Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Laufabrauð Við tengjum laufabrauð jólunum, en laufabrauð var hér áður fyrr ekki eingöngu borðað á jólum. í íslenskum þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili er talað um brúðkaupsveislur, svonefndar brauðveisl- ur. Þær munu hafa tíðkast í Eyjafírði og Suður-Þingeyjarsýslu, en þar um sveitir var mest bakað af laufabrauði. í þessum brauðveislum var notað laufabrauð. I íslenskum þjóðháttum stendur: „Þegar komið var úr kirkju, var setzt undir borð; sátu brúðhjón fyrir miðju háborði og svo skipað til sæta, sem áður er sagt. Dúkur var breiddur á borð, en engir diskar eða áhöld. Síðan komu frammistöðu- menn með fullt fangið af aílskonar góðgæti. Sá fyrsti bar stóreflis hlaða af laufabrauði; lagði hann tvær eða þijár kökur fyrir framan hvem, er setztur var. Þeir næstu komu með stóra diska kúfaða og lögðu tvær lummur og tvær pönnukökur ofan á laufakökumar; svo var skonrokskaka og hagldarkaka; ekki var nú ævinlega tölunni nákvæmlega hagað svona, en venjulegast var það því sem næst svo. Svo kom einn undirbolli fyrir hvem mann, og var hátt í honum af sýrópi...“ Brauðinu var svo dýft ofan í sýrópið. Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Væri ekki skemmtilegt að hafa laufabrauð í veislum, þar sem er t.d. svokallað „kalt borð“? Það er a.m.k. kjörið í þeim veislum sem em á jólaföstunni. Ekki er vafí á að laufaskurður er séríslenskt fyrirbæri. Hér áður fyrr voru margir mjög hagir að skera út laufabrauð, og þeir menn eru enn til. Þá var alltaf skorið með sjálfskeiðung. Við nútíma- böm notum flest laufabrauðsjám. Hvenær þau voru fundin upp, er mér ekki kunnugt um, en þau em mörg mjög falleg smíði. Eitt slíkt hangir uppi á vegg í eldhúsinu hjá mér, til mikillar prýði. Við steikjum yfírleitt laufa- brauð úr plöntufeiti, en hér fyrr á ámm var tólg notuð til steiking- ar, þá var oft sterkt tólgarbragð af laufabrauðinu, sem fáum fínnst gott. Hugsanlega hefur þó því fólki, sem vant var tólgarbragð- inu, þótt það ágætt. I fyrstu matreiðslubók, sem gefín var út á íslandi, Einfalt matreiðslu vasaqver fyrir heldri manna húsfreyjur, eftir -Mörtu Maríu Stephensen, stendur þetta: „Laufa-brauð eður kökur af hveiti-deigi vættu í sikur-bland- inni góðri mjólk eður rjóma, útskomar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, em svo algengin, að frá þeim þarf ekki meir að segja.“ Augljóst er af því sem þama stendur, að höfundur hefur ekki verið vel að sér í laufabrauðs- gérð, þar sem útilokað er að steikja laufabrauð úr smjöri. Smjörið brennur áður en nægur hiti fæst. En mikinn hita þarf við laufabrauðssteikingu, jafnvel svo að erfítt getur reynst að steikja laufabrauð í djúpsteikingarpotti, þar sem hiti þeirra er takmarkað- ur. Nú hefst sá tími, þegar íjöl- skyldur og vinir koma saman til laufaskurðar, og þarf að hafa ýmislegt í huga ef vel á að ta- kast: Best er að nota stuttan, oddmjóan beittan hníf. Bijóta kökuna saman þar sem skurður- inn á að koma, miða munstrið út frá miðju, og skera á ská upp í. En þegar skorið er með jámi, er skorið einfalt og sést þá strax hvemig skurðurinn verður. Þá þarf að beita jáminu fram á við og þrýsta því þétt niður. Þegar búið er að skera út kökuna, þarf að snúa öðru hvoru laufi við (bretta upp). Kökumar þarf að pikka jafnóðum með pijóni eða gaffli. Síðan er best að leggja lak ofan á borð eða rúm, leggja kök- umar þar á og bijóta síðan lakið yfír þær, eða leggja plast yfír, þannig að kökumar þomi ekki. Þegar steikt er, þarf að nota frek- ar stóran, víðan pott, hafá hann fullan að einum þriðja. Steikja aðeins eina köku í einu, fyrst á annarri hliðinni (láta skurðinn snúa niður), snúa henni síðan við og steikja á þeirri síðari. Leggja síðan kökuna á eldhúspappír og vera snöggur að setja flatan hlemm ofan á hana. Feitin þarf að vera mátulega heit, og er erf- itt að gefa upp, hvemig fínna má það. Mitt ráð er að setja smábita af laufabrauði ofan í feitina og prófa sig áfram. Ef bitinn brúnast of mikið, er feitin of heit, ef hann brúnast ekkert, er feitin of köld, en ef hann tekur aðeins lit, er feitin hæfílega heit. Alltaf þarf að gæta varúðar, þegar steikt er úr feiti. Best er að hafa svokölluð brunateppi við hendina, en oft er nóg að leggja potthlemm ofan á pottinn. Hellið aldrei vatni í heita feiti. Laufabrauð úr hveiti 1 kg hveiti IV2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 7 dl mjólk palmin til að steikja úr 1. Sjóðið mjólkina. 2. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti og salti. Hellið sjóðandi mjólkinni út í. 3. Hnoðið deig, þar til það er gljáandi og sprungulaust. 4. Skiptið deiginu í litla bita, sem eru hæfílegir fyrir hveija köku. 5. Hitið bakaraofn í 40°C. 6. Setjið allt deigið í hreina diskaþurrku, setjið síðan ofan í eldfasta skál með loki. Setjið ská- lina í ofninn. 7. Fletjið kökumar út eins þunnt og þið getið. Takið jafnóð- um úr skálinni í ofninum. Sé deiginu haldið volgu er auðveldara að fletja það út. 8. Fletjið deigið út eins þunnt og þið getið, leggið disk ofan á, skerið í hring með kleinuhjóli eða hníf. 9. Leggið kökumar jafnóðum á hreint stykki og annað stykki eða plast ofan á. 10. Skerið laufaskurð í kökum- ar, snúið öðru hvom laufi við og þrýstið niður. 11. Pikkið kökumar með gaffli eða pijóni. Setjið síðan aftur á stykkið og breiðið yfír' 12. Hitið feitina og steikið laufabrauðið. Sjá formála hér á undan. Setjið laufabrauðið í stafla. 13. Geymið laufabrauðið á köldum stað. Breiðið yfír það. Laufabrauð ur rugmjoli 500 g hveiti 500 g rúgmjöl 2 tsk. lyftiduft 70 g smjörlíki 2 msk. sykur 2 tsk. salt V2 lítri sjóðandi mjólk V4 lítri sjóðandi vatn 1. Blandið saman hveiti, rúg- mjöli, lyftidufti, sykri og salti. 2. Skerið smjörlíkið smátt og myljið saman við mjölið. 3. Sjóðið saman mjólk og vatn og setjið út í mjölið. 4. Hnoðið deigið þar til það er sprungulaust. 5. Skiptið deiginu í litla bita. Setjíð í plastpoka meðan þið fletj- ið út. Takið jafnóðum úr pokan- um. 6. Fletjið hveija köku út eins þunnt og þið getið. 7. Leggið disk ofan á deigið, skerið síðan út með kleinuhjóli eða hníf. 8. Leggið kökumar jafnóðum á hreint stykki og annað stykki eða plast yfir. 9. Skerið kökumar út, flettið öðru hvoru laufí við og þrýstið niður. Pikkið kökurnar með gaffli eða pijóni. Setjið síðan aftur á stykkið og breiðið yfir. 10. Hitið feitina og steikið laufabrauðið. Sjá formála hér á undan. Setjið laufabrauðið í stafla. 13. Geymið laufabrauðið á köldum stað. Breiðið yfir það. Laufabrauð með kryddi 750 g hveiti 3 tsk. sykur 1 tsk. smjörlíki V2 tsk. salt V2 tsk. hjartarsalt V4 tsk. kanill V4 tsk. negull V2 tsk. kardimommur V2 lítri sjóðandi vatn 1. Blandið saman hveiti, sykri, salti, hjartarsalti, kanil, negul og kardimommum. 2. Bræðið smjörið, setjið mjólk út í og hitið að, suðu. Hellið út í mjölið. Hrærið vel saman. 3. Hnoðið deig, þar til það er gljáandi og sprungulaust. 4. Skiptið deiginu í litla bita, sem eru hæfilegir fyrir hveija köku. 5. Hitið bakaraofn í 40°C. 6. Setjið allt deigið í hreina diskaþurrku, setjið síðan ofan í eldfasta skál með loki. Setjið ská- lina í ofninn. 7. Fletjið kökurnar út eins þunnt og þið getið. Takið jafnóð- um úr skálinni í ofninum. Sé deiginu haldið volgu, er auðveld- ara að fletja það út. 8. Fletjið deigið út eins þunnt og þið getið, leggið disk ofan á, skerið í kring með kleinuhjóli eða hníf. 9. Leggið kökurnar jafnóðum á hreint stykki og annað stykki eða plast ofan á. 10. Skerið laufaskurð í kökurn- ar, snúið öðru hvom laufi við og þrýstið niður. 11. Pikkið kökumar með gaffli eða pijóni. Setjið síðan aftur á stykkið og breiðið yfir. 12. Hitið feitina og steikið laufabrauðið. Sjá formála hér á undan. Setjið laufabrauðið í stafla. 13. Geymið laufabrauðið á köldum stað. Breiðið yfir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.