Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
Morgunblaðið/GSH
Hugmyndir eru nú um að Norðurlandamótíð ráði einu sæti á heimsmeistaramóti. Á myndinni eig-
ast Svfarnir Lindqvist og Fallenius og Danirair Schou og Hulgaard á síðasta Evrópumóti.
Útlit fyrir hörkuspennandi úrslitaleik í Jamaíka:
Fá Norðurlandameistar-
ar þátttökurétt á HM?
_________Brlds____________
Guðmundur Sv. Hermannsson
ALLT ÚTLIT var fyrir hörku-
spennandi úrslitaleik á heims-
meistarakeppninni um
Bermudaskálina í brids i Jam-
aíka þvi þegar 64 spilum var
lokið af 176 var staðan nær
jöfn: Bandaríkjamenn höfðu
skorað 118 stig en Bretar 116
stig. Bandaríska kvennasveitin
var vel yfír gegn Frökkum,
130-86. Sviarair unnu síðan
Taiwan i 64 spila leik um 3.
sæti f opna flokknum, 138-101.
Úrslitaleiknum lýkur aðfara-
nótt sunnudagsins að íslenskum
tfma og geta menn hringt f sfma
904122501761, sem er sjálf-
virkur sfmsvari, ef þeir geta
ekki beðið þess að Morgun-
blaðið komi út eftir helgina.
Það kom nokkuð á óvart að
Bretar skyldu vinna Svía í undan-
úrslitaleiknum sem endaði
351-311 í impum. Svo virðist sem
Svíamir hafí verið eitthvað
taugaóstyrkir; þannig fóru Falle-
nius og Lindqvist 2800 niður í
einu spili sem mun vera heims-
meistaramótsmet. Það kom
hinsvegar ekki á óvart að Banda-
ríkjamenn burstuðu Taiwan í
hinum undanúrslitaleiknum,
421-290 og yfirburðimir voru
slíkir að Taiwanmennimir, sem
unnu undankeppnina nokkuð ör-
ugglega, vom eins og statistar.
En þrátt fyrir að Bretamir virð-
ist.vera í heilmiklu stuði em fáir
sem spá þeim sigri yfír Banda-
ríkjunum f úrslitaleiknum. Tony
Forrester, sem nær ómótmælan-
lega er besti spilari Bretlands
þessa stundina, hefur spilað nær
hvíldarlaust allt mótið, þar með
talin öll 160 spil undanúrslitanna
og öll spil sem af er úrslitaleiks-
ins. Menn telja að hann hljóti að
bresta úthaldið á endanum og þar
með séu möguleikar Breta úr sög-
unni. Bandaríkjamenn segjast
einnig vera með betra lið og einn
úr þeirra herbúðum sagði við
fréttamann Reuters: Iss, við eig-
um tvo spilara betri en Forrester
og þrjá jafn góða. Lesendur verða
að eiga það við sjálfa sig við
hverja þar er átt.
Það er einnig misræði með lið-
unum því Bretar þurftu að spila
448 spila undankeppni áður en
þeir komust í undanúrslitin meðan
Bandaríkjamenn sátu yfír sem
A-sveit. Ameríku og þessvegna
ætti úthald Bandaríkamanna að
vera betra. Svíamir, sem sátu
einnig yfír sem A-sveit Evrópu,
lentu hinsvegar á hinum endan-
um: þeir komu kaldir til keppni
gegn Bretum sem höfðu hitað sig
vel upp f undankeppninni.
Þetta keppnisfyrirkomulag hef-
ur verið gagnrýnt af mörgum, þe.
að gefa tveimur sveitum yfírsetu
í undanúrslitin. Eins og sveitimar
em nú valdar sé þetta keppni þjóð-
landa en ekki heimssvæða.
Enginn tali um sveitina frá Asíu
& Mið-Austurlöndum heldur Pa-
kistan og eins sé ekki talað um
Mið-Ameríku & og Karabíska
hafið, heldur Venezuela. Og þótt
tvær sveitir séu frá Norður-
Ameríku em þær valdar með
mismunandi hætti: ein kemur frá
Bandaríkjunum og önnur úr sérs-
takri keppni milli Kanada, Mexico
og Bermuda. Auk þess sé það
bæði kostur og galli að fá yfírsetu
f undanúrslitin, eins og dæmin hér
að framan sanna.
