Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 55 Svarthvítar minningar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þorvaldur Þorsteinsson: HUNDRAÐ FYRIRBURÐIR. Út- gefandi höfundur 1987 í Hundrað fyrirburðum eru text- ar og myndir eft'r Þorvald Þor- steinsson. Hann hefur sent frá sér nokkrar bækur, kunnust þeirra er Skilaboðaskjóðan (1986). Eftir bókaskrá að dæma eru Hundrað fyrirburðir þriðja bók hans á þessu áLri, hinar hef ég ekki séð. Þorvaldur Þorsteinsson er að því ég best veit einnig myndlistarmað- ur. í Hundrað fyrirburðum eru 50 svarthvítar ljósmyndir af málverk- um og vatnslitamyndum eftir hann frá tímabilinu 1973-1987. Hérverð- ur ekki lagður dómur á þær, enda ekki í verkahring undirritaðs og þar að auki er ólíklegt að birting þeirra í þessari bók sé annað en veikur endurómur þeirra í frumgerð. En það eru svarthvítu minning- amar, skráðar 1983-1987, sem lítillega verður vikið að. Hér eru einkum á ferðinni bemskuminningar frá Akureyri, skrifaðar í bamslegum stíl og bless- unarlega lausar við endurskoðun fullorðinsára. Dregnar eru fram myndir augnabliksins og þess gætt að þær spegli hug bamsins, skynjun þess og mat á umhverfinu. A einum stað segir svo: „Þegar við fórum til Ólafsfjarðar þurftum við alltaf að fara með Drang af því að Múlavegurinn var ekki kominn. Og alltaf varð ég sjó- veikur. En einu sinni fómm við með fiskibátnum Stíganda til Ólafsfjarð- ar og af því að veðrið var svo gott varð ég ekkert sjóveikur. Þess vegna varð Stígandi uppáhaldsskip- ið mitt. Svo þegar hann fórst mörgum árum seinna fannst mér ég næstum því hafa komist í hann krappan að hafa verið um borð í skipi sem núna var á hafsbotni." Önnur og ekki síðri ferðasaga hljóðar svo: „Þegar pabbi keyrði útaf á Vaðlaheiðinni af því að hann leit aftur í sætið til okkar Margrétar systur kom bíll sem hjálpaði okkur upp á veginn aftur. Lítil stelpa í bflnum kom út og gaf mér kara- mellu og ég reif hana upp með tönnunum og spýtti karamellubréf- inu langt og fast út úr mér til þess að hún vissi að við pabbi værum harðir af okkur þó á móti blési." Það er semsagt líf hversdagsins sem Þorvaldur Þorsteinsson sækir innblástur í. Skrásetning hans er þess eðlis að hann gerir ekki alltaf greinarmun á því sem getur talist verðugt frásagnarefni og hinu sem er veigaminna. í best skráðu minn- ingunum á hann erindi við lesendur, en ég býst við að mörgum þyki hann stundum hafa frá litlu að segja. Kostur er einlægni í ætt við frem- ur næfan lífsskilning, en líklegt er að hér sé vísvitandi stefnt að því Jóhann Hjálmarsson Birgir Svan Simonarson: STORMFUGLAR. Ljóð 1987. Gefið út á kostnað höfundar, Hafnarfirði 1987. Ljóð Birgis Svans Símonarsonar fjalla einkum um daglegt líf, störf á sjó og við sjó. Stormfuglar eru sjöunda ljóðabók hans. Flest Ijóð Stormfugla geta kallast sjómannaljóð. Þau gerast á sjónum eða lýsa sjómönnum í landi eða með hugann við land. Þetta eru bein- skeytt ljóð, raunsæ og opinská. Skáldið talar tæpitungulaust. Þann- ig lýsir hann sjómannslífinu í Bakborðsmönnum: vanrækja tilfinníngaskylduna harkan sex á norðlægum breiddum orð þeirra köld og hörð lábarðir hnullúngar þeir vanrækja tilfinníngaskylduna bráðna hægt einsog borgarís strandaðir í konufaðmi Birgir Svan leggur