Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 41 GRÖSIN GÓÐ Bókmenntir Erlendur Jónsson ÁSTA GRASALÆKNIR. Atli Magnússon skráði. 158 bls. Bóka- útg. Örn og Örlygnr hf. 1987. Margur er í þessari bók kvaddur til vitnis um lækningamátt lyfjanna hennar Ástu grasalæknis. Og allir bera henni söguna á einn veg. Eft- ir að aðra þraut úrræði var leitað til Ástu. Hún kunni við hveiju ráð. Og sjúkljngamir fengu bót meina sinna. »Ég á Ástu mikið upp að unna,« segir ung kona. »Ég hef svo oft leitað til Ástu Erlingsdóttur og það með svo góðum árangri að ég get ekki efast um að hún ræður yfír lyfjum og aðferðum, sem bjarga algjörlega,« segir bóndi á Snæfells- nesi. Aðrir vitnisburðir eru á sömu lund. Og meðal þeirra, sem vitni bera, er bæði hversdagsfólk og fyr- irmenn. Sjálf lætur Ásta lítið yfir sér. Hún er hógværðin sjálf. »Hún hefur kynnst gleðinni og sorginni í sínum margvíslegustu myndum. En í frá- sögn hennar sjálfrar verður það í sjálfu sér allt gott. Það er hennar lífsviðhorf.« Ásta nam grasalækningar af föð- ur sínum, Erlingi Filippussyni. En grasalækningar eru reyndar æva- fomar. Vísindalegar lyflækningar byggjast að nokkra á grasalækn- ingum svo munurinn er ekki eins gagnger og menn kynnu að ætla. Lyf og lauf era orð af sömu rót. Fram kemur í bók Ástu að lækn- ar veiti lækningum hennar þegjandi samþykki þó þeir vísi ekki beint til hennar. Þeir neita því ekki að í lyfj- um hennar geti verið fólgin heilsu- bót. Það væri líka fásinna að vísa fortakslaust á bug reynslu kynslóð- anna. Síst af öllu væri það vísinda- legt! Lækningar sínar tengir Ásta í og með við dulræn áhrif. »Mér hef- ur alltaf fundist sem vinveitt öfl væra mér til aðstoðar og styrktar og léttu undir með mér í þessari viðleitni við að hjálpa öðram.« Hvert sektin leiðir Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Tore Hamsun: Rhapsody in Blue Útg. Norsk Gyldendal 1987 SEKTARKENNDIN er rithöf- undum áleitið umhugsunarefni. Hvað vekur hana og hvert getur hún leitt okkur? Er þessi tilfínning svo mögnuð að hún geti orðið svo sterk, að hugsun um vondan verkn- að verði fyrir okkur raunveruleiki. Hversu skal litið á hugrenninga- syndimar með þetta í huga. Vekja þær líka sektarkennd, svo að við foram ef til vill að trúa á okkar eigin sekt. Þar með er kenndin orð- in hluti af þessum raunveraleika. Og jafn eyðileggjandi. Tore Hamsun tekur þetta við- fangsefni í nýjustu skáldsögu sinni, sem var að koma á markaðinn á dögunum. Þetta er þriðja skáldsaga hans, en sú fyrsta Mannen fra ha- vet kom út fyrir fáeinum áram. Áður hafði Tore Hamsun skrifað bók um föður sinn, skáldjöfurinn Knut Hamsun og séð um útgáfur á bréfum hans og ýmsum óbirtum ritgerðum. Hér segir frá rithöfundinum Sten Sunde. Hann er um fertugt og í nokkram metum. En sálarókyrrðin hijáir hann og með áranum hefur hann orðið einrænn og afskiptalít- ill. Hann er kvæntur Evelyn og hann á vininn Henrik Beck. Sunde hefur verið sér til hress- ingar á taugahæli og kemur óvænt heim kvöld eitt. Þá er konan að gamna sér með vininum, Henrik og Sunde fer af vettvangi, án þess að þau verði hans vör. Þama er sem sagt hinn klassiski þríhymingur lifandi kominn. Nokkra síðar ferst Henrik, trúleg- ast er að hann hafí verið drepinn. Og hver er þá sennilegur sökudólg- ur. Náttúrlega kokkállinn. En málið er að sjálfsögðu flókn- ara en svo. Og þó að hann játi sekt sína eftir