Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
57
önnur dýramynd: Kettir, gerðir með stenslum og þekjulK af Emu
Erlendsdóttur sem er sex ára.
Þessi mynd varA tll eftir helmsókn á Kjarvalsstaði á góðviðrisdegi.
Myndin er eftir Sigurrós Jóhannsdóttur, 11 ára. Þegar hópurinn sett-
ist við vinnuborðlð í skólanum máttu nemendur ráða hvernig þeir
kæmu þeim áhrifum til skila sem þeir höfðu orðið fyrir þennan dag,
og þetta er það sem Sigurrós sá.
Þar sem óargadýrin búau
heitir þekkt barnasaga
sem Hrafnhildur Gunn-
laugsdóttir fákk þýdda á
fslenzku tll að lesa fyrir
nemendur sína og síðan
áttu þeir að gera efninu
skil f myndum. Þessi
óvættur er eftir Magnús
Fr. Ólafsson.
8-10 ára nemendur, talið frá vlnstri: Ingólfur Vignir Ævarsson, Gauti Kjartan Gfslasom, Theódóra Sigurðar-
dóttir, Ragnheiður Bogadóttlr og Danfel BJarnason.
/ -
leg námskeið árum saman og
þau eiga miklum vinsældum
að fagna.
„Staðreyndir tala sínu máli
um það að mjög misjafnlega
er staðið að myndmennt í skól-
um landsins," heldur Bjarni
áfram. „Á landinu eru milli 220
og 230 grunnskólar en í ein-
ungis um fjörtíu af þessum
skólum munu lærðir mynd-
menntarkennarar vera starf-
andi í vetur. Þetta segir sína
sögu enda held ég því fram
að mikið skorti á að listrænum
greinum sé sinnt sem skyldi í
skólakerfinu enda þótt lög
kveði á um að svo skuli gert.
Á meðan ástandið er ekki
betra á þessu sviði en raun
ber vitni væri skaði að því að
hætta starfsemi af þessu
tagi.“
Það kom fram í samtölum
við nemendur í barnadeildinni
og kennara þeirra, Hrafnhildi
Gunnlaugsdóttur, að aðsókn
að námskeiðunum stafar í
mörgum, ef ekki öllum tilvikum,
af því að ónóg eða jafnvel eng-
in kennsla í myndmennt er í
boði í þeim skólum sem þessj
ungmenni stunda nám í. í
tveimur efstu bekkjum grunn-
skólans er myntmennt val-
grein, en hjá ýmsum
skólamönnum mun nú vaxandi
áhugi á því að listrænar náms-
greinar á borð við tónlist og
myndmennt verði kjarnagrein-
ar þannig að svo þroskavæn-
leg iðja sé ekki forréttindi
þeirra ungmenna sem búa við
hagstæð skilyrði, svo sem þau
að eiga foreldra sem gera sér
grein fyrir gildi þeirra í mótun
einstaklingsins og uppeldi.
Þegar myndir krakkanna
sem sækja námskeiðin í Mynd-
listar- og handíðaskólanum eru
skoðaðar vaknar sú spurning
hvort þær beri vott um þrosk-
aðra myndskyn en almennt
gerist um myndir barna á þess-
um aldri.
„Ég held að óhætt sé að
halda því frarn," segir Hrafn-
hildur, „enda hafa þessir
krakkar fengið meiri tilsögn en
þeir sem einungis nýta sér þá
tilsögn sem er í boði í grunn-
skólanum. Hér er lögð áherzla
á efnismeðferð og sjálfstæð
vinnubrögð, en einnig og ekki
síður öguð og markviss vinnu-
brögð. Við störfum í fjórum
hópum sem skiptast eftir aldri.
Yngstu börnin eru sex ára og
þau elztu fimmtán ára. Þessir
fjórir aldurshópar eru að sjálf-
sögðu misjanflega langt
komnir í þroska og hæfni, en
þó vinna þeir iðulega út frá
sama þema. Sem dæmi um
það má nefna að um þessar
mundir erum við að vinna að
myndskreytingum í tengslum
við Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna.
„Vegna þessa verkefnis höf-
um við verið að kynna okkur
efni Mannréttindayfirlýsingar-
innar og ræða það, og á
myndunum má líka sjá að
börnum verða fyrir áhrifum af
þvi sem þau sjá og heyra í fjöl-
miðlum." Spurningu um það
hvort mikil áherzla sé lögð á
teikningu á þessum námskeið-
um svarar Hrafnhildur á þá
leið að svo sé ekki nema hjá
elztu börnunum. „Aðaláherzla
er lögð á það að nemendurnir
kynnist efnum og litum og eig-
inleikum þeirra. Að öðru leyti
læra þeir mest á því að skoða."
TEXTI:
ÁSLAUG RAGNARS
MYNDIR:
ÞORKELL.