Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐj SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 45 þessa stórkostlegu Alpamynd sem nefnist „Dent de Midi". í Sviss mál- aði hann líka andlitsmyndina af eðlisfræðingnum Auguste Forel, sem sýnir vald listamannsins á sál- fræðilegum mannamyndum. Þá var komið að Berlín. O.K. - eins og hann var jafnan kallaður þegar hér var komið - komst í innsta hring þeirra sem gáfu út framúrstefnutímaritið „Der Sturm“. í Berlín málaði hann myndimar „Flóttinn til Egyptalands", „Kross- festingin" og „Uppgötvun". Eftir heimkomuna til Vínarborgar árið 1911 hitti Kokoschka fljótlega ástina sina miklu í liflnu, Ölmu Mahler. Sama ár hafði hún misst sinn fræga eiginmann, Gustav Mahler. Alma var ástríðufull og fög- ur kona, sem margir karlmenn féllu fyrir. Fyrsta leynda ástin hennar - áður en hún hitti Gustav Mahler - var Gustav Klimt. Seinna giftist hún arkitektinum Walter Gropiusi og þar á eftir skáldinu Franz Werfel. Sam- band O.K. og Ölmu varð að sam- felldum árekstrum sem að lokum leiddu til algers skilnaðar. En á hát- indi þessa ástaræfintýris málaði Kokoschka sitt frægasta verk, „Stormbrúðurin". Það er 180x220 sentimetrar að ummáli og er nú i Basel. Svisslendingar eru svo stoltir af þessu verki að þeir hafa aldrei fengist til að lána það úr landi til sýningar. Það sýnir elskendur í báti, sem öldumar bera að himneskri sjáv- arströnd, en í raun er báturinn þegar brotinn. Ólmar öldumar túlka storm- asama ást þeima tveggja, en um leið „skipstapann" sem þau kunna himnamir opnuðust og vatnselgur- inn svall og hann var eins og Nói í flóðinu." Eins og Nói lifði hann áfallið af. Þrátt fyrir það barst sá orðrómur um Vínarborg að hann væri fallinn. Alma var enn með lykilinn að vinnu- stofunni hans og lét ekki á sér standa að hreinsa allt út úr henni. Seinna sakaði Kokoschka hana um að hafa látið unga listamenn úr vinahópi hennar ljúka við hálfkláraðar teikn- ingar og málverk og verk af því tagi komu fram á listaverkamarkað- inum. Alma Mahler-Werfel neitaði snarlega og alfarið áburði síns fyrra elskhuga, og reyndi að afhjúpa hann í útgefnum endurminningum sínum. Þannig lauk þessari miklu ást. Kokoschka vildi helst gleyma. Hann ferðaðist í eirðarleysi um heiminn eins og Pétur Gautur. Af- rakstur þessara ára eru stórkostleg- ar myndir af borgum og landslagi í Norður Afríku og Miðausturlöndum. 1931 dró hann sig í hlé í litla húsinu sínu í Liebhartstal. Óveðursský hrönnuðust á hinn pólitíska himin. Þá hélt Kokoschka til Prag, þar sem hann hitti Oldu Palkovsku, gáfaða, glæsilega og fallega konu, sem varð trúfastur förunautur hans til æfí- loka. í fallega húsinu sínu í Ville- neuve við Genfervatn gætir hún enn þann dag í dag arfsins, sem eigin- maður hennar lét eftir sig. Hjónunum tókst að ná síðustu flugvélinni til London áður en þýski herinn marseraði inn í Prag. Nú hófust erfíð ár í útlegð. Til að hafa ofan í þau bakaði Olda, eldaði og seldi tékkneska sérrétti. Árið 1947 KRISTUR HJÁLPAR HUNGRUÐU BÖRNUNUM. SVARTLIST- ARMYND FRÁ 1945-46. að siá fyrir. O.K. ferðaðist með Ölmu til Italíu, þar sem hann dró upp margar mjmdir af Dolomitafjöllun- um og málaði myndina „Tre Croci". Kynni hans af verkum Tintorettos gaf sköpunargáfu listamannsins nýj- an drifkraft og nýtt sjónarhom. Varð þessi óhamingjasama ást hans eða einfaldlega hvatir þessa Péturs Gauts listanna sem rak hann til að gerast sjálfboðaliði í stríðinu 1915? Ekki leið á löngu þar til hann særðist í Galiciu, og var fluttur nær dauða en lífi af