Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 í mörgum myndum Munchs endurspeglast áhugi tímanna á áru mannsins og dýrslegu líkamlegu segulmagni. MUNCH LJÓSMYNDIN Minningar dapurlegrar æsku leituðu stöðugt á Munch í listsköpun hans og skýrt dæmi um það ásamt þvi, hvemig hann hagnýtti sér Ijósmyndir, sést i teikningunni „Við tvöfalda rúmið“ frá 1891—2, en þar hefur hann eitt sinn sem oftar notað mynd af móður sinni, Lauru Chaterine Bjölstad, en hveraig hún styð- ur sig við stólinn endurspeglast i mörgum teikningum á þessu tímaskeiði. Munch skrifaði 1889: „Neðst við hið tvíbreiða rúm sátu þau þétt hvort upp að öðru á tveim Iitlum barnastólum; til hliðar stóð hin háa kvenvera, stór og dökk við gluggann. Hún sagðist mundu yfirgefa þau — yrði að yfirgefa þau — og spurði, hvort þau myndu verða hrygg, þegar hún væri á burt — og að þau yrðu að lofa sér að halda sig að Jesú, svo að þau hittu hana aftur á himnum — þau skildu þetta ekki alveg rétt en fannst það svo hræðilega sorglegt og svo grétu þau bæði, hágrétu." .1. L'mdf pKnt Tilkoma ljósmyndarinnar olli miklum hvörfum í mál- aralistinni og leiddi til furðulegrar en um margt eðlilegrar samkeppni milli málara og ljósmyndara. Mál- ararnir vildu sýna yfirburði málaralistarinnar gagnvart ljósmyndinni en ljósmyndar- ar vildu gera betur en málverkið, yfirganga það að myndrænu gildi. En hér er um tvær sjálfstæðar list- greinar að ræða, þótt þær séu skyldar um margt. Á tímabili voru málaramir komn- ir út í blóðlitlar eftirlíkingar lands- lagsins í anda ljósmyndarinnar og voru þannig í samkeppni við hina * nýju tækni — samkeppni sem í ýmsum myndum hefur varað fram á daginn í dag. En svo gerðu málarar uppreisn gegn ljósmjmdatækninni og þar var norski málarinn Edvard Munch fremstur í flokki á Norðurlöndum. Ljósmyndin sem slík var gerð útlæg úr málverkinu en sjálfstæði þess ræktað af ofurkappi. Það er þó löngu viðurkennd stað- reynd, að málarar hafa alla tíð notfært sér ljósmyndatæknina, frá því að hún leit fýrst dagsins ljós. Svipað og að þeir hafa notast við ýmis hjálpartæki og sjónmiðanir frá upphafí málaralistar til að ná fram j , meiri nákvæmni f útfærslu, ákvarða flarvídd og í einu og öllu auðvelda sér tæknibrögðin. Margur hefur þó lengi viljað þrjóskast við að viður- kenna hlutverk ljósmyndarinnar og kennarar listaskóla jafnvel bannað nemendum sínum að mála eftir ljós- myndum og farið háðulegum orðum um málara sem máluðu eftir póst- kortum — jafnvel lituðum póstkort- um. Okkar ágæti málari, Jón Stefánsson, var jafnvel í eina tíð vændur um það af gagnrýnanda virts listtímarits, að myndir hans líktust meir og meir póstkortum í lit (Harald Madsen um sýningu Grönningen á Charlottenborg í Kaupmannahöfn árið 1944, Samler- en 2. hefti, 21. árgangur, marz 1944). Enga mynd hef ég séð eftir þann vandaða málara, sem minnir mig á póstkort, því fer fjarri, en hafí hann notfært sér þau, þá hefur hann gert það á mjög myndvísan hátt að mínu mati. Þetta er annars ljóst dæmi um þann hugsunarhátt, sem ríkti lengi vel til ljósmyndarinnar og þá áráttu að hafna henni með öllu sem hjálpartæki. Þetta gerði eðlilega það að verk- um, að menn voru hraeddir við að það upplýstist, að ljósmyndin kæmi eitthvað við sögu myndsköpunar þeirra og fóru mjög leynt með. Hér er enn eitt dæmi um for- dóma, sem ná að blómstra og verða almennir, enda vildu ýmsir áhang- endur málaralistar meina, að ljósmyndin væri óæðri listgrein. Það er líka tiltölulega stutt síðan menn hafa farið að gefa út bækur og afhjúpa þátt ljósmyndarinnar í framþróun málverksins og í list heimsþekktra málara auk þess að rannsaka þennan þátt almennt. Lengi þótti það jafnvel ganga guð- lasti næst að kenna málverk við Ijósmyndir. Til er fræg setning af hálfu Ed- vards Munch, sem oft hefur verið vitnað til af eldheitum áhangendum málverksins: „Ljósmyndavélin getur ekki veitt penslinum og litaspjaldinu samkeppni meðan ekki er hægt að nota hana á himnum eða í helvíti." . Hér er skýrt og skorinort tekið til orða og þarf enginn að fara í grafgötur um, hvað listamaðurinn var að fara né að virðing hans væri harla takmörkuð á ljósmynda- tækninr.i, því að slíkur er þunginn í orðanna hljóðan. En hér er víst nokkuð misvægi á framsetningu skoðana og stað- reyndum og um það fjallar þessi grein. — Fyrir nokkrum árum las ég einhvers staðar, að ættingjar Munchs hefðu fundið mikið safn eigin ljósmynda í eftirlátnum eigum málarans, þeim til mikillar undr- unar, og það fylgdi sögunni, að þeir hefðu sem skjótast eyðilagt sem mest af ljósmyndunum til að ekki kæmist það upp, að snillingur- inn studdist einnig við þær í myndsköpun sinni. Það var svo á sýningunni „Mál- verk eftir ljósmyndum" í Miinchen árið 1970 að þessi þáttur I list Munchs var fyrst opinberaður og var eitt af því óvæntasta sem sýn- ingin bauð upp á. En sjálft framlag Munchs sem áhugaljósmyndara þótti í því samhengi léttvægt, þótt í formála sýningarskrár gæti m.a. að lesa: „Hinar tæknilega ófull- komnu ljósmyndir Munchs, og jafnframt óvenjulegu, sem hann tók af fyrirsætum og andlitum bera vott um sjón- og sálræna hæfileika, sem menn sjá annars yfirhöfuð ekki í ljósmyndum tímanna." — Ifyrir áratug eða svo vöktu nokkrar ljósmyndir eftir Munch á frægri sýningu í Zurich enn meiri athygli og rumskuðu mjög við mönnum. Þær voru prentaðar í stóra og mikilfenglega sýningar- skrá, er rataði um allan heim og er ennþá á boðstólum á virtustu listasöfnum heimsins. Sýningar- skrána sá ég fyrst hjá Erró í París fyrir nákvæmlega áratug og pant- aði umsvifalaust, er ég hóf að rannsaka heimildir um listamann- inn á Munch-safninu í Ósló. Því miður var einhver svo vinsamlegur, sem ég lánaði bókina fyrir nokkrum árum, að skila henni ekki aftur og get ég því ekki vísað til hennar frek- ar hér. En hins vegar kom út bók um þennan þátt í list Munchs á þessu ári, gefírn út af Gyldendal Norsk Forlag, Ósló, og er eftir Arae Egg- um forstöðumann Munch-safnsins, sem hefur magistergráðu í listsagn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.