Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 11 síðar héraðslækni á Hvammstanga (d. 1927): „Um vorið 1902 fóru þeir svo suður, Ólafur og Magnús, en ég varð eftir, var þá lasinn og treysti mér ekki. Þeir urðu efstir allra, er próf tóku upp úr fyrsta bekk, Magnús efstur (eins og jafnan úr því, baeði í menntaskóla og háskóla) og Ólafur nær efstur." Segist Þorsteinn engan mann hafa þekkt, er minna þurfti að hafa fyrir að læra en Ólaf, nema Magnús bróður sinn. Eina námsgreinin sem Magnús þurfti talsvert að hafa fyrir var stærðfræðin. Kvaðst Þorsteinn skilja þá áreynslu, því að stærð- fræði hin æðri og torveldari hafi verið langleiðinlegasta og erfiðasta námsgrein, sem hann hafi gluggað í. Þá getur hann þess, að Magnús hafi aðeins verið eitt ár í Latínuskólanum í Reykjavík, þ.e. í 3. bekk. Ástæðan til þess var sú, að honum geðjaðist ekki að ólátum þeim og óstjóm, sem þá var í skólan- um, en tók jafnan próf þar á vorin. Á sumrin unnu þeir bræður að búi foreldra sinna. Voru þeir mjög frjálsir í vinnunni, ef þá langaði í veiðiskap, en unnu þó mikið. Þeir voru góðir sláttumenn, einkum þó Magn- ús, sem sló túndagsláttu á 8 tímum á túninu á Ríp. Kemst Þorsteinn svo að orði um afköst þeirra: „Er ég viss um, að við höfum oft slegið hátt upp í kýrfóður báðir saman á bestu starengjum Rípureyjar. Er þetta ekkert skrum, en það vil ég taka fram, að Magnús sló meira en ég, og að þetta var þar sem grasið var mest. En Rípurengjar voru ákaflega gras- gefnar, þegar góð flóð komu í Vötnin á vorin, og svo var öll árin, sem við vorum á Ríp. Heyskapur gekk því fljótt hjá okkur. Magnús var snemma þrekmenni mikið, sterkur vel og úthaldsgóður." Vorið 1908 lauk Magnús cand. phil.-prófi frá Hafnarhá- skóla. Og eins og hann vék að, þá hafði trú hans þó staðist innrás nýrra skoðana. Því hóf hann nám í Prestaskólanum um haustið og þann 20. júní 1911 lauk hann guðfræðiprófi þaðan með fyrstu ágætiseinkunn. Faðir hans var þá hættur prestskap fyrir sjö árum en gerð- ist bóndi á Snæfellsnesi. Hafði séra Jón þegar á fertugsaldri kennt sjóndepru, sem hann fékk ekki bót á, svo hún ágerðist nokkuð með hveiju ári, sem leið. Veturinn 1903—4 var þann- ig komið sjón hans auk þess sem hann hafði þá mjög brostið raddstyrk, að hann sagði lausu embætti sínu og fluttist vorið 1904 vestur á Snæfellsnes. Hann bjo fyrst á Fróðá í Fróðár- hreppi, en síðar í 6 ár á stórbýlinu Bjamarhöfn í Helgafelissveit á árunum 1905—1911. IV í fórum mínum á ég vatnslitamynd vestan frá Breiðafirði, sem Magnús Jónsson gerði á næstsíðasta ári sínu í Prestaskól- anum (1910). Hann hafði þá um nokkurt skeið fengist við myndlist, en ekki ennþá með umtalsverðum árangri. A fyrsta vetri í Latínuskólanum, er hann var á fimmtánda ári, hófst myndlistarferill hans. Hann var til húsa hjá dr. Jóni dósent Helgasyni, síðar biskupi íslands. Fékk hann þá vatnsliti í jóla- gjöf og var fordæmis og fyrirmynda ekki langt að leita, því Jón Helgason var mikilvirkur myndlistarmaður, svo sem kunn- ugt er, og liggur eftir hann fjöldi verka, teikninga, vatnslita- mynda og olíumálverka. Var dr. Jón með afbrigðum vandvirkur og eru þessi verk hans mjög nákvæmar heimildamyndir um byggingar í Reykjavík og víðar hér á landi við upphaf þessar- ar aldar. Kvaðst Magnús hafa stælt eftir myndum Jón „með dæmalausu kjarkleysi". Þegar hann kom svo heim í föður- garð fór hann að reyna að mála landslagið þar úti á nesinu. Sjálfur telur Magnús þau myndverk, sem hann málaði þá, hafa verið „afar litlar myndir, blóðlausar, þurrar á hörundið og veiklulegar. Ég á þær enn