Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Dulhyggja fyrir fjöldann Shirley MacLaine er dugmikill sölumaður fyrirnýja hreyfingu Shirley MacLaine er fjölhæfur listamaður, — leikari, dansari og rithöfundur. Nú hefur hún lokið við síðustu þáttaröð sína að sinni, sem hún hélt fyrir áhorfendur í mörgum bandarískum borgum. En þar var ekki um venjulegar sýningar að ræða. Undanfama mánuði hefur hún ferðast vítt og breitt um Banda- ríkin og kennt um 14.000 manns hvemig þeir eiga að komast í snert- ingu við andleg viðfangsefni. í helgamámskeiði hjá Shirley MacLaine felst kynning á guðs- kraftinum, endurfæðingum, fljúg- andi furðuhlutum, hugleiðslu og sjálfsskoðun. „Yfírvitund okkar býr yfir þekk- ingu á fortíð og framtíð," segir hún við áhorfendur sína. „Maður leiðir hugann bara ekki að því. Hærra sjálfið í manni er yfírvitund hans og tengsl við allt sem er.“ Shirley MacLaine skýrði fyrst opinberlega_ frá sinni andlegu leit í bók sinni „A yztu nöf“ og í kjölfar- ið kom önnur metsölubók „Dansað í ljósinu". Fyrr á árinu voru fluttir sjónvarpsþættir sem byggðust á fyrri bókinni. En með námskeiðun- um, 17 að tölu, sem hún hefur nýlokið við tók hún að sér hlutverk, þ.e. hún gerðist sjálfmenntaður andlegur leiðbeinandi. Viðtökur þátttakenda vom hlýlegar. Þeir leit- uðu ráða hjá henni og skýrðu frá reynslu sinni af því að fara úr líkam- anum og þeir klöppuðu henni lof í lófa, eins og hún er vön. En nú er hún komin út á hálan ís með aðdá- endur sína. Það eru óglögg skil á milli kennara og andlegs leiðbein- anda og það veit hún. „Ég er ekkert annað en glampi í vitund hinnar nýju aldar," segir hún. „Ég glæði bara ljósið í mönn- um og þeir sjá sjálfír um fram- haldið. Ég hvet ekki til bréfaskipta. Það er mikill vandi að svara bréfum (frá aðdáendum) því að ég gæti flækt þá tilfínningalega inn í net, sem ekki er til. Ég segi þeim að sjálfír séu þeir sínir andlegu leið- beinendur. Það eru þeir sem eru ábyrgir fyrir eigin örlögum." Á arinhillunni í íbúð hennar á Manhattan eru margir útskomir fílar, sem tengjast minningum hennar um fyrri jarðvist. Þar eru líka kristallar og líkneski, allt gjaf- ir frá aðdáendum hennar og fylgis- mönnum. „Til skamms tíma vildi ég ekki veita gjöfum þeirra viðtöku.1 En þeir vildu leggja eitthvað að mörkum og ég fór smám saman að líta þetta öðrum augum. Ég ákvað að láta gjafimar í andlega miðstöð, sem ég hef í undirbúningi." Á eínum veggnum í íbúðinni er mynd af henni ásamt Jimmy Carter fyrrum forseta, en hann hvatti hana til að fjalla um fljugandi furðu- hluti, eftir að bókin Á yztu nöf kom út. Á öðrum vegg er mynd af henni ásamt George McGovem en hún segir að hann sé einn af örfáum bandarískum stjómmálamönnum „sem hafí náð þroska í andlegum efnum“. Shirley MacLaine er 53ja ára gömul og hefur hætt öllum stjóm- málaafskiptum, í bili að minnsta kosti. Listamaður getur aðeins bor- ið eitt stórmál fyrir brjósti hveiju sinni og núna er það andleg við- fangsefni, sem á henni brenna. Hún ætlar að halda áfram kvikmynda- leik en mun þó beina meginkröftun- um að því að stjóma og móta hreyfíngu „Nýju aldarinnar“ sem hún hefur verið að kynna. Hún hefur nýlega gefið út bókina „Það er allt sett á svið“ og hefur gert útgáfusamning um þijár aðrar bækur við Bantam útgáfufyrirtæk- ið. Snemma á næsta ári ætlar hún að hefjast handa um framkvæmdir við andlega miðstöð í