Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 7 um þroska býr við velsæld og tilheyrir kirkjunni, er í mótsögn við sjálfan sig.“ Shirley MacLaine skrifaði tvær metsölubækur byggðar á ævisögu sinni áður en hún fann guðskraft- inn. En þegar hún kom með handrit þriðju bókarinnar komst útgefand- inn að þeirri niðurstöður að hún væri komin á villigötur og hafnaði verkinu. Hún endurskrifaði verkið og fjallaði þar um andlega leit sína og seldi handritið forlaginu Bantam Books. Bantam hafði árum saman haldið uppi merki nýju aldarinnar og þar var mönnum vel kunnugt um margt af því sem Shirley MacLaine 'kom fram með í bók sinni. Eigi að síður voru þeir dálítið tvístígandi. Ýmsir vinir hennar reyndu líka að fá hana ofan af því að gefa bókina út, eri allt kom fyr- ir ekki. Bókin „Á yztu nöf“ kom út árið 1983 og hlaut gríðarlega góðar við- tökur. Af henni seldust 176.000 innbundin eintök og 2,4 milljónir af pappírskiljum. Tveimur árum síðar kom út bókin „Dansað í ljós- inu“ og seldist hún í 500.000 innbundnum eintökum og 1,6 millj- ónum af pappírskiljum. Bantam ætlar að gefa út 475.000 innbundin eintök af nýjustu bókinni. Enginn vafí leikur á því að vel- gengni bókarinnar Á yztu nöf stafaði að miklu leyti af því hver höfundurinn var. Og ekki spillti það fyrir að í bókinni greinir hún frá nánu ástarsambandi við rækilega dulbúinn brezkan þingmann, sem hún kallar Gerry. Brezkir blaða- menn voru miður sín af vonbrigðum yfir því að hafa ekki orðið varir við þetta ævintýri, sem átt hafði sér stað rétt fyrir framan nefið á þeim og reyndu allt sem þeir gátu til að komazt að nafninu á elskhuganum, en það hefur aldrei orðið uppvíst. En það sem hleypti mestri sölu í bækur Shirley og önnur verk um sama efni voru sjónvarpsþættir hennar, sem fluttir voru fyrr á þessu ári. Bókaverzlanir höfðu ekki undan að útvega sér nóg af þessu lestrar- efni fyrir forvitna lesendur, sem keyptu afganginn af upplagi allra bóka Shirley MacLaine, þannig að þær urðu metsölubækur að nýju. Aðrar bækur um andleg efni seld- ust líka gríðarlega. „Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Dan Bergeson, sem annast innkaup á bókum um andleg efni fyrir Dalton bóksölusamtökin í Bandaríkjunum. Fylgismenn nýju aldarinnar hafa komið á fót sérstökum útgáfu- og sölusamtökum og samkvæmt upp- lýsingum frá þeim eru um 2.500 bókaverzlanir í Bandaríkjunum sem hafa sérhæft sig í sölu bóka um andleg efni, og útgefendur bóka, tímarita og blaða um þessi við- fangsefni eru um 2.300 talsins. Á þessu ári er talið að lestrarefni af þessum toga hafi selzt fyrir einn milljarð dollara á þessu 'ari. Skoðanakannanir sýna að hefð- bundin trúarbrögð eiga stöðugu fylgi að fagna í Bandaríkjunum en áhugi á hreyfingu nýju aldarinnar hefur breiðzt út meðal fylgjenda ólíkra trúarbragða. Nýleg skoðana- könnun, sem Andrew Greeley þjóðfélagsfræðingur og samstarfs- menn hans framkvæmdu fyrir skömmu, leiddi i ljós að 42% Banda- ríkjamanna telja sig hafa komizt í samband við látið fólk. Svipuð skoð- anakönnun sem framkvæmd var áður sýndi að einungis 27% Banda- ríkjamanna töldu sig hafa slíka reynslu. Það er því ekki að undra þótt úgefendur ætli að hamra jámið meðan það er heitt og senda enn fleiri bækur um andleg viðfangsefni á markaðinn. Mjög margar bækur fjalla um kristalla sem hafa lækn- ingamátt og sumum þeirra fylgja pakkar með kristöllum. Sumir út- gefendur segja að þetta verði vinsælasta jólagjöfin í ár. Þá hafa miðlar í nógu að snúast þessa stundina. Kevin Ryeson, sem Shirley MacLaine segir frá í bókum sínum, tekur 250 dollara fyrir mið- ilsfund, en getur samt ekki annað H- öllum sem til hans leita þannig að hann er farinn að vísa á aðra. Betty Bindcer, sem heldur sérstakar kennslustundir um endurfæðingar í Los Angeles, þarf heldur ekki að kvarta um verkefnaskort. Hún seg- ir að bækur Shirley hafí orðið til þess að nú líti menn öðrum augum á endurfæðingar og þær hafi hlotið almennari