Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 25 Matarskatturmn eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Matur, klæði og húsnæði. Þetta eru brýnustu lífsnauðsynjarnar. Þarfir líkamans knýja á daglega. Skynsamir menn láta auðvitað út- gjöld vegna þessara nauðsynja ganga fyrir öðru. Þeir ráðstafa tekj- um sínum fyrst til þessara hluta, en láta óþarfann, lúxus og skemmt- anir, mæta afgangi, ef einhver er. Jaðartekjur fara ýmist í það að mynda eign, til dæmis að taka sparifé, eða í það sem kalla má lúxus. En hann er ævinlega mikið matsatriði. Framanskráð virðist liggja í aug- um uppi. En það er nú samt ekki nema rétt svo. í voru þjóðfélagi er gífurlegur og viðvarandi þrýstingur á allt og alla, en þá einkum á yfír- völdin, Alþingi og ríkisstjórn að draga sem allra mest úr þeim tekju- straumi borgaranna, sem fara í þetta sem ég hefí kallað lífsnauð- synjar. Það er látlaus þrýstingur, sem miðar að því að fá sem mest af tekjum fólks lausar í lúxus og skemmtanir. Alþingi og ríkistjóm leita sífellt leiða til þess að geta greitt niður lffsnauðsynjar, og þá oftast jafnt fyrir ríka og fátæka. Lífsnauðsynjamar verður að lokum að greiða fullu verði, hvaða leiðir svo sem greiðslumar taka. Verka- maðurinn verður að fá laun fyrir sína vinnu og fyrirhöfn, en þar er uppspretta lífsnauðsynjanna. Jafn- vel í kommúnistaríkjunum em menn famir að átta sig á þessum einfalda en tormelta sannleik. Er þá ekki æskilegt að lífsnauð- synjamar taki til sín sem minnst af tekjunum? Um leið minnumst vér þess að tekjumar em önnur hliðin á fyrirhöfn og striti launþegans. Jú, að sjálfsögðu, en ekki minna en það sem kostar að framleiða þær. Þær gera það hvort sem er að lokum, þegar upp er staðið. Og þegar skatta þarf að innheimta til þess að hjálpa hinum vanmegnugu, bömum og gamalmennum og hlið- stæðum hópum, svo og til læknis- þjónustu og sjúkrahússrekstrar, þá er auðvitað sjálfsagt að skattleggja lífsnauðsynjamar eins og annað, þar sem það þykir henta, til dæmis til þess að gera óviðunandi skatta- kerf framkvæmanlegra. Eins og málið liggur fyrir, þá er skatturinn nauðsynlegur til þess að hægt sé að halda uppi óbijáluðu skattakerfí. í eðli sínu er skattur á matvæli um leið einskonar skattur á lúxus og skemmtanir. Sá sem greiðir 10% skatt á hráefni í mat, hann hefir minna fé til þess að láta í lúxus og skemmtanir. Það er verið að segja við neytandann það sem ég sagði hér að ofan: Tekjumar eiga fyrst og fremst að fara í lífsnauðsynjam- ar. Oftast leiðast þeir sem beita sér fyrir pólitík hinna niðurgreiddu lífsnauðsynja út í miklar ógöngur. Mubarak forseti Egyptalands hefir þann myllustein um háls sem heitir niðurgreitt brauð. Hann heldur í hið pólitíska líf sitt með gífurlegum komgjöfum Bandaríkjamanna. Þær munu nú vera komnar upp í einn milljarð dollara á ári. Eitt af því sem eykur á vandann er sóunin sem fylgir þessari stefnu. Menn nota í óhófí gæði sem meira kostar að afla en verðið segir til um. Þetta myndu þeir ekki gera ef allur samanburður væri réttur. Nýlega sá ég þá frétt frá Rúss- landi, að það væri til að bændur notuðu brauðið sem skepnufóður. Einnig þar mun brauðið að nokkm úr bandarísku komi. Þá sá ég það og nýlega haft eftir sovézkum hag- fræðingi, að þar í landi ræddu menn nauðsyn þess að tífalda húsaleiguna og þrefalda verðið á brauði, mjólk og kjöti. Það er enginr. Vaiiui að sjá, að lýðskrumið leiðir í ógöngur og hefír vondar afleiðingar. Hvers vegna að láta fólk borga fyrir brauðið, segja lýðskrumaramir. Þetta tilheyrir lífsnauðsynjunum! Hlýðið á okkar boðskap. Við breytum steinum í brauð! Þegar Svavar