Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 24

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Þorsteinn Pálsson í ræðu á flokksráðsfundi í gær: HÖFUÐ VERKEFNIOG MEGTN- MÁRKMIÐ AÐ SAMFJNA SJÁLFSTÆÐISMENN Á NÝ Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti setningarræðu á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins á Selfossi i gær. Ræðan fer hér á eftir í heild: Við komum hér saman á Selfossi í dag, forystumenn Sjálfstæðisflokksins, flokksráð og formenn félaga og flokkssamtaka. Óhætt er að fullyrða að fundur okkar hér í dag er haldinn við óvenjulegar aðstæður. Á þessu ári höfum við gengið í gegnum meiri þreng- inar en áður í tæplega 60 ára sögu flokksins. Þetta er fysti fundur flokksráðs og for- manna eftir klofning í okkar röðum sl. vor og mikið áfall í kosningum skömmu síðar. Flokksráðið hefur áður rætt þá atburði, sem leiddu til klofningsins, og var þá ein- huga í afstöðu sinni til þeirra mála. Ekki er því ástæða til að rekja þau ítarlega hér og nú. En hitt gat engum dulist, að þessir atburðir gjörbreyttu stöðu flokksins í miðri kosningabaráttunni. Við höfðum alltrausta stöðu eftir farsælt stjómarsamstarf, þó að það hafi öðru hvom einkennst af upphlaup- um, óyfírveguðum yfírlýsingum og ágrein- ingi milli stjómarflokka. En góðærið gerði það að verkum, að stjóminni auðnaðist að skila ætlunarverki sínu. Klofningurinn varð þess á hinn bóginn valdandi að Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki um stund gefíð með sannverðugum hætti ímynd hins trausta afls og hinnar styrku stoðar, sem hann hefur jafnan verið og mun verða í íslenskum stjómmálum. Við urðum því að horfast í augu við versta kosninga- áfall flokksins frá upphafí. Það var ekki málefnalegur ágreiningur sem réð því að leiðir skildu með sjálfstæðis- mönnum, en nú hefur afl þeirra verið slitið í sundur. Við bentum rækilega á það í kosn- ingabaráttunni að slíkt gæti einungis leitt til upplausnar í íslenskum stjómmálum og veikari stjómarhátta. Við gerðum þjóðinni rækilega grein fyrir því að blikur væm á lofti, þó að miklum árangri hafí verið náð, er kölluðu á festu og öryggi í stjómarháttum. Við sögðum skýrt og skilmerkilega að reynslan hefði sýnt að þriggja flokka stjómir væru ávallt veikari en tveggja flokka stjómir. Allt þetta hefur nú komið á daginn og enginn efast nú um að við höfðum rétt fyrir okkur þegar þessi aðvörunarorð voru töluð. En hvað sem því líður, hlýtur allt okkat starf, bæði innan flokks og á vettvangi Al- þingis, að taka mið af þeim aðstæðum sem við búum við og þeim markmiðum sem við viljum keppa að. Hér á landi hafa borgara- öflin verið sameinuð f áratugi meðan þau hafa verið sundruð f mörgum flokkum á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur gefíð okkur afl og styrk til þess að hafa meiri áhrif á mótun íslensks þjóðfélags en skoð- anabræður okkar og -systur hafa megnað á hinum Norðurlöndunum. SAMEINUMST UNDIR EINUMERKI Og með því að við vitum með fullri vissu að það var ekki skoðanaágreiningur, sem leiddi til þess að klofningsflokkur var stofn- aður út úr Sjálfstæðisflokknum, hljótum við að einsetja okkur það sem meginmarkmið og höfuðverkefni, að það fólk, sem um svo langan tíma