Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 64
KRINGLUNNI
í M I 6 8 9 4 0 0
ÞykkvaíœjM
Þar vex sem vel er sáð!
SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
VEM) í LAUSASÖLU 55 KR
- •
♦
* ju m
- m !< • * *.* ’ * ♦ - * # * »
#•# - W9- • •
| . • m
'
r* * \ m' f|- . • «•
pflwSfeM' 1
1£ - -Étk * ‘1 | “ * 9 *
• •
ip-
Morgunblaðið/RAX
Ys og þys borgarlífsins
Nú i fimmtu viku vetrar þegar aðeins er
mánuður í vetrarsólstöður og rúmur
mánuður til jóla er ekki beint vetrarlegt
um að litast á landinu. Veðrið er eins og
á vori. Myndin var tekin í rigningarsudd-
anum í Lönguhlíðinni í fyrradag. Ef
grannt er skoðað sjást nokkrir jólasvein-
ar á gangstéttinni hægra megin götunn-
ar. Þar voru á ferð krakkar úr
einhveijum skóla borgarinnar að lifga
upp á tilveruna.
Hiti 2,7 stignm
undir meðal-
lagi í október
ÚRKOMA i Reykjavík og ná-
grenni var helmingi minní í
september en í meðalári sam-
kvæmt upplýsingum frá Veður-
stofunni. Hiti í september
mældist nálægt meðallagi en i
október var hann 2,7 stigum und-
ir meðallagi.
„Hægviðrið undanfamar vikur
veldur því að fólki fínnst haustið
hafa verið gott, en samkvæmt veð-
urskýrslum er það ekki svo,“ sagði
Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræð-
ingur á Veðurstofunni. „Ef septem-
ber er talinn með haustinu þá var
mjög þurrt í september og var úr-
koman innan við helming þess sem
er venjulega," sagði Adda Bára.
Þorsteinn Pálsson á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins:
Hvetur til sameiningar
sjálfstæðismanna á ný
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, lýsti því
yfir í ræðu á fundi flokksráðs
Sjálfstæðisflokksins á Selfossi í
gær, að hann teldi það megin-
markmið og höfuðverkefni að
sameina sjálfstæðismenn á ný í
einum flokki. Þorsteinn Pálsson
sagði, að það hefði ekki verið
skoðanaágreiningur, sem leiddi
til klofnings Sjálfstæðisflokksins
fyrir síðustu kosningar og stofn-
unar Borgaraflokksins og þess
vegna hlytu sjálfstæðismenn að
einsetja sér að tengja saman á
ný það fólk, sem lengi hefði átt
hugsjónalega samleið.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
sagði í ræðu sinni, að „fyrrum fé-
lagar okkar segist skuldbundnir
fólki úr öðrum flokkum eftir kosn-
ingabardagann og þær skuldbind-
ingar hindri áform af þessu tagi.
Um það ætla ég ekki að deila. En
sjálfstæðismenn geta ekki til lengri
tíma veikt sameiginlega krafta sina
vegna skuldbindinga við fólk úr
öðrum flokkum."
Þorsteinn Pálsson sagði, að sjálf-
stæðismenn gætu ekki og vildu
ekki gera flokk sinn að verzlunar-
vöru til þess að ná þessu markmiði,
en sjálfstæðismenn allir saman og
hver fyrir sig þurfí að bera þetta
undir samvizku sína og sannfær-
ingu. Þá sagði formaður Sjálfstæð-
isflokksins, að atburðir ársins hefðu
snert dýpstu tilfínningar þeirra,
sem lengi hafí starfað sameiginlega
í þágu sjálfstæðisstefnunnar. „En
ekkert okkar má þó láta reiði, sár-
indi eða vonbrigði koma í veg fyrir,
að við stefnum ótvírætt að því
marki að sameina undir einu merki
alla þá, sem áfram vilja vinna að
þjóðlegri umbótastefnu, atvinnu-
frelsi og einstaklingsfrelsi, svo sem
við höfum gert og munum gera.“
Sjá ræðu Þorsteins Pálssonar
í heild á bls. 24-25.