Colorado „svo að allir sem þangað fara geti geng- ið út frá því sem gefnu að hitta trúverðugan transmiðil". Hún ætlar að efna til námskeiða um andleg viðfangsefni að nýju á næsta ári. Þetta eru góð tíðindi fyrir þá sem hafa áhuga á andlegum viðfangs- efnum, en einnig þá sem hagnast á slíkum áhuga. Frá því að Shirley MacLaine gekk fram á andlega sviðið árið 1983 með bók sinni Á yztu nöf hefur áhugi almennings á hreyfíngu hinnar nýju aldar eflzt stórlega. Transmiðlar, sem fara fram á 100—300 dollara greiðslu fyrir að hafa samband við verur á öðrum tilverustigum, skýra frá því að gríðarlegu fjörkippur, hafi hlaup- ið í viðskiptin. Tónlist sem tengist hreyfíngu nýju aldarinnar og leið- beiningar um hvað sem er milli himins og jarðar, allt frá hugleiðslu til hagnýtingar á orku jarðarinnar, renna út eins og heitar lummur. Og útgefendur verða að hafa sig alla við að svara eftirspum eftir bókum um kristalla með lækninga- mætti, miðilsstarfsemi, fljúgandi furðuhluti, endurfæðingu og annað sem tengist nýju öldinni. Nýja öldin er orðin að stórgróðafyrirtæki. I hreyfíngu nýju aldarinnar er fátt um nýmæli en hún á rætur í Búddisma, hindúisma og vestrænni dulspeki. Það sem er sérstætt við þessa hreyfíngu, og einkanlega hlut Shirley MacLaine í henni, er að inn- tak hennar er fært í nútímalegan búning. Shirley hefur rutt í burtu óþægilegum hugtökum eins og dul- fræði og launspeki og vill heldur nota orð eins og andleg tækni og eðlisfræði sálarinnar. MacLaine er listamaður og þekkir sitt heimafólk. Hún veit hvað því hentar bezt. Nýja öldin hefur hlotið einkar hlýjar viðtökur hjá fólki sem fædd- ist eftir síðustu heimsstyijöld og er að komast á miðjan aldur. „Þessi kynslóð var alin upp í trúrækni," segir William Roy aðstoðarprófess- or við Kalifomíuháskóla og sjálfur kveðst hann vera af þeirri kynslóð. „Þegar við uxum úr grasi olli kirkj- an okkur vonbrigðum og ýmislegt fleira að auki. Við urðum efnis- hyggjumenn áður en við hneigð- umst til andlegra iðkana." En þessi kynslóð er engan veginn undir það búin að segja skilið við efnishyggj- una og leiðtogar nýju aldarinnar eru nægilega glöggir til að gera sér Shirley MacLaine. Myndin er tekin við útgáfu nýjustu bókar hennar. grein fyrir því. Fyrir vikið leggur hreyfíngin áherzlu á aðferðir, sem gera fólki auðveldara að fást við álag og streitu sem efnishyggjunni fylgja. „Þetta er eins konar ódýr útgáfa af sálarfræði," segir Robert Wuthnow þjóðfélagsfræðingur í Princeton. Harvey Cox, guðfræð- ingur við Harvard kallar hugsun nýju aldarinnar „eins konar trúar- tjáningu fyrir meðtorðagjamt fólk; Maður getur fengið hvað sem er án fyrirhafnar, óþæginda og þján- ingar," segir hann. Shirley MacLaine setur yfirvit- undina í öndvegi og lýsir henni sem eilífri, takmarkalausri sál „sálin er maður sjálfur í raun og veru,“ og hún endurfæðist stöðugt. Við erum umfram allt andlegar verur en ekki efnislegar," segir hún. Á námskeið- unum stjómaði hún hóphugleiðslu: „Þið skuluð ímynda ykkur að þið séu stödd í garði og á rennur þar í gegn. Tónlist berst frá hljómtækj- um. Þið skulið sjá fyrir ykkur hvítt ljós í garðinum. Gangið nú að þessu ljósi. Veran sem birtist þar er hið hærra sjálf." Og hún fær áhorfend- ur til að ganga til móts við það. Hún segir að það sé þessi sál sem tengist guðskraftinum og sé hluti af honum. „Við erum þessi guðs- kraftur. Við erum