Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 ÍSLENSKUR TÓNLISTAR- DAGUR Hjá ýmsum þjóðum, ekki síst þeim smærri, hefur tíðkast unanfarin ár í sívaxandi mæli að efna til tónlistardags, þar sem áhersla er lögð á tónlist og tónlistarmenn viðkomandi lands. Tilefni slíkra daga er að vekja athygli á því fjölþætta tónlistarlífí, sem fyrir er í landinu, tónlistarlífí sem á við sífellt harðnandi samkeppni að stríða frá öflugum, alþjóðlegum miðl- um. Slíkt þekkjum við mætavel hér á landi. íslenskt tónlistarlíf hefur eflst jafnt og þétt á undanfömum árum, og samkeppnin utan frá sömuleiðis. Það er því meir en tímabært að eftia til íslensks tónlistardags, þar sem fólk frá öllum og ólíkustu svið- um tónlistar tekur höndum saman og kynnir störf sín. Fyrsti vetrardagur varð fyrir valinu. íslenskir tónlistarmenn munu á þessum degi flytja tónlist sína á markaðstorgum, innan dyra eða utan, eftir því sem veður leyfír, þeir munu hafa opin hús, opna félags- heimili tónlistarmanna að Vitastíg 3 og enda daginn með Tónlistarveislu ársins að Hótel Sögu. Stefnt er að því, að Islensk- ur tónlistardagur verði árviss viðburður, svo að fólki gefíst kostur á að áttta sig á, hve íslenskt tónlistarlíf er öflugt og fjölskrúðugt, jafnvel þótt stiklað sé á stóm í þetta sinn. Dagurinn á að bera vott um þá víðtæku samstöðu, sem myndast hefur með íslenskum tónlistarmönnum, að standa vörð um lifandi tónlist í landinu. Við vonum, að fólk samfagni okkur á þessum fyrsta íslenska tónlistardegi, og að hann megi ætíð verða tilhlökkunarefni. Halldór Haraldsson, formaður Tónlistar- bandalags íslands. Þorkell Sigurbjörnsson, formaður Tónskáldafé- lags íslands. Magnús Eiríksson, form- aður Félags tónskálda og textahöfunda. Tónlistarmenn leggja síðustu hönd á búnað félagsheimilisins Morgunblaðiö/Börkur Félagsheimili tónlistarmanna opnað FÉLAGSHEIMILI tónlistar- manna að Vitastig 3 í Reykjavík verður formlega opnað í dag á íslenska tónlistardeginum. Hús- næðið er 240 fermetrar að stærð og er hugmyndin að þar verði miðstöð samskipta og upplýs- ingastreymis milli tónlistar- manna. Husnæðinu er skipt niður með færanlegum skilrúmum. Með því móti fæst aðstaða fyrir margs kon- ar starfsemi. Til dæmis verður aðstaða til hljóðritunar í hljóðveri, fundahalda, tónleikahalds og tón- listarkennslu, t.d. námskeiðahalds. Þá verður veitingaaðstaða og að- staða til skemmtanahalds. í félags- heimilinu verða einnig skrifstofur fyrir hin ýmsu félög og samtök tón- listarmanna auk æfingaraðstöðu fyrir einleikara, kóra og flokka hljóðfæraleikara. Til þess að fjármagna kaup á Félagsheimilinu hafa m.a. verið gefin út 500 hlutabréf sem seld hafa verið á 10.000 krónur hvert. = = L „Tónlistarveisla ársins“ » þekkt- ij zzz Maitírafl •j * 0 HUGBUNAÐUR KYIMIMIIXIG í versluninni Tölvuvörum, Skeifunni 17, iaugar- daginn 24. októbernk. kl. 10-16. Fyririestrar um 00 HUGBÚNAÐ verða kl. 10, 12og 14. 00 HUGBÚNAÐUR býðurm.a. lausnirá: * FJÁRHAGSBÖKHALDI * VIÐSKIPTAMANNABÓKHALDI * BIRGÐABÓKHALDI * LAUNABÖKHALDI * VERKBÓKHALDI HUGBÚNAÐUR FYRIR ÞÁ, SEM HUGSA FRAM í TÍMANN TOLVll VPRUR HUGBUNAÐUR SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175 mönnum lands- ins skemmta „Tónlistarveisla ársins“ verður haldin í tilefni dagsins í Súlnasal Hótel Sögn í kvöld. Hefst hún með kvöldverði kl. 19, en að loknuborðhaldi kl. 21.30 hefst tónlistardagskrá þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram. „Veislan" er opin almenningi og rennur allur ágóði hennar til hins nýja Félagsheimilis tónlistarmanna. Þeir Kolbeinn Bjamason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari leika ljúfa tónlist með- an á borðhaldinu stendur. Af öðrum skemmtiatriðum má nefna sönghópinn Madrigalana, en hann skipa Hildigunnur Halldórsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Martial Nardeau og Sverrir Guð- mundsson. Þau flytja nokkur lög frá 15. og 16. öld. Halldór Har- aldsson píanóleikari og Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikari leika nokkur lög, Valgeir Guðjónsson stuðmaður kemur fram auk Krist- ins Sigmundssonar, óperusöngv- ara og Jónasar Ingimundarsonar undirleikara hans og Bergþóru Ámadóttur vísnasöngkonu sem nýtur aðstoðar hljómsveitar Grét- ars Örvarssonar og söngkonunnar Önnu Pálínu Amadóttur. Þá koma 10 félagar úr Félagi harm- onikuunnenda fram og flytja lög eftir Sigfús Halldórsson og Njáll Sigurðsson fræðslustjóri kveður rímur. Ellen Kristjánsdóttir söng- kona og Eyþór Gunnarsson úr Mezzoforte flytja m.a. lagið Án þín eftir Jón Múla og Jónas Áma- syni. Lagið syngja Ellen og Bjami Arason söngvari. Bjami frum- flytur einnig lag Þorkels Sigur- bjömssonar Þú ert draumur við ljóð Halldórs Laxness. Að lokum syngur hann hressilegt Presley lag. Veislustjóm annast Ríó Tríó sem tekur nokkur lög í lokin. Hlutafé í Félagsheimili tónlist- armanna verður safnað í veislunni og á miðnætti verður dregið úr númeruðum hlutaij árloforðum sem safnast um kvöldið. Hljómsveit Grétars Örarssonar leikur fyrir dansi og eftir mið- nætti verður Bjami Arason rokksöngvari í hlutverki Elvis Presley á sýningu sem verið hefur að undanfömu á Hótel Sögu. Á Mímisbar leikur Tríó Áma Sche- ving, en veislunni lýkur klukkan 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.