vígstöðvunum. Á þeim tíma skrifaði Paul Westheim, vinur hans frá Berlínardögunum:„ Þama lá hann vafínn skyndiumbúð- um, á leið af vígstöðvunum í opnum jámbrautarvagni sem skrölti yfir landið, með ekkert ofan á sér annað en himininn, alsettan skýjum á dag- inn og stjömum á nóttinni, aleinn með sjálfum sér, með þessu sem nefnist líf og með honum sem gefur lff. Bókin opin, eins og á dómsdegi þegar hver dáð er fram dregin til að verða metin. Skýin hrönnuðust, varð Kokoschka breskur ríkisborg- ari, en hann gleymdi aldrei upprana sínum f Austurríki. Árið 1949 sneri hann aftur til Vínarborgar, stofnaði „Schule des Sehens" (Skóla fyrir sjáendur) í Salzburg, og tók aftur upp austurrískan ríkisborgararétt. Áður en Vínaróperan var opnuð aft- ur, málaði hann þetta nýuppgerða stórkostlega Óperahús, og gerði leiktjöldin fyrir sýningu á Töfra- flautu Mozarts fyrir Listahátíðina í Salzburg. Oskar Kokoschka lést 22. febrúar 1980, 94 ára að aldri. En gegnum verk sín horfir hann enn á okkur og sér djúpt inn í okkur - með viður- kenningu, hvatningu, áminningu, en líka, f þessum andans þurrki, með vonarboða... (Samantekt úr grein sem birtist í nýútkomnu myndskreyttu bindi af „The Artists of classical Mod- emism in Austria". - E.Pá.) NÝJASTI FJÖLSKYLDU- MEÐLIMURINN! 40 ára reynslá á íslandi d0g Sogkrafturinn stillanlegur, allt að 1200 W, eða alsjálfvirkur B08 Allir fylgi- hlutir í vélinni sps Tengjanleg við teppahreinsara dC» Lág bilanatíðni, ótrúleg ending HOLLAND ELECTRO SÖLUAÐILAR: Hafnarfjörður: Rafha - Kaupf. Hafnf Kópavogur: Rafbúðin, Auðbrekku Reykjavik: BV-búsáhöld, Hólagarði - Kaupstaður I Mjódd - Gos hf„ Nethyl - Rafvörur, Langholtsvegi 130 - Ljós & orka - Búsáhöld & gjafavörur, Kringlunni - JL-húsið hf. - Rafbraut, Bolholti 4 Mossfellsbær: Mosraf Akranes: Trésmiðjan Akur Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga Ólafsvik: Versl. Vik Stykkishólmur: Húsið Búöardalur: Kaupf. Hvammsfjarðar Patreksfjöröur: Kaupf. V-Barðstrendinga Bolungarvik: Versl. Einars Guðfinnssonar isafjörður: Vinnuver Hólmavik: Kaupf. Steingrímsfjarðar Borðeyri: Kaupf. Hrútfirðinga Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetninga Blönduós: Kaupf. Húnvetninga Sauðárkrókur: Kaupf. Skagfirðinga Ólafsfjörður: Vers. Valberg Akureyri: Kaupf. Eyfirðinga, Raftækni, Rafland Húsavik: Kaupf. Þingeyinga Kópasker: Kaupf. N-Þingeyinga Raufarhöfn: Kaupf. N-Þingeyinga Þórshöfn: Kaupf. Langnesinga Vopnafjöróur: Kaupf. Vopnfirðinga Neskaupstaður: Kaupf. Fram Eskifjörður Pöntunarfélag Eskifirðinga Egllsstaðir Kaupf. Héraðsbúa Seyðisfjörður: Kaupf. Héraðsbúa Reyðarfjörður: Kaupf. Héraðsbúa Fáskrúösfjörður Kaupf. Fáskrúðsfirðinga Höfn: Kaupf. A-Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustur: Kaupf. Skaftfellinga Vlk i Mýrdal: Kaupf. Skaftfellinga Vestmannaeyjar: Kjarni Hvolsvöllun Kaupf. Rangæinga Rauðalækur: Kaupf Rangæinga Hella: Kaupf. Þór Þykkvibær: Versl. Friöriks Friðrikssonar Flúðir: Versl. Grund Selfoss: Kaupf. Arnesinga Hveragerði: Bygg.v.versl. Hveragerðis Njarðvik: Kaupf. Suöurnesja, Samkaup Keflavik: Versl. Stapafell Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Glæsilegar flísar á gólf og veggi Dúkalandi við Grensásveg fæst ótrúlegt úrval forkunnar fallegra flísa á gólf og veggi. I eldhúsið, á baðherbergið, í stofuna "Hjá okkurná gæðin í gegn" og á ganginn. Flísar í mörgum stærðum, gerðum og litum á ótrúlega góðu verð. Dúkaland Grensásvegi 13 sími 91-83577 og 91-83430 Við styðjum Ólympíunefnd íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.