viðurkenningu en áður. Neville Rowe, sem stundar miðils- störf í Los Angeles, er ánægður með þann fjörkipp sem hlaupið hef- ur í starfsemina en sú ánægja er þó dálitlu galli blandin. Svo virðist sem Shirley MacLaine hafi ekki bara vakið áhuga fólks á að fara á miðilsfundi, heldur virðist hún hafa fengið marga til að álíta að þeir séu sjálfir miðlar, þannig að samkeppn- in hefur stóraukizt. Eitt þurfum við að gera okkur ljóst. Shirley MacLaine er ekki trú- boði. Hún þarf ekki að telja einum eða neinum hughvarf. Hún segir að bækur sínar og sjónvarpsþættir séu tæki til sjálfstjáningar en ekki ætluð til þess að fá aðra til að breyta um lífsviðhorf. Hún segist geta hent svolítið gaman af hreyf- ingu hinnar nýju aldar. „Það er hugljúft grín en ekki særandi á nokkurn hátt.“ Margir nánir vinir hennar og ættingjar eru trúlausir. Hún segir að allir fari eftir sinni eigin braut og tímaáætlun og það virði hún. „Enginn er sammála öllu. Þetta er eins og Demókrataflokkur- inn. Hver og einn einstaklingur hefur frjálsan aðgang að viðfangs- efnunum.“ Þannig talar Shirley MacLaine í eigin persónu. En á námskeiðum sínum talar hún öðruvísi. Á síðasta námskeiði hennar rétti kona ögrandi upp hönd og sagði: „Með fullri virðingu fyrir þér er ég ekki þeirrar skoðunar að þú sért guð.“ „Mér þykir leitt að heyra það,“ svaraði Shirley, „það er vegna þess að þú lítur ekki á sjálfa þig sem guð.“ Önnur kona á námskeiðinu kvaðst hafa miklar áhyggjur af ómannúð í heiminum og hafði um hana mörg orð. Shirley benti henni á að viðhorf hennar væru fjandsam- leg, og bað hana að hugleiða hvort þau stöfuðu ekki af því að hún væri haldin ofsóknarkennd. Eftir námskeiðin var Shirley spurð um þessi hvassyrtu svör sem áheyrendur hennar fengu. Hún svaraði: „Þetta er bara sálarfræði. Þetta er spurningin um hvernig maður bregzt við óréttlæti. Maður getur litlu breytt í þeim efnum, en maður getur reynt að skynja órétt- lætið á annan hátt.“ Kvað viðvék konunni sem andmælti hugmyndum Shirley um guð sagði hún: „Slíkum spurningum svara ég á þá leið að við sjáum aðra á sama hátt og okk- ur sjálf.“ Hún getur mörgu svarað, en þó er mörgum spumingum ósvarað í lífsbók hennar. Hún getur ekki gert grein fyrir uppruna guðskraftsins. Hún veit ekki hvað gerðist í upp- hafi eða hvað muni gerast að lokum. Hún leitar enn að beztu leiðinni til að beita andlegum viðfangsefnum í sínu daglegu lífi. Næsta ár er tímamótaár í hreyf- ingu hinnar nýju aldar fyrir ýmissa hluta sakir. Og á þessu ári ætlar Shirley að reisa andlega miðstöð sína, gefa út fjórðu bókina um and- leg efni og leika í nýrri kvikmynd „Madame Soutzka". Hún veit að hún ætti að vita hvort myndin heppnast vel eða illa, því að sam- kvæmt skilningi hennar á tímahug- takinu gerast allir hlutir í einu. Samt veit hún það ekki. Það eina sem hún veit er að hún getur tekið velgengni, mikilli velgengni. „Ég hef viljað hóflega velgengni en ekki gríðarlega velgengni. Nú er ég að breytast. Ég vil gríðarlega velgengni. Eg fínn að ég er undir hana búin núna en ég vil _að sú velgengni verði í jafnvægi. Ég hef skipulagt líf mitt eins og langhlaup- ari og veit að það sem ég hef gert hefur einhveija þýðingu." (G.E. Þýddi og stytti úr Los Angeles Time Magazine). gluggar Við sérsmíðum glugga eftir þínum óskum. Hér eru aðeins smásýnisliorn af gluggunum okkar. Við gerum föst verðtilboð í alla sérsmíði. Vönduð íslensk framleiðsla. AUKhf. 10.64/SÍA Góðir greiðsluskilmálar Sendum í póstkröfa. TRÉSMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANHSBRAUT, HAFNARFIRÐI, SlMAR: 54444, 54495 ÁRATUGA REYNSLAIGLUGGASMÍÐI Leikrit Shakespeares V. bmdi Nú eru komin út fimm bindi af þýðingum Helga Hálfdanarsonar á verkum Williams Shakespeares. í þessu fimmta bindi eru meðal annars: Allt í misgripum, Snegla tamin og Draumur á Jónsmessunótt. Sérstakt tilboðsverð: Fimm bindi fyrir verð þriggja. <á bók góð bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.