Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 37 um fleiri tónlistarhátíðir og tónlist- arkeppni, m.a. Þýskalandi haustið 1988 og í Kanada vorið 1989, þar munu aðallega atvinnumannakórar syngja. Það var auðheyrt að Þor- gerður hefur hug á að þiggja það boð. Gekk helst baksundin Þorgerður var spurð hvort verk- efnavalið hefði breyst á síðustu árum. „Já, við ráðum við viðameiri og erfiðari verkefni nú en áður. Eftir að framhaldskórinn kom til held ég lengur í fólkið og það lærir meira og nýtur meiri þjálfunar." Þorgerður var innt eftir því hvort hún teldi að nýliðamir, sem hún fengi í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, þ.e.a.s. nemendakórinn, væru tónlistarlega séð betur undir- búnir, nú heldur en áður. Þorgerður taldi að hærra hlutfall nemendanna nú á dögum hefði notið einhverrar tónlistarfræðslu. „Þetta þykir ekki eins íjarstæðukennt eins og áður. Þegar ég var bam og unglingur þá fór maður í felur með fiðlukassann og gekk helst baksundin til að vera ekki barin niður af alls konar hrekkjusvínum. Og þegar maður fór á kóræfíngar dró maður hettuna niður fýrir nef. Núna er þetta öðru vísi, krakkamir geta komið með fíðlu- eða sellókassann í skólann og engum þykir það tiltökumál. Það sem er líka öðmvísi hjá ungu fólki í dag er að það hefur úr miklu meiru að velja, framboðið er mun meira, freistarinn er í miklu fleiri gervum í dag en áður. Allar auglýs- ingamar hrópa: Komdu hingað, farðu þangað, gerðu þetta, gerðu hitt. Þetta var ekki svona fyrir tutt- ugu ámm. Það þarf sterk bein til að gera eitthvað sem þarf að hafa fyrir. Til að fá eitthvað út úr kór- starfí þarf að leggja á sig gífurlega mikla vinnu. En stefnan í dag er að gera allt og hafa sem minnst fyrir því. Þú færð það með því að borga í peningum og skrúfa frá tökkum. Það em ekki allir sem skilja fullnægjuna og ánægjuna við það að syngja eitt lítið lag og ljóð. Krakkamir eyða kannski fleiri klukkutímum í hverri viku í heilt ár að syngja sama lagið, sem e.t.v. tekur ekki nema tvær mínútur í flutningi, en alltaf koma þau aftur, í vondum veðmm, eiga eftir lexíum- ar fyrir næsta dag og alls konar skyldur og kvaðir kalla. En þau koma og æfa og æfa.“ Galdur er ekki nóg Nú velta margir fyrir sér þegar þeir sjá og heyra kór og stjómanda hans flytja fallegt verk, hve mikið af þessu em góðar raddir, hve mik- ið er þjálfun, hve mikið er stjóm og tækni og hve mikið er hreinn galdur? „Til að ná árangri þarf þetta allt að koma til. Ögunin, menntunin. Viljinn er mjög stórt atriði, einnig það að geta gleymt sjálfum sér. Og svo er það þessi stóra spuming um galdurinn. Þú getur ekki gert þetta bara með galdri, en galdurinn þarf að vera fyrir hendi og hann er þetta óskil- greinanlega." Fulltrúi Morgun- blaðsins spurði Þorgerði hvort það myndi ekki tmfla galdurinn ef hún væri t.d. að kvefast. „Ég reikna með því, en það getur fleira komið til, t.d. ef einhver annar er að fá kvef eða er í vondu skapi, þá hefur það áhrif á mig og ég hef áhrif á aðra. Þetta er svo mikið samspil." Má Morgunblaðið spyija, hvenær heyrðir þú í Hamrahlíðarkómum og vissir að þú værir með góðan kór? „Það er ekki auðvelt að svara þessu, ég veit ekki hvort mér fínnst hann alltaf svo góður." „En fólk sér það stundum að þú ert ánægð, þú hefur náð einhveiju sem þú stefndir að.“ „Það færi allt í vask- inn ef kennarinn væri með stöðugan óánægjusvip. Ég er alltaf að reyna að bæta við og gera betur og allt kórfólkið mitt með mér.