Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
GOODYEAR
RÚTU-OG VÖRUBÍLADEKK
G LÍNAN — STÁL RADIAL
BYGGÐ TIL AÐ ENDAST _
G 291
G 124
G 186
G 167
LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNAR HJÓLBARÐA
jl ÍLaugavegi 170-172 Simi 695500 GOODVYEAR
ÞINGBREF
Sverfur að
sveitum
Hefur byggðastefnan brugðizt?
Með hækkandi sól síðastliðið
vor boðuðu Byggðastofnun og
Samband íslenzkra sveitarfélaga
tíl ráðstefnu um byggðamál.
Áhugi sveitarstjórnarmanna var
ekki meiri þá en það, að hætta
varð við ráðstefnuna vegna
ónógrar þátttöku.
Þráðurinn var siðan tekinn
upp að nýju í haustskuggunum.
Nú var ráðstefnunni gefin yfir-
skriftin: Hefur byggðastefnan
brugðizt? Og viti menn. Aðsókn
var með fádæmum mikil. Milli
170 og 180 sveitarstjórnarmenn,
viðsvegar að af landinu, flykkt-
ust til Selfoss dagana 13. og 14.
nóvember sl. til að fjalla um
þessa tímabæru spurningu.
I
„Ari fróði segir í íslendingabók,
að svo hafi (og) spakir menn_ sagt,
að á sex tigum vetra yrði ísland
albyggt, svo að eigi væri meir síðan.
Landið hefur því verið í byggð frá
fyrstu tíð þótt dreifíng búsetu um
landið hafí tekið miklum breyting-
um. Tuttugasta öldin hefur verið
tími umbrota í þessu efni með þétt-
býlismyndun og mikilli fækkun
starfa í landbúnaði...“.
Þannig komst Þorsteinn Pálsson,
forsætisráðherra, að orði í inngangi
ávarps til ráðstefnunnar.
Allt frá því að ísland varð full-
byggt „á sex tigum vetra“ við mót
níundu og tíundu aldar, og fram
yfír síðastliðin aldamót vóru búvör-
ur [landbúnaður] lifíbrauð þjóðar-
innar, með og ásamt sjófangi, er
útvegsbændur færðu að landi.
Á morgni 20. aldarinnar bjuggu
enn 73% þjóðarinnar í sveitum.
Síðan hafa orðið miklar atvinnulífs-
og þjóðlífsbreytingar. Tækni- og
vélvæðing hefðbundinna atvinnu-
vega, landbúnaðar og sjávarútvegs,
með og ásamt stóraukinni fag-
þekkingu starfsstétta, leiddi til
síaukinnar framleiðslu með sífækk-
andi starfsfólki.
Þéttbýli myndast með nýjum
starfsgreinum - og fer vaxandi eft-
ir því sem líður á öldina. Hverskonar
þjónustu óx fískur um hrygg. Nú
búa aðeins um 9% þjóðarinnnar í
sveitum landsins.
Miklir fólksflutningar eiga sér
enn stað í landinu. Fólk leitar úr
sveitum í þéttbýli og frá kauptúnum
og kaupstöðum til höfuðborgar-
svæðisins.
II
Tæknivæðing og hagræðing hafa
leitt til stóraukinnar framleiðni í
landbúnaði. Búvöruframleiðslan er
meiri, betri og fjölbreyttari í dag
en nokkru sinni fyrr. Engu að síður
hefur dregið allnokkuð úr sölu bú-
vöru vegna breytinga í fæðuvali
fólks. Seljendur hefðbundinnar bú-
vöru hafa hvergi nærri haldið hlut
sínum í þessu efni.
Innlend verðbólga, langt umfram
verðbreytingar á búvörumörkuðum
erlendis, hefur allt að því útilokað
búvöruútflutning. Verðbólgan
1971-1983 var mesti skaðvaldur
íslenzks landbúnaðar á 20. öldinni.
III
Guðmundur Stefánsson, land-
búnaðarhagfræðingur, sagði á
Selfossráðstefnunni, að framleiðsla
mjólkur í næstu framtíð yrði um
104 milljónir lítra á ári.
„Á venjulegu fjöldskyldubúi er
ekki lengur tiltökumál að hirða
25-35 kýr“ sagði hann, „og á slíku
búi má auðveldlega framleiða
Úr umferðinni í Reykjavík
fimmtudaginn 19. nóvember
1987
Árekstrar bifreiða: 37, þrátt fyrir gott veður. Hins vegar var sól
lágt á lofti.
í einu tilviki varð slys. Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á
mótum Nóatúns og Hátúns kl. 14.22. Hann var fluttur með sjú-
krabifreið á slysadeild.
Radarmæling: 22 ökumenn kærðir og þar á meðal var kært fyr-
ir 103—105 km/klst. hraða á Kringlumýrarbraut. Um Miklubraut
var ekið með 100 km/klst. hraða. Um Elliðavog með 98 km/
klst. hraða. Um Kleppsveg með 88—96 km/klst. hraða. Um
Höfðabakka með 86—89 km/klst. hraða. Um Hverfísgötu með
82—85 km/klst. hraða. Um Suðurgötu og Hringbraut 81 og 82
km/klst. hraða.
Stöðvunarskyldubrot: 7 ökumenn kærðir.
Klippt voru númer af tveim bifreiðum vegna vanrækslu á að
færa til skoðunar.
Kranabifreið fjarlægði 12 bifreiðir fyrir ólöglega stöðu.
Þrír ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og tveir fund-
ust réttindalausir í fímmtudagsumferðinni.
Samtals 65 kærur fyrir brot á umferðarlögum.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.