Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
Markmiðið er að veiga
áhuga íslendinga
á landi sínu
Hópur félaga í Hvítámesi áður en lagt er upp ígöngu. Höskuldur erþar fimmti frá hægri.
(Ljósm. Þórunn Lárusdóttir).
Bygging skálanna er ekki eina
mannvirkjagerð Ferðafélagsins
því á siðustu árum hefur það
einnig staðið fyrir því að lagðar
hafa verið göngubrýr yfir illfær-
ar ár:
-Göngubrýmar eru nú orðar 10
yfír vatnsföll sem talin em viðsjár-
verð gangandi mönnum. Mest
þeirra er brúin yfir Krossá, 45
metra löng. Sú fyrsta var reist yfir
Syðri Emstmá á leiðinni milli Land-
mannalauga og Þórsmerkur. Hún
var iðulega ófær og þurfti þá að
krækja fyrir hana upp á jökul. Síðar
komu fleiri brýr á þessa leið og þar
em nú einnig skálar í Hrafntinnu-
skeri, við Álftavatn og í Emstmm.
Þetta réðist félagið í þar sem þessi
gönguleið var orðin mjög fjölfarin
og vinsæl enda aldrei kölluð annað
en Laugavegur í daglegu tali.
Þessar úrbætur á leiðinni hafa
ekki dregið úr vinsældum hennar
og em hópar á vegum félagsins
þama einu sinni til tvisvar í viku í
júlí og ágúst ár hvert auk allra
annarra sem þama em á ferðinni.
Em skálamir fullbókaðir nánast
hveija nótt þessar vikur.
Sjálfboðaliðar
Aðsetur Ferðafélags íslands er við
Öldugötu í Reykjavík en þar á félag-
ið eina hæð þar sem em skrifstofur
og er húsnæðið vel nýtt. Höskuldur
segir að í ráði sé að útvega félaginu
stærra húsnæði í náinni framtíð en
þó verður farið hægt í þær sakir
og félaginu ekki bundinn skulda-
baggi. Framkvæmdastjóri félagsins
er Þómnn Lámsdóttir en auk henn-
ar starfa hjá félaginu tveir starfs-
menn allt árið og sá þriðrji bætist
við á skrifstofuna á sumrin. Þá em
ótaldir skálaverðir og fararstjórar.
-Félagið byggir þó starfsemi sína
að miklu leyti á sjálfboðaliðum, seg-
ir Höskuldur, -og verkefnin em
mörg. Mörg handtökin em í sam-
bandi við allt viðhald á skálunum,
smíðar og lagfæringar og farar-
stjóramir em úr röðum félags-
manna sem em gamalreyndir
ferðamenn og öllum hnútum kunn-
ugir. Árgjöldin standa undir ölíum
daglegum rekstri félagsins.
En standa tekjur af gistingn
undir rekstri skálanna?
-Nei, þær hrökkva hvergi nærri
til. Mjög margir hafa viðdvöl í skál-
um félagsins án þess að vera þar
næturlangt. Það em ferðamenn
sem setjast að snæðingi í skálunum
eða notfæra sér hreinlætisaðstöðu
og af þeim höfum við engar reglu-
legar tekjur en bendum á bauka
félagsins sem er að fínna í öllum
skálunum. Ferðaskrifstofur sem
skipuleggja til dæmis ferðir með
útlendinga með viðkomu í skálum
okkar hafa þó innt greiðslur af
hendi en af þessum heimsóknum
er vemlegur kostnaður og umstang.
Okkur fínnst ekki réttlæti í því
að félagsmenn séu að leggja á sig
ómælda sjálfboðavinnu til að koma
upp þessari aðstöðu sem er síðan
notuð af fleirum en félagsmönnum
án þess að tekjur komi til. Við
munum reyna að fínna leiðir til
Lagt ígönguferð. Á 50 ára afmæli félagsins vargengið frá Reykjavík
í Reykholt í Borgarfirði og tilhögun þannig háttað aðgenginn var
ákveðinn kafli leiðarinnar nokkra sunnudaga íröð. Þarna erlagt
upp frá Brennistöðum í Flókadal. ■
(Ljósm. Þ.L.)
Skálar félagsins / Nýjadal en þarna er oft margt um manninn.
(Ljósm. Sigríður Sigurðardóttir)
Frágöngudegiáliðnu sumri. Gengið varíBlikdalá Kjalarnesi og var mjöggóðþátttaka eins ogsjá má
á þessari mynd Tryggva Halldórssonar.