langa mæðu er nánast víst, að hann hefur ekki komið nærri verknaðinum. Þama er Tore Hamsun sem sagt kominn að vangaveltunum um sekt- ina/sektarkenndina. Það er degin- um Ijósara, að Sunde hugsaði um að drepa Henrik. Og með því að hugsa það, fer hann að lifa sig inn í heim sektarinnar og telur allar stundir, að hann beri ábyrgðina þótt málið upplýsist seint og um síðir. Heilabrot höfundar um þetta era forvitnileg, en brotalömin í sög- unni, að mínum dómi liggur í daufri persónu Sundes. Einsemd hans, ein- angranarþörf og angist nær aldrei í gegn. Vinátta hans og Henriks verður aldrei trúverðug, hvað þá að hún nái því að hafa á mann þau áhrif, sem ætla má að vaki fyrir Hamsun. Samskipti Sundes og Eve- lyn eiginkonu era með sama marki brennd. Þar með glatar sagan harmi sínum og það skiptir mann fjarska litlu máli, hvað um Sunde verður. Finna má hvað Hamsun ætlaði með þessari bók og það er forvitnilegt. En það tekst ekki hér að mínu viti. Merkilegra drauma getur hún einn- Asta gerir hvoragt: að miklast af eigin framkvæði sé kveða upp áfellisdóma yfír öðram. Hún er ekki að guma af lækningum sínum þó hún láti meðal annars hafa þetta eftir sén »Ég dylst þess ekki að ég er nokkuð stolt af því að hafa get- að forðað fjölda fólks frá skurðað- gerðum, stundum frá því að verða að ævilöngum öryrkjum, með þess- ari gömlu kunnáttu.« Eins og skrásetjarinn segir verð- ur »allt gott« í frásögn Ástu. Saga hennar er því mest í einum lit: björt- um. Einhveijum kann að þykja sem skuggana vanti í frásögn hennar, hið ljósa fái ekki notið sín sem skyldi vegna þess að það beri ekki við dökkan bakgrann. Allt virðist starf Ástu hafa gengið nokkuð snurðulaust. Svipað er í stóram dráttum að segja um lffsahlaupið almennt. Þó bregður þar fyrir skuggum. En Ásta kvartar ekki. Þó ævi hennar hafí ekki alltaf verið dans á rósum lætur hún það ekki aftra sér frá að rækja það hlutverk sem hún hefur kjörið sér. En hún gerist jafnan fáorð þegar drepið er 'eitthvað sem á móti blés. Mótlætið, sem hún hefur vafalaust mátt þola til jafns við aðra, verður henni ekki tilefni til að rekja harma né segja átakasögu og enn síður að varpa sök á annað fólk. Það gustar ekki af þessari bók. Nú kyimum vid Ijúffenga lambakjöts- rétti í hádeginu á sunnudögum S„nnudagur22.»®»*®^ 29- a«*emh7~ mum Um*™ZZ™nSsaká' ms6su- ____ « Sunnudag**' ð sveppum, & GráfíVcjunomais. ^bakaðiÍS'öf de*e®*^ ____ HoltsOómaís. ' MBtHS tta Málarar - málarar Sérstakur kynningaraf sláttur til málara út nóvember á BETT, MILLTEX og VITRETEX Kymiid ykkur kjörin. Málningarver ksmið j a Slippf élagsins, Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 91-84255. Opið í dag og alia daga vikunnar kl. 11-20 Timifyriris Rarnmíslcnsk isbúð með alþjóðlegu yflrbragðl AUtaf ferskar isnýjung- ar, m.a.: • fssamlokur úr ný- bökuðum súkkulaðl- _ bltakökum. • Ávaxtabar með 18 tegundum af ferskum ávöxtum og hnetum. • MJúkis úr vél með jarðaberja-, banana-. vanlllu-, plparmlntu- eða súkkulaðlbragðl, sett saman elns og þú vllt. ÍSHÖLLiN Komið og kynnist nýjum meiriháttar hamborgara og djúpsteiktum fiski. Þess virði að bragða. Pizzastaður f Kringlunni. Ljúffengar pizzur ó staön- um eöa til að taka með heim. Fyllt subbs, bakaðar kartöflur m/fyllingu og salati. Kwtuáy fned Orvals lcjúklingar Kínverskur matur, karrý og súrsætar sósur. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.