“ Wollstone- craft o g Godwin Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Mary Wollstonecraft: A Short Residence in Sweden, Norway and Denmark and WilUam God- win: Memoirs of the Author of The Rights of Woman. Edited with an Introduction and Notes by Richard Holmes. Penguin Books 1987. Mary Wollstonecraft er kunnust fyrir bók sína „A Vindication of the Rights of Woman", sem kom út 1792. Þessi bók vakti mikla at- hygli og er eitt höfuðrit þeirra, sem börðust fyrir og beijast fyrir kven- réttindum. Höfundurinn var róttæk, var altekin hugmyndafræðum frönsku stjómarbyltingarinnar og starfaði framan af sem bamfóstra og einkakennari, stofnaði skóla og fyllti flokk róttækustu höfunda, sem þá voru í London, Paine, Blake, Godwin. Hún var í París á stjómar- byltingarárunum og kynntist þar Gilbert Imley, Bandaríkjamanni og eignaðist með honum barn. Þau kynni urðu til þess að hún tókst á hendur þá ferð til Norðurlanda, sem hún lýsir í þessari bók sinni. Síðar giftist hún William Godwin og þeirra dóttir var Mary Shelley. Hún lést 1797. Gilbert Imley rak skipaútgerð á þessum ámm í blóra við hafnbann Englendinga. Skip hans fluttu bannvömr frá Eystrasalti til Frakk- lands og þaðan vömr norður. Eitt þessara skipa hvarf, hlaðið dýmm málmum. Imley sendi því Wolls- tonecraft til Norðurlanda, til þess að upplýsa skipshvarfið. Bók hennar em 25 bréf skrifuð á norðlægum slóðum, lýsingar á kjömm manna og háttum og eink- anlega náttúmlýsingar. Hvergi er minnst á aðalerindið, enda var það leyndarmál. Þessar lýsingar höf- undar em mjög vel skrifaðar og lýsandi. Þetta var einstakt ferðalag að því leyti að kona skyldi takast slíka ferð á hendur, alein og óstudd. Þessi bók hefur ekki verið hingað til talin til merkari ferðasagna, en það er hún og ætti að verða sem flestum kunn. William Godwin var heimspek- ingur og rithöfundur. Var mjög róttækur og stóð í deilum um stjóm- mál. Kunnusta rit hans er „An Enquiry Conceming Political Justice", 1793. í því boðar hann stjómleysisstefnu sem er reist á skynseminni. Sambúð þeirra Wolls- tonecrafts var skammæ, en það vom áður kunn hvort öðm. Það varð honum mikið áfall, þegar kona hans dó af bamsföram og hann reisti henni verðugan bautastein með þessum minningum um hana. Bókin kom út 1798. Godwin telur að „Wollstonecraft hafí talið sig beijast fyrir því að helmingur mannkjmsins öðlaðist jafnrétti og nyti réttlætis. Hún krafðist þess að konur yrðu leystar undan því ánauðaroki, sem hefði frá fyrstu tíð valdið því að þær vom varla flokkaðar til manna og oft taldar fremur til skepnanna, vart skynsemi gæddar vemr ... Konan var þræll karlmannsins, kúgaðar af feðmm, eiginmönnum og bræðmm og í lágstéttunum álitnar hver annar búsmali, sálar- lausar og réttlausar ...“ Godwin skrifar um að höfundur the „Rights of Woman" hafí skrifað bókina á sex vikum, þessvegna megi margt fínna að uppbyggingu og stíl ritsins, vegna tímaleysis, en aftur á móti sé réttlætiskennd og glöggskyggni höfundarins ótvíræð. mivlIM STERKI TOWW - fær stöðugt meiri hljómgrunn. Ástæðurnar eru augljósar. SPRED LATEX er ný og endurbætt innan- hússmálning meö 25% gljástigi en var áður 15%. SPRED LATEX er vatnsþynnanleg akrýl- málning, afar slitsterk og auöveld í þrifum. Þess vegna notar þú hana þegar þú málar eldhúsið, baöiö og ganginn eða aðra fleti sem mikiö mæöir á. SPRED LATEX 'yWótUusi. oktylMUk bi iwHwðóf Iö fttlMQdnMtowogtwðfHKW*# SPRED LATEX fæst í 10 staðallitum en litamöguleikarnir eru margfalt fleiri. - innan þinna veggja HARPA lífinu lit. AUKhl. 111.1t/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.