fullkomin. Lykill- inn að andlegum skilningi og hamingju er að samtengjast guðs- kraftinum," segir hún. MacLaine trúir á endurfæðingar og vegna tengsla sinna við andlegar verur hefur hún fengið að vita um fyrri jarðvistir sínar. Til að mynda var hún eitt sinn munaðarlaus stúlka í fílahjörð. „Ég var þekkt sem fílaprinsessan og gat haft samband við tiltekinn fíl í hundrað mílna fjar- lægð," eins og hún skýrir frá í bók sinni Dansað í ljósinu. MacLaine hefur einnig haft kynni af starfsemi miðla, sem falla í dá- svefn og ná sambandi við andlegar verur, einkanlega verur sem dánar eru fyrir löngu, og þær tala í gegn- um miðlana. A meðal fyrstu miðlanna, sem hún hafði kynni af, var Kevin Ryerson, sem nær sam- bandi við þijár eða íjórar andlegar verur. Það á meðal er ein, sem eitt sinn var írskur vasaþjófur. Annar var læknir í Pakistan og sá þriðji bjó eitt sinn á Jamaica og stærir sig af því að hafa skilning á kyn- þáttavandamálum nútímans. Shirley MacLaine tekur 300 doll- ara fyrir tveggja daga námskeið, en hún leggur á það áherzlu, að allur ágóði renni til framkvæmda við andlega miðstöð hennar á 300 ekra landi í Colorado. í miðstöð þessari mun fara fram margs konar andleg starfsemi, þar á meðal heil- unarlækningar og gestir munu geta haft samband við transmiðla. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að reyna að hagnast á hreyfingu hinnar nýju aldar með því að selja bækur og halda námskeið, en Mort Viner full- trúi hennar segir að hún hafí hafnað tækifænim til kvikmyndaleiks, sem hefðu fært henni meira en milljón dollara hagnað, til þess að geta unnið að þessu hugðarefni sínu. Þegar hún er að því spurð hvort hún geti haft vald á öllu í lífí sínu, svarar hún: „Ég er ekki enn komin svo langt en ég veit að það er hægt.“ „Að hafa stjóm á öllu?“ „Ef ég væri fullkomlega þroskuð og í fullkomnu jafnvægi myndi hug- arástand mitt einkennast af algerri hamingjukennd." „Heldurðu að þú náir því marki _'í þessu lífi?“ - •, *Ég veit það ekki. Ég vil gjaman draga lærdóm af andstæðum. Stundum vil ég draga lærdóm af skorti. Ég er ennþá ýmsu háð. Stundum er gaman að vera leiður, gráta og reiðast." Hún segist oft „fá heilmikið út úr því að reiðastr svo að ég er greinilega ekki tilbúin til að fóma öllu slíku“. Shirley MacLaine segir að andleg viðfangsefni nýju aldarinnar séu hagnýtasta lífstækni sem hún hafí nokkm sinni komizt í kynni við. Hugurinn ríkir yfír efninu eða í. þessu tilviki ríkir andinn yfír efn- inu. Jákvætt hugarfar leiðir ekki einungis til meiri velgengni í lífínu heldur dregur það einnig úr and- legri streitu." Það er margt, sem hefur ekki eins truflandi áhrif á mann, þegar maður hefur betri yfir- sýn yfir heildina," segir Shirley MacLaine við áheyrendur sína. Hún ber ekki á móti því að met- orðagjamt fólk hafi hneigst að hreyfingu nýju aldarinnar. „Eg held að flestir hafí hallazt að þessum málum af því að þeim hefur vegnað vel og það hefur ekki fært því ham- ingju. I hreyfingunní er mestmegnis fólk, sem hefur vegnað vel. Kirkjan segir að í fátæktinni fínni maður guð, en sjálf vill hún eiga veraldleg- an auð. Trúarbrögðin krefjast hollustu og valds. En þeir sem vegn- að hefur vel vilja ekki afsala sér valdi sínu. Þeir vilja nota vald sitt til að auka velgengni sína. Þar af leiðir að sá sem leitar eftir andleg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.