Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐBD, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 MORGUNBLAÐŒ), LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 33 Jltargiiiifrlftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freystelnn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrlfstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Brodský og frelsið Josef Brodský, rússneska ljóðskáldið, sem fékk bók- menntaverðlaun Nóbels á fimmtudaginn, hefur verið óragur við að berjast fyrir frelsi í Sovétríkjunum, en það- an var hann gerður útlægur árið 1972. Ityrstu viðbrögð hans við verðlaunaveitingunni voru þessi: „Ég varð mjög undrandi þegar mér var flutt fréttin en ég vona, að verðlaun- in verði til að auka áhuga fólks á rússneskri ljóðlist og ýta undir aukið frelsi í föðurlandi mínu. Ég vil trúa, að þar stefni í rétta átt en ég hvet þó engan til að veðja um það." Eins og af þessum orðum má ráða hefur Brodský fyrir- vara á trú sinni á að glasnost- stefnan, sem kennd er við Mikhail Gorbachev eða aðrar hugmyndir hans um breytingar á sovésku samfélagi, eigi eftir að koma til framkvæmda. Reynsla skáldsins sjálfs af hinu sovéska stjórnkerfi er á þann veg, að hann hlýtur að efast um að það geti breyst í þá átt, að þegnarnir fái frelsi. í bréfi, sem hann ritaði á sínum tíma í bandaríska tímaritið The New York Reviewtú stuðnings skáldinu Tomas Venclova, sem þá var í vörslu KGB, sagði Brodský, að úr þessari skamm- stöfun ætti einfaldlega að lesa „aftökusveit", „vinnubúðir" eða „geðveikrahæli". Og Brod- ský sagði einnig: „Því miður getur manneskj- an aðeins skilið jafn mikla illsku og hún getur sjálf sýnt af sér. Einmitt þetta veitir öll- um þessum skammstöfuðu stofnunum yfirburðastöðu og gerir okkur erfitt um vik að berjast gegn þeim. Sovétríkin eru land þar sem glæpavanda- málið hefur verið leyst af ríkisvaldinu — glæpirnir eru stundaðir af starfsmönnum ríkisins, og þeir eru atvinnu- menn. Þess vegna langar mig til að grípa þetta tækifæri til að Ieggja til við alla þá í þessu landi, sem áhuga hafa á mann- réttindum í austri að setja á fót, undir verndarvæng Banda- ríkjaþings eða utanríkisráðu- neytisins, sérstaka stofnun, sem fjallaði um vandamál af þessu tagi. Þar að auki ætti að setja allar upplýsingar um handtökur, pyntingar og morð í tölvur og tengja þær nöfnum manna og samtaka, sem gætu hafið aðgerðir eða vakið at- hygli á slíkum málum. Þörfin fyrir samræmingu allrar okkar viðleitni í þessu efni stafar af þeirri staðreynd, að við eigum í höggi við atvinnumenn á veg- um ríkisvaldsins, og við höfum ekki efni á að dreifa kröftunum og starfa viðvaningslega. Amnesty International er ekki nóg, þrátt fyrir allt hið góða starf þeirra samtaka — of seint er að vernda utanfrá mann, sem þegar er kominn í fang- elsi. Við þurfum að grípa til raunhæfra aðgerða mun fyrr. Sérhver vörn tekur mun lengri tíma en sókn — og tíminn er ekki gott afl lengur, þegar hann er ríkisvaldinu til um- ráða." Þessi orð Josefs Brodský eru enn í fullu gildi. Þau sýna, að hið nýja Nóbelsskáld er einarð- ur baráttumaður fyrir frelsi og virðingu fyrir mannréttindum og vill segja ofríki, harðstjórn og einræði stríð á hendur með skipulegum aðgerðum. Verð- skulduð viðurkenning, sem hann hefur nú hlotið fyrir ljóð sín, styrkir málstað þeirra, er berjast fyrir raunverulegum breytingum á stjórnarháttum í Sovétríkjunum. Tónlistar- dagur Efnt er til íslensks tónlistar- dags í fyrsta sinn í dag og er stefnt að því, að hann verði árviss viðburður, svo að fólki gefist kostur á að átta sig á, hve íslenskt tónlistarlíf er