sumar, þessar hryggðarmyndir sannleiksástarinnar og fómardýr samviskuseminnar. Ég gæti best trúað, að á dómsdegi rísi þær upp og verði góðir tals- menn mínir". Er á ævina leið varð Magnús Jónsson næsta mikilvirkur myndlistarmaður. Er með ólíkindum hversu mikið af myndum, bæði smáum og stórum, liggja eftir hann, ekki síst þegar haft er í huga, að þær vom gerðar á stopulum tómstundum. En hann hafði fyrir venju, er hann var á ferðalögum, bæði innan lands og utan, að taka með sér pappír og liti. Þegar hann sá áhugaverð eða hrífandi mótíf settist hann gjaman niður með fyrrgreind föng og var ekki lengi að festa á pappír- inn það sem augun námu og reyndar meira til. Með auknum þroska og kunnáttu byggði hann verk sín meir á impressi- onísku viðhorfi, eins og mikilvægi birtunnar, snöggri andrá blæbrigðanna og kvikum pensildráttum. En í 2. bindi Islenskr- ar myndlistar gerir höfundurinn, Bjöm Th. Bjömsson, mjög gagnorða og lifandi grein fyrir myndlistarmanninum Magnúsi Jónssyni. Þar segir hann, að um annað byggi málverk hans á ex- pressionísku viðhorfi, „þar sem jarðarlitir skipa oft dijúgan sess og myndefnið er skynjað sem huglifun ekki síður en sjón- ar. Fæmi Magnúsar er oft undraverð eða „sniðugheit" hans og „klókindi" eins og hann kallaði sjálfur. Hvort sem hann málar skýjaslæður í hjamhlíðum Snæfellsjökuls eða græna geira í skriðum Kistufells tekst honum furðu oft það, sem hann ætlar“. Bjöm Th. leggur strangt mat á myndlist Magnúsar og mun ýmsum hafa þótt það nokkuð óvægin gagnrýni. Er mér kunn- ugt um það, að Bjöm þekkti Magnús Jónsson mjög vel persónulega, hreifst af fjölþættum gáfum hans, m.a. á sviði myndlistar, og einmitt þess vegna gerir hann miklar og strang- ar kröfur til hans sem listamanns. Að áliti listfræðingsins var Magnús annað og meira en frístundamálari eða „alþýðumál- ari“. Bjöm segir hann fullkomið dæmi um mann, sjálflærðan í list sinni, en að öðm leyti hámenntaðan. Þótt stétt hans væri látin lönd og leið væri nefningin „alþýðumálari" samt markleysa þar sem hann á í hlut. Og því segir Bjöm hug sinn á þessa leið: „Það sem á skortir er hins vegar fmmleikinn; hann sér með augum venju, sem aðrir hafa skapað, stefnir að túlkun, sem hann er ekki höfundur að. Og aldrei hvarflar að honum þrátt fyrir þrek hans og kjark, að stíga skrefi út fyrir þann hring. Ef til vill ræður hér ekki mestu um, að list- in var honum ígripaverk, heldur miklu fremur hitt, að lífsvið- horf hans er bundið kerfi, sem hann unir vel við. Hví þá að slíta vébönd þess og gera uppreisn? Ríkasti þátturinn mun þó hafa verið náttúmhrifning hans og lotning fyrir því sem vel er gert. Því gat hann, svo sem hann sjálfur segir, „setið mitt í hringiðu viðburðanna og verið að hugsa um, hvemig megp láta jökulvatn renna í sínum farvegi, eða hvemig megi • Metsölubladáhverjumdegi! Oldsmobile Delta 88 Royal Coupe 1985 2ja dyra svartur glæsivagn, klæddur Ijósgráu plussi. MótorV-8, ekinn um 17 þ.km., sjálfskiptur með sjálfhraðast. og veltistýri o.fl. o.fl. Skoðum skuldabréf og skipti. ^A&ad ^>í$.a*adaH Miklatorgi, símar 15014-17171. ,yatnsu-loftvog kristal 8 1 — ur || Loksins ^ komnar aftur 1 Loftvog er ómissandi á hvert heimili, — þetta er „þrumu“ loftvog. Þessi vatnsloftvog er einstök, — líklega elsta loftvogsteg- und í heimi. Vitað er að samskonar loftvog var notuð árið 711 og nefnd „þrumuflaska“. Loftvogin er úr kristal og er hún að öllu leyti handunnin. Verð kr. 2.700,- Póstsendum TEKK* KKISIALL Laugavegi 15, sími 14320 Kringlunni, sfmi 689955 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.