Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐj SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 45 þessa stórkostlegu Alpamynd sem nefnist „Dent de Midi". í Sviss mál- aði hann líka andlitsmyndina af eðlisfræðingnum Auguste Forel, sem sýnir vald listamannsins á sál- fræðilegum mannamyndum. Þá var komið að Berlín. O.K. - eins og hann var jafnan kallaður þegar hér var komið - komst í innsta hring þeirra sem gáfu út framúrstefnutímaritið „Der Sturm“. í Berlín málaði hann myndimar „Flóttinn til Egyptalands", „Kross- festingin" og „Uppgötvun". Eftir heimkomuna til Vínarborgar árið 1911 hitti Kokoschka fljótlega ástina sina miklu í liflnu, Ölmu Mahler. Sama ár hafði hún misst sinn fræga eiginmann, Gustav Mahler. Alma var ástríðufull og fög- ur kona, sem margir karlmenn féllu fyrir. Fyrsta leynda ástin hennar - áður en hún hitti Gustav Mahler - var Gustav Klimt. Seinna giftist hún arkitektinum Walter Gropiusi og þar á eftir skáldinu Franz Werfel. Sam- band O.K. og Ölmu varð að sam- felldum árekstrum sem að lokum leiddu til algers skilnaðar. En á hát- indi þessa ástaræfintýris málaði Kokoschka sitt frægasta verk, „Stormbrúðurin". Það er 180x220 sentimetrar að ummáli og er nú i Basel. Svisslendingar eru svo stoltir af þessu verki að þeir hafa aldrei fengist til að lána það úr landi til sýningar. Það sýnir elskendur í báti, sem öldumar bera að himneskri sjáv- arströnd, en í raun er báturinn þegar brotinn. Ólmar öldumar túlka storm- asama ást þeima tveggja, en um leið „skipstapann" sem þau kunna himnamir opnuðust og vatnselgur- inn svall og hann var eins og Nói í flóðinu." Eins og Nói lifði hann áfallið af. Þrátt fyrir það barst sá orðrómur um Vínarborg að hann væri fallinn. Alma var enn með lykilinn að vinnu- stofunni hans og lét ekki á sér standa að hreinsa allt út úr henni. Seinna sakaði Kokoschka hana um að hafa látið unga listamenn úr vinahópi hennar ljúka við hálfkláraðar teikn- ingar og málverk og verk af því tagi komu fram á listaverkamarkað- inum. Alma Mahler-Werfel neitaði snarlega og alfarið áburði síns fyrra elskhuga, og reyndi að afhjúpa hann í útgefnum endurminningum sínum. Þannig lauk þessari miklu ást. Kokoschka vildi helst gleyma. Hann ferðaðist í eirðarleysi um heiminn eins og Pétur Gautur. Af- rakstur þessara ára eru stórkostleg- ar myndir af borgum og landslagi í Norður Afríku og Miðausturlöndum. 1931 dró hann sig í hlé í litla húsinu sínu í Liebhartstal. Óveðursský hrönnuðust á hinn pólitíska himin. Þá hélt Kokoschka til Prag, þar sem hann hitti Oldu Palkovsku, gáfaða, glæsilega og fallega konu, sem varð trúfastur förunautur hans til æfí- loka. í fallega húsinu sínu í Ville- neuve við Genfervatn gætir hún enn þann dag í dag arfsins, sem eigin- maður hennar lét eftir sig. Hjónunum tókst að ná síðustu flugvélinni til London áður en þýski herinn marseraði inn í Prag. Nú hófust erfíð ár í útlegð. Til að hafa ofan í þau bakaði Olda, eldaði og seldi tékkneska sérrétti. Árið 1947 KRISTUR HJÁLPAR HUNGRUÐU BÖRNUNUM. SVARTLIST- ARMYND FRÁ 1945-46. að siá fyrir. O.K. ferðaðist með Ölmu til Italíu, þar sem hann dró upp margar mjmdir af Dolomitafjöllun- um og málaði myndina „Tre Croci". Kynni hans af verkum Tintorettos gaf sköpunargáfu listamannsins nýj- an drifkraft og nýtt sjónarhom. Varð þessi óhamingjasama ást hans eða einfaldlega hvatir þessa Péturs Gauts listanna sem rak hann til að gerast sjálfboðaliði í stríðinu 1915? Ekki leið á löngu þar til hann særðist í Galiciu, og var fluttur nær dauða en lífi af