öflugt og fjölskrúðugt, eins og segir í ávarpi í tilefni dags- ins. Þar segir einnig: „Tilefni slíkra daga er að vekja athygli á því fjölþætta tónlistarlífi, sem fyrir er í landinu, tónlístarlífi, sem á við sífellt harðnandi samkeppni að stríða frá öflug- um, alþjóðlegum miðlum." Gróskan í tónlistarlífi hér á landi er mikil ekki síður en í öðrum listgreinum. í eðli sínu er tónlistin alþjóðleg. Hún á sína eigin tungu, ef svo má segja, og hún berst léttilega á milli landa og heimsálfa án til- lits til landamæra eða megin- hafa. Undir merkjum tónlistar- innar hafa íslendingar látið að sér kveða víða um lönd þannig að eftir því er tekið, Þess vegna er unnt að efna til íslensks tónlistardags án nokkurrar vanmetakenndar. Vonandi verður hann tónlistarlífinu góð lyftistöng. Það eru margir heima sem kunna skil á íslenzkri menningu og tungu Af Josef Brodský á íslandi Josef Brodský ásamt höfundi greinarínnar. Myndin er tekin í Reykjavík 1978. eftir Matthías Johannessen 23. júní 1978 Idag kom sovézka ljóðskáldið Josef Brodský i heimsókn til okkar Hönnu ásamt David McDuff, Jó- hanni Hjálmarssyni og Arna Bergmann, sem ég bauð sérstak- lega af því að hann langaði að hitta Brodský. Það var gaman að tala við þetta rússneska ljóðskáld, sem er eitthvað tíu árum yngri en ég, en þó mikið til sköllóttur og ekki sérlega ung- legur. Hann er dulur og virðist hlédrægur, jafnvel fráhrindandi í fyrstu, en vinnur á við nánari kynni. Hann hefur beittan húmor eins og Steinn Steinarr. Þegar ég sagði honum, að ég hefði komið til Leningrað, fæðingarborgar hans, 1946, þá sagðist hann hafa verið sex ára gamall. Hann sagði þó að það gæti verið, að við hefðum mætzt á götu, en hann myndi það ekki. Ég sagði, að við hefðum hitzt og ég hefði klappað á kollinn á honum. En þá benti hann á höfuð- ið á sér og sagði: „Það er kannski þess vegna, sem ég er að verða sköllóttur." Hann talaði fallega um fæðingarborg sínaog sagði „þar eru margar fallegar konur". Ég sagð- ist vita það. Hann brosti. En ég bætti við, að mér hefði yerið minnisstætt að sjá her- mennina með vélbyssur við skipið okkar, Brúarfoss, örkumla fólk úr striðinu, handa- eða fótalaust, en þó ekki sfzt hvað margar ungar stúlkur hefðu verið laglegar og mynd- arlegar. Þar með höfðum við eignast sameiginlegan miðþyngdarstað. Við sátum í sólinni úti í garði og Jóhann Hjálmarsson minnti á, að það væri, eins og að sitja í dimmum skógi, þar sem ljósið kemur neðan frá, eins og Steinn hefði sagt í samtali við mig. Rússar þurfa alltaf að vera að hugleiða hvaðeina og Brodský var að velta því fyrir sér, hvort hægt væri að tala um skóg á íslandi. Þá sagði ég honum frá tali Sinjavskýs um íslenzka málsmenn- ingarhefð, sem hann kunni skil á, þegar við hittumst f París. Ég sagði, að mig hefði furðað á því, hvað Sinjavský þekkti vel til fslenzkra bókmennta, sögu og menningar. Brodský sagði, að það kæmi sér ekki á óvart. „Það eru margir heima, sem kunna skil á íslenzkri menningu og tungu," sagði hann. „Sinjavský er mjög fínn og aðlaðandi maður," bætti hann við. Brodský fór að tala um stjórnmál. Hann sagðist aldrei hafa óskað eftir því að fara burt frá Sovétríkjunum. En einn góðan veð- urdag hefði sér verið afhentur farseðill, hann mætti fara úr landi. Það var 1972. Og á þvf andartaki, sem hann flaug yfir landa- mæri Sovétríkjanna, missti hann ríkisborg- araréttinn og er nú bandarískur þegn. Hann hefur ekki sfðan komið til ættjarðar sinnar. En þar á hann rætur. Rússi án jarðvegs og rðta á undir högg að sækja. Hann talaði ekki um þetta af neinni viðkvæmni, en sagði einungis: „Ég var sendur úr landi f