Ullarnefnd
til Sovét-
ríkjanna
ÞRIGGJA _ manna samninga-
nefnd frá Alafossi hf. og Ullar-
iðnaði Iðnaðardeildar
Sambandsins fer um helgina til
Moskvu til að semja um útflutn-
ing á ullarvörum til Sovétríkj-
anna fyrir næsta ár. Þetta er í
fyrsta sinn sem þessi fyrirtæki
taka sameiginlega þátt í þessum
sölusamningum.
íslenskir ullarframleiðendur telja
sig þurfa nú að ná fram umtals-
verðri verðhækkun í Sovétríkjun-
um, bæði til að mæta verðfalli
Bandaríkjadalsins og hækkunum á
ullarverði. Samkvæmt opinberum
skýrslum hafa Sovétmenn undan-
farin ár keypt hér ullarvörur á
umtalsvert lægra verði en kaupend-
ur á Vesturiöndum og sá mismunur
hefur vaxið milli ára sovéskum
kaupendum í hag.
Meðalútflutningsverð á ullar-
peysu til Sovétríkjanna á samnings-
árinu, sem er að ljúka, hefur verið
14 dollarar, meðan meðalverðið til
kaupenda á Vesturlöndum hefur
verið um 27—28 dollarar.
Fjárhagsstaða sveitarfél-
aga óhagstæð um milljarð
SIGURGEIR Sigurðsson bæjar-
stjóri á Seltjaraamesi og for-
maður Sambands íslenskra
—^fveitarfélaga kveðst áætla að
fjárhagsstaða sveitarfélaga í
landinu verði neikvæð sem nemur
um það bil einum milljarði króna
á yfirstandandi ári. Þar af leið-
andi nægi áætlaður 700-750
milþ'ón króna tekjuauki sveitar-
félaga af 6,7% innheimtuhlutfalli
útsvars á næsta ári ekki til að
~ vega upp á móti tapi þessa árs.
„Þetta var það sem við mátti
búast eftir allt umtalið," sagði Sig-
urgeir Sigurðsson, „fjármálaráðu-
neytið beitti miklum þrýstingi til að
halda hlutfallinu niðri og því er ekki
að leyna að niðurstaðan hefði getað
verið verri. En ef eitthvað fer úr-
skeiðis á næsta ári er ábyrgð
félagsmálaráðherra mikii." Sigur-
geir sagði að fjárhagsstaða sveitar-
félaganna væri nú slæm. Þau hefðu
saétt sig við lága prósentu á þessu
ári til að spilla ekki þjóðarsáttinni.
„Við vildum ekki að sveitarfélögum
yrði kennt um að ekki tækist að
hemja verðbólguna. Þjóðhagsspá
gerði ráð fyrir um það bil 10% verð-
bólgu, hún er að minnsta kosti
tvöfalt hærri. Samkvæmt spám áttu
launahækkanir að nema 14-16% en
frá október ’86 til október ’87 nem-
ur hækkunin 35-37%.“ Sagði
Sigurgeir að allt benti til að fjár-
hagsstaða sveitarfélaganna væri
óhagstæð um náiægt einn milljarð
króna á yfírstandandi ári.
Þessa mynd tók Oddný Eiriksdóttir þegar bóndi hennar, Ásgeir
Heiðar, kom heim með tvö hundruð rjúpur og eina tófu. Hundur-
inn Rex, sem aðstoðar húsbónda sinn við veiðar, situr ánægður hjá.
Skaut 200 rjúpur og eina tófu
„ÉG náði tvö hundruð rjúpum
fyrir norðan og bætti einni tófu
við á Holtavörðuheiði á heimleið-
inni,“ sagði Ásgeir Heiðar,
fengsæll veiðimaður úr Garða-
bæ. Hann sagði að mikið væri
af ijúpu núna og einnig hefði
tófu fjölgað mjög síðustu árin.
Ásgeir sagðist hafa gengið 3-4
daga á fíall og veitt vel. „Ég vil
ekki gefa upp hvar ég náði ijúp-
unni, ég læt nægja að segja að það
hafi verið fyrir norðan," sagði Ás-
geir, sem hefur stundað veiðar í
15 ár. Á leiðinni heim náði Ásgeir
að skjóta ref og „batt þannig enda-
hnút ágóða veiðiferð", sagði hann.