Gestsson hrökkl- aðist frá völdum eftir 5 ára ráð- herradóm, var komið neyðarástand, sagði hann. Hann ætlaði síðan að kaupa atkvæði alþýðunnar með 175 milljón króna „láglaunabótum" (1982). Þetta mistókst eins og kosn- ingamar sýndu. Alþýðan neitaði að taka beituna. Hún skildi að eitthvað var ekki með felldu. Hún skildi að að lokum fæst ekkert fyrir ekkert. Ég vona fastlega að útkoman með fjárlagafrumvarpið verði eins, fólkið neiti beitu lýðskrumaranna. Loksins hefír verið lagt fram flár- lagafrumvarp, þar sem reynt er að sýna fram á hvers þurfí með. Hvort efndimar ganga eftir er svo mál þingsins. En þar veltur á miklu að fjármálaráðherrann, og þeir sem með honum standa að frumvarpinu, beygi sig ekki fyrir lýðskrumurun- um sem fínnast í öllum flokkum. Sem þáttur í hreingemingaraðferð nýju stjómarinnar á skattakerfínu, þá er matarekatturinn svonefndi sjálfsagður. Án slíkrar hreingem- ingaraðgerðar, sem flármálaráð- „Loksins hefir verið lagt fram fj árlagafrum varp, þar sem reynt er að sýna fram á hvers þurfi með. Hvort efndimar ganga eftir er svo mál þingsins. En þar veltur á miklu að fj ármálaráðherrann, og þeir sem með honum standa að frumvarpinu, beygi sig ekki fyrir lýð- skrumurunum sem finnast í öllum flokkum. Sem þáttur í hreingern- ingaraðferð nýju stjórn- arinnar á skattakerf inu, þá er matarskatturinn svonefndi sjálfsagður.“ Benjamín H J. Eiríksson herrann svo kallar, verður ekki stoppað í götin, óreiða og skattsvik á þessum vettvangi stöðvuð. í reynd er þessi skattur jafnframt einskonar skattur á lúxusinn. Með matar- skattinum verður minna eftir í þesskonar eyðslu. Þjóðin á að fylgjast vel með ör- lögum fjárlagafrumvarpsins. Það er fyreta alvarlega skrefið sem tek- ið hefír verið um alllanga hríð til þess að betrumbæta Qármál ríkis- ins. Neyðarástandið hans Svavare er langt að baki, næstum því alveg gleymt. En aftur fáum vér að heyra í honum. Jón Baldvin Hannibalsson flármálaráðherra og Svavar Gests- son alþingismaður áttu með sér viðræðufund í sjónvarpinu. Svavar var kampakátur, en hann hefir fyrr misreiknað sig eins og fleiri af hans sauðahúsi. Leiðinlegt var gasprið í honum, um hluti sem hann ber ekk- ert eða mjög lítið skynbragð á, en öllu verra var að sjá hvað þessum fyrrverandi ráðherra Var áfátt um mannasiði. Iðulega, þegar fjármála- ráðherrann var kominn fram í miðja setningu, þá fór Svavar að gelta fram í fyrir honum. Auðvitað á stjómandinn að koma í veg fyrir svona dónaskap. Hann á að heimta almenna mannasiði af þátttakend- unum. Nú, Svavar er farinn að færast inn í skugga hinna fyrrver- andi, svo vonandi linnir plágunni smám saman frekar en skyndilega, að því er hann áhrærir. Svavar ætti að læra það af reynslu Hjör- leifs félaga síns, að hinir pólitískt dauðu lifna ekki við af gasprinu einu saman. Augljóst er að Qárlagafrumvarp- ið mun flokka sauðina frá höfrun- um. íjóðin þarf því að fylgjast vel með afgreiðslu þess. Höfundur er dr. í hagfræði og fyrrverandi bankastjóri Fram- kvæmdabankans. Luxor ý GEBVIHNATTA SJONVARPS SYNING Hinirfrábæru diskar frá LUXOR/SALORA ná nú þegar 8 erlendum stöðvum og eru í stakk búnir til að bæta við stöðv- um, þegar SES ASTRA verður skotið á loft á næsta ári. IBSí!ÍPsS||Ji®i í Hljómbæ kl. 10-16 í HqH Allareflirtaldar I Udy stöðvarverða sýndará ^pioneer sjónvarpstækjum okkarí dag. RAI VERÐ Á SKERMUM í DAG ER KR. 99.900.- _ Fyrireinn stigagang rr3IIlllO með 12 íbúðum kostar SÍÓll VBFpS skermurinnþvíaðeins fáíUllea Strax kr. Q OOC _ mmrinm■ *****""|®9 SllÖA O.Ofid.Vb ídaq HUDMBÆB Hverfisgötu 103, sími 25999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.