Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 Náttúru- vemdarslys eftír Bjöm Rúriksson „Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum Hver er þögnin? Hvar er kyrrðin sem þér kenndi að dreyma og þrá? Hvar er lágvær þytur bjarka? Hvar er blómkyljunnar vísa? Hvar er löðurhvíti fossinn sem þú lærðir söng þinn hjá?“ Ólafur Jóhann Sigurðsson úr ijóðabókinni „Að lauffeijum" Það er bjartur sumarmorgunn. Komið er að sólstöðum. Lest fá- einna reiðmanna fikrar sig hægt en örugglega upp Tungukoll, langt og ávalt fell inn af eyðidalnum Austurárdal í Húnaþingi. Austurá er að baki, þar sem hún vindur sig eftir grónu og ávölu gljúfri við rætur fellsins, allmyndarlegt vatns- fall, rétt mátulega straummikið til þess að reynast óvönum hestamanni hæfíleg hindrun og einhvers virði sem slík. Riðið er eftir troðnum hestagötum með stöku gijót- og malarflákum í milli. Ófar taka við holt og mýrafen, þar sem reiðmaður fer af baki og teymir hest sinn yfir fífusund og með fram verstu vilpun- um. Eftir dijúglanga reið, um land sem fer hækkandi, opnast smám saman kyngimögnuð sýn inn til ævintýraheima Eiríksjökuls, þar sem hann ríkir yfír ómælisvíddum votlendis og óteljandi tjarna. Hér hefur vatnið ofíð töfravef lífs og lita, og skapað veröld gróðurs og dýra sem engan á sinn líka á ís- landi og þótt víðar væri leitað. Vötn og tjarnir með sífellt nýju og óvæntu fuglalífí birtast við hvert holtið af öðru eftir því sem reið- manni miðar. Stöku sinnum er áð og kyrrðar notið í sólvermdum lautum á tjarn- arbakka. Eftir því sem á daginn lfður færist jökulkrýndur bergrisinn nær, þar til hann sveipast kvöld- rökkri í þann mund sem lúinn reiðmaðurinn fagnar náttstað á miðri heiði f látlausum gangnakofa við Lónaborg. Eftir að maðurinn er horfinn á vit þessa ósnortna lands, þar sem himbrimi, silungur, álft og refur verða allt í senn, efniskenndur veru- leiki og nýr og ferskur hugarheim- ur, er sem hans eigin veröld tækni og menningar tapi mikilvægi sínu og hverfí úr vitundinni. Þar sem menningin tekur við Það er ómetanleg lífsreynsla að kynnast nóttlausri voraldar veröld á Amarvatnsheiði án ummerkja nútfmans. Þegar farið er gangandi eða ríðandi um svæðið, verður ekki vart ummerkja sem einkenna land sem opið er bflaumferð. Á suður- jaðri þessa mikla vatnasvæðis hefur verið gerður vegarslóði upp frá Hallmundarhrauni, með Norðlinga- fljóti að Amarvatni hinu litla og fram að Amarvatni stóra. Þar sem bfllinn ræður rflgum, er gildismatið annað. Þar sem bfllinn kemst um þarf minna fyrir lífínu að hafa. Mýraflákar og vötn sem menn sjá út um bflglugga á ferð vekja for- vitni, en marka ekki þau djúpu spor sem verða í vitund þeirra sem þurfa að hafa fyrir því að komast um landið gangandi eða á hestbaki. Því er það gangandi manni um ónumið land nánast eins og svipuhögg að sjá óurðað rusl, brunnin plastílát og beyglaðar bjórdósir á grónu landi hjá endastöð bflumferðar við Amar- vatn. Vonandi er að framsýni manna megni að tryggja komandi kynslóð- um friðland, þar sem aðstæður haga því svo að hvers konar sjónmengun verði mönnum sá þymir í augum að dugi til upprætingar hennar. Til skamms tíma lá slæmur veg- arslóði inn að Amarvatnsheiði frá Borgarfirði. Fyrir þremur árum var hann lagfærður svo að tiltölulega greið leið er nú fyrir jeppa inn að Amarvötnunum báðum, eins og fyrr var getið. Enginn eiginlegur vegur liggur að Amarvatni frá Norðurlandi. Tvær fjallaslóðir liggja inn á hálendið upp úr byggð, önnur úr Víðidal og hin úr Vatnsdal og em þær nánast í austuijaðri Amar- vatnsheiðar, þar sem skammt er inn á reginöræfí og eyðimörk á Stóra- sandi. í sumar er leið var friðhelgi þessa mikla og ósnortna svæðis rofín, og nú vom vamir veiktar með því að leggja bílveg eftir reiðtroðningum þeim sem lýst er í inngangi þessar- ar greinar, yfír þver heiða- og mýralöndin inn af Tungukolli og þaðan inn til Amarvatns. Víða var vegurinn lagður beint af augum, og stórir framræsluskurðir grafnir beggja vegna vegarstæðisins og þvert út frá því, þar sem farið var yfír votlendið. Með þessari vegar- lagningu, sem greinarhöfundi skilst að látin hafí verið átölulaus af hálfu Náttúmvemdarráðs, er hið stóra ósnortna svæði Tvídægm og Amar- vatnsheiðar nánast helmingað í einu vetfangi. Þar sem tugir kílómetra vom að næsta vegarkafla, er