vígstöðvunum. Á þeim tíma skrifaði Paul Westheim, vinur hans frá Berlínardögunum:„ Þama lá hann vafínn skyndiumbúð- um, á leið af vígstöðvunum í opnum jámbrautarvagni sem skrölti yfir landið, með ekkert ofan á sér annað en himininn, alsettan skýjum á dag- inn og stjömum á nóttinni, aleinn með sjálfum sér, með þessu sem nefnist líf og með honum sem gefur lff. Bókin opin, eins og á dómsdegi þegar hver dáð er fram dregin til að verða metin. Skýin hrönnuðust, varð Kokoschka breskur ríkisborg- ari, en hann gleymdi aldrei upprana sínum f Austurríki. Árið 1949 sneri hann aftur til Vínarborgar, stofnaði „Schule des Sehens" (Skóla fyrir sjáendur) í Salzburg, og tók aftur upp austurrískan ríkisborgararétt. Áður en Vínaróperan var opnuð aft- ur, málaði hann þetta nýuppgerða stórkostlega Óperahús, og gerði leiktjöldin fyrir sýningu á Töfra- flautu Mozarts fyrir Listahátíðina í Salzburg. Oskar Kokoschka lést 22. febrúar 1980, 94 ára að aldri. En gegnum verk sín horfir hann enn á okkur og sér djúpt inn í okkur - með viður- kenningu, hvatningu, áminningu, en líka, f þessum andans þurrki, með vonarboða... (Samantekt úr grein sem birtist í nýútkomnu myndskreyttu bindi af „The Artists of classical Mod- emism in Austria". - E.Pá.) NÝJASTI FJÖLSKYLDU- MEÐLIMURINN! 40 ára reynslá á íslandi d0g Sogkrafturinn stillanlegur, allt að 1200 W, eða alsjálfvirkur B08 Allir fylgi- hlutir í vélinni sps Tengjanleg við teppahreinsara dC» Lág bilanatíðni, ótrúleg ending HOLLAND ELECTRO SÖLUAÐILAR: Hafnarfjörður: Rafha - Kaupf. Hafnf Kópavogur: Rafbúðin, Auðbrekku Reykjavik: BV-búsáhöld, Hólagarði - Kaupstaður I Mjódd - Gos hf„ Nethyl - Rafvörur, Langholtsvegi 130 - Ljós & orka - Búsáhöld & gjafavörur, Kringlunni - JL-húsið hf. - Rafbraut, Bolholti 4 Mossfellsbær: Mosraf Akranes: Trésmiðjan Akur Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga Ólafsvik: Versl. Vik Stykkishólmur: Húsið Búöardalur: Kaupf. Hvammsfjarðar Patreksfjöröur: Kaupf. V-Barðstrendinga Bolungarvik: Versl. Einars Guðfinnssonar isafjörður: Vinnuver Hólmavik: Kaupf. Steingrímsfjarðar Borðeyri: Kaupf. Hrútfirðinga Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetninga Blönduós: Kaupf. Húnvetninga Sauðárkrókur: Kaupf. Skagfirðinga Ólafsfjörður: Vers. Valberg Akureyri: Kaupf. Eyfirðinga, Raftækni, Rafland Húsavik: Kaupf. Þingeyinga Kópasker: Kaupf. N-Þingeyinga Raufarhöfn: Kaupf. N-Þingeyinga Þórshöfn: Kaupf. Langnesinga Vopnafjöróur: Kaupf. Vopnfirðinga Neskaupstaður: Kaupf. Fram Eskifjörður Pöntunarfélag Eskifirðinga Egllsstaðir Kaupf. Héraðsbúa Seyðisfjörður: Kaupf. Héraðsbúa Reyðarfjörður: Kaupf. Héraðsbúa Fáskrúösfjörður Kaupf. Fáskrúðsfirðinga Höfn: Kaupf. A-Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustur: Kaupf. Skaftfellinga Vlk i Mýrdal: Kaupf. Skaftfellinga Vestmannaeyjar: Kjarni Hvolsvöllun Kaupf. Rangæinga Rauðalækur: Kaupf Rangæinga Hella: Kaupf. Þór Þykkvibær: Versl. Friöriks Friðrikssonar Flúðir: Versl. Grund Selfoss: Kaupf. Arnesinga Hveragerði: Bygg.v.versl. Hveragerðis Njarðvik: Kaupf. Suöurnesja, Samkaup Keflavik: Versl. Stapafell Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Glæsilegar flísar á gólf og veggi Dúkalandi við Grensásveg fæst ótrúlegt úrval forkunnar fallegra flísa á gólf og veggi. I eldhúsið, á baðherbergið, í stofuna "Hjá okkurná gæðin í gegn" og á ganginn. Flísar í mörgum stærðum, gerðum og litum á ótrúlega góðu verð. Dúkaland Grensásvegi 13 sími 91-83577 og 91-83430 Við styðjum Ólympíunefnd íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.