hefur átt hugsjónalega sam- leið, geti tengst saman á ný. Við höfum að vísu heyrt að fyrrum félagar okkar segist skuldbundnir fólki úr öðrum flokkum eftir kosningabardagann og þær skuldbindingar hindri áform af þessu tagi. Um það ætla ég ekki að deila. En sjálfstæðismenn geta ekki til lengri tíma veikt sameiginlega krafta sína vegna skuldbindinga við fólk úr öðrum flokkum. Við getum ekki og viljum ekki gera flokkinn að verslunarvöru til þess að ná þessu mark- miði. Sjálfstæðismenn allir, saman og hver fyrir sig, þurfa að bera þetta undir sam- visku sína og sannfæringu. Á báða bóga hljóta atburðir liðins árs að snerta dýpstu tilfinningar allra þeirra sem svo lengi hafa starfað sameiginlega í þágu sjálfstæðisstefnunnar. En ekkert okkar má þó láta reiði, sárindi eða vonbrigði koma í veg fyrir að við stefnum ótvírætt að því marki, að sameina undir einu merki alla þá sem áfram vilja vinna að þjóðlegri umbóta- stefnu, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi, svo sem við höfum gert og munum gera. í mínum huga er það breið fylking fólks, karla og kvenna, sem stendur upp úr miðju íslenskrar þjóðfélagsgerðar og á sér sameig- inlegar pólitískar rætur. Þetta er fólkið, sem hefur staðfasta trú á frelsi og ábyrgð ein- staklingsins, menningarlegri reisn þjóðar- innar, kristilegu siðgæði, lögum og reglum, hollustu og þjóðfélagslegum metnaði. I störfum okkar megum við aldrei missa tengslin við þetta fólk. Þá fyrst er við fáum ekki næringu úr þessum jarðvegi stöndum við frammi fyrir frambúðarhættu. Við get- um orðið fyrir tímabundnu áfalli, en við náum styrk okkar á ný svo lengi sem við höggvum ekki á þessar rætur. Eg er hvorki að boða miðjumoð né stjóm- lynda stofuspeki. Ég er aðeins að vísa til þeirrar grundvallaaratriða, sem sameina mikinn meirihluta íslensku þjóðarinnar, sem í áratugi hefur byggt upp breiðfylkingu sjálfstæðismanna, en auðvitað skilið frá sérskoðunarhópa einkum til vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið margslungin hrejrfíng. En hún byggist á sameiginlegri hugsjón og á sameiginlega rót í íslensku þjóðfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið frjálslyndur og um margt rót- tækur breytingaflokkur, en hvergi gengið fram með þeim hraða eða því óraunsæi að hann standi ekki um leið vörð um varðveislu- stefnuna, stöðugleika og manngildishug- sjónina. Sjálfstæðisflokkurinn er samsteypa hags- muna, stétta og tilfinninga. Auðvitað höfum við innan okkar vébanda hópa fólks sem leggja mismunandi þunga áherslu á ólíka þætti sjálfstæðissteftiunnar. Slíkur marg- breytileiki er einn helsti styrkur flokks okkar. Fijáls og íjölbreytt skoðanaskipti eru hvort tveggja í senn aflvaki og farvegur nýrra hugmynda og framþróunar. Allir þess- ir hópar leita sátta og samkomulags um sameiginlega niðurstöðu sjálfstæðisstefn- unnar. Sjálfstæðismenn eru einstaklings- hyggjumenn en sameiginlega mynda þeir allir sem einn hið mikla gangverk sjálfstæð- isstefnunnar. Okkar verkefni er ekki að gera sósíal- ismann eða miðjumoðið þolanlegra í framkvæmd, en í höndum þeirra sem hafa þá hugsjón, heldur aö standa vörð um ein- staklingsfrelsið og atvinnufrelsið í landinu. ÍMYND FLOKKS OG ÞING- FLOKKS ÞARF AÐ STYRKJA Engum getur blandast hugur um að vígstaða Sjálfstæðisflokksins er verri eftir kosningar en áður. í sérhveiju atkvæði er fólgið afl, í sérhveijum þingmanni er fólgið afl til þess að knýja á um hugsjónir okkar. Hvert atkvæði sem tapast, hver þingmaður sem við missum gerir það því að verkum, að við höfum ekki sömu aðstöðu til þess að koma málum okkar fram. Við verðum að gera kröfur til okkar sjálfra í samræmi við þetta. Þessar aðstæður gera það að verkum, að við þurfum að sýna meiri innri styrk en í annan tíma. Því er ekki að leyna að ég hef orðið fyr- ir nokkrum vonbrigðum með þá ímynd sem flokkurinn og þingflokkurinn hefur sýnt á sfðustu mánuðum að þessu leyti. Flokks- fólkið hlýtur eðlilega að gera auknar kröfur um traust samstarf og heilindi þegar þann- ig stendur á. Við verðum, þingmennimir, hver fyrir sig og allir í einu lagi, að horfa Þorsteinn Pálsson flytur ræðu sína á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á Selfossi í gær. í eigin barm. Þessa ímynd þarf að styrkja. Við fínnum að afl okkar vex á ný úti í þjóð- félaginu. Við verðum í sameiningu að veita þá styrku forystu sem af okkur er krafíst. Þó að við lifum í þjóðfélagi breytinga og umróts hefur sjaldan verið jafnmikil þörf á festu og ábyrgð eins og nú. Þó að aðstæður hafi á marga lund breyst og aðstaða okkar sé ekki hin sama og fyrr, er það eigi að síður hlutverk okkar að vera kjölfestan í íslenskum stjómmálum. Það hlutverk getur enginn annar flokkur tekið að sér og við látum engum það eftir. En til þess að við getum risið undir þessu merki þarf sérhver sjálfstæðismaður að leggja meira af mörk- um nú en fyrr. Það á jafnt við um forystu- sveitina og hina óbreyttu liðsmenn. Okkur var mikill vandi á höndum að kosn- ingum loknum, þegar meta þurfti hvort, og þá með hvaða hætti, við ættum að ganga til samninga um myndun ríkisstjómar. Við ræddum það verkefni ýtarlega hér I flokks- ráðinu þegar aðild flokksins að núverandi ríkisstjóm var samþykkt. En ég vil hér minna á nokkur höfuðatriði, sem við þurfum að hafa í huga. ÁBYRGÐ STJÓRNAR- FLOKKANNA Eðlilegt var að gefa öðrum flokkum, sem betri árangri höfðu náð í kosningunum, svigrúm og möguleika til stjómarmyndun- ar. Þegar í stað kom í ljós, að vemleg vandkvæði voru á að þessir flokkar gætu komið sér saman. Eftir langvarandi stjóm- arkeppu var einsýnt að annaðhvort yrði mynduð þriggja flokka ríkisstjóm með Sjálf- stæðisflokknum, ellegar að gengið yrði til nýrra kosninga á haustdögum. Það hefði fyrst og fremst orðið á ábyrgð Sjálfstæðis- flokksins að framlengja þannig óvissu- ástandið og stjómarkreppuna. Við tókum því þann kost að skorast ekki undan ábyrgð í samræmi við stöðu okkar sem stærsti þing- flokkurinn. Með nokkmm sanni má segja að sama grur.dvallarviðhorf hafi legið að baki þeim samningum um stjómarmyndun, sem flokksráðið fjallaði um síðastliðið sumar, og Bjami Benediktsson lýsti í landsfundarræðu sinni 1969 með þessum orðum: „Oft hefur verið sagt að kjami lýðræðis sé samkomulag eða afsláttur á alla vegu ... Það er rétt að oft er betri hálfur skaði en allur. Iðulega þarf að halda á þrotlausri þolinmæði og sveigjanleik til að ná því fram sem mestu varðar, enda varða leikslok meir en