nú komið óbætanlegt sár á landið, þar sem skarkali heimsins á sér nýtt vígi til sóknar inn á friðlendur fugla og refa. í dalbotni þar sem áður Lómur á hreiðri. var ein fárra fysilegra leiða úr byggð fyrir reiðmenn og gangandi inn á þessi lönd, er nú komin brúuð á og bílvegur. Rökin fyrir þessari vegarlagn- ingu em m.a. þau að gangna- mannaveg hafí þurft inn á afréttinn og eftirlit þurfí að hafa með veiði og vötnum Amarvatnsheiðar af hálfu hagsmunaaðila og eigenda veiðiréttar norðan heiða. Mönnum mun hafa vaxið í augum að ekki yrði komist að vötnunum á bflum nema vestan frá Borgarfírði. Á okkar tímum er það nánast orðið náttúmlögmál að þar sem menn þurfí að komast ferða sinna verði að gera bflvegi. Heimamenn nyrðra hefðu líklega getað gegnt eftirliti sfnu úr Borgarfírði eða gert samning um að veiðieftirlit færi fram á vegum vestanmanna. Eðli málsins samkvæmt hefði líklega verið hægt að halda úti eftirliti á hestbaki. Vefst það lítt fyrir mönn- um í öðram löndum, þótt minna liggi við. Ekki er laust við að sjálf- ur eftirlitsvegurinn verði sjálfskap- arvíti þar sem aðkomumönnum verður nú greið leið inn á svæðið og það eitt útheimti stóraukið eftir- lit, fyrir utan þann sannleik að nú hefur verið gerð ný hálendisleið og hringvegur sem freista mun margra, íslendinga jafnt sem út- lendinga. Ef fjallað hefði verið um málið af skynsemi og virðingu fyrir nátt- úm landsins er eins víst að til álita hefði komið að fullgera annan hvom veginn úr Víðidal eða Vatnsdal, koma í veg fyrir náttúmspjöll, en koma jafnframt til móts við nýting- arsjónarmið manna í héraði. Litið var fram hjá þeim möguleika. Hlutverk Náttúruvemd- arráðs samkvæmt lögum í 28. grein laga nr. 47/1971 um náttúmvemd segir svo m.a.: „Nátt- úruvemdarráð skal með aðstoð náttúmvemdamefnda kynna sér eftir föngum náttúmminjar, sem ástæða er til að friðlýsa, svo og lönd þau, sem ástæða kann að verða til að lýsa friðlönd eða leggja til þjóðgarða eða fólkvanga. Skal ráðið semja skrá um slíkar minjar og slík lönd.“ Náttúmminjaskrá hefur verið samin og er síðasta útgáfa hennar frá árinu 1984. Með skránni fylgja kort af íslandi og era náttúruminjar merktar þar sem línustrikaðir fletir. Annar hluti skrárinnar fjallar um svæði þar sem undirbúningur frið- lýsingar er skemmra á veg kominn en á svæðum í fyrsta hluta. Stærsti strikaði flötur þessa hluta skrárinn- ar er merktur númerinu 2.38 og segir svo í skránni: 2.38 Arnarvatnsheiði og Tvídægra, Mýr., V.-Hún (1) Vatnasvæði Amarvatnsheiðar og Tvídægm. Að sunnan liggja mörk um Norðlingafljót frá Efri-Fljóts- drögum sunnan Bláfellstjamar vestur á móts við Surtshelli. Þaðan liggja mörk vestur í Vatnshnúk, um Spenaheiði, Sléttafell og Suður- mannasandfell ( sýslumörk, sem afmarka austurhluta svæðisins. (2) Fijósamar tjamir, stöðuvötn, flóar og ár á vatnasviði Þverár, Hvítár, Hrútafjarðarár, MiðQarðarár og Víðidalsár. Silungsveiði og mikið fuglalíf. I 29. grein náttúmvemdarlag- anna stendur þetta m.a.: „Valdi fyrirhuguð mannvirkjagerð eða jarðrask hættu á þvl, að landið breyti varanlega um svip, að merkt- um náttúraminjum verði spillt eða hættu á mengun lofts eða lagar, er skylt að leita álits Náttúmvemd- arráðs, áður en framkvæmdir hefíast." I 40. grein reglugerðar um nátt- úmvemd nr. 205/1973 segir m.a. svo: „Hefjist einhver handa um fram- kvæmdir, sbr. 37. og 38. gr., án þess að umsagnar hafí verið leitað, getur Náttúmvemdarfað eða nátt- úruvemdamefnd krafízt þess, að lögreglustjóri stöðvi framkvæmdir, að viðlögum dagsektum þar til umsögn hefur verið gefín,.. .“ Greinarhöfundur hefur komist að því að í apríl sl. var bréf sent Nátt- úruvemdarráði með rökstuddri beiðni um að ráðið beitti sér fyrir því að framkvæmdum við fyrir- hugaðan veg yrði frestað í t.vö ár og að tíminn yrði notaður til þess að kanna eftirfarandi atriði. (1) Hugsanleg áhrif framkvæmda á vistkerfí og vatnabúskap Fjallakyrrðin fleyguð ítvennt Svo er að sjá að Náttúruverndarráð, eða framkvæmda- aðili á þess vegum, hafi verið með í ráðum varðandi vegagerð um við- kvæmt landsvæði sem ráðið sjálft hafði lýst þörf á að friðlýsa. Með þessu móti er hið stóra ósnortna vot- lendissvæði Tvídægru og Arnarvatnsheiðar nánast fleygað í tvennt í einu vetfangi. o L Morgunblaðió/ GÓI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.