áherslu á myndmál og persónugervingu í hversdagsljóðum sínum. Með þeim hætti forðar hann ljóðunum frá að vera aðeins frásagnir úr lífi sjó- manna. í Heimkomu, upphafsljóði Stormfugla, eru bláir brimskaflar í farteski sjómannsins og leiguvagn- ar borgarinnar eru mærðarlegir skrautfiskar í keri. Ljósastauramir stinga saman nefjum og sjópokinn er leikmunur sem drukknir sviðs- menn hafa glatað. Húsin líta sjómanninn heimkomna homauga. í Leiksviði er sjómönnunum líkt við risavaxna brekkusnigla á öldufaldi. í Siglíngu em öldumar leðurklædd- ir pönkarar á skynvillulyfjum og vindurinn tröllaukinn vanviti sem sloppið hefur úr gæslu. Þessi ljóð em ákaflega misjöfn. Meðal þeirra bestu er að mínum dómi Hlið í hafi: Vinsælasta námskeiö okkar fjallar um notkun tölva við upplýsingaöflun og telexsendingar Dagskrá: • Grundvallaratriöi tölvusamskipta • Modem, gagnanet og gaanabankar • Tölvutelex og upplýsingakerfi • Flutningur gagna milli olíkra tölva • Islenskir gagnabankar og búnaður Dag og kvöldnámskeið .. , , , .. . . , Halldór Kristjánsson Næstu námskeió hefjast 1 .desember verkfræ6ing'r ' ■ varkf ræftibiánustan Grensásvegi 13, síml 68 80 90 einnig um helgar Þorvaldur Þorsteinsson að túlka hugmyndaheim bamsins. Hundrað fyrirburðir era hvað sem öðm líður óvenjuleg bók og vakti áhuga undirritaðs lesanda. Bláir brimskaflar Bókmenntir Birgir Svan Símonarson hann skyggndist um hlið dauðans nú drýpur ekki af honum varir bláar sem Qólur andlitið hvítt sem drif orð okkar ílla gerð apamir bölva i búri sinu vindurinn blæs upp kviku Þetta ljóð er til marks um hve unnt er að segja mikið í fáum orðum og hve vel fer á því að hnitmiða. Birgi Svan hættir til mælsku og hrúgar þá stundum upp of mörgum mynd- um. Dæmi er Landlega sem að öðra leyti er ljóð sem vitnar um hug- kvæmni skáldsins. Stormfuglar er ein þeirra bóka sem hefðu grætt á strangara vaii efnis, ljóðunum hefði að ósekju mátt fækka. En það er margt gott að segja um Stormfugla eins og fleiri bækur Birgis Svans Símonar- sonar. Ég get til dæmis ekki stillt mig um að birta að lokum heilræði sem orðið hefur hið prýðilegasta ljóð og kallast einfaldlega Ljóð: að breyta heiminum með ljóði er líkt því að stöðva hraðlest með berum höndum slíkt er aðeins á færi skálda Fýrirhaí liMIS iMiitaiogur ^ á. eld:a" Élarislciiiii jóliJin ÉÍP Hvar sem íslendingar eru niöurkomnir á jarökringlunni gera þeir ætíö sitt besta til aö skapa þjóðlega stemningu á jólunum. Ekkert er jafn nauösynlegt við myndun þeirrar stemningar eins og ekta íslenskur jólamatur. Við hjá SS bjóðumst til að annast umstangið fyrir þig og senda jólamatinn til vina og venslamanna erlendis. Þú kemur bara til okkar í SS-búðirnar, tínir kræsingarnar í körfuna og stingur jólakortinu með - við sjáum svo um afganginn. Og nú er eins gott að flýta sér ef enginn á að fara í jólaköttinn. Allt sem á að fara með flugi til Evrópu þarf að vera tilbúið í síðasta lagi 17. desember og síðasta skip til Evrópu fer 1. desember. Flugpóstur til N-Ameríku þarf að vera tilbúinn 11. desember. Gleymum ekki þeim, sem þurfa að dvelja fjarri heimaslóðum um hátíðirnar - sendum þeim hangikjöt í pottinn! AUSTURVEfíl — GLÆSIBÆ — HAFNARSTRÆTI — VIÐ HLEMM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.