útlegð á undan Solzhenitsyn. Og ég hef ekki kom- ið heim síðan." Ég drap á, að hann hefði minnt á lit- haugska skáldið Tomas Venclova f blaða- grein og spurði hann um örlög hans; ég hefði birt greinina í Morgunblaðinu. Hann brosti. Gleðin leyndi sér ekki í augunum, þegar hann sagði: „Hann er kominn til Vesturlanda. Þegar ég hafði skrifað grein- ina, fengum við spurnir af honum. Hann er mikið ljóðskáld, eitthvert mesta ljóðskáld austan tjalds, og nú er hann kominn til Parísar og vinnur þar. Ég hef átt þátt í því að frelsa tvo menn undan Sovétskipulaginu, Venclova er annar." Sfðan sagði hann okkur hver hinn er, mig rninnii það hafi verið skáldsagnahöfundur, lfklega Maranzin, ég man það ekki. _____._ . __ Þeir Arni fóru að tala um uppbyggingu sovézks þjóðfélags og þá kom f ljós, að Brodský hefur litla samúð með þrýstihópum. Hann sagði þau væru einkennileg öll þessi stéttafélög, sem vildu stjórna þjóðfélögun- um. Til hvers væru þá rfkisstjórnir? Það væri rfkisstjórnin, sem ætti að stjórna í lýð- ræðislandi, því að hún væri kosin af fólkinu. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar, að það ætti sem oftast að fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla eins og í Sviss. Hann gerði grín að flokkum og flokksstarfsmönnum; auðvit- að endaði þetta með því, „að flokksstarfs- menn mynda með sér stéttafélög, sem gera svo sínar kröfur". Síðan töluðu þeir Arni Bergmann um þetta á rússnesku og skildi ég það ekki. Væntanlega hefur Árni fengið að heyra einhverjar skoðanir, sem hann er ekki vanur í sfnum herbúðum. En við Jó- hann töluðum við David McDuff. Síðan fórum við upp á Hótel Sögu. Brod- ský virti fyrir sér útsýnið og dáðist að því. Nú skildi hann Jules Verne; þegar Jökull- inn hófst til himins. „En hann kom aldrei til íslands." „Hver hefði svo sem komið til íslands? Auden og William Morris." Brodský sagði sig langaði til að komast eitthvað burtu, inn á öræfi, þar sem allt væri öðruvísi en alls staðar annars. Að vísu hægði á tímanum í Reykjavík, en hann væri þess fullviss, að tíminn stoðvast inni á öræfum. Við lofuðum að fara með hann seinna. Við fórum að tala um Auden og Louis MacNeice og hann spurði, hvernig stæði á því, að hann væri jafn gleymdur og raun bar vitni. McDuff sagði það væri ekki vegna þess hann væri ekki gott ljóðskáld, heldur væri eitthvað í ljóðum hans, sem ylli því, að hann næði ekki til fólks nú um stundir. Hann væri raunar afar gott ljóðskáld. Brod- ský tók undir það og fór með kafla úr Regni í London eftir Louis MacNeice. Það var undravert, hve hann mundi þetta á ensku og fór fallega með það, ógleymanlegt; síðan annað ljóð eftir MacNeice, eitthvað um gard- en, ég man það ekki. Það eyðileggur skuggana, sem koma neðan frá, að ráða fram úr því. Línan úr öðru hvoru þessara ljóða er skfrskotun til Shakespeares, þar sem talað er um „an Egyptian Death", það þótti Brodský fín lína og ekki sízt í því sam- hengi, sem hún stendur í ljóðinu. Hann sagði, að Louis MacNeice væri frábært ljóð- skáld. Og spurði um Auden. Hann hefur ort ljóð til minningar um T.S. Eliot, þar sem hann hefur erfiljóð Audens um Yeats að fyrirmynd. Hann spurði, hvort við fyndum íslenzk áhrif í þessu ljóði Audens. Við sögð- um það. Ég fór með vísuna She is fine as morn in May. „Þetta er fallegt," sagði hann. Hann kvaðst gera sér grein fyrir, að rætur okkar stæðu djúpt í Iandinu. Og McDuff spurði, hvort fslenzkt skáld gæti lifað án þess jarðvegs, sem ísland væri. Ég sagðist telja það væri auðveldara fyrir sovézk skáld en fslenzk að búa erlendis, því að þau hefðu frægð sína og þekkingu umheimsins á sovézkri