Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 50

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 A DROrnNSMCI TJmsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsáótiir Ásdís Emilsdóttir Séra Kristján Valur lngóifsscn 10 kvenprestar í kirkjunni Á sunnudaginn var, 15. nóvember, urðum við, kvenprestar í ísienzku þjóðkirkjunni, 10 talsins. Allir vigsluvottar voru konur. Við gerðum að gamni okkar í skrúðhúsinu fyrir vfgsluna, töluð- nm öll um það hvað þeir biskup, séra Sigurður Guðmundsson, séra Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur og séra Andrés Ólafsson kirkju- vörður settu puntulegan svip á hópinn, eins og svo oft er sagt við konur, sem tíðum eru einar í hópi karla. Það er gott að tilheyra kirkju, sem gerir ögn að gamni sínu og leiðir okkur svo mn í ljóma kertaljósa og hátíðleika prestvígslunnar, þar sem vígsluþega og öllu kirkjufólki er beðið blessunar Drottins. Og svo kom mánudagur. Starfsdagur okkar allra. Ég tók til við að hringja til allra kven- prestanna, sem ég náði til og spyrja um hversdag þeirra og drauma í preststarfínu. Það er ekki erfitt því við fylgjumst sífellt hver með annarri. Tvær okkar eru erlendis, þær séra Helga Soffia Konráðsdóttir, sem er prestur ís- lendinga í Svíþjóð á vegum sænsku kirkjunnar, og séra Arn- fríður Guðmundsdóttir, sem er við framhaldsnám f Bandarfkjunum. Ég náði heldur ekki f séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, sem var allan daginn önnum kafín við kennslu f Skálholti. Sjálf er ég þakklát fyrir það frelsi til framtaks, sem kirkjan veitir hveijum söfnuði. En mig dreymir um meiri sam- skipti, meiri sálusorgun, glaðlegri messur og nýja möguleika dreif- býlispresta til að sækja sér simenntun og endumýjun til að bera heim til safnaða sinna. Sjáum nú hvað systur okkar segja. angruninni í myrkrinu að vetrin- um. Þar á móti kemur að ég yndi mér ekki í Reykjavík ef ég færi ekki. Ég yrði ekki ánægð ef ég færi bara að vinna við eitthvað héma. Ég verð að velja á milli þessara tveggja kosta, að fara út í óvissuna eða vera óánægð í bænum. Ég hef köllun til að verða prestur, þess vegna verð ég að fara. Ég held að aðalstarf mitt verði að húsvitja og tala við ferm- ingarbömin og sunnudagaskóla- bömin og þannig get ég kynnzt fjölskyldunum. Þótt söfnuðimir séu litlir verða verkefnin mörg. Það væri fagnaðarefni ef at- burðurinn í Dómkirkjunni á sunnudaginn, þegar vígsluþegi var kona og allir vígsluvottamir vom konur en biskupinn sjálfur karlmaður, hefði einhver áhrif á biskupa í öðrum löndum að konur vígist til preststarfa. Séra Yrsa Þórðardóttir Ég verð að fara Séra Yrsa Þórðardóttir vígðist á sunnudaginn var, 15. nóvember. Hún er nú prestur safnaðanna i Hálsprestakalli I Þingeyjarprófastsdæmi. Ég spurði hana hvernig það legðist í hana að fara norður í Fnjóskadal. — Það leggst afskaplega vel í mig. Mér fínnst það mjög ævin- týralegt. Okkur, Carlos manninn minn og mig, langar að komast burt úr skarkalanum, við hlckkum til að setjast að i sveitinni og sjáum þetta allt í rómantískum bjarma. Fólkið þama er svo góð- legt. Svo kvíði ég líka fyrir af þvi að ég hef aldrei gert þetta áður. Ég kvíði að nokkru leyti fyrir ein- Séra Miyako Þórðarson Ekki grundvall- armunur Séra Miyako Þórðarson er prestur heymarlausra. Hún var vigð árið 1981. Ég spurði hana hvernig henni fyndist að vera kven- prestur. — Ég hef ekki oft verið spurð þessarar spumingar á þeim 6 ámm, sem ég hef verið prestur heymarlausra, og það er erfítt að svara þessari spumingu eingöngu út frá kynferðissjónarmiði því að persónuleiki og fleiri atriði hljóta einnig að skipta máli. Þar sem ekki ætti að vera nokkur gmnd- vallarmunur á því hvort karl eða kona þjóni Guði sem vígður prest- ur er kannski eðlilegast að svara þessari spuraingu með því að skýra frá því hvemig ég tel að heymleysingjar og aðstandendur þeirra hafí almennt tekið mér sem presti þeirra. Almennt má segja að þau hafí tekið á móti mér eins og ég er og ég met það mjög mikils þar sem ég er ekki bara kona heldur einnig Japani. Heym- arlausir hafa ekki haft eigin prest nema tiltölulega stuttan tíma og því er prestþjónusta hjá þeim ný- mæli. Þeir vom mjög ánægðir með að fá sinn eigin prest, sem var einn áfangi í þróun þeirra mála hér á landi. Séra Hulda Hrönn M. Helga- dóttir Nánari tengsl við fólkið Séra Hulda Hrönn M. Helga- dóttir er sóknarprestur i Hrísey og á Árskógsströnd. Hún vígðist þangað hinn 5. júli sl. Ég spurði hana hvemig henni félli preststarfið og hveraig hún yndi þvi að búa ein fjarri þeim vinum og ættingjum, sem hún á hér syðra. — Ég var búin að ákveða að fara í