Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
51
ískaldur blús
f
Ég er nýr baukur Samvinnu-
bankans og kem fyrir jólin. Ég
er fæddur og uppalinn á ís-
landi en það á eftir að skíra
mig.
Viljið þið krakkar vera svo
vænir að láta ykkur detta í hug
eitthvert skemmtilegt nafn
handa mér. Sendið það síðan á
þessum seðli til Samvinnu-
bankans, Bankastræti 7, 101
Reykjavík.
JHVAÐ
AEGAÐ
HEITA?
Blús
Árni Matthíasson
Albert Collins hefur áður
verið getið hér, enda er hann
ein skærasta stjarna Chicago-
blúsins í dag. Albert hefur verið
lengi að og ekki alltaf hlotið
umbun sem erfiði; hann hefur
verið tónlistarmaður i fjörutíu
ár, og sina fyrstu blússveit
jtofnaði hann 1947.
Líkt og aðrir góðir blúsarar
fæddist Albert á bóndabýli, en það
var í Texas en ekki Mississippi.
Það var 1932 og 1939 flutti fjöl-
skyldan til Houston. Þar gekk
Albert í skóla hvar hann átti þess
kost að læra á píanó. Píanóið var
og aðalhljóðfærið þar til eitt sinn
í snjóatíð að píanókennarinn
komst ekki i píanótfmana. Albert
hefur sagt frá því að þá hafí hann
heyrt Boogie Chillen með John
Lee Hooker í útvarpinu og það
hafí orðið til þess að hann hafí
farið að reyna við blúsinn á gítar
sem til var í húsinu. Frændi hans
gaf honum síðan ódýran gítar og
kenndi honum að stilla gítarinn á
þann hátt sem Albert hefur haldið
til dagsins í dag og markað þann-
ig sérstöðu sína sem gítarleikara.
Fyrsta blússveitin var tríó sem
stofnað var 1947, eins og áður
sagði. Sveitin sú lék á knæpum
og klámbúlum í Huston í nokkur
ár, en 1949 varð sfðan sveitin The
Rhythm Rockers til og lék á ýms-
um stöðum í Houston og nágrenni.
Með The Rhythm Rockers lék
Albert jafnt á gítar sem orgel, en
orgelinu var stolið og eftir það
hélt hann sig við gítarinn. Á þess-
um árum var hann að móta
gítastflinn sem hann er þekktastur
fyrir, hinn „kalda" gítarleik.
Ahrifín komu úr ýmsum áttum,
en einna helst frá frænda hans
Lághtnin’ Hopkins, Pee Wee Cray-
ton, Clarence Gatemouth Brown
og T-Bone Walker; allir Texas-
búar og allir f fremstu röð blús-
gítarleikara. 1958 tók Albert upp
sitt fyrsta lag, leikna lagið The
Freeze eftir Fenton Robinson. Það
lag varð til þess að honum bauðst
samningur við stórt hljómplötu-
fyrirtæki og á þess vegum tók
hann upp fleiri lög sem öll báru
frekar kuldaleg nöfn; Defrost,
Sno-Cone og Frosty m.a. Ekki fór
mikið fyrir söng í lögunum, enda
Collins lítið gefínn fyrir slíkt.
Um 1960 flutti hann til Kansas
City þar sem hann tók upp plötur
fyrir 20th Century Fox, en þeim
var ekki dreift af áhuga af hálfu
fyrirtækisins. 1967 gerði Albert
plötusamning við Imperial útgáfu-
fyrirtækið og tók upp plötur sem
best er að gleyma, enda vildu
plötufyrirtæki ekki sjá blús um
þær mundir; þau vildu danshæfa
soultónlist. 1972 virtist sem það
væri að rofa til og Albert gerði
samning við Bill Szymcyk og ný-
stofnað útgáfufyrirtæki hans. Ur
því varð þó ekki nema ein plata,
en á henni matti heyra að hann
var kominn á sporið aftur.
Szymcyk fór á hausinn 1974 og
Albert tók ekkert upp næstu árin.
Hann hélt þó áfram að leika opin-
berlega og var eftirsóttur til
tónleikahalds. 1978 var Bruce
Iglauer að leita að blúsleikurum
fyrir hið nýja fyrirtæki sitt, Alli-
gator, og hann gerði samning við
Albert. Þá starfaði Albert með
hljómsveit sinni sem kallaðist The
Icebreakers. Þar í var margur
snjall hljóðfæraleikari, þ. á m.
saxófónleikarinn snjalli A.C Reed.
Ifyrsta platan fékk heitið Ice Pick-
ing og hún var valin blúsplata
ársins 1979. Þar með var Albert
Collins aftur kominn á skrið og
síðan hafa komið frá honum sjö
plötur á vegum Alligator. Ein
þeirra með þeim Johnny Copeland
og Robert Cray.
Hér á landi hefur fengist
Charlyplatan Ice Cold Blues, sem
á eru nokkur lög frá Imperial
árunum. Á plötunni er ekkert sem
kalla mætti fyrirtak, en þó er þar
að fínna nokkur leikin lög sem
eru yfír meðallag. Þeir sem áhuga
hafa á Albert Collins ættu þó frek-
ar að reyna að næla sér f einhveija
af Alligatorplötunum sem Sonet
hefur gefíð út á Bretlandi og fáan-
legar eru hér. Ein þeirra er hans
nýjasta plata, Cold Snap, en á
henni er hann ekki með The
Icebreakers. Með honum eru þó
fyrsta fíokks hijóðfæraleikarar og
þeirra á meðal hinn snjalli jassorg-
elleikari Jimmy McGriff. Albert
sýnir á sér allar sínar bestu hliðar
á plötunni sem gítarleikari og
kemst einnig betur frá söngnum
en oftast áður. Önnur plata sem
benda má á er Grammyverðlauna-
platan Showdown!, en á henni
leika þeir listir sínar lærifaðirinn
og sveinamir, þeir Albert Collins,
Robert Cray og Johnny Copeland.
Johnny Copeland lærði af Alb-
ert á seinni hluta sjötta áratugar-
ins, en Cray ákvað að verða
blústónlistarmaður eftir að hafa
séð Albert Collins á tónleikum
1971 og byijaði á að læra utanað
flest lög sem Albert hafði tekið
upp. Það er mikið um gítarstæla
á Showdown!, svo mikið að mörg-
um blúsáhugamanni þykir nóg
um. Allir komast þeir vel frá sínu,
en Collins þó einna best. Cray er
þó besti söngvarinn og hans fram-
lag er skemmtilega fágað miðað
við stöðugar flugeldasýningar
hinna. Showdown! er dæmigert
fyrir nútíma Chicagoblús og á
henni er tónlist sem ætti að höfða
ekki sfður til rokkáhugamanna en
blúsara.
Krakkar athugið!
Að frestur til að skila inn nöfnunum er til 6, des Dómnefndin sem velur besta nafnið er fólk á
öllum aldri. Fyrir nafnið sem valdið er fær svo hinn heppni vegleg verðlaun. Ef svo
vill til að fleiri krakkar en einn eru með verðlaunanafnið, þá verður dregið
úr þeim hópi keppenda en hinir fá aukaverðlaun.
Nafn .......
Heimilisfang
Staður
Sími
Klippið hér
>4
ws/Nvmtovaa