Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 „Hugmyndir um þróun ffllaiKframa...“ Spjallað við sr. Heimi Steinsson framkvæmda- stjóra Þingvalla- nefndar og landslagsarki- tektana Einar E. Sæmundsen og Reyni Vilhjálms- son um drög að skipulagi í þjóð- garðinum á Þingvöllum - Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Horft yfir Vellina. Mannfjöldinn fylgist með hátíðahöldunum 1974. Morgunblaðíð/Ól.K.Mag. Úr Almannagjá á 11 hundruð ára afmœlishátíðinm 1974. Eins og kunnugt er fól Þingvallanefnd landslagsarkitektunum Reyni Vilhjálmssjmi og Einari E. Sæmundssen að gefa tillögur um skipulag Þingvallasvæðisins og skiluðu þeir drögum að slíku skipulagi ásamt greinargerð til nefndarinnaríjanúar 1987. au plögg voru síðan endurskoðuð og lögð fram að nýju í júlí í sumar til kynningar eftir að Þingvallanefnd hafði yfirfarið þær og fallist á þær fyrir sitt leyti. Tillögumar voru auglýstar þá og þess farið á leit að umsagnir um þær og ábendingar bærust til framkvæmdastjóra Þingvalla- nefndar, sr. Heimis Steinssonar, en skilafrestur rann út 1. nóvem- ber síðastliðinn. Nokkur blaðaskrif og umræður á opinberum vettvangi hafa orðið í tilefni draganna og til að forvitn- ast nánar um viðbrögðin voru höfundamir og framkvæmdastjór- inn teknir tali. í samtali við þá kom í ljós að um 20 umsagnir og ábendingar höfðu borist frá ýmsum aðilum, sumar jákvæðar, aðrar neikvæðar, þær fyrmefndu þó fleiri. Þess utan hefðu nokkrir komið athugasemd- um og ábendingum á framfæri símleiðis og þær voru skrifaðar niður. Þess ber þó að geta að Náttúru- vemdarráð, Ferðamálaráð og þingflokkar höfðu ekki skilað end- anlegu áliti þegar þetta er skrifað. Gerð aðalskipulags fyrir þjóð- garðinn á Þingvöllum hefur verið til umræðu í Þingvallanefnd allt frá því um 1980, en fjárveiting til verkefnisins fékkst fyrst 1985. Um leið var komið á samráði nefndarinnar og skipulagsstjómar ríkisins og þess utan hafa stofnan- ir og ráð sýnt málefni Þingvalla áhuga. Stórbrotin náttúra og sagnhelgi staðarins skipa Þingvöllum alveg sérstakan sess í hugum íslend- inga, reyndar svæðið allt og Þingvallavatn meðtalið. í inngangi greinargerðarinnar sem fylgir þessum tillögum þeirra landslagsarkitektanna gera þeir ýtarlega grein fyrir aðdraganda skipulagsvinnunnar og gildi henn- ar og sfðan er stutt yfírlit jrfír vinnutilhögun. Næsta kafla, sem heitir For- rannsóknir, er skipt í 20 liði. Fyrst eru talin atriði sem gefínn var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.