hafði stórt hjarta sem hún gaf mikið af án þess að ætlast til hins sama af öðrum. Slfk vöggu- gjöf er fáum gefin. Þrátt fyrir að á Bjargi hafí jafn- an verið gestkvæmt var alltaf ró yfír heimilislífínu. Samband afa og ömmu var mjög náið, það duldist engum er á heimili þeirra kom. Unun var að fylgjast með hversu góð og hlý þau voru í hvors annars garð. Þau gáfu okkur fordæmi fyr- ir hvernig samlíf manna getur best orðið. Við sjáum afa fyrir okkur á morgnana á Bjargi, en hann byrjaði daginn ævinlega á því að færa ömmu tebolla í rúmið. Amma og afí voru af hinni svo- nefndu aldamótakynslóð. Þau gengu á vit sinna verka með ánægju og dugnaði. Hverjum manni er dýr- mætt að kynnast þeim eiginleika í fari fólks. Við kveðjum elskulega ömmu okkar með virðingu og þakklæti. Guð einn getur launað henni þá ástúð og umhyggju er hún bar til okkar allra. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (M. Joch.) Helga, Maria Soffía og Magnús Gottfreðsborn. Sá sem hefur blóm og bækur bjartan stein og skel úr sjó. i Getur eins og lítill lækur liðið fram úr klettaþró. (Guðfinna Pálsdóttir) í dag, 24. október, fer fram út- för Guðfínnu Pálsdóttur frá Ólafs- fírði. Langar okkur barnabörnin að minnast hennar með fáum orðum. Amma Guðfinna fæddist á 111- ugastöðum í Fljótum 21. júní 1904. Foreldrar henriar voru Páll Jónsson bóndi og sundkennari og Kristín Kristjánsdóttir. Móður sína missti Guðfínna þegar hún var fjögurra ára. Þegar hún var á ellefta aldurs- ári kvæntist Páll í annað sinn, Ólðfu Grímeu Þorláksdóttur, sem gekk Guðfinnu og bróður hennar, Hart- manni, í móður stað. Árið 1928 giftist Guðfínna Magnúsi Gamalf- elssyni útgerðarmanni og eignuðust þau fímm börn. Magnús lést 3. jan- úar 1985. Ömmu Guðfínnu verður best lýst með vfsunni sem birt er hér í upp- hafí. Hún var mikill náttúruunnandi og safnaði m.a. steinum og skeljum. Einnig hafði hún unum af blóma- rækt. Amma var mjög trúuð kona og var trúin henni mikill styrkur á lífsleiðinni. Ávallt minntist hún okk- ar barnabarnanna í bænum sínum og fylgdist grannt með því sem við höfðum fyrir stafni. Á hinu stóra heimili afa og ömmu á Bjargi var oft margt um mann- inn. Nutu allir sem þar komu mikillar hrýju og gestrisni. Amma Guðfínna var ávallt með hugann við það að gleðja aðra. Má með sanni segja að hún hafði lifað samkvæmt orðtakinu „sælla er að gefa en þiggja". Við barnabörnin minnumst þeirra stunda er við dvöldum hjá afa og ömmu með þakklæti og hlýjum huga. Á síðastliðnu vori fluttist amma að hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfírði. Viljum við þakka hjúkr- unarfólkinu þar fyrir þá aðhlynn- ingu er hún fékk þar. Guð blessi minningu ömmu Guð- fínnu. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvilast. Leiðir mig að vötnum þar sem ég mi næðis njóta. Hann hressir sál mína leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt þvi að þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. Magnús, Hilmar, Guðfinna, Ragna og Tinna Gunnarsbörn Milljónirá hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.