Aðeins Evrópa velur sínar tvær
sveitir úr sömu keppni og samt
er þar auðvitað um mismunandi
þjóðir að ræða. Raunar hefur
þeirri hugmynd verið hreyft að
rangt sé að láta Evrópumótið eitt
skera úr um hvaða þjóðir verði
fulltrúar Evrópu á heimsmeistara-
mótum. Arangur Norðurlanda-
þjóðanna í Brighton sýni að þar
sé eitt sterkasta brídssvæði f heimi
og því eigi Norðurlandameistamir
að eiga annað Evrópusætið! Ég
tek undir þessa hugmynd þótt
þetta hefði ekki breytt neinu í ár
því Svíar em einnig Norðurlanda-
meistarar.
Forsetaskipti hjá
Bridgesambandinu
Bjöm Theódórsson hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér
til endurkjörs forseta Bridgesam-
bands íslands á ársþinginu sem
verður eftir viku. Eftirmaður hans
verður, samkvæmt ömggum
heimildum, Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttarlögmaður.
Bjöm tók við embætti forseta
haustið 1983 og hefur því gegnt
þvf í 4 ár. Á því tímabili hefur
Bridgesambandið stækkað og
eflst, og sennilega er hápunktur
ferils Bjöms þegar hann undirrit-
aði kaupsamning húsnæðisins við
Sigtún í Reykjavík þar sem sam-
bandið og flest bridsfélög f
Reylq'avík hafa nú starfsemi sína.
Undirritaður vill nota tækifærið
og þakka Bimi fyrir gott sam-
starf undanfarin ár um leið og
hann býður Jón Steinar velkominn
til starfa.
Brídsþættir
í sjónvarpið
Sendineftid frá Bridgesam-
bandi íslands mun hafa fengið
munnlegt loforð frá yfírmönnum
ríkissjónvarpsins fyrir því að tek-
inn verði upp fslenskur bridsþátt-
ur. Hugmyndin mun vera að fá
flórar sveitir til keppni í sjón-
varpssal sem spili einfalda
umferð. Þannig spili hver sveit 3
leiki og verða þættimir því vænt-
anlega þrír. Fyrirhugað er að
vegleg verðlaun verði veitt þeirri
sveit sem stendur uppi sem sigur-
vegari að lokum.
Victor Mollo látinn
Victor Mollo, sá sem skrifaði
bækumar um Hideous Hog og
Rueful Rabbit eða Göltinn grimma
og Hérann hrygga eins og þeir
heita í þýðingum Guðmundar P.
Amarsonar í Bridsblaðinu, lést
fyrir skömmu í London, 78 ára
gamall. Mollo skrifaði yfír 30
bridsbækur en engar nutu jafn-
mikilla vinsælda og bækumar um
Dýragarðinn.
Mollo fæddist f Rússlandi en
fluttist ungur til Evrópu. Hann
vann lengi sem fréttastjóri hjá
BBC í Evrópu en settist í helgan
stein árið 1969 og snéri sér alfar-
ið að brids.
Mollo spilaði lítið keppnisbrids
en hvem einasta dag spilaði hann
rúbertubrids í klúbbnum sínum í
London, settist síðan að ríkuleg-
um kvöldverði ásamt konu sinni
og vann að því loknu við skriftir
alla nóttina.
Fleiri þekktir bridsmenn hafa
kvatt þennan heim í sumar. Norð-
maðurinn Ranik Halle lést í sumar
kominn hátt í tíræðisaldurinn.
Halle var einn af frumkvöðlum
bridsspilsins í Noregi og á sínum
tfma einn besti spilarinn þar í landi
og þótt víðar væri leitað. Hann
var einnig lengi forsteti norska
bridssambandis og skrifaði tals-
vert um spilið.
í Bretlandi lést síðan Dennis
Spooner, sem lesendur Intematio-
nal Popular Bridge Monthly
þekktu betur undir nafninu Palo-
oka. Spooner var ef til vill ekki
sérlega sterkur spilari en hann
var þeim mun betur þekktur f
heimalandi sínu sem framleiðandi
og handritshöfundur sjónvarps-
þátta og má þar neftia þætti eins
og Bergerac til dæmis.