vopnaviðskipti. Sá sem ekki er reiðubú- inn að beijast til úrslita, og ef á þarf að halda, að standa og falla með málstað sínum, kemur þó sjaldan miklu fram." Þessi ríkisstjóm er hvorki veikari né sterkari en þriggja flokka ríkisstjóm getur verið. En við höfum tekið að okkur það vandasama hlutverk að vera þar í forystu. í því felst, að markvisst verður að vinna að því að ná þeim meginmarkmiðum sem um var samið og við blasa. Um leið hvílir það öðm fremur á okkar herðum að við- halda þeim sáttum, sem ríkja þurfa á milli ólíkra stjómmálaflokka sem tekið hafa höndum saman um setu í ríkisstjóm. Þess verður á hinn bóginn ekki krafíst af okkur að við fómum meiru en aðrir í þessu sam- starfí. En til okkar em og verða gerðar meiri kröfur um heilindi og við skulum sýna að undir þeim rísum við. Yfírborðsmennska nútímafréttamennsku gerir smáatriði oft að aðalatriðum. Skoð- anaágreiningur í stjómarsamstarfi kemur nú allur upp á yfírborðið, en var hulinn áður fyrr. Þó að snurður hafí á stundum hlaupið á þráðinn í samstarfínu síðustu vik- ur er það ekkert meira eða dýpra en oft og tíðum gerðist á ferli fyrri ríkisstjómar. Það ættu menn að muna. Þó að pólitík sé öðram þræði dægurfluga. Ekki er óeðlilegt að sum þeirra atvika, sem upp hafa komið í sljómarsamstarfínu, veki upp spumingar hjá flokksmönnum um það hvort full heil- indi séu af hálfu okkar samstarfsflokka. Því er til að svara, að samstaða okkar, festa, sveigjanleiki og heilindi, sem í forystu emm, mun ráða mestu um það hvað sam- starfsflokkamir leyfa sér í þeim efnum. Enginn stjómarflokkanna mun leika sér að því að sýna þjóðinni ábyrgðarleysi. Þjóðin veit að það em ólíkir flokkar sem era í sam- starfi, en hún ætlast til þess fyrst og fremst að þeir sýni ábyrgð. Hana skulum við sýna þá náum við mestum árangri. HVATNING TIL NÝRRAR SÓKNAR Aðstæður í íslenskum stjómmálum hafa breyst á margan hátt upp á síðkastið. Ég hef þegar minnst á klofninginn í okkar röð- um sem hefur veikt stöðu okkar. Á hinn bóginn er hugsjónalegur gmndvöllur rót- fastur og hefur augljósa sklrskotun til viðhorfa meginþorra fólksins í landinu. Alþýðubandalagið hefur verið í mikilli upplausn. Persónustyijaldir þar innan dyra em þó í sjálfu sér aukaatriði í ljósi þess, að flokkurinn hefur nánast misst pólitískan tilgang. Sósíalisminn á sér tæpast nokkra formælendur lengur. Hann er ekki trúverð- ug stjómmálastefna, hann er verðlaus á markaðstorgi reynslunnar. Þess vegna skrif- ar ritstjóri Þjóðviljans I nýlegri blaðagrein: „Hvers vegna ættu allir bankamir að vera ríkisbankar? Er sjálfgefíð að Alþýðu- bandalagið sé á móti hinum svokölluðu ftjálsu fjármagnsmörkuðum? Af hveiju ætti að þjóðnýta tryggingarfélögin? Gæti hugs- ast að skortinn á dagvistunarheimilum mætti leysa eða létta með aðstoð markaðar- ins? Kynni e.t.v. að vera hægt að halda úti dagvistunarheimilum, sem væm rekin í öðm formi en hinu hefðbundna, þar sem ríki og sveitarfélög sjá um reksturinn, án þess að hagsmunum foreldra og bama væri stefnt f hættu? Gæti verið að einkavæðing í ein- hvers konar formi á einhveijum sviðum ætti rétt á 8ér gagnvart okkur, sem í senn eram skattborgarar og neytendur?"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.