Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 45

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 45 Við Landakotsspítala. Hér Fnefur Björn starfað li ,*úin 10 ir. jjúklingana. I,œknakandídatar xomu iðulega A hœlið. Margir l>eirra óttuðust smit, og einn veiktist með íörmulegum afleiðingum. Sjálfur var ég ónæmur. Helgi yfirlæknir var prestssonur austan úr Flóa, sonur séra Ingvars Gestmundar Nikulássonar. Móðir hans var Júlía Guðmundsdóttir bónda að Keldum á Rangárvöllum. Helgi var hár maður og tigulegur, brosið milt og bjart, uppgerðarlaus í hvívetna. Við unnum meira og minna saman í þijú ár. Sérhver dagur var viðburðaríkur. Samúðin geislaði af Helga enda leið fólki vel í návist hans. Þannig gat hann tal- að við fársjúkt fólk tímunum saman, gefíð því á þann hátt styrk og ró. Hann gerði sér engan man- namun en var þó bestur við vesl- inga. Eyddi tíma sínum eins og hann væri endalaus. Haft var eftir þýskri, berklaveikri konu að hún vildi aðeins vera þjá ákveðnum yfír- lækni. Maður deyr svo fallega hjá honum, sagði hún. Hið sama hefði mátt segja um Helga. Hann var sívinnandi. Seinni hluta dags sinnti hann kvíðafullum gestum án endur- gjalds. Að næturlagi sat hann oft við dánarbeð. öll þessi störf voru unnin af hreinni mannúð. Helgi gekk iangt út cyrir nörk þess sem eðlilegt var iið ætiast til. Helgi var frábær Fæknir en fór þó óvarlega með röntgen enda var þá til siðs :ið gegnumlýsa. Sjálfur setti ég ævinlega A nig gúmmí- hanska og svuntu við inyndatökur. Hann var hins vegar óhræddur og fékk brunasár á itendumar. Helgi dó í aprfl 1980, 84ra ára gamall. Það var ýmisiegt gert qjúklingum til dægrastyttingar. Maturinn var góður; hreyfing og hvíld skiptust á. Suður af húsinu var byggður leguskáli þar sem fólk lá á daginn þegar sólin skein. Vikulega voru kvikmyndir sýndar. Þá var öllu rutt úr borðsalnum og hann gerður að kvikmyndasal. Allir mættu sem gátu og mikið var flutt niður af rúmum. Á sumrin reisti Haukur Guðmundsson tjald úti í homi og bauð upp á kaffí. Menn voru hrædd- ir við smit og kvörtuðu því eitt sinn yfír að hann syði ekki bollapörin nógu vel. Þá sagði Haukur: Nú er ég steinhættur að sjóða í köldu! Haukur var lengi á Vffilsstöðum og aflaði sér þar iðnréttinda, enda var hann ævinlega kallaður Haukur pressari. Það kostaði tvær krónur að láta hann pressa buxur, nema ef hann brenndi á þær gat, þá lækk- aði verðið niður í fímmtíu aura. Við Lása kokk isagði hann hins vegar: Það kostar ekkert fyrir þig af þvl þú ert aumingi! Lási kokkur var annars frægur maður. Eitt sinn var viðhöfn við dómkirkjuna og hann spurður hvern væri verið að jarða. Það er ekki verið að jarða neinn sérstakan, sagði Lási. Haukur var hrókur alls fagnaðar og með afbrigðum vinsæll enda létti hann mjög andrúmsloftið. Einu sinni mættum við stúlku I Lækjar- götu sem heilsaði Hauki án þess að hann tæki undir. Spölkorni síðar spurði ég hveiju það sætti. Ég heilsa ekki fólki sem ég þekki ekki, sagði H&ukur þá. Um tíuleytið á morgnana kom hann ætlð inn til okkar og sagði að það væri veikur maður á barnadeildinni sem yrði að líta á. Þá vissu allir sem reynsl- una höfðu að verið var að kalla í kaffi. Helgi svaraði ævinlega með spaugsyrðum en hreyfði sig ekki úr stað. Að þremur minútum liðnum birtist Haukur að nýju og sagði að maðurinn væri fársjúkur. Síðan í þriðja sinn og sagði að maðurinn á bamadeildinni væri að gefa upp öndina. Þá hlýddu allir. Árin á Vífílsstöðum liðu með ógnar hraða. Þar var mitt lff og Helgi Ingvarsson, yfirlæknir á VífilsstÖðum. Qrlgdist ég !