sveitaprestakall þegar ég útskrifaðist úr guðfræðideildinni. Ég vildi kynna mér þá hlið prest- starfsins og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Mér þykir það skemmtileg tilbreyting að vera hér, það er öðra vísi en að starfa að safnaðarmálum í Reykjavík. Starfið á báðum stöðum hefur sína kosti og galla. Helztu kostir þess að vera hér em nánari tengsl við fólkið. Hins vegar era aðstæð- ur betri í Reykjavík, þar er meira starfslið og minni tími fer til ferðalaga. Eg þjóna hér tveimur söfnuðum og sinni þess vegna tvöföldu safnaðarstarfi. En fólkið er hjálpsamt og vill að prestinum líði vel. Ég kenni við skólann í Hrísey vegna þess að þar vantar kennara. Eg hef mikið að gera. En þótt ég sinnti safnaðarstarfinu einu myndi ég hafa meira en nóg að gera við það því það er anna- samt að vera sóknarprestur. Séra Agnes M. Sigurðardóttir Preststarfið er mikil vinna Séra Agnes M. Sigurðardótt- ir er prestur I Hvanneyrar- prestakalli í Borgarfirði. Hún vígðist 1981 og tók þá við starfi æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunn- ar. Ég spurði séra Agnesi um mismun þess að vera sóknar- prestur og vinna á skrifstofu kirkjunnar í Reykjavík og hveiju hún vildi helzt breyta f kirkjunni. — Það er skemmtilegt starf að vera prestur og ég get enn ekki hugsað mér neitt betra fyrir mig af því að ég hef áhuga á kirkj- unni og hennar málum. Það krefst mikillar vinnu að vera prestur og það er ekki fljótlegra en að vinna í bankanum eða pósthúsinu eins og sumir halda. Mér fínnst sá munur á því að vera brauðlaus prestur og sóknarprestur, að sem brauðlaus prestur horfí ég á kirkj- una sem stofnun og reyni að hafa hag hennar allrar í huga, en sem sóknarprestur horfi ég frekar á kirkjuna sem fólkið sjálft. Ég er nýkomin hér í prestakallið og ánægð með undirtektir safnað- anna. í augnablikinu kæri ég mig ekki um að breyta neinu sérstöku, en ég hugsa að eftir 3—4 ár muni ég helzt vilja uppræta sinnu- leysið í kirkjunni. ég veit ekki alltaf hvemig þeir verða og það er alltaf margt, sem raskar skipulaginu. Ég hef fasta viðtalstíma og mér fínnst það kostur að fara á vinnustað og vera þar við störfín. Þéttbýlið býður mikla möguleika í safnaðar- starfínu. Þótt það séu stundum fáir, sem taka þátt í hveiju sviði safnaðarstarfsins, er úr fleira fólki að velja í þéttbýli en dreif- býli. Þéttbýlið skapar líka ákveðna staðfestu í starfi. Það er messað um hveija helgi. Verkefn- in koma upp f hendumar á þéttbýlispresti, en úti á landi þurfa prestar oft að hafa framkvæðið eins og ég þurfti þegar ég var aðstoðarprestur. Það er auðveld- ara að vinna þau verkefni, sem koma upp í hendur okkar, en hafa sífellt frumkvæðið sjálf. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir Þéttbýlið skapar staðfestu Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir er prestur á Sel- tjarnaraesi. Hún vígðist í desember 1981 og varð aðstoð- arprestur í _ Bústaðasókn f Reykjavík. Ég spurði hana hveraig það væri að vera prest- ur f þéttbýli. — Það er fjölbreytt starf. Ég reyni að skipuleggja dagana, en Séra Dalla Þórðardóttir Prestar hafa meiri áhrif en háskólakennarar Séra Dalla Þórðardóttir er prestur í Miklabæ í Skagafirði, en var áður prestur á Bíldudal. Hún vfgðist árið 1981. Ég spurði hana hvort henni fyndist kvenprestar vera of einhæfir f starfsvali. — Það var sagt í sambandi við vígsluna á sunnudaginn að við kvenprestar breiddum okkur ekki út um hin ýmsu svið, sem guð- fræðimenntun okkar gæfí tilefni til. Við væram t.d. ekki kennarar í háskólanum. Það er satt að flest- ar okkar era sóknarprestar þótt sumar okkar séu prestar á sér- sviðum. Skýringin er sú, að við höfum ekki verið prestar nema stuttan tíma. Og sóknarprest- starfíð er reyndar bezt til þess fallið að hafa áhrif f kirkjunni. Sóknarprestar ná til fjölmargra, allra í söfnuðinum. Með því að starfa sem sóknarprestar getum við reynt að hafa áhrif á trú og skoðanir bama, unglinga og full- orðins fólks. Við höfum meiri áhrif sem sóknarprestar en sem há- skólakennarar. Vafalaust eiga konur eftir að setjast á kennara- stóla í háskólum hér, margar munu fara til framhaldsnám og taka doktorspróf. Það era ekki nema 13 ár sem konur hafa verið prestar á íslandi. Það hefði verið óeðlilegt ef við hefðum allar farið til sérþjónustu eða háskóla- kennslu. Þessi fyrstu skref era eðlileg, hin verða bráðum stigin. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Hebr. 11.1 Mánudagur: Hebr. 12.1 Þriðjudagur: Hebr. 13.2 Miðvikudagun Hebr. 13.7—9 Fimmtudagur: Hebr. 13.20 Föstudagur: Jesaja 44.6 Laugardagur: Op. 1.8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.