bókmenningu að bakhjarli. Enda þótt íslenzkar fombókmenntir væru heims- þekktar, hefðum við ekki sama bakhjarl f þeim og t.d. Rússar í sínum arfi, svo að það væri í raun og veru gjörsamlega ómögulegt fyrir íslenzk ljóðskáld að hasla sér völl er- lendis. Við þyrftum á þeirri næringu að halda, sem væri umhverfi okkar og land. McDuff kvaðst hafa tekið eftir því í ljóðum íslenzkra skálda, að það væri „mikið jarð- samband í þessum ljóðum, það fer ekki framhjá neinum". Brodský sagði sér kæmi það ekki spánskt fyrir sjónir og mér fannst hann hafa samúð með þvf sjónarmiði, að ljóð spryttu úr jarðvegi skáldsins. Brodský minntist aftur á stjórnmál og sagði að stjórnmálaskoðun sfn væri mjög einfðld. „Fólkið, sem vinnur störfin, á að ráða. Það á ekki að kalla á neina fulltrua fyrir þetta fólk, menn sem eru úr tengslum við starf þess, en ráðskast með það fram og aftur, eins og hverjum sýndist. Fólkið sjálft á að hugsa um eigin hagsmuni. Fagfé- lögin verða ofvöxtur. Þau kæfa allt í kringum sig eins og arfi." Stór stéttafélög reyndu að gleypa þau minni, en áður hafði hann skírskotað til Félags námumanna í Bretlandi. Þeir höfðu pó litla samúð með sovézkum námaverkamanni sem var hand- tekinn eins og Búkovský benti á f fyrirlestri sínum f Reykjavík. Þjóðaratkvæði um ein- stök mikilvæg atriði voru honum þó efst í huga og það er kannski táknrænt, að rúss- neskur borgari, sem hefur lifað við minning- una um alræði keisaradæmisins og upplifað alræði kommúnismans, skuli telja, að fólkið eigi einhvern tíma að fá leyfi til að segja, hvað því býr í brjósti. Annars sagði hann að það væru „alltof margir önnum kafnir í pólitík", eins og hann komst að orði. „Það er svo margt annað í lífinu, sem við getum fjallað um og haft yndi af og ástæða er til að velta fyrir sér og vinna að. Það er ískyggilegt þegar allir eru á kafi í pólitík." Stjórnmál eru augsýnilega eitur í beinum Brodskýs. Hann spurði, hvort hann gæti séð Heklu, þegar við færum inn á öræfi. Við sögðum honum, að hann gæti snert hana. Hann sagði: „En þá springur hún í loft upp." Áður en við kvöddumst að þessu sinni, sagði ég við Brodský: „Við Rostropovits tðluðum saman. Við töluðum um skáldskap. Við töluðum um rússneska ljóðlist. Hann sagði, að þú værir eitt mesta ljóðskáld á rússneska tungu, sem nú er uppi." Brodský horfði á mig og sagði: „Það var fallega sagt af honum." Um kvöldið las Brodský upp í Regn- boganum. David McDuff las fyrst þýðingar sínar á þeim ljóðum, sem Brodský flutti. Fyrst fór hann með ljóðið um T.S. Eliott og það mátti heyra hljóminn af kvæði Aud- ens um Yeats, þó að maður skildi ekki stakt orð. Brodský les utanbókar með þróttmikilli ljóðrænni rödd, sem fyllir salinn eins og tónlist. Það var heldur fátt á upplestrinum, en þeir, sem voru þar viðstaddir, urðu þeim mun ríkari að reynslu. Upplesturinn var ógleymanlegur.Ég hef aldrei heyrt jafn- þunga hrynjandi og í þessum ljóðum í upplestri skáldsins. Mér hefur fundizt eftir á, að ég hafi skilið hvert orð. Það var engu lfkara en Volga rynni inn í æðar mínar; breið, lygn og þung í farvegi sínum. Það er mikil jörð, sem fæðir af sér slíkan skáld- skap! Ég öfunda Arna Bergmann að skilja þessa þróttmiklu tungu. Ljóðaþýðingar Davids McDuff eru víða kunnar og komu þeim, sem skildu ekki rúss- nesku, að góðu gagni. Þær eru látlausar, en hnitmiðaðar og komu augsýnilega til móts við þá sterku, ljóðrænu fegurð, sem er einkenni frumtextans. Það vakti athygli viðstaddra, að Brodský fór með öll ljóðin utanbókar, bæði stutt og löng. Brodský las ljóð um Símon Pétur, sem hann sagði, að minnzt væri á bæði f Gamla og Nýja