(tið með því sem gerð- ist í bænum. Hkki fór. þó hjó. því að við yrðum vör við ástand og imerlskan her. Ameríkanar voru flðir gestir uppfrá með blóm og gjafir. Stemmningin var þó góð á hælinu. Fólk hugsaði ekki of mikið am dauðann þótt hann væri dagleg- ur gestur. Eitt vorið var komið með t.fu ára gamla stúlku ineð slæma bráðaberkla. Hún dó fyrir tyónum okkar. Ekkert var hægt að gera. Rekinn frá Vffilsstöð- um Ég lauk læknisprófi vorið 1945, við stríðslok. Lokaprófín gengu vel nema lyflæknisfræðin. Ég Atti að greina sjúkling sem veikur var I lungum og sá strax að um bráða- berkla var að ræða. Á Vífilsstöðum hafði ég séð tugi mynda af slíkum tilfellum. Prófessomum fannst ég hins vegar vita of mikið og bar upp á mig svindl. Rann mér þá I skap og skammaði karlinn sem lét þegar I stað undan síga. Hann gaf mér hins vegar aðeins lægstu fyrstu ein- kunn. Að prófí loknu réði ég mig til Vífilsstaða en varð að hætta þar 1. október. Tildrögin voru þau að í ágúst var ég kallaður til landlækn- is. Hann sagði að Jón Sigurðsson læknir væri á leið til landsins og ætti að taka við starfi mfnu um áramót sem hann þó sddrei gerði. Síðan hélt hann langan fyrirlestur og sagði að hlutverk sitt væri að halda Qölda sjúkrarúma I skefjum. Væri þeim fjölgað legðu trampar- amir, það er starfandi læknar, inn fleiri sjúklinga og rfkið færi á haus- Nýstúdentar frá MA sumarið 1988. Björn er þriðji frá vinstri í fremstu röð. inn. Hann sagði einnig að erfitt væri að bæta kjör héraðslækna því það kostaði of mikið. Mér þótti þetta slæm latfna hjá landlækni enda mun ráðherrann er skipaði hann hafa sagt eitt sinn: Þama ganga mín stærstu mistök! Átti Guðrún á Hringeyri ekki skilið að fá læknis- hjálp? Þegar komið var í túngarðinn heyrðust hljóðin, sár og ömurleg._ Þá var hún að deyja úr krabbanum eftir að hafa skilað löngu og góðu dagsverki. Átti hún ekki skilið að komast á sjúkrahús? Mörgum ámm seinna var fullyrt í bók um landlækni að ég hefði sagt að loka ætti hann inni í sellu á Kleppi. Stundum verður úlfaldi til úr mýflugu. Ég var semsagt rekinn frá Vffíls- stöðum. Niðurlag bókarinnar Hver maður er bam sfns tíma. Umhverfið og uppeldið hafa áhrif Haukur pressari. á óskir og vonir. Allir hafa hlut- verki að gegna og leita lífsfyllingar. Var það tilviljun ein að ég hóf læknanám og siðar nám f baraa- lækningum? Eða cr nokkuð tilvilj-v unum háð? Framþróun hefur verið mikil I læknavfsindum sfðustu áratugi. Ný lyf og góð lióluefni hafa uppgötv- ast, berklar þekkjast vart lengur, né heldur nænusótt, kfghósti og bamaveiki. l'Jú A dögum em meira að segja Ifffæri flutt manna á milti. En betur má ef duga skal. Enn em fjölmargir ^júkdómar illviðráðan- legir, og áfram verður barist. Ég sagði eitt sinn við kollega minn, Sigurð Bjömsson krabba- meinssérfræðing: Það vildi ég að eins færi fyrir þér og mér. Fyrst var ég í þijú ár á berklahæli og ætlaði að verða berklalæknir. Þá hurfu berklamir. Síðar sérhæfði ég* mig I meðferð mænusóttarqjúkl- inga, en þá hvarf hún einnig. Sigurður tók þessu með stillingu en sagðist þvf miður ekki bjartsýnn á að krabbameinið hyrfi alveg á næstunni. Þó væri aldrei að vita. Mitt lán var að fá starfsaðstöðu á Landakoti og hef ég nú starfað þar I 80 ár. Það er bamalækni mikils virði að geta fylgt sfnum sjúklingum eftir þurfi þeir á sjúkra- húsvist að halda. Á Landakoti hef ég kynnst skemmtilegu mikil- hæfu fólki sem gott hefUr veríð aA starfa með. Vinnan hefur ekki alltaf ham- ingju í för með sér, en hins vegar er engin hamingja til án vinnu. Sá sem vinnur ekki meira en honum er borgað fyrir er ekki verð- ur launa sinna. #44»-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.