þess að ná inn fyrir kostnaði því
það er ljóst að þessi aðstaða verður
að vera fyrir hendi og einhver verð-
ur að sjá um hana en hún kostar
líka sitt.
Nú eru sæluhús félagsins á
fjölförnum og vinsælum ferða-
mannastöðum - hvað er það sem
ræður staðarvalinu?
-Það er nú kannski ekki svo auð-
velt að svara því - annað hvort
hefur félaginu tekist að velja fallega
staði þar sem fólk vill gjaman
dvelja eða þeir hafa orðið vinsælir
eftir að aðstaðan kom upp. En það
skiptir raunar ekki máli - þarna
hefur Ferðafélagið tekið að sér að
koma upp og reka þá þjónustu sem
nauðsynleg er ferðamönnum á þess-
um stöðum.
Skálastefna
Eru nýbyggingar I sjónmáli?
-I tengslum við afmælishátíðina
verður haldinn fundur með for-
mönnum deilda félagsins. Þar
verður væntanlega mótuð eins kon-
ar skálastefna og síðan reynt að
vinna samkvæmt henni. En skálar
okkar eru þungir í viðhaldi. Hörð
veður og mikil notkun verða til
þess að strax eftir 10 ár þurfa þeir
sitt viðhald og við sjáum fram á
að þurfa að gera átak í því efni á
næstunni.
Er ekki of mikill ágangur á
suma vinsælustu staðina?
-Svo virðist kannski vera enda
taka þeir ekki endalaust við fólki
sem vill til dæmis fá að tjalda. I
Þórsmörk höfum við undanfarin
sumur haft ákveðna ítölu, skála-
verðir hafa orðið að beina fólki frá
þegar tjaldstæðin fyllast. Þessu
hafa menn tekið mjög vel og með
því að hafa þannig einhveija stjóm
á mannfjöldanum á að vera hægt
að koma í veg fyrir spjöll. Öllum
er að sjálfsögðu fijálst að ferðast
um landið en það er eðlilegt að
beina fólki annað þegar skálar okk-
ar og tjaldstæði fyllast.
Aðstaðan á þessum stöðum fer
líka sífellt batnandi og við erum
þannig að reyna að græða upp tjald-
stæði við skála okkar í Landmanna-
laugum. Við höfum flutt þangað
vikur og sett á hann þökur sem við
vonumst til að hægt verði að tjalda
á næsta sumar. Þarna ættu því að
vera til mjúk og þurr tjaldstæði sem
vart eru fyrir hendi í Landmanna-
laugum núna.
Innan Ferðafélags íslands eru
starfandi tíu deildir víðsvegar um
landið. Þær eru á þessum stöðum:
ísafírði, Skagafírði, Akureyri,
Hörgárdal og Öxnadal, Svarfaðard-
al, Húsavík, Vopnafirði, Fljótsdals-
héraði, Djúpavogi og Höfn. Halda
þessar deildir uppi ferðastarfsemi
og skálarekstri og hafa elstu deild-
imar rekið skála sína í yfír 40 ár.
Hver deild er rekin sjálfstætt en
þær hafa samráð sín á milli um
mögulegar skálabyggingar og ann-
að er snertir sameiginleg markmið.
Svipað yf irbragð
En hvenær hóf Höskuldur að
ferðast með Ferðfélagi íslands?
-Það er nú orðið langt síðan því
fyrstu ferðina fór ég á Vífilfell árið
1946. Fóstri minn hafði mikinn
áhuga á ferðalögum þótt hann ferð-
aðist mest á landakortinu. Hann
hvatti mig til gönguferða og ég fór
með honum í fyrstu ferðirnar.
Fyrsta meiriháttar ferð mín var
haustið 1949 í Hekluhraun. Farar-
stjóri var Kristján Skagfjörð sem
lengi var ötull ferðamaður og Guð-
mundur Kjartansson leiðsögumaður
okkar í ferðinni. Við fórum einkum
til að skoða svonefndan Karelshelli
sem kenndur var við fínnandann
séra Kára Valsson. Þetta var mér
mjög skemmtileg ferð.
Ég var oft með í för allt fram
til ársins 1963 er ég stofnaði heim-
ili og fór utan en hóf síðan að
ferðast aftur með Ferðafélaginu
fyrir fjórum eða fimm árum. Þá
fann ég að allt yfirbragð var með
svipuðu sniði og var gott að slást
í hópinn á ný.
Hefurðu víða farið?
-Ég þykist hafa farið allvíða um
landið en vissulega eru nokkrir