testamentinu „og var sá fyrsti, sem sá Messías", sagði skáldið. „Mig minnir, að sagan um Sfmon sé f Lúkasarguðspjalli," sagði Brodský. Annars fjallar ljóðið um Maríu guðsmóður, Krist og ekki sfzt Önnu. Hann sagði, að nafn hennar f ljóðinu væri skírskotun til rússnesku skáldkonunnar Önnu Akhmatovu, sem var verndari hans og batt hvað mestar vonir við hann allra ungra rússneskra skálda. Hún bjó einnig f Leningrað. Mörg ljóða Brodskýs eiga rætur í frásögn- um Biblíunnar og grfskrar goðafræði. Trojustríðið er honum áleitið yrkisefni. Hann leggur út af texta þessara rita, en endurseg- ir þau ekki. Shelley hefur ort frægt ljóð um Adonis. Það hefur Brodský einnig gert og fór með það fyrir okkur. Hann skýrði sög- una, sem hann lagði út af f ljóðinu. Það fjallar um hernað, ógnir strfðs og hryllilegar afleiðingar. Það eru margar eftirminnilegar línur f þeim ljóðum, sem Brodský las. En mér er einna minnisstæðust lfnan, sem McDuff þýðir svo: dust is life's flesh, þ.e. rykið er hold lífsins. Að lokum fór hann með kvæði sitt um Robert Lowell, eitt helzta ljóðskáld Bandaríkjanna, sem lézt langt um aldur fram. Hann orti það á ensku. Það var merkileg reynsla að heyra Brodský flytja þetta ljóð á ensku, því hrynjandin var rúss- nesk og manni fannst eiginlega það skipta engu máli, hvort hann læsi á ensku eða rússnesku. Hljómurinn var sá sami og ljóð- rænn þróttur fyllti salinn með sama hætti, hvort sem hann flutti ljóðin á rússnesku eða ensku. Að upplestrinum loknum svaraði Brodský nokkrum spurningum, sem ég lagði fyrir hann, t.a.m. hvort ekki væri erfitt að yrkja á framandi tungu? „Nei," sagði hann, „það skiptir mig engu, hvort ég yrki á ensku eða rússnesku, þó að rússneskan sé nátturlega móðurmál mitt." Hann sagðist búa í New York-fylki, en kvaðst þekkja vel andrúmið í Ijóðum Roberts Lowells, sem hefði átt rætur í N£ja Englandi, Boston og um- hverfí, enda væru ljóðin skírskotanir til hennar. Þá sagðist hann hafa lftið þekkt til íslenzkra bókmennta, þegar hann kom til landsins, en nú hygðist hann kynna sér þær betur. Við höfðum talað saman fyrir upplest- urinn og barst þá m.a. í tal fornfslenzk eða norræn goðafræði. Virtist hann fá áhuga á henni. Jóhann Hjálmarsson minntist á trúar- legan þátt í ljóðum hans og ég spurði, hvort hann væri trúaður á sama hátt og t.a.m. Solzhenitzyn og Rostropovits, sem báðir legðu áherzlu á grí sk-kaþólska eða orþódoxa trúarsannfæringu sína. „Ég veit það ekki enn," svaraði Brodský. „Ég vil hvorki játa né neita að ég sé trúaður. En það kemur í ljós." Jósef Brodský var yfírheyrður f ársbyrjun 1964, ákærður fyrir slæpingshátt og dæmd- ur tii fimm ára dvalar f vinnubúðum, en honum var sleppt næsta ár vegna mikilla andmæla á Vesturlöndum. Hann fékk að fara úr landi 1972. Þar sem hann er gyðing- ur, var búizt við að hann færi til Israels, en hann kaus Bandarfkin og er nú banda- rískur þegn. Olga Ivinskaja getur hans í A Captive of Time (1978), N. Mandelstam minnist á hann f minningabók sinni og seg- ist aldrei hafa heyrt annan eins upplestur og þegar Brodský les ljðð sín. Talfæri hans breytist í hljómsveit. Hann hafí verið óeigin- gjarnasti vinur Önnu Akhmatovu, en hún hafí ofmetið skáldskap hans. Brodský var dæmdur, m.a. fyrir að vera „sníkjudýr" og var sendur í þrælkunarbúðir skammt frá Arkangelsk. Þegar hann var spurður við réttarhöldin, hvers vegna hann hefði ekki lært skáldskap f einhverri seðrí menntastofn- un, svaraði hann: „Ég hélt ekki það væri eitthvað sem ... maður lærði... Ég held það sé... frá Guði..." Brodský vildi ekki láta auglýsa upplestur- inn. „Mér er alveg sama," sagði hann, „hvort það iverða fáir eða margir." McDuff bætti við: „Eliot hefur sagt, að ákjósanleg- ast sé, að áheyrendur séu ekki fleiri en tíu. Þá verður engin truflun. Hann hafði litla trú á margmenni við ljóðalestur." En þegar Brodský fór að lesa ljóð sín, var eins og salurinn væri fullur af fólki, og hann fór með ljóðin, eins og það væri í fyrsta og sfðasta sinn. Hann gaf þessum fámenna hópi, sem viðstaddur var, allt sem hann átti. Hann minnti á Pál ísóifsson, sem sagð-. ist aldrei hafa spilað eins vel á orgel og þegar hann lék við jarðarför útigöngu- manns, sem átti engan að, nema guð. Þegar Josef Brodský skrifaði David McDuff sfðar, sagði hann að ísland væri einmana. Það væri eins og að upplifa draugagang að koma til þessa óraunveru- Iega lands, þar sem fólkið minnti sig á vofur. FÉLAGIORÐ Bókaútcáfan Þjóðaaga 1982. Morgunblaðið/Emilía Borgarráð hefur samþykkt að hús við Tjarnargótu 11, þar sem væntanlegt ráðhús borgarinnar mun rísa, verði flutt á 16ð við Tún- götu 10. Borgarráð: Tjarnargata 11 verður Túngata 10 Lóðin við Túngötu 10 en þar er leikvöllur. Morgunblaðifl/Sverrir Iðnaðarráðuneytið; Erlent áhættufjár- magn í stað lánsfjár Stóriðjunef nd lögð niður Iðnaðarráðherra hef ur ákveð- ið að leggja niður stóriðjunefnd, samninganefnd um stóriðju og frumkvæðisnefnd. Jafnframt hefur verið ákveðið að skipa nefnd til að athuga á hvern hátt iðnaðarráðuncytið getur best stuðlað að almennu samstarfi iunlcndra og erlendra fyrirtækja og aukinni erlendri fjárfestingu hér á landi i þvi skyni að draga út viðskiptahalla við útlönd. Með þessu móti yrði einnig dregið úr þörf f yrir erlendar lántökur með því að erlent áhættufé komi i stað lánsfjár. í frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir, að ráðuneytið hafl undanfarin ár haft frumkvæði um leit að er- lendum samstarfsaðilum um stór- iðju til nýtingar innlendrar orku og séu nú sérstaklega kannaðir mögu- leikar á frekari uppbyggingu áliðn- aðar í Straumsvík. Kanna þmfi möguleika á samstarfí við erlenda aðila á öðrum sviði iðnaðar, bæði f stærri og minni fyrirtækjum. Því muni ráðuneytið nú beina athygli sinni að almennri þátttöku erlendra aðila f atvinnulífínu með áhættu- fjármagni í stað lánsfjár og á hvern hátt ráðuneytið geti orðið að liði f þeirri þróun. í nefnd þeirri, sem iðnaðarráð- herra hefur skipað til að gera tillögur um hvert skuli vera hlut- verk iðnaðaráðuneytisins á þessu sviði og hvernig því skuli sinnt, eiga sæti þeir Valur Valsson, banka- stjóri. Geir H. Haarde, alþingismað- ur, Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri, Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður og Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri. Halldór J. Krisrjánsson, yfirlögfræðingur, mun starfa með nefndinni. Aukning í sölu áfengis og tóbaks ÁFENGISNEYSLA íslendinga fyrstu 9 mánuði ársins var 3,22% meiri en i fyrra í litrum talið og 4,88% meiri í alkóhóllitrum talið. Sala vindlinga jókst um 5,09% og vindla um 4,81% en sala neftóbaks var hins vegar 22,62% minni en i fyrra. Söluaukninggins var 54,44%, bitt- era 33,39%, freyðivíns 20,46% og konfaks 18,95%. Sala vermúts minnkaði hins vegar um 19,49%, sjenevers um 18,12% og íslensks brennivfns um 7,13%. í þessum tölum er ekki tekið tillit til þess magns af áfengi og tóbaki, sem áhafnir skipa og flugvéla og ferðamenn flytja inn f landið eða kaupa f fríhöfninni á KeflavíkurflugveUi. Ekki er heldur tekið tillit til þess magns af áfengi sem ÁTVR flytur úr landi, segir í fréttatilkynningu frá Áfengis- og tóbaksverslun rfkisins. 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.