Bríds að sigra Rússa
Útlit er fyrir að Rússar taki
þátt í sinni fyrstu heimsmeistara-
keppni í brids á næsta ári þegar
Epsontvímenningurinn fer fram.
Epsonmótið fer fram í mörgun
löndum samtímis með svipuðu
sniði og landstvfmenningurínn
hér.
í ágúst var bridsþætti hleypt
af stokkunum í eistlensku íþrótta-
blaði, Spordileh. Sá sem hann
skrifar heitir Leo Vohandu. Hann
reyndi einnig að skrifa bridsþátt
f blaði á 7. áratugnum sem sá
þáttur var bannaður af yfirvöld-
um.
JC-hreyfingin á íslandi:
Tökum slysin úr umferð
Dagana 23. og 24. október munu
JC-félagar um land allt standa fyr-
ir dreifíngu áróðurs um öryggismál
f umferðinni. Þetta landsátak er
skipulagt af JC-hreyfíngunni í sam-
ráði og samstarfí við Fararheill ’87
og Umferðarráð. Áróðurinn er í
formi límmiða, barmmerkis og plak-
ats, auk verkefna sem ýmis aðildar-
félög JC vinna að á sínum
heimaslóðum. Dreifíngin fer fram á
mörgum stöðum, svo sem f verslun-
armiðstöðvum, á bensfnafgreiðslu-
stöðum, f skólum og yfírleitt á öllum
þeim stöðum, sem vænta má að
fólk komi á.
Myndband
Með hjálp styrktaraðila (Pepsí,
Volvo og Fararheill ’87) hefur JC-
hreyfíngin látið gera myndband
með lagi og texta eftir Bjama Haf-
þór Helgason, tileinkað þessu átaki
f umferðarmálum. Lagið verður
leikið á útvarpsstöðvunum frá og
með 23. október en í sjónvarpi verð-
ur myndbandið sýnt 24. október
(Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Akur-
eyri). Fyrirtækið Samver sá um
gerð myndbandsins.
Verkefni
Allmörg hinna 25 aðildarfélaga
munu standa fyrir hinum ýmsu
verkefnum sem miða að öryggis-
málum, aðallega f umferðinni:
Höfuðborgin: 11 aðildarfélög
hafa starfað með tónlistarmönnum
að undirbúningi hljómleika, sem
haldnir verða í Tónabæ laugardag-
inn 24. október frá kl. 14.00 til
23.30, þar sem fram koma flestir
af helstu rokktónlistarmönnum
landsins undir yfírskriftinni „Rokk-
að til öryggis". Þennan sama dag
hafa tónlistarmenn tileinkað
fslenskrí tónlist.
V estmannaeyjar: Útgáfa frétta-
bréfs sem snýr almennt að öryggis-
málum, auk dagskrár 24. október
kl. 2—6, sem snýr að öryggismálum
sjómanna sérstaklega.
Mosfellsbæn Vesturlandsvegur
verður lýstur upp með rokkertum
að kvöldi dags 23. október.
Austfirðir: JC-Hérað ætlar að
koma upp fuglahræðum og bílhræi
með endurskinsmerkjum til þess að
velga athygli á notkun þeirra í
umferðinni. JC-Reyðarípörður verð-
ur með góðakstur og reiðhjólaskóla.
JC-Eskifjörður stendur fyrir kröfu-
göngu grunnskólabama, sem
leggur áherslu á umferðaröryggi.
Gengið verður að samkomuhúsinu,
þar sem ræður verða fluttar og
haldin skemmtun.
Akranes: Brandarakeppni verð-
ur haldin meðal skólabama, þar
sem verðlaun verða veitt fyrir já-
kvæða „umfierðarbrandara" svo og
fyrir ökuleikni á bifhjólum.
JC-hreyfingin
Árlega velur JC-hreyfíngin sér
kjörorð, sem að þessu sinni (1987)
er tileinkað öryggismálum. í því
skyni var ákveðið að s.k. JC-dagur
skyldi haldinn um land allt þann
24. okt., þar sem félagar hreyfíng-
arinnar myndu stuðla að bættri
umferðarmenningu f landinu.
(Frá J C-hreyfingunni)