Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐEÖ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 nCBAAflff Ast er... ... þín. TM Rag. U.S. P« Off.—•¦ ii*M» ranrawl • 1987 tm *mjim Tmm %MtaM Maðurinn minn segir ekk- ert. Við tölumst ekki við um þessar mundir. Þetta var vissulega ekki, dagiir meistara Chop- ins... HÖGNI HREKKVISI HÖeWI KE/VUJR /WEP fWJm VlPSKIPTAVÍAL" Eru börn í meiri hættu en aðrir far- þegar í bílum? Ágæti Velvakandi. Undanfarin ár hefur Umferðar- ráð lagt töluverða áherlsu á að fræða börn og foreldra um gildi öryggisbúnaðar. Kannanir sýna að heldur hefur miðað í rétta átt í þessum málum þó ástandið sé hvergi nærri gott. Af hverjum 100 börnum sitja 60 laus í bfl. En á hvaða aldri eru þessi börn? Böm á aldrinum fjögurra til átta ára ald- urs sitja oftast laus í bflum. Hvers vegna er þessi aldurshópur í meiri hættu en aðrir? Er það vegna þess að fólk er ekki ennþá farið að átta sig á því að mjög einfaldur öryggis- búnaður er til fyrir börn á þessum aldri? Þau geta bæði notað barnabfl- belti og venjuleg fullorðinsbflbelti ef þau sitja á upphækkun (eða svo- kölmðum bflpúða). Það er óverjandi að börn séu í meiri lífshættu en fullorðnir þegar þau ferðast með bflum. Því að það-er staðreynd að fleiri fullorðnir nota öryggisbúnað en börn. Hvers vegna leggja foreldrar börn sín í þá Iffshættu að sitja laus í bfl? Ekki er hægt að kvarta yfir þvf að öryggisbúnaður sé ekki til. Góð- ur öryggisbúnaður fyrir börn frá fæðingu þar til þau geta notað venjuleg bflbelti er til í verslunum. Þannig að einhver önnur orsök ligg- ur hér að baki. Undanfarna daga höfum við hjá Umferðarráði fengið óvenju margar upphringingar frá fólki sem blöskr- ar að sjá lftil börn standa laus f bflum, mörg-hver f framsætum. Einn viðmælandi minn sagði frá umferðarslysi þar sem ungt barn slasaðist töluvert á höfði. Barnið stóð við framsætið og skall í rúðuna þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann 6k á ljósastaur. Skýring öku- mannsins áþvf af hverju barnið hefði verið laust f bflnum (sem var með beltum bæði í fram- og aftur- sætum) var sú að aðeins hefði verið um stutta ferð að ræða. . ^- m ^-^^^*^ S225H25j»^ HPlhMj l~^^'tfc*~É^M., ^fc m " S* VI LK» JmmW KVi \W -9 Hún er lffsseig trú fólks á að ekkert geti komið fyrir á litlum vegalengdum. En staðreyndin er sú að flest umferðarslys verða einmitt í stuttum ferðum. Börn eru algerlega upp á náð og miskunn foreldra sinna komin í þessum efnum. Þau geta ekki borið ábyrgð á eigin velferð. Ég skora á foreldra að standa sig betur í þess- um málum. Slys á börnum á íslandi eru óhugnanlega algeng. Margrét Sæmundsdóttir Er nægt eftirlit með Mendingum? Agæti Velvakandi Er ekkert eftirlit með útlending- um á íslandi? Þessi spurning kom upp í huga minn, þegar lögreglan handtók par frá Brasilíu með mikið magn af kókaíni eða „dauðalyfinu" eins og sumir kalla það, vegna þess hve hættulegt það er. Það hlýtur að valda tollgæslunni áhyggjum að þetta komst í gegn. Sýnir það ekki að herða þarf allt eftirlit. Til dæm- is ætti að gegnumlýsa allan farang- ur, aðeins smyglarar og glæpalýður myndu óttast slfkt. Ég vona innilega að útlendinga- Þekkirðu konumar? Til Velvakanda Kannast einhver við konurnar sem kölluðu sig skáldanöfnunum Henríetta frá Flatey og Svana Dún? Mál og menning ætlar að gefa út f haust bókina Sögur fslenskra kvenna og ritstjóra hennar langar að vita deili á þessum konum sem persónum og komast að því hvort þær eiga ættingja á lífi. Ef þið kannist við Henríettu og Svönu Dún biðjum við ykkur að hringja í sfma 15199. Mál og menning eftirlitið hafi eftirlit með ótrúlegum fjölda útlendinga frá suðlægum löndum sem virðast lifa á loftinu hér á landi. Til dæmis sér maður þessa menn aldrei vinnuklædda, heldur eru þeir á flakki um miðbæ Reykjavfkur. Ég hélt að það væri ekki hægt að lifa á loftinu á fs- landi en þessir útlendingar virðast geta það. Og þá dettur manni ósjálfrátt í hug að einhverjir þeirra stundi sölu á eiturlyfjum, þó íslend- ingar eigi þar einnig hlut að máli, því miður. Það ætti að efla toll- gæslu, útlendingaeftirlit og lög- reglu. Dómsmálaráðherra Svíþjóðar varð að segja af sér vegna þess að hann svaf í starfi. Vonandi er starfsbróðir hans á íslandi vakandi, eða hvað? Kristinn Sigurðsson Víkverji skrifar Þó það sé kannski fulldjúpt í árinni tekið að orða það þann- ig að þeir á ríkissjonvarpinu séu búnir að fá hundaæði þá er næsta augljóst að einhver hefur smeygt sér þarna inn á stofnunina sem hefur sérstakt dálæti á hundum. Nú eru hundaþættirnir í sjón- varpinu víst orðnir einir þrír á svosem hálfu öðru misseri, fyrst ákaflega hlutdrægur þáttur um hundahald f borgum (stjórnandinn var allur á bandi „hundavina"), þá annar og ekki síður einlitur um þjálfun hunda og raunar eigend- anna lfka og loks núna sá þriðji á sunnudaginn um kynbætur og hundasýningar þar sem það leyndi sér ekki enn að þeir eiga víst að heita hinir verstu hundingjar sem kæra sig ekki um að hafa þessar blessaðar skepnur sífellt fyrir fótun- um. Sjónvarpið sá ástæðu til þess á dögunum að sverja af sér örstutta ádrepu Páls Bergþórssonar veður- fræðings, þar sem hann lýsti í aleinni setningu hug sínum til rall- akstursins eða hvað það nú heitir. Væri nú ekki jafnmikil ástæða til þess fyrir ráðamenn á þessum bæ að senda frá sér mátulega skor- inorða yfiriýsingu í þá veru að það sé ekki eitt af háleitustu markmið- um sjónvarpsins að kaffæra okkur íslendinga í hundum? Einir fimm þingmenn, hver af sfnu sauðahúsinu, hafa sem kunnugt er sameinast um tillögu um einnota umbúðir sem þeir vilja að leysi pjátrið og plastið af hólmi sem nú ríður eins og holskefla yfir landið okkar. Gott verk og þarft og sannarlega tímabært. En þetta verður samt þungur róður, það mega menn bóka. Hags- munaaðilar munu berja sér á brjóst og veina hástöfum um valdnfðslu og haftafargan og éflaust verður líka mikið hrópað um frelsi náung- ans og nauðsyn þess að athafna- maðurinn fái að athafna sig í friði. Með lagni og atorku má gera svona mál að stóreflis rimmu með dúndrandi slagorðum um grfmu- laust ofbeldi og fáheyrða íhaldssemi og allt hvað eina. Sannið bara til. En á meðan fárviðrið geisar og hnúturnar fljúga um borðin og meira að segja nú þegar getum við hin, friðsemdarfólkið, aðeins reynt að spyrna við fótum, grynnka ögn á þessu bölvaða drasli sem er okkur til svo mikillar vansæmdar. Því ekki, til dæmis, að hafa sama lagið á með nýju gosdrykkjaumbúð- irnar og með glerflöskurnar að skella á þær samskonar umbúða- gjaldi og er á glerinu sem verslan- irnar endurgreiða síðan eins og öllum er kunnugt þegar því er skil- að aftur. Þar með væri annar hver krakki í bænum og ófáir fullorðnir komnir í hreinsunardeildina, og henni veitir sko ekki aldeilis af liðsauka. Lesning aftan á Trabant á bfla- stæði við Tjörnina: „Þessi bfll er Bentley í dulargervi." Og þar undir á öðru prentuðu spjaldi: „Afsakið ökulagið en maður verður að vera léttklikkaður